Fréttablaðið - 05.03.2005, Side 2
2 5. mars 2005 LAUGARDAGUR
Ný rannsókn á uppistöðulóni í Brasilíu:
Vatnsorkuverin
geta líka mengað
UMHVERFIÐ Vatnsorkuver eru ekki
eins umhverfisvæn eins og menn
gjarnan telja. Ný rannsókn bendir
til að úr uppistöðulónum þeirra
geti streymt meira magn gróður-
húsaloftegunda en kolaorkuver
framleiða. Slíkar lofttegundir eru
taldar valda hlýnun jarðar.
Í danska blaðinu Politiken í
vikunni er greint frá rannsóknum
vísindamanna á uppistöðulóni raf-
orkuvers í Brasilíu. Þegar stífla
þess var reist fór stórt svæði sem
hulið var gróðri undir vatn. Þegar
kolefnisríkur gróðurinn rotnaði í
vatninu stigu kynstrin öll af
koltvísýringi og metangasi upp á
yfirborðið og blandaðist andrúms-
loftinu, jafnvel meiri en kola- og
olíuorkuver af svipaðri stærð
framleiða. „Allir halda að vatns-
orka sé mjög hreinn orkugjafi en
það er ekki tilfellið,“ sagði Éric
Duchemin, ráðunautur hjá Sam-
einuðu þjóðunum um niðurstöður
rannsóknanna.
Íslensk uppistöðulón eru að
jafnaði mynduð á gróðursnauðari
svæðum en brasilísk lón og því
má ætla að ekki streymi gróður-
húsalofttegundir í jafn ríkum
mæli úr þeim.
- shg
Tvær konur í stjórn Burðaráss:
Skipafélagsbréf í arð við skráningu
VIÐSKIPTI Til greina kemur að hlut-
hafar Burðaráss fái bréf í Eim-
skipafélaginu í arð þegar félagið
verður skráð á markað. Þetta kom
fram í ræðu Björgólfs Thors Björg-
ólfssonar, stjórnarformanns Burða-
ráss í ræðu á aðalfundi félagsins.
Eimskipafélagið er að fullu í eigu
Burðaráss. Björgólfur segir að slík
ráðstöfun myndi stuðla að meiri
dreifingu hlutafjár og betri verð-
myndun á bréfum skipafélagsins á
markaði eftir skráningu.
Yfirlýst stefna eiganda Eim-
skipafélagsins er að skrá félagið á
markað. Burðarás skilaði methagn-
aði á síðasta ári og hrinti í fram-
kvæmd nýrri stefnu í fjárfestingum
með áherslu á erlendar fjárfesting-
ar.
Félagið hefur bæði horft til
skammtímafjárfestingar eins og í
breska bankanum Singer and Fried-
lander og langtímafjárfestingar svo
sem í sænska sjóðnum Carnegie.
Björgólfur varaði við því að
velgengni í efnahagslífinu slævði
vitund manna. „Enn er ríkisrekstur
alltof umfangsmikill hér á landi
og eftirlitskúltúrinn hreiðrar um
sig og sáir í huga almennings
vantrausti á atvinnulífið,“ sagði
Björgólfur Thor.
Ein breyting varð á stjórn Burða-
ráss. Þór Kristjánsson fór úr stjórn-
inni og inn í hans stað kom Kristín Jó-
hannesdóttir og sitja nú tvær konur í
fimm manna stjórn Burðaráss. - hh
Hræðilegt að
sitja og bíða
Flugmaður færeysku Sjóbjörgunarsveitarinnar fannst hræðilegt að bíða aðgerðalaus
í björgunarþyrlu eftir skipun um að fara til bjargar áhöfninni á Jökulfelli. Skipunin
kom tveimur klukkustundum eftir að fyrsta neyðarkallið barst.
SJÓSLYS „Við eigum þyrlu sem við
keyptum fyrir um það bil einn og
hálfan milljarð íslenskra króna
og ég veit að hún hefur verið
send út þegar skip hafa misst út
neyðarbauju. En fyrst hún var
ekki send út eftir sökkvandi
skipi þá skil ég ekki hvað við
höfum með hana að gera,“ sagði
Torbjörn Jacobsen, þingmaður
færeysku stjórnarandstöðunnar,
en hann fór fyrir hópi þing-
manna sem kröfðust opinberrar
rannsóknar á vinnubrögðum
Sjóbjörgunarsveitarinnar. Jökul-
fellið sökk út af Færeyjum
7. febrúar síðastliðinn. Fjórir
eistneskir sjómenn fórust með
skipinu.
Í framhaldi af því komust
Bjørn Kalsøe, sjávarútvegsráð-
herra Færeyja, og Djóna Weihe,
yfirmaður Sjóbjörgunarsveitar
Færeyja, að þeirri niðurstöðu að
best væri að Djóna yrði leistur
frá störfum meðan á rannsókn-
inni stæði. Eins og fram kom í
Fréttablaðinu í gær liðu tvær
klukkustundir frá því að neyðar-
kall barst frá Jökulfelli og þar til
björgunarþyrlan var send út. Í
umræðum á lögþinginu í gær
kom fram að skipunin um að
senda þyrluna á vettvang kom
ekki frá yfirmanni Sjóbjörgunar-
sveitarinnar heldur frá skip-
stjóranum á varðskipinu Vædd-
eren. Þetta er haft eftir fær-
eyska dagblaðinu Dimmalætting
í gær.
Fyrsta tilkynningin barst
Sjóbjörgunarsveitinni frá neyð-
arbauju úr Jökulfelli en síðar
barst þeim neyðarkall sem fór í
gegnum Aberdeen í Skotlandi. Þá
reyndi Sjóbjörgunarsveitin að ná
sambandi við áhöfnina á Jökul-
felli í farsíma en án árangurs.
Færeyska dagblaðið Sosialurin
talaði í gær við flugmann björg-
unarþyrlunnar sem sagði það
hafa verið hræðilega tilfinningu
að sitja aðgerðalaus og bíða eftir
skipun eftir að neyðarköllin
höfðu borist.
- jse
Árekstur á blindhæð:
Tvítugur
maður lést
BANASLYS Tvítugur maður lést í
árekstri tveggja bíla skammt frá
Kópaskeri á fimmta tímanum í
gær. Hann var einn í bílnum en
tveir menn voru í hinum bílnum.
Var annar þeirra sendur í skoðun
á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri vegna meiðsla í hálsi
en hinn farþeginn slapp með
skrámur.
Áreksturinn varð við blind-
hæð á malarvegi en að sögn lög-
reglunnar á Húsavík er ekki
mikið um slys á þessum stað. Að-
stæður voru einnig með besta
móti svo erfitt er að segja til um
hvað olli slysinu. - jse
FLAK EFTIR BRUNANN
Lögreglumenn rannsaka flak bílsins sem
varð eldi að bráð snemma í gærmorgun.
.
Kviknaði í bíl eftir árekstur:
Ökumaður
stakk af
LÖGREGLA Vegfarandi sem átti leið
um Hverfisgötuna í gærmorgun sá
að kviknað hafði í bíl sem lá upp við
vegkantinn og tilkynnti hann það
Slökkviliðinu sem kom á vettvang
innan fárra mínútna.
Ökumaðurinn sást hins vegar
leggja á flótta og var ófundinn
þegar Fréttablaðið hafði samband
við lögregluna. Ökumaðurinn hafði
keyrt niður tvær veggrindur áður
en hann stöðvaði bílinn og leikur
grunur á að hann hafi verið ölvaður.
Ekki er ljóst hvað olli því að það
kviknaði í bílnum en hugsanlega
hefur bensín farið í púströrið við
áreksturinn eða kviknað í út frá raf-
magni. Bíllinn er gjörónýtur. - jse
Sendinefnd Fischers:
Flugmiðinn
fenginn
FISCHER-MÁLIÐ Stuðningsmenn
Fischers efndu til blaðamanna-
fundar í Tókýó í gær. Þar kom fram
að íslenska sendiráðinu í Tókýó
hefur verið sent svar við fyrirspurn
íslenskra stjórnvalda, sem segir til
um með hvaða hætti best sé að
koma vegabréfi Bobby Fischer til
hans, án þess að íslensk stjórnvöld
skipti sér af japönskum innanríkis-
málum.
Þá kom fram að stuðningsmenn
Fischers hafa keypt handa honum
opinn flugmiða og vonast til að hann
fái að koma til Íslands fyrir sextíu
og tveggja ára afmælisdag sinn á
miðvikudaginn. - ss
170.000
23.021,-*
1.990.000
2.160.000Ver› á›ur
Ver› núSubaru Impreza Sedan
SPURNING DAGSINS
Georg, er ekki málið að Gæsl-
an fái sér metanskip?
„Þá vaknar spurningin hvort Færeying-
ar selji metan.“
Skip Landhelgisgæslunnar kaupa eldsneyti í Fær-
eyjum þar sem miklu munar á verði á Íslandi og
þar. Einnig stendur fyrir dyrum að Gæslan fái nýtt
skip í flotann. Georg Lárusson er forstjóri hennar.
■ MIÐ-AUSTURLÖND
HERSVEITIR KALLAÐAR HEIM Fast-
lega er búist við því að Assad Sýr-
landsforseti tilkynni í dag að her-
sveitir Sýrlendinga verði senn kall-
aðar heim frá Líbanon. Alþjóða-
samfélagið hefur þrýst á Sýrlend-
inga að draga 15.000 manna herlið
sitt frá landinu.
Forstjóri Eimskipafélagsins:
Sakaður um
trúnaðarbrot
VIÐSKIPTI Fyrrum eigendur holl-
enska skipafélagsins Geest North
Sea Line sem Samskip hafa keypt,
hugleiða lagalegar aðgerðir vegna
þess sem þeir telja trúnaðarbrot
í yfirlýsingum forstjóra Eimskipa-
félagsins.
Haft var eftir Baldri Guðnasyni,
forstjóra Eimskipafélagsins að fé-
lagið hefði hugleitt kaup á Geest, en
horfið frá því vegna verðsins sem
var að hans sögn 3,5 milljarðar kr.
Fyrrum eigendur harma ummæli
Baldurs og segja rangt sem gefið
var í skyn að félögin hefðu átt í al-
varlegum viðræðum um kaup. Þeir
segja viðbrögð forstjórans lykta af
því að hann kunni ekki að tapa. - hh
Afríka árið 2025:
90 milljónir
HIV-smitaðar
ADDIS ABABA, AP Meira en 80 milljón-
ir Afríkubúa gætu dáið úr alnæmi
fyrir árið 2025 ef ekki verður
brugðist strax við þeim vanda sem
að álfunni steðjar. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu Sameinuðu
þjóðanna sem gefin var út í gær.
Skýrsluhöfundar segja að tíundi
hver Afríkubúi, eða níutíu milljónir
manna, muni ganga með HIV-
veiruna árið 2025 miðað við stöðuna
í dag. Þegar eru 25 milljónir manna
smitaðir af veirunni í álfunni, eða
tæplega hundrað sinnum fleira fólk
en íslenska þjóðin telur. ■
LÓNIN GETA MENGAÐ
Rotinn gróður á botni uppistöðulóna losar
koltvísýring og metan. Ekki er þó mikill
gróður undir Blöndulóni sem hér sést.
SKIPBROTSMENN KOM TIL FÆREYJA
Þeir fimm skipverjar sem lifðu af komu til Þórshafnar með danska varðskipinu Vædderen
9. febrúar. Fjórir menn fórust þegar Jökulfellið sökk.
METÁR AÐ BAKI
Friðrik Jóhannsson forstjóri Burðaráss og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður
gerðu upp metár á aðalfundi félagsins. Stjórn félagsins hugleiðir að láta hluthafa fá bréf í
Eimskipafélaginu við skráningu þess á markað.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M