Fréttablaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 24
„Við höfum náð okkar markmiðum í keppni og ætlum nú að beina kröftum okkar að grasrótarstarf- inu og látum af bikurunum glaðir í bragði,“ segir Hrafn Jökulsson, formaður skákfélagsins Hróksins sem hefur hætt keppni í skák. Íslandsmeistaramótið í skák stendur nú yfir og verður nýr meistari krýndur í dag. Hrókurinn hefur unnið titilinn síðastliðin þrjú ár. Þetta er í fyrsta skipti sem Hrókurinn keppir ekki á Íslands- meistaramótinu, en Hrafn segir Hróksmenn engu að síður áber- andi á mótinu, þar sem þeir keppi fyrir önnur lið. Hrókurinn hefur fyrir löngu getið sér það orð að vera ein öflug- asta grasrótarhreyfing landsins; Hrafn og félagar virðast óþreyt- andi í trúboðinu. „Sem dæmi má nefna voru um 20 uppákomur á vegum Hróksins í síðustu viku einni saman. Við höfum boðið tugum erlendra skákmeistara til landsins og haldið mörg alþjóðleg mót en stoltastir erum við af upp- byggingarstarfinu í skólum lands- ins. Á síðustu þremur árum höfum við farið í um 600 skólaheimsóknir um allt land. Hrókurinn er því eng- an veginn allur þó að hann sé hætt- ur keppni, hann hefur í raun aldrei verið fjörugri,“ segir Hrafn. Hrókurinn var stofnaður af skákáhugamönnum á Grandrokk við Klapparstíg haustið 1998. „Við segjum í fullri alvöru að þetta byrjaði sem brandari. Við ætluðum að taka þátt í einu Íslandsmóti, vinna eins marga sigra og hægt var og hafa gaman af þessu, sem og við gerðum,“ segir Hrafn. Brandarinn vatt upp á sig sem og metnaður Hróksmanna; þeir byrj- uðu í fjórðu deild og sigruðu eina deild á ári þar til þeir unnu loks Ís- landsmeistaratitilinn árið 2002. Titlinum héldu þeir í tvö ár til við- bótar. Félögum í Hróknum hefur stórfjölgað, starfsemi félagsins teygir sig um allt land og jafnvel út fyrir landsteinanna. „Við erum með sendinefnd í Namibíu sem verður þar í sex vikur. Þá höfum við beitt okkur fyrir landnámi taflsins á Grænlandi og rekum skákskóla í Sarajevo,“ segir Hrafn. Hrafn spáir hinu fornfræga Taflfélagi Reykjavíkur sigri á mót- inu í dag. „Ég myndi veðja á þá, en þeirra helstu keppinautar eru Hellir og nýliðar Eyjamanna, en þar hefur verið sannkölluð skák- sprenging.“ Sjálfur keppir Hrafn fyrir Fjölni í fjórðu deild og unir sér vel þar. „Mér til mikillar ánægju fæ ég að tefla við einn efnilegasta skákmann landsins, Ingvar Ásbjörnsson, sem er ekki nema þrettán ára gamall og eitt mesta efni sem hefur komið fram lengi.“ Hrafn viðurkennir fúslega að hann hafi ekki séð þessa atburða- rás fyrir á sínum tíma. „Útsýni mitt var afar takmarkað haustið 1998 en eitt leiddi af öðru og brandarinn á Grandrokk dreifðist svo sannarlega út.“ ■ 24 5. mars 2005 LAUGARDAGUR JÓSEF V. STALÍN (1879 – 1953) lést þennan dag. Brandari sem dreifðist um allan heiminn TÍMAMÓT: NÝR ÍSLANDSMEISTARI Í SKÁK „Það nægir að fólk viti að kosningar hafi átt sér stað. Fólkið sem kýs ákveður ekkert. Fólkið sem telur atkvæðin ræður öllu.“ „Stálmennið“ hélt margar málamyndakosningar og vann jafnan yfirburðasigur í þeim. Sagan segir að eitt sinn hafi fundist kjörseðill sem á stóð „Þessi með yfir- varaskeggið er asni.“ Leyniþjónustan hafði uppi á höfundinum og færði hann fyrir Stalín sem spurði hvað þetta ætti að þýða. „Ég er vitaskuld að tala um Hitler,“ sagði maðurinn. „Auðvitað,“ tók Stalín undir, leit svo á yfirmann leyniþjónustunn- ar og spurði með hægð: „Hvern hélst þú að hann ætti við?“ timamot@frettabladid.is HRAFN JÖKULSSON Hrókurinn byrj- aði sem brandari á Grandrokk haustið 1998 en átti eftir að vinda upp á sig og teygja sig út fyrir landsteinana. „Mér fannst alltaf innst inni að það væri eitthvað að, ekki eins og það átti að vera,“ sagði Lena Betak fyrir 20 árum en þennan dag árið 1985 var hún send heim af fæðingardeild Landspítalans með rangt barn. Lena og maður hennar komu frá Dan- mörku og bjuggu ásamt dótturinni Liv á Kjalarnesi. Lena gekk með þeirra annað barn og fæddi aðra dóttur hinn 28. febrúar. Móður og barni heilsaðist vel og allt var með felldu þar til hinn 4. mars þegar Lenu var afhent dóttir sín til að setja á brjóst. Lena kannaðist ekki við að barnið sem hún var látin fá væri dóttir sín. „Ég sá strax að þetta var miklu minna barn en mitt, en samt ótrúlega líkt,“ sagði hún við blaðamann eftir atburðinn. Starfs- fólk spítalans maldaði í móinn og sagði það ekki geta verið að þetta væri annað barn en hennar eigið. Þrátt fyrir mótbárur var Lena send heim með barnið hinn 5. mars. Skömmu eftir að fjölskyldan kom heim hringdi síminn og starfsmaður spítalans tilkynnti Lenu að hræðileg mistök hefðu átt sér stað; tveimur börnum hafði verið víxlað í vöggur og Lena látin fá barn sem fæddist 3. mars. Fjölskyldan rauk hið snarasta niður á spítala og hafði barnaskipti við foreldrana sem voru með barn Betakhjónanna. Þáver- andi yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans, var miður sín yfir mistökunum og sagði þetta gamlan skrekk allra fæðingarstofnana. Þetta er eins og þegar maður tekur vit- lausa tösku á harðahlaupum á flug- velli,“ var haft eftir honum í DV árið 1985. 5. MARS 1985 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1461 Hertoginn af Jórvík steypir Hinrik VI af stóli í Rósa- stríðinu í Bretlandi. 1558 Francisco Fernandes kynnir Evrópubúum tóbaksreyk- ingar. 1616 Kaþólska kirkjan bannar rit Kópernikusar því sólmiðju- kenning hans gekk gegn kennisetningum kirkjunnar. 1807 Fjórða sinfónía Beethovens í B-dúr flutt í fyrsta skipti. 1865 Möðruvallarkirkja í Hörgár- dal brennur. 1897 Fyrsti háskóli fyrir svarta stofnaður í Bandaríkjunum. 1933 Þýski nasistaflokkurinn vinnur meirihluta í þing- kosningum. 1946 Winston Churchill flytur ræðuna um „járntjaldið“ milli austurs og vesturs. 1955 Elvis Presley kemur fram í sjónvarpi í fyrsta skipti. Móðir send heim með rangt barn ANDLÁT Lára S. Ólafsson lést mánudaginn 21. febrúar. Útförin fór fram í kyrrþey. Aðalheiður Ósk Jónsdóttir, Aðalgötu 1, Keflavík, lést mánudaginn 28. febrúar. Soffía Einarsdóttir, Furugrund 54, Kópavogi, lést þriðjudaginn 1. mars. Árni Vilhjálmsson, Urðarteigi 5, Nes- kaupstað, lést miðvikudaginn 2. mars. Jóhanna Baldvinsdóttir, Grund, lést miðvikudaginn 2. mars. JARÐARFARIR 11.00 Haraldur Guðbergsson verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju. 13.00 Siggeir Jóhannsson, bóndi, Núp- um, Ölfusi, Sóltúni 5, Selfossi, verður jarðsunginn frá Hveragerð- iskirkju. 14.00 Anna Kjartansdóttir, frá Hrauni, Hnífsdal, verður jarðsungin frá Hnífsdalskapellu. 14.00 Gestur Þórarinsson, Urðarbraut 4, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju. 14.00 Ingveldur Gísladóttir, frá Patreks- firði, verður jarðsett í Patreksfjarð- arkirkjugarði að lokinni minning- arathöfn í Patreksfjarðarkirkju. 14.00 Sigursteinn G. Melsteð, Ásvegi 21, Breiðdalsvík, verður jarðsung- inn frá Heydalakirkju. Formlegt upphaf framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun verður staðfest með skóflustungu að nýju stöðvarhúsi virkjunarinnar við Kolviðarhól klukkan 14.30 í dag. Helgi Pétursson, verkefnisstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að gert sé ráð fyrir að fyrsti hluti virkjunarinnar verði tilbúinn í maí á næsta ári og rafmagnsfram- leiðsla geti hafist haustið eftir. Afkastageta virkjunarinnar eftir fyrsta áfanga verður 90 megavött. Heitavatnsframleiðsla fylgir á næstu þremur árum en Norðurál kaupir allt rafmagn. - bs FÆDDUST Á ÞESSUM DEGI 1908 Rex Harrison, leikari. Hann lék meðal annars í My Fair Lady og Dagfinni dýralækni. 1957 Mark E. Smith. Söngvari ensku hljómsveitar- innar The Fall og Íslandsvinur. AFMÆLI Jón Ormur Halldórs- son stjórnmálafræð- ingur er 51 árs í dag. Sigurður Valur Sveinsson handknatt- leiksmaður er 46 ára í dag. Eggert Þór Aðalsteinsson sagnfræðing- ur er 29 ára í dag. Okkar ástkæri Kristinn Hólm Vigfússon Ránargötu 23, Akureyri, lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sunnu- daginn 27. febrúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 7. mars kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Anna Rósantsdóttir, Lára Björk Kristinsdóttir, Halldór Árnason, Bragi Hlíðar Kristinsson, Fríða Pétursdóttir, afabörn og langafabarn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, Guðmundur Eyjólfsson Hrafnistu í Reykjavík, áður til heimilis að Álftamýri 49, er lést 24. febrúar á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. mars kl. 15. Eyjólfur Guðmundsson, Eygló Úlfhildur Ebenesardóttir, Hörður Guð- mundsson, Anna Margrét Tryggvadóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Sigurgeirsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Ólafur R. Vilberts- son, Guðveig Nanna Guðmundsdóttir, Sigurður Grétar Geirsson, Guðlaugur Björn Guðmundsson, Anna María Valdimarsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Dagbjört Erla Ásgeirsdóttir og afabörn. Skóflustunga tekin í dag STÖÐVARHÚSIÐ Tölvuteikning af stöðvar- húsinu við Hellisheiðarvirkjun. Sveinn Gamalíelsson, Kópavogsbraut 20, lést miðvikudaginn 2. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.