Fréttablaðið - 05.03.2005, Page 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
60,64 60,92
115,66 116,22
79,54 79,98
10,68 10,75
9,67 9,73
8,79 8,85
0,58 0,58
92,30 92,86
GENGI GJALDMIÐLA 04.03.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
109.27 -0,25%
4 5. mars 2005 LAUGARDAGUR
Meintir ódæðismenn frá Beslan:
Fjórir handteknir og fimm felldir
RÚSSLAND, AP Fimm manns féllu og
fjórir voru handteknir í áhlaupi
rússneskra lögreglusveita gegn
hópi fólks sem grunað er um aðild
að gíslatöku og morðum í barna-
skóla í Beslan í Norður-Ossetíu síð-
astliðið haust. 330 týndu lífi í Besl-
an, mest skólabörn.
Nikolai Shepel, saksóknari í
borginni Rostov, skýrði frá þessu í
gær en vildi hvorki segja hvar né
hvenær áhlaupið fór fram. Þeir
sem voru handteknir eru grunaðir
um að hafa undirbúið gíslatök-
urnar en sjálfir gíslatökumennirn-
ir féllu flestir í umsátrinu á sínum
tíma. Hinir handteknu eru einnig
grunaðir um að hafa sprengt upp
lögreglustöð í Ingúsetíu í fyrra-
sumar þar sem 90 fórust.
Reiði og óþolinmæði í garð yfir-
valda fer vaxandi á meðal almenn-
ings í Rússlandi vegna þess hve
langan tíma hefur tekið að upplýsa
harmleikinn í Beslan. Margir telja
að stjórnvöld reyni að breiða yfir
hversu auðveldlega ódæðismönn-
unum tókst að smygla vopnum og
sprengjum til Beslan. Tsjetsjenski
aðskilnaðarsinninn Shamil Basajev
gengur enn laus en hann er talinn
hafa skipulagt voðaverkið. ■
Stjörnuleitin
slær í gegn
Idol-stjörnuleit er vinsælasta sjónvarpsefni landsins, samkvæmt nýrri fjöl-
miðlakönnun IMG Gallup sem gerð var í febrúar. Fréttablaðið er enn mest
lesna dagblað landsins. Lestur á DV eykst um tæp fjögur prósentustig.
KÖNNUN Fréttablaðið er mest lesna
dagblað landsins samkvæmt nýrri
könnun IMG Gallup. Að meðaltali
lesa 67,1 prósent blaðið daglega
sem er örlítið minni lestur en í
könnun Gallups frá nóvember á
síðasta ári.
Samkvæmt könnuninni lesa
51,9 prósent Morgunblaðið dag-
lega en í síðustu könnun var það
hlutfall 49,4 prósent. Hástökkvari
dagblaða er DV, en nú lesa 20,1
prósent landsmanna blaðið dag-
lega en samkvæmt síðustu könn-
un voru það 16,7 prósent.
Vinsælasti frumsýndi sjón-
varpsþátturinn í febrúar var Idol-
stjörnuleit, sem sýnd er á Stöð 2.
Rétt tæplega helmingur þjóðar-
innar fylgdist með. Í nóvember
þegar síðasta könnun var gerð,
voru það 43,3 prósent landsmanna
sem horfðu á Idol en nú eru það
49,5 prósent. „Að vinsælasta sjón-
varpsefnið sé sent út í læstri dag-
skrá, það hlýtur að vera óvana-
legt,“ segir Heimir Jónasson, dag-
skrárgerðarmaður á Stöð 2. Hann
segir jafnframt að með þessari
könnun sé brotið blað í íslenskri
sjónvarpssögu. Aldrei fyrr hafi
heildaráhorf á Stöð 2 verið svona
mikið, sem komi til vegna sam-
spils frábærrar dagskrár og
góðrar markaðssetningar.
Það er fyrrum langvinsælasti
sjónvarpsþátturinn, Spaugstofan,
sem nú er í öðru sæti. Nú eru það
48,6 prósent sem horfa á Spaug-
stofuna, en í síðustu könnun 59,1
prósent. Þá minnkar áhorf á þætt-
inum Laugardagskvöld með Gísla
Marteini. Nú horfa 39,3 prósent á
þáttinn, en voru 53,9 prósent.
Fréttir Ríkissjónvarpsins hafa
sama áhorf og í nóvember, 43,3
prósent. En áhorf á fréttir Stöðvar
2 hefur dalað lítillega, úr 34,4 í
33,5 prósent nú.
Vinsælasti þátturinn á Skjá
einum var Innlit-útlit, og mældist
hann með 20,6 prósenta áhorf.
Í könnuninni var fólk spurt
hvort það hefði haft frían aðgang
að fjölmiðlum í vikunni sem könn-
unin var gerð. Alls sögðust 6,9
prósent hafa fengið Morgunblaðið
frítt. Þá sögðust 10,3 prósent hafa
fengið DV frítt. 3,8 prósent sögð-
ust hafa fengið Stöð 2 frítt og 1,6
höfðu fengið Sýn frítt.
Könnun Gallups var dagbókar-
könnun sem gerð var dagana 4. til
10. febrúar. Í úrtaki voru 1.266 Ís-
lendingar á aldrinum 12 til 80 ára,
valdir með tilviljunaraðferð úr
þjóðskrá. Nettósvarhlutfall var
63,3 prósent. svanborg@frettabladid.is
Landhelgisgæslan:
Vélakostur
endurnýjaður
LANDHELGISGÆSLAN Ríkisstjórnin
samþykkti í gær að skip og
flugvélar Landhelgisgæslu Ís-
lands yrðu endurnýjuð .
Má reikna með að rétt um tvo
milljarða kosti að endurnýja
flotann með þeim kröfum sem
gerðar eru til getu hans, sam-
kvæmt útreikningum Landhelg-
isgæslunnar.
Fulltrúum dóms- og kirkju-
málaráðherra og fjármálaráð-
herra verður falið að gera tillögur
um kaup eða leigu á fjölnota varð-
skipi og eftirlitsflugvél en loka-
ákvörðun er í höndum ríkisstjórn-
arinnar. - gag
BÍLL Í DYRAGÆTTINNI
Bíllinn er stórskemmdur og einnig eru
nokkrar skemmdir á húsinu.
Missti stjórn á bíl:
Ók nánast
inn í hús
LÖGREGLUMÁL Ökumaður missti
stjórn á bíl sínum á Laugavegin-
um um kvöldmatarleytið í gær.
Hann ók á handrið og þaðan
kastaðist bíllinn á kyrrstæðan bíl
og nánast inn í hús við Lauga-
veginn. Mildi þykir að engin slys
hafi orðið á fólki.
Að sögn lögreglu er ekki vitað
hvað olli slysinu. Maðurinn var
hvorki undir áhrifum áfengis né
annarra vímuefna. Bíll öku-
mannsins er stórskemmdur sem
og kyrrstæði bíllinn. Einnig sér
nokkuð á húsinu. Bíllinn var
dreginn í burtu með kranabíl. - th
RÁÐIST Á PILT MEÐ RAKVÉLAR-
BLÖÐUM Fjórtán ára piltur í bæn-
um Ystad í Svíþjóð varð fyrir
fautalegri líkamsárás í gærmorg-
un þegar nokkrir jafnaldrar hans
réðust að honum með rakvélar-
blöðum og skáru hann illa. Að sögn
Aftonbladet höfðu árásarmenn-
irnir smápeninga upp úr krafsinu
auk jakka fórnarlambsins.
DYRABJÖLLUAT Í BUVIKÅSEN
Fjölskyldu í Buvikåsen í Noregi
brá í brún í vikunni þegar dyra-
bjöllunni var ítrekað hringt
snemma morguns. Enginn var sjá-
anlegur þegar fjölskyldufaðirinn
lauk upp dyrunum en hins vegar
mátti sjá spor eftir spaugsaman elg
sem þarna hafði gert dyrabjölluat.
Stórabelti:
Skip sigldi
á brúna
SJÓSLYS Mannskaði varð þegar
danskt flutningaskip sigldi á brúna
yfir Stórabelti á fimmtudaginn.
Loka varð brúnni vegna slyssins og
varð nokkur töf á samgöngum á
milli Fjóns og
Sjálands fyrir
vikið. Brúin var
svo opnuð aftur
síðdegis í gær.
Við árekstur-
inn rifnaði brú
skipsins nánast
af. Stýrimaður
skipsins var
einn í brúnni og
beið hann bana
en aðrir skip-
verjar sluppu
með skrámur.
Talsmenn siglingamálayfir-
valda á svæðinu viðurkenndu í
samtali við Jyllandsposten í gær að
mannleg mistök hafi ráðið því að
ekki var gripið inn í fyrr en of
seint. ■
Vélsleðamaður slasaðist:
Þyrlan var
kölluð til baka
SLYS Þyrla landhelgisgæslunnar var
kölluð út um hádegi í gær eftir að
tilkynnt hafði verið um að breskur
ferðamaður hefði lent í vélsleða-
slysi skammt frá Dettifossi.
Þegar björgunarsveitir komu að
manninum ásamt lækni var sú
ákvörðun tekin að senda þyrluna til
baka aftur þar sem maðurinn
reyndist ekki alvarlega slasaður. Í
upphafi var þó ekki á annað hætt-
andi en að senda þyrluna norður því
hvorki lögregla né björgunarsveitir
höfðu komist í samband við menn á
slysstað. Ferðamaðurinn reyndist
vera illa meiddur á hendi og kom til
byggðar í fylgd björgunarsveitar-
manna. - jse
Gómsætu kæfurnar frá Go›a
eru fyrir alla fjölskylduna
■ NORÐURLÖND
ÓÞREYJAN FER VAXANDI
Íbúar Beslan mótmæltu í vikunni seina-
gangi lögreglunnar í Moskvu og kröfðust
afsagnar Pútíns Rússlandsforseta.FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
M
YN
D
/A
P
TÍU VINSÆLUSTU
SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR
Þáttur Sjónvarpsstöð Áhorf
Idol-stjörnuleit Stöð 2 49,5
Spaugstofan Rúv 48,6
Idol-stjörnuleit símakosning Stöð 2 44,3
Fréttir Rúv 43,3
Laugard.kv. með Gísla Marteini Rúv 39,3
Örninn Rúv 35,3
Fréttir Stöð 2 33,5
Gettur Betur Rúv 32,2
Kastljós Rúv 27,5
Ragnar í Smára Rúv 27,5
HEIMILD: FJÖLMIÐLAKÖNNUN IMG GALLUP FEBRÚAR 2005
Meðallestur dagblaða/ uppsafnað áhorf
meðaldags sjónvarpstöðva/ eitthvað hlustað
á útvarpsstöð/ uppsafnaður lestur tímarita.
Allar tölur eru í prósentum.
Frétta-
blaðið
Sjón-
varpið
Stöð 2 Morgun-
blaðið
Birta Rás 2 Bylgjan Skjár
Einn
67 67
62
52 51
38
35
32
ÖFLUGUSTU FJÖLMIÐLARNIR
Fréttablaðið er enn öflugasti fjölmiðill landsins en 67 prósent landsmanna lesa blaðið að
jafnaði. Áhorf beggja sjónvarpsstöðvanna eykst. Áhorf Sjónvarpsins eykst um fimm pró-
sentustig og áhorf Stöðvar 2 eykst um sjö prósentustig.
H
EI
M
IL
D
: F
JÖ
LM
IÐ
LA
KÖ
N
N
U
N
IM
G
G
AL
LU
P
FE
BR
Ú
AR
2
00
5
MIKLAR
SKEMMDIR
Stýrimaður skipsins
beið bana við
áreksturinn.