Fréttablaðið - 05.03.2005, Síða 6
6 5. mars 2005 LAUGARDAGUR
Jórdanski hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al-Zarqawi:
Gefur út áróðursrit á netinu
BAGDAD, AP Samtök jórdanska
hryðjuverkamannsins Abu Musab
al-Zarqawi hafa hafið útgáfu
tímarits á netinu til að afla sér
fleiri fylgismanna svo að hreinsa
megi Írak af „trúleysingjum og
fráfellingum.“
Tímaritið kom út tveimur dög-
um eftir að samtök Zarqawis lýstu
yfir ábyrgð á sprengjutilræðinu í
Hillah þar sem 127 manns fórust.
Mikið er mikið lagt í hönnun þess
og útlit og gefur þar að líta ýmiss
konar greinar og ávörp, meðal
annars eftir Osama bin Laden,
leiðtoga Al Kaída. Þar eru súnní-
múslimar hvattir til að taka hönd-
um saman og heyja heilagt stríð
gegn „trúleysingjum og fráfell-
ingum sem leggja lönd múslima
undir sig.“
Bandarískur sérfræðingur í
vörnum gegn hryðjuverkum segir
að ritinu sé meðal annars ætlað að
gefa þá ímynd að samtök al-
Zarqawi séu enn þá öflug. Ekki er
þó talið víst að nettímaritið sé
ósvikið.
Uppreisnarmenn í landinu halda
uppteknum hætti og fórust sex lög-
reglumenn í árásum þeirra í gær. ■
Sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga:
Sveitarfélögin fái sjálf að ákveða útsvarið
SVEITARSTJÓRNARMÁL Leyfa ætti
sveitarfélögum að ákveða sjálf
útsvar sitt, segir Gunnlaugur
Júlíusson sviðsstjóri hag- og upp-
lýsingasviðs Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Slíkt þekkist til
dæmis í Danmörku og Svíþjóð.
Kosningar marka þá stefnu sem
íbúarnir vilji í þeim efnum.
„Sé farið í háa fjárfestingu í
Danmörku, eins og byggingu
íþróttahúss, er útsvarið hækkað
tímabundið til að afla tekna,“
segir Gunnlaugur. Á móti þurfi að
takmarka heimildir til lántöku því
þau séu ávísun á útgöld í framtíð-
inni: „Ég er ekki að segja að þetta
sé fullkomið kerfi en í því er bein
tenging milli stórra ákvarðanna
og skattbyrðar.“
Gunnlaugur segir stöðu sveit-
arfélaga í járnum. Þrjátíu sveitar-
félög leggi ekki hámarksálagn-
ingu útsvars á íbúa sína. Ef þau
myndu gera það, gætu tekjur
þeirra aukist um rúmar 291 millj-
ón króna. Það sé lítið því 240
milljónir myndu renna til þriggja
sveitarfélaga. „Þegar tekjustofn-
ar duga ekki verður annað hvort
að gefa sveitarfélögunum meira
olnbogarými varðandi tekjur eða
aflétta verkefnum.“
- gag
Tryggja þarf
nægt bóluefni
Hafin er vinna tveggja ráðuneytisstjóra til að verja Ísland gegn fuglaflensu-
faraldri. Jafnframt hvað sé til ráða berist faraldurinn hingað til lands. Nægt
bóluefni er grundvallaratriðið í baráttunni gegn vágestinum.
HEILBRIGÐISMÁL Fulltrúar heil-
brigðisráðuneytis og dómsmála-
ráðuneytis hófu starf í vikunni um
hvernig best sé hægt að verja al-
menning gegn því að fuglaflensan
illræmda berist hingað. Einnig er
rætt hvernig bregðast skuli við,
fari svo að þær ráðstafanir dugi
ekki til.
Nýverið fól
ríkisstjórn Ís-
lands starfs-
mönnum heil-
brigðisráðuneyt-
is og dómsmála-
ráðuneytis að
fara yfir stöðu
mála hvað varð-
ar fuglaflensuna
og athuga hvað
s k y n s a m l e g t
væri að gera til
að verjast henni,
verði hún að
heimsfaraldri.
A ð s p u r ð u r
hvort til greina
komi að loka
landinu fari
fuglaflensufaraldurinn af stað,
sagði Davíð Á. Gunnarsson,
ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðu-
neytisins, að starfið væri ekki
komið á það stig, að farið sé að
ræða slíkt í smáatriðum.
„Í svona umræðu er nauðsyn-
legt að kanna allar aðstæður,“
sagði hann. „Það verður að skoða
alla möguleika og við erum rétt að
byrja að fara yfir það sem við
getum gert. Við munum sjálfsagt
hittast dálítið ört og tala við fólk
til þess að þetta fari vel af stað.
Það þarf að ræða við mjög marga
því þetta snertir svo mörg svið
þjóðfélagsins, meðal annars heil-
brigðiskerfið og almannavarna-
kerfið.“
Davíð, sem jafnframt er for-
maður framkvæmdastjórnar Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar,
sagði að ef svo óheppilega vildi til
að flensan brytist út, yrði allt
kapp lagt á að bólusetja menn hér
áður en hún bærist til landsins.
Það væri sjálfsagt einn af al-
sterkustu leikjunum sem hægt
væri að leika í stöðunni.
„Nú þegar liggur fyrir allítar-
legt skipulag á sóttvörnum, sem
samið var þegar hætta var talin á
að bráðalungnabólgan gæti borist
hingað. Vinnan hvað varðar heil-
brigðiskerfið mun sjálfsagt
byggjast á þeirri reynslu sem við
fengum þá. Eitt af því sem skoða
þarf er með hvaða hætti við
tryggjum að bóluefni komi hingað
eins hratt og hugsast getur,“ sagði
Davíð. „Það er eitt af því sem
allur heimurinn er að skoða.“
jss@frettabladid.is
Ken Livingstone:
Sparar ekki
stóru orðin
BRETLAND Ken Livingstone, borg-
arstjóri Lundúna, hefur enn einu
sinni sinni vakið athygli fyrir
orðaval sitt. Í blaðagrein í Guardi-
an í gær kallaði hann Ariel
Sharon, forsætisráðherra Ísraels,
stríðsglæpamann sem ætti frem-
ur að vera í fangelsi en í embætti.
Livingstone gæti haft eitthvað
til síns máls því aðild Sharons að
fjöldamorðum í flóttamannabúð-
um í Líbanon árið 1982 er flestum
kunn. Tímasetning ummælanna
er hins vegar óheppileg því á dög-
unum líkti hann ísraelskum blaða-
manni við fangavörð í útrýming-
arbúðum nasista. ■
BLÓÐBAÐ Í KONGÓ Friðar-
gæslulið Sameinuðu þjóðanna í
Kongó hefur síðustu dægrin
drepið allt að sextíu skæruliða í
austurhluta landsins. Gæslulið-
arnir segja skæruliðana hafa
haldið svæðinu í hers höndum í
mörg ár og telja þá auk þess
ábyrga fyrir að hafa drepið níu
friðargæsluliða.
BANN VIÐ REYKINGUM STUTT
Landsnefnd Lýðheilsustöðvar
fagnar og lýsir yfir stuðningi við
frumvarp sem miðar að banni við
reykingum við öll húsakynni undir
þaki, föstu eða hreyfanlegu, þar
með talda veitinga- og skemmti-
staði. Telur nefndin að draga muni
úr reykingum almennt verði frum-
varpið að lögum.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
76
11
0
2/
20
05
www.urvalutsyn.is
Verð frá:
39.900 kr.*
á mann í smáhýsi m/einu svefnherbergi
á Venesol Delia í 7 nætur
*Innifalið: Flug, gisting,
flugvallarskattar
og íslensk fararstjórn.
Ótrúlegt
verð!
Fáðu ferðatilhögun, nánari upp-
lýsingar um gististaðina og reiknaðu
út ferðakostnaðinn á netinu!
Aukaferð 11.-18. mars
Vegna mikillar eftirspurnar
höfum bætt við aukaferð til
Kanaríeyja með gistingu á
Venesol Delia í Sonnenland.
Nánari upplýsingar á
www.urvalutsyn.is
Höfðabakka 1 - sími 587 50 70
- alltaf ódýrastir -
STÓR
HUMAR
og risarækjur
Opið laugardag 10-14
■ AFRÍKA ■ TÓBAKSVARNARLÖG
Hefurðu farið á skíði í vetur?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Er rétt hjá Landhelgisgæslunni
að kaupa olíu í Færeyjum?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
88%
12%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON
Fengju sveitarfélögin að hækka útsvars-
stofninn um eitt prósentustig fengju þau
fimm milljarða samanlagt.TEKJUAUKNING SVEITARFÉLAGANNA MIÐAÐ VIÐ HÁMARKSNÝTINGU ÚTSVARS
Fjöldi Fjárhæð Kr. á íbúa
Svf. yfir 10 þús. íbúa 1 65 millj. 6.136
Svf. milli 1.000 til 9.999* 6 200 millj. 8.152
Svf. milli 500 til 999 1 300 þús. 475
Svf. undir 500 22 26 millj. 10.105
Samtals 30 291,3 millj.
* 175 milljónir af fjárhæðinni myndu renna til tveggja sveitarfélaga.
BÓLUSETNING
Þjóðir heims leggja áherslu á að til verði nægt bóluefni fyrir öll lönd ef fuglaflensan verð-
ur faraldur. Myndin er óskyld efni fréttarinnar.
VINNU VEGNA
FUGLAFLENSU
HRAÐAÐ
Davíð Á. Gunnars-
son segir umræðu
ekki hafna um ein-
stakar aðgerðir
gegn fuglaflensu.
TÍMARITIÐ KRYPPA KAMELDÝRSINS
Titillinn þykir ef til vill óvenjulegur
en í huga múslima er kryppan tákn
trúfesti og athafnagleði.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P