Fréttablaðið - 05.03.2005, Page 28
28 5. mars 2005 LAUGARDAGUR
Mamma er mælikvarðinn
Hann situr einn í sófunum á Hótel Borg. Gylltur pilsner hringsnýst í háu glasi. Þetta er fallegur maður,
hávaxinn, karlmannlega skeggjaður og skarpur til augnanna. Er staðfastur í viðmóti en afslappaður og
hlýr. Segist kominn á þann stað í lífinu að þurfa að veita Fréttablaðinu viðtal. Tími aðalhlutverkanna sé
kominn. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir settist í sófann hjá leikaranum Birni Hlyni Haraldssyni.
B jörn Hlynur hefur aldreiviljað veita viðtal áður.Þetta er því stór stund.
„Maður getur varla opnað blað
án þess að þar sé leikari að tjá sig.
Leikarar eru ekkert meira spenn-
andi en annað fólk og mér leiðist
hvað leikarar bera sjálfa sig prí-
vat og persónulega á torg. Ég hef
viljað halda mig utan við þetta,
enda ekki fyrr en á þessu ári sem
ég sést í aðalhlutverkum og andlit
mitt fer að þekkjast.“
Það togar í hann að vera met-
inn af verkum sínum, frekar en
persónu sinni, og honum finnst
ágætur árangur að hafa unnið
sem leikari í tvö ár án þess að
vera þekktur. Hann sé prívatmað-
ur og segir áberandi fólk í fjöl-
miðlum vera þá sem leita eftir því
og biðja um það sjálfir.
„Það þekkir mig ekki kjaftur á
götum úti, sem kannski hefur með
verkefnaval mitt að gera. Leik-
húsið sækir bara viss hópur, en
þetta gæti breyst þegar Reykja-
víkurnætur verða frumsýndar í
síðasta Idol-þættinum á föstu-
dag.“
Víst er að fleiri eiga eftir að
horfa tvisvar á eftir Birni Hlyni
eftir að nýja sjónvarpssyrpan fer
í gang, en hann segist óhræddur
við frægðina.
„Mér hefur þótt hallærislegt
þegar leikarar þykjast feimnir og
athyglisfælnir, því allir vilja þeir
athygli. Kollegi minn sagði sam-
félagslega skyldu leikara að koma
fram í fjölmiðlum og segja frá
sjálfum sér, en mér finnst það vit-
leysa. Maður getur auk þess orðið
háður því og varhugavert að láta
slíkt stjórna því sem maður
gerir.“
Grænar bólur
Leikarinn er kominn í viðtalsstuð.
Segist ekki vita hvenær leiklistar-
gyðjan birtist honum, enda ekki
kominn af leikhúsætt heldur iðn-
aðarmönnum.
„Á vissan hátt ákveða fáir að
verða leikarar. Það er ákveðið
fyrir mann. Tvö hundruð manns
taka inntökupróf í leiklistarskól-
ann, en fæstir þeirra eru stað-
ráðnir í að verða leikarar. Ég var
aldrei í leikfélögum í menntaskóla
og fór tíu ára í leikhús að sjá Póli-
tíska könnusteypirinn vegna þess
að faðir minn lék í því í Herranótt.
Mér þótti það svo leiðinlegt að ég
fékk grænar bólur ef ég bara
keyrði framhjá leikhúsi. Í inn-
tökuprófinu fannst mér ég síst
vera týpan í þetta en þeir sem
lentu með mér í bekk voru meira
og minna alveg eins og ég. Fólk
hefur nefnilega vissar hugmyndir
um leikarara og það hafði ég líka.
Þeir eiga að vera mikið út á við og
sjálfumglaðir, og kannski hræsni
að segja að maður sé ekki þannig
sjálfur. Allir vilja athygli og njóta
þess að standa fyrir framan
áhorfendur.“
Ef athyglin fer úr böndunum
núna segist Björn Hlynur ekki
hafa haft þörf fyrir að glugga í
handbók frægðarinnar.
„Ég hræðist ekki frægðina, en
mun koma í veg fyrir að verða
Coca-Cola-kallinn. Í Reykjavíkur-
nóttum leik ég sjálfumglaðan leti-
haug og finnst gaman að leika per-
sónur sem mér finnst vera fyndn-
ar í samfélaginu, þótt ég skelfist
um leið að vera þannig sjálfur.
Kannski er ég líka sjálfumglaður
letihaugur gagnvart vinum og
fjölskyldu því manni hættir til að
sýna sitt rétta andlit í eigin hópi,
og bróður mínum finnst ég aldrei
vinna neitt, en hann er smiður,“
segir hann og kímir með óþekkt-
arsvip.
Ófullnægðir leikarar
Björn Hlynur er einn fjögurra
leikara sem stofnuðu leikhópinn
Vesturport. Sá sló í gegn með
frumlegri útfærslu á Rómeó og
Júlíu sem sýnt hefur verið í tvö ár,
nú síðast á West End í Lundúnum.
„Vesturport átti að verða um-
ræðugrundvöllur, því í leikhús-
heiminum er umræðan aðallega
meðal fólks í leiklistarskólum og á
börunum. Með tímanum fara
menn að vinna hver í sínu horni,
þetta verður rútína og fólk berst
við leiðann. Það kom mjög á óvart
hve margir leikarar eru ósáttir og
ófullnægðir í starfinu. Endalaust
margir vilja vinna við leiklist og
því á hún ekki að vera neitt annað
en eitt stórt ævintýri. Held að fólk
gleymi stundum hvers vegna það
er að þessu.“
Hann segir hugsanabreytingu
verða að eiga sér stað í leikhúsinu.
„Leikhús heimsins þjást af
mikilli minnimáttarkennd gagn-
vart bíómyndum og sjónvarpi, en
leikhúsið verður að nýta sér kvik-
myndir og sjónvarp, í stað þess að
segja það hafa eyðilagt leikhúsið.
Á Íslandi er fullkomið tækifæri til
þess vegna smæðarinnar. Við
þurfum að átta okkur á hvaða
sögu við viljum segja og hvers
vegna við ætlum að reka leikhús.“
Björn Hlynur tekur sopa af
pilsnernum og hugsar sig
um.
„Flestar uppgötv-
anir og byltingar
verða til upp
úr leiða, svo
leiðinn á sínar góðu hliðar. Maður
verður að trúa að leiklist geti
breytt heiminum, en hún gerir
það ekki eins og hún er í dag. Hún
er krydd í tilveruna, sögustund,
dægrastytting, og það er ekkert
endilega slæmt. Varpar ljósi á
hluti sem við gleymum stundum í
lífinu sem áhorfendur en kannski
vitleysa í manni að halda að hún
þurfi að breyta heiminum, einum
og einum í einu er nóg,“ segir
hann glettinn í augunum.
Hættulegar hugmyndir
Í andrúmi hótelsins leika alvar-
legir klassískir tónar. Björn Hlyn-
ur segist í eðli sínu einlægur.
Hann er fjölskyldumaður. Faðir
fjögurra ára dóttur.
„Tíu sekúndum áður en sýning
hefst hugsa ég alltaf hvern and-
skotann ég er að gera. Sviðs-
skrekkurinn er samt aðeins á
undanhaldi. Það er ekki alltaf auð-
velt að sýna glugga sem
maður er ekki mikið
fyrir að opna
sjálfur. En svona kynnist maður
sjálfum sér smátt og smátt.
Þannig var með Rómeó og Júlíu.
Við fórum í líkamsþjálfun og
komumst að því að sum okkar
gátu gert hluti sem við héldum að
okkur væru ógerlegir. Þetta er
mikilvægt fyrir leikara því ann-
ars sýna þeir alltaf sömu hliðar,
koma með sömu hugmyndirnar og
sömu viðbrögðin. Góðir leikarar
eru óútreiknanlegir.“
Vesturport sýndi Rómeó og
Júlíu á West End í þrjá mánuði.
Átta sýningar í viku.
„West End-heimurinn er ekki
endilega fyrir verk eins og okkar.
Þetta er mikið sölubatterí og það
sem gengur þar ár eftir ár eftir ár
er sömu söngleikirnir. En okkur
gekk vel með Shakespeare og
ögrun að fara með svo heilagt
verk til uppruna síns í Bretlandi.
Venjulega er Shakespeare ekki
settur upp á West End, en á sama
tíma var annar hópur að sýna
klassíska uppfærslu á
Rómeó og Júlíu í skelfi-
legum sokkabuxum
og allt. Þetta voru
h á l f g e r ð a r
vinnubúðir
hjá okkur,
minntu á
herinn og þurfti að passa upp á að
allir borðuðu og svæfu rétt til að
hafa sem mest úthald.“
Hjá Vesturporti er kvikmyndin
Kvikindi í burðarliðnum og á
teikniborðinu er að kvikmynda
leikritið Brim um sjómenn í Vest-
mannaeyjum.
„Við í Vesturporti pössum upp
á hvert annað, svo við verðum
ekki leið. Því koma oft upp grófar
hugmyndir eins og að kvikmynda
Brim úti á ballarhafi, vera sjó-
veikur í mánuð og láta sig bara
hafa það. Um leið verður hug-
myndin spennandi og hættuleg,
og maður fær í magann við til-
hugsunina,“ segir Björn Hlynur
hlæjandi.
Að koma nakinn fram
Á hausti komanda verða Strákarn-
ir okkar frumsýndir í íslenskum
bíóhúsum, þar sem Björn Hlynur
fer með aðalhlutverkið. Myndin
fjallar um samkynhneigt knatt-
spyrnulið, en okkar maður brýtur
blað í innilegum ástarsenum með
öðrum karlleikara. Hann segist til
í ýmislegt fyrir leiklistina, ef það
hjálpar heildarútkomunni.
„Mamma er mælikvarðinn.
Hún er orðin ýmsu vön. Ég hef
svo oft gengið fram af henni með
hlutverkavali. Fyrsta hlutverkið í
Englabörnum fjallaði um kyn-
ferðislega misnotkun og í Lykli
um hálsinn, sem Reykjavíkurnæt-
ur eru beint framhald af, er mikið
um ofbeldi og djöfulgang. Menn
sjá stundum rómantík í því að til
dæmis fita sig um 40 kíló fyrir
hlutverk eða koma nakinn fram.
Sjálfur hef ég sýnt á mér typpið
oftar en einu sinni á sviði og er
auðvitað feiminn við það, en tek
það ekki mjög nærri mér.“
Og vissulega ætlar hann að
horfa á frumsýningu Reykjavík-
urnótta á Stöð 2 á föstudagskvöld-
ið.
„Ef ég verð ekki sofnaður. Ég
svæfi oft stelpuna mína og sofna
með henni fram á nótt,“ segir
hann brosmildur en spenntur.
Annað væri ekki hægt. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
LEIKARI OG PRÍVATMAÐUR
Björn Hlynur Haraldsson hefur lítið
látið fyrir sér fara þótt hann hafi oft-
sinnis stolið leiksenunni síðustu tvö
árin. Kastljós frægðarinnar sýnir
varla lengur sömu miskunn. Leikar-
inn lítilláti verður í tveimur aðalhlut-
verkum á næstunni; í sjónvarpsþátt-
unum Reykjavíkurnætur og kvik-
myndinni Strákarnir okkar.
Í leikhúsheiminum
er umræðan aðal-
lega meðal fólks í leiklistar-
skólum og á börunum. Með
tímanum fara menn að
vinna hver í sínu horni,
þetta verður rútína og fólk
berst við leiðann. Það kom
mjög á óvart hve margir
leikarar eru ósáttir og ófull-
nægðir í starfinu.
,,