Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 30
Ryksuga Bílinn þarf að ryksuga reglulega að innan og þarf það alls ekki að taka svo mikinn tíma. Hægt er að stoppa reglulega við ryksuguna á bensínstöðinni þegar bensín er tekið og renna létt yfir sætin og gólfin á bílnum.[ ] REYNSLUAKSTUR G. Tómasson ehf • Smiðjuvegi 8, Kópavogi • sími: 577 6400 • www.hvellur.com • hvellur@hvellur.com NÝJASTA ÆÐIÐ! Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. Nýr Daewoo D25S-3 plus. 3,3 L Cummins, Hús með miðstöð, þrefalt mastur, hliðarfærsla. Frábært verð. Uppl í s. 585 2500 og 567 8757. Partur-Spyrnan-Lyftarar. Eldshöfða 10. Til sölu Bíldshöfða 18 • 110 Rvk Sími 567 6020 • Fax 567 6012 opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00 www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is Rúmbetri Skoda Octavia Nýja Skoda Octavian er bæði falleg og rennileg. Nýlega kynnti Hekla nýjan Skoda Octavia. Bíllinn er talsvert breyttur og í raun má segja að hann hafi færst upp um flokk bæði í stærð og gæðum. Skoda hefur verið á uppleið síðustu árin og virðast allir þeir fordómar sem fólk hafði á árum áður vera orðnir að engu, enda ekki hægt að tala um sama bíl- inn lengur. Skoda Octavia, sem komin er út í nýrri og betrumbættri útgáfu, hefur sópað að sér verðlaun- um, hefur meðal annars hlotið hinn eftirsóknarverða titil gullna stýrið og Skoda Octavia Ambiente 1,6 FSI var útnefndur af tímaritinu What Car? besti bíllinn í sínum flokki árið 2005. Auknar kröfur eru um meira pláss í bílum og hafa framleiðendur Skoda Octavia brugðist við því, en í nýju útgáfunni er bíllinn mun rúmbetri en fyrirrenn- arinn. Til dæmis er rýmið gott aftur í sem hentar fjölskyldufólki vel. Farangursrými er einnig mjög gott og þá sérstaklega miðað við þessa stærð af bíl. Í bílnum er einnig komið fyrir krókum, pokum og fleiru til að auðvelda allt skipulag. Útlit bílsins er mjög stílhreint og líkist orðið tals- vert útliti Volkswagen-bílanna, enda renna þessir bílar báðir undan rifjum sömu eigenda. Innréttingar í bílnum eru einnig stílhreinar og látlausar og virðist notagildið ráða ferðinni. Öll stjórntæki eru innan seilingar ökumanns og er mælaborðið einfalt og þægilegt að lesa á það. Loftkæling er í bílnum sem er orðin algeng í nýjum bílum. Loftræstikerfið er tví- skipt þannig að hitastig getur verið mismunandi vinstra og hægra megin í bílnum og stillanlegur hiti er í báðum framsætum. Gott er að sitja í sætunum sem bjóða upp á beina og þægilega líkamsstöðu og er bíllinn ágætlega þéttur sem dregur úr veghljóðum að utan. Bíllinn sem var reynsluekinn var með 1,6 l bens- ínvél sem togar vel, einnig á lágum snúningi sem gerir bílinn ágætlega kraftmikinn og sprækan, en stýrissvörun er góð. Bílnum hefur verið vel tekið og er hann uppseld- ur hjá umboðinu, en von er á nýjum eintökum í lok mars. kristineva@frettabladid.is steinunn@frettabladid.is Enn og aftur ráða sportbílar ríkjum á listanum. Meðalverð bílanna á listanum er nú í 351 þúsund dollurum, eða rúmlega 21 milljón íslenskra króna, en var 34 þúsund dollar- ar, eða 20,7 milljónir íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er því hækkun um þrjú prósent. Saleen S7 2005 trónir á toppi listans. Sportbíllinn er ekki að- eins sá dýrasti heldur einnig sá hraðskreiðasti. Saleen S7 var í öðru sæti á listanum í fyrra ásamt Porsche Carrera GT en þá var Ferrari Enzo í efsta sæti. Grunnverð bílsins er rétt rúm- lega 34 milljónir íslenskra króna. ■ Saleen S7 dýrasti bíllinn í Ameríku Tímaritið Forbes hefur sett saman lista yfir tíu dýrustu bílana í Bandaríkjunum. Saleen S7 tónir á toppi lista Forbes yfir dýrustu bíla í Bandaríkjunum í ár. DÝRUSTU BÍLAR Í BANDARÍKJUNUM 2005: 1. Saleen S7 2005 – rúmlega 34 milljónir íslenskra króna. 2. Mercedes-Benz SLR McLaren – rúmlega 27 milljónir íslenskra króna. 3. Porsche Carrera GT – tæplega 27 milljónir íslenskra króna. 4. Maybach 62 – tæplega 23 milljónir íslenskra króna. 5. Rolls-Royce Phantom – tæplega 20 milljónir íslenskra króna. 6. Maybach 57 – tæplega 20 milljónir íslenskra króna. 7. Lamborghini Murciélago – tæplega 17 milljónir íslenskra króna. 8. Aston Martin V-12 Vanquish – rúmlega 15,5 milljónir íslenskra króna. 9. Ferrari 612 Scaglietti – tæplega 15,5 milljónir íslenskra króna. 10. Ferrari 57M5 Maranello – tæplega 14 milljónir íslenskra króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Nýja Skoda Octavian kostar á bilinu 1.740.000 kr. (Octavia Terno, 1,4 lítra 75 hestafla vél, fjögurra dyra, beinskipt- ur) upp í 2.350.000 (Octavia 2 lítra FSI 150 hestafla vél, fimm dyra sjálfskiptur)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.