Fréttablaðið - 05.03.2005, Page 45

Fréttablaðið - 05.03.2005, Page 45
Hvert er latneska heitið á apanum Marcel sem kemur fram í fyrstu þáttaröðinni um Vini eða Friends? Í fyrstu þáttaröðinni af Vinum (e. Friends) kemur apinn Marcel nokkuð við sögu en hann var í eigu persónunnar Ross Geller sem leikinn var af David Schwimmer. Tveir kvenapar tóku að sér hlutverk Marcels í þáttunum og apinn var fyrsti vinurinn sem yfirgaf þáttaröð- ina fyrir frægð og frama í Hollywood. Aparnir tveir hafa „leikið“ í nokkrum vinsælum kvikmyndum, meðal annars Outbreak (1995), Instinct (1999) og Flintstones II: Viva Rock Vegas (2000). Cebus capucinus eða hettuapar Aparnir sem léku Marcel eru af tegundinni Cebus capucinus sem nefnist á ensku ‘capuchin monkey’ eða ‘white-faced capuchin’. Heiti þeirra er dreg- ið af nafni hettumunka (ít. Cappuccini) því þeir hafa svart- an koll sem minnir á munka- hettu. Hettumunkareglan er ströng grein Fransiskanaregl- unnar, stofnuð snemma á 16. öld og auk hettunnar söfnuðu munkarnir síðu skeggi, gengu um berfættir í sandölum klædd- ir brúnum kufli. Hettuapar lifa í litlum hópum Hettuaparnir lifa í þéttum skóg- um á svæðinu frá norðanverðri Kólumbíu norður til Hondúras í Mið-Ameríku. Þeir eru alætur, éta meðal annars trjábörk, safa- ríkar jurtir, ávexti, egg, ýmis skordýr og lindýr, svo nokkuð sé nefnt. Þeir lifa í hópum sem samanstanda af 6-20 dýr- um, oftast nokkur skyld kvendýr, ungviði þeirra og fáein karldýr. Gott gáfnafar Hettuaparnir eru afar fjörugir og greindir og eru þess vegna langalgeng- ustu aparnir í skemmtanaiðnaðin- um. Þeir eru einnig töluvert notaðir í rannsóknum á greind og gáfnafari, þar sem auðvelt hefur reynst að kenna þeim. Þeir eru álitnir gáfaðastir apa nýja heimsins. „To go apeshit“ Hettuaparnir eru hins vegar ekki góð gæludýr þar sem þeir aðlagast illa lífi á heimilum fólks. Þeir eiga það til að rífa og tæta húsgögn og verða fljótt taugatrekktir og skapstyggir. Sennilega hefur Marcel verið slæmur á taugum við gerð þátt- anna um bandarísku vinina, því fregnir herma að hann hafi pissað í tíma og ótíma á töku- stað og auk þess kastað lausamunum í samstarfsfólk sitt. Apar eiga það til að hegða sér á þennan hátt þegar þeir eru illa fyrirkallaðir. Af sambæri- legri hegðun apa er meðal ann- ars dregið enska orðatiltækið „to go apeshit“ en um það er hægt að lesa nánar í svari á Vís- indavefnum við spurningunni Hvað þýðir það nákvæmlega þegar Bandaríkjamenn tala um „to go apeshit“? Þess má í lokin geta að hettu- aparnir eru vinsælustu apar í haldi manna í Norður-Ameríku og Evrópu. Þótt tegundin sé ekki í bráðri hættu er allur út- flutningur á þeim nú stranglega bannaður. Jón Már Halldórsson líffræðingur og Jón Gunnar Þorsteinsson bókmenntafræðingur og aðstoðarritstjóri Vísindavefsins. LAUGARDAGUR 5. mars 2005 Allur hagna›ur af sölu plastpoka merktum Pokasjó›i rennur til uppbyggjandi málefna, en Pokasjó›ur, sem á›ur hét Umhverfissjó›ur verslunarinnar, veitir styrki til umhverfis- menningar-, íflrótta- og mannú›armála. Bæ›i einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjó›num. A› Pokasjó›i standa allar helstu verslanir á Íslandi. Styrkir úr Pokasjó›i pokasjodur.is M E R K I U M U P P B Y G G I N G U Frestur til a› sækja um styrk úr Pokasjó›i rennur út 11. mars n.k. Umsóknum skal skila› á www.pokasjodur.is en flar eru allar uppl‡singar um sjó›inn, fyrirkomulag og styrki. fieim sem ekki geta n‡tt sér Neti› er bent á a› umsóknarey›ublö› liggja frammi á skrifstofu sjó›sins í Húsi verslunarinnar, 6. hæ›. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 11. MARS Apar á latínu í sjónvarpi Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undan- farið eru til dæmis: Hverjir voru helstu guðir Súmera, hvað er eiginlega vitlausa beinið, er löglegt að framleiða djarfar fullorðins- myndir á Íslandi, hvernig er best að byggja upp gott sjálfstraust, hvað var spánska veikin, hvað er Genfarsáttmálinn og er bannað að borða sitt eigið hold? Hægt er að lesa svörin við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum með því að setja efnisorð inn í leit- arvél vefsins á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS HETTUAPI Teikning af hettuapa eða Cebus capucinus. VINIR Hettuapinn er sennilega þekktastur hjá ungu kynslóðinni eftir að apinn Marcel kom fram í fyrstu þáttaröðinni um Vini eða Friends.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.