Fréttablaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 47
Leikarinn og leikstjórinn Clint
Eastwood stal senunni á nýliðinni
Óskarsverðlaunahátíð þegar hann
var verðlaunaður fyrir bestu
kvikmyndina, Million Dollar
Baby, og sem besti leikstjórinn.
Bar hann meðal annars sigurorð
af hinum merka leikstjóra Martin
Scorsese sem hafði fjórum sinn-
um áður verið tilnefndur til verð-
launanna en aldrei unnið.
Eastwood var aftur á móti að
vinna í annað sinn, því árið 1992
fékk hann sömu tvö verðlaunin
fyrir vestrann Unforgiven.
Spagettívestri slær í gegn
Clint Eastwood er lifandi goðsögn
og vafalítið eitt af helstu átrúnað-
argoðum þeirra hasarmyndaleik-
ara sem hafa skarað hvað mest
fram úr á undanförnum árum.
Eastwood fæddist í San Francisco
árið 1930, sonur verkamanns í
stálverksmiðju. Hann hætti í
menntaskóla og fékk fljótt lítil
hlutverk í B-myndum ár borð við
Tarantula (1955) og Francis in the
Navy sem kom út sama ár. Árið
1959 fékk hann hlutverk í sjón-
varpsþáttunum Rawhide sem áttu
eftir að njóta mikilla vinsælda.
Varð Eastwood fljótt þekktur
víðsvegar um Bandaríkin sem
kúrekinn Rowdy Yates.
Næst reyndi Eastwood fyrir
sér sem eitursvalur kúreki í spag-
ettívestranum A Fistful of Dollars
eftir ítalska leikstjórann Sergio
Leone. Árið eftir, eða 1965, fór
Eastwood með hlutverk í fram-
haldinu, For a Few Dollars More,
en það var ekki fyrr en í þriðja
spagettívestranum, The Good, the
Bad and the Ugly, sem hann sló
virkilega í gegn. Myndin naut
mikilla vinsælda og Eastwood var
orðinn heimsfræg kvikmynda-
stjarna. Í framhaldinu fékk hann
hlutverk í myndunum Where
Eagles Dare, Coogan’s Bluff og
hinum vinsælu Paint Your Wagon
og Kelly’s Heroes.
Fyrsta leikstjórnarverkefnið
Árið 1971 var afar gjöfult fyrir
Eastwood. Hann leikstýrði sinni
fyrstu mynd, Play Misty for Me,
sem vakti mikla lukku auk þess
sem hann fór með aðalhlutverkið í
The Beguiled.
Það var í Dirty Harry sem
Eastwood fékk endanlega þann
harðhausastimpil sem hefur fylgt
honum allar götur síðan. Eastwood
lék þar lögguna „Dirty“ Harry
Callahan sem kallaði ekki allt
ömmu sína í baráttu við bófana í
San Francisco. Í myndinni lætur
Callahan frasann „Do you feel
lucky, punk?“, flakka er hann segir
einu rustamenninu til syndanna og
hefur hann verið eitt af einkennis-
merkjum Eastwood síðan.
Eastwood hélt áfram að leika í
vestrum á borð við High Plains
Drifter, Joe Kidd og Hang ’Em
High. Hann lék í framhaldi Dirty
Harry, Magnum Force árið 1973
og Thunderbolt and Lightfoot ári
síðar og fengu báðar góða aðsókn.
1976 lék Eastwood í The Enforcer
sem er af mörgum talin besta
framhaldsmynd Dirty Harry og
The Outlaw Josey Wales sem
hefur verið talinn einn af bestu
vestrum allra tíma. Leikstýrði
hann einnig þeirri mynd og var þá
öllum orðið ljóst að þar fór afar
hæfileikaríkur leikstjóri.
Unforgiven blæs lífi í ferilinn
Níundi áratugurinn var ekki sér-
lega gjöfull fyrir Eastwood fyrir
utan myndina Sudden Impact þar
sem hann var enn í hlutverki
harðjaxlsins Harry Callahan.
Kappinn virtist vera hættur að
laða fólk í bíóin í eins miklum
mæli og áður og fór því að ein-
beita sér frekar að leikstjórn.
Bird þótti vel heppnuð en hún
fjallaði um djasstónlistarmanninn
Charlie „Bird“ Parker, auk þess
sem White Hunter, Black Heart
naut nokkurrar hylli. Eastwood
kom ýmsum á óvart er hann sendi
árið 1992 frá sér vestrann Unfor-
given, sem sló rækilega í gegn og
festi hann jafnframt í sessi sem
einn besta leikstjóra Bandaríkj-
anna. Í kjölfarið fylgdu In the
Line of Fire, A Perfect World og
The Bridges of Madison County
sem þóttu ágætar en náðu ekki að
fylgja vinsældum Unforgiven
nógu vel eftir.
Enn fleiri Óskarar
Eftir nokkrar frekar slakar mynd-
ir í viðbót var komið að Eastwood
að rísa aftur á fætur með Mystic
River árið 2003 sem var tilnefnd
til sex Óskarsverðlauna og hlaut
tvenn. Var þetta fyrsta mynd hans
í langan tíma þar sem hann var
ekki á meðal leikara. Næst var
komið að Million Doll-
ar Baby þar sem
Eastwood sýndi og sannaði á ný
hversu öflugur leikstjóri hann er.
„Margar frábærar myndir
hafa unnið Óskarsverðlaunin og
margar frábærar myndir hafa
ekki gert það,“ sagði Eastwood
eftir að styttan eftirsótta var í
höfn enn á ný. „Þú verður bara að
gera þitt besta og sjá svo til.“
Eastwood, sem er 74 ára, er elsti
leikstjóri sem hefur unnið Óskar-
inn og lætur engan bilbug á sér
finna. „Það er fullt af ungum ná-
ungum að koma fram á sjónar-
sviðið en ég vil ekki að kvik-
myndaframleiðendur gleymi
þessum eldri í bransanum. Þeir og
þær eru þarna úti, tilbúin að gera
sínar bestu myndir á ferlinum
fyrir ykkur.“
Næsta leikstjórnarverkefni
Eastwood er Flags of Our
Fathers sem er væntanleg á
næsta ári og hver veit nema hann
láti til sín taka á nýjan leik á
næstu Óskarshátíð? Þessi mikli
harðjaxl virðist eiga nóg inni enn-
þá.
freyr@frettabladid.is
LAUGARDAGUR 5. mars 2005 31
Síungur harðjaxl
Clint Eastwood sem stal senunni á síðustu
Óskarsverðlaunahátíð á að baki langa og merka
sögu í Hollywood bæði sem leikari og leikstjóri.
Fréttablaðið skoðaði feril kappans.
CLINT EASTWOOD
Rétt nafn: Clinton Eastwood Jr.
Hæð: 193 cm
Á sjö börn og hefur kvænst tvisvar
Af hollenskum og breskum ættum
Mikill djassáhugamaður
Kjörinn borgarstjóri í Carmel í
Kaliforníu 1986
Hljómsveitin Gorillaz söng lagið
vinsæla Clint Eastwood
MEÐ ÓSKARINN Clint Eastwood með Óskarinn sem hann fékk fyrir að leikstýra Million Dollar Baby.
KÚREKINN CLINT Eastwood átti öfluga endurkomu í Unforgiven.
DIRTY HARRY Persónan Dirty Harry festi harðhausastimpilinn endanlega á Eastwood.