Fréttablaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 48
32 5. mars 2005 LAUGARDAGUR
Þegar maður fullorðnast þykir stundum barnalegt að heita tveimur nöfnum
þótt það sé krúttlegt þegar maður er barn. Svo þegar börnin stækka, stálpast
og verða sjálfstæðari byrja þau mörg að losa sig við millinafnið með því að
fella það alveg út eða nota aðeins upphafsstafinn á milli. Þórdís Lilja Gunn-
arsdóttir kannaði hvað A, Á, R, K og Joð þýddi í nöfnum fimm landsþekktra
Íslendinga.
Hún er jafnan kölluð Margrét, en
færri vita að á skírnarvottorði
framkvæmdastjóra Frjálslynda
flokksins stendur millinafnið
Kristjana. Það var ekki fyrr en
hún fór að prýða framboðslista
sem hún tyllti stafnum K aftan við
Margréti, aðallega til að forða
nöfnum sínum í símaskránni frá
ónæði.
„Fyrir kosningar lentu þessar
konur í miklu símaónæði, ekki síst
ein sem bað mig vinsamlegast að
nota Kristjönu-nafnið vegna trufl-
unar og ónæðis mín vegna. Ég
man að hún spurði furðu lostin
hvernig símaástandið væri heima
hjá mér úr því aðeins hlutfall af
þeim sem rugluðust á okkur
tveimur lenti í símtækinu henn-
ar,“ segir Margrét Kristjana bros-
andi við minningunni.
Margrét Kristjana var skírð í
höfuð móðurömmu sinnar Marg-
rétar og Kristjönu langömmu
sinnar í móðurætt.
„Ég fæddist í september 1958,
en langamma hélt á vit feðra sinna
í nóvember sama ár. Mér var því
gefið hennar nafn og alltaf verið
ánægð með nafngiftirnar enda
báðar myndarlegar húsmæður og
peysufatakonur sem gustaði af.
Ég er stolt af að bera svo kjarngóð
og rammíslensk nöfn; er líka sann-
færð um að nafnaval hefur áhrif á
sjálfsmynd manns. Vona að
minnsta kosti að mér takist að láta
gusta af mér í peysufötum,“ segir
hún og skellir upp úr.
Sem barn var hún strax kölluð
Magga eða Margrét af vinum og
ættingjum. „Þar með þurfti ég
ekki á Kristjönu-nafninu að halda,
nema hvað ég hef notað það við
hátíðleg tækifæri, eins og þegar
ég fermdist og gifti mig. Annars á
ég betri sögu af föðurnafninu og
minnist tíma í útlöndum þar sem
kallað var endurtekið: „Margrét
Þverifótur! Margrét Þverifótur!“
Ég er ekkert áberandi fótnett
kona svo mér fannst þetta bara
fyndið, en útlendingar eiga í basli
með Sverris-nafnið,“ segir hún og
veltist um af hlátri. Bætir við að
sér finnist tvínafnastefnan of
ríkjandi á Íslandi og hún sé
hlynntari einu skírnarnafni. Milli-
nöfnin séu sjaldan notuð.
„Ég skírði krakkana mína nöfn-
um sem voru í miðju stafrófi, því
af reynslu veit ég að gott er að
vera ekki allra fremst eða aftast
þegar kemur að prófum og öðru
slíku í lífinu. Og ég er á móti því
að börn séu skírð nöfnum sem
beinlínis hrópa á að þau verði
listamenn. Þegar nöfn eru orðin
eins og ljóð er listaspírukrafan
orðin of mikil.“ ■
Það þekkja hann ungir jafnt sem
aldnir, manninn með skrítna milli-
nafnið, Joð. En heitir einhver Joð?
Joð er samkvæmt íslenskum orða-
bókum sótthreinsandi smyrsli.
„Nei, joðið stendur fyrir Jens,“
segir hann, Þorsteinn Joð Vil-
hjálmsson dagskrárgerðarmaður
og ritstjóri sjónvarpstímaritsins
„Þetta líf, þetta líf!“
„Ég heiti þessu millinafni eftir
litlum frænda mínum, bróður
mömmu sem dó ungur. Hann var
ekki nema fimm ára þegar hann
varð fyrir herbíl við kampinn vest-
ur í bæ á stríðsárunum, rétt við
Meistaravelli þar sem þau bjuggu.
Mömmu þótti fjarskalega vænt um
þennan bróður sinn og talaði oft um
hann; hefur þótt við hæfi að skíra
mig að millinafni Jens, en að for-
nafni heiti ég í höfuðið á afa mínum
Þorsteini Ágústi Guðmundssyni
skipstjóra.“
Vart er hægt að hugsa sér fegurra
nafn á ballerínu en hið kvenlega
nafn Katrín. Ein skærasta stjarna
Íslenska dansflokksins heitir
einmitt Katrín, en líka Ágústa.
„Sumstaðar hangir Á-ið með, en
aldrei Ágústa. Það nafn hætti ég
alveg að nota þegar ég flutti til
Stokkhólms sextán ára gömul og
hef ekki tekið upp aftur,“ segir
Katrín Ágústa Johnson ballettdans-
ari, sem skírð var millinafninu
eftir móðurömmu sinni.
„Ég hef alltaf verið ánægð með
Katrínarnafnið og fundist það nóg,
en Ágústa er hvorki flott né dömu-
legt. Saman finnst mér nöfnin
hljóma illa; þessar endingar -rín og
-gústa eru ekki góðar saman, og ég
var aldrei spennt fyrir gælunafn-
inu Gústa.“
Katrín Ágústa segir ættmenni í
föðurætt stundum kalla sig báðum
nöfnum. „Væntanlega vegna þess
að ég hef verið kölluð það sem smá-
stelpa, en eftir að mamma og pabbi
skildu þegar ég var þriggja ára hef
ég haft miklu minna samband við
þá fjölskyldu, sem svo kannski sýn-
ir að þau þekkja mig ekkert rosa-
lega mikið, úr því þau nota bæði
nöfnin,“ segir hún kankvís.
Ballerínan kom heim með dans-
flokknum frá Beirút á dögunum og
gerði það sem hún hafði aldrei gert
áður; að ávíta sjálfa sig fyrir asna-
strik með því að nota bæði nöfnin
upphátt.
„Þeir sem voru í kringum mig
hrukku í kút, enda ekki allir með-
vitaðir um annað en að ég héti bara
Katrín. Pabbi byrjaði að kalla mig
Kötu strax í bernsku og það gera
allir nema mamma, sem alltaf
hefur ávarpað mig Katrínu. Annars
komst ég að því að Katrín þýðir
„hin hreina“ og svo er ég líka
meyja. Ágústa þýðir „hin mikil-
fenglega“, svo ég ætti kannski að
bæta þessu aftur við og verða hin
hreina og mikilfenglega meyja!“
segir ballerínan hugsi og auðvitað
skellihlæjandi. ■
Hann er einn þeirra sem nota
upphafsstafinn R sem millinafn
í viðkynningu við alþjóð, sem
stendur fyrir það fagra karl-
mannsnafn Ragnar, skírður eftir
Ragnhildi langömmu sinni í
móðurætt.
„Upphaflega fór ég að stytta
nafnið því mér fannst taka svo
langan tíma að skrifa það allt,
strax í barnaskóla. Síðan hef ég
alltaf notað R-ið og finnst nafn
mitt nánast skrifað vitlaust ef
þar stendur Ragnar,“ segir
Jóhann Ragnar Benediktsson
sýslumaður á Keflavíkurflug-
velli brosmildur.
„Sú eina sem notaði Ragnars-
nafnið var amma mín heitin, en
hún kallaði mig allaf Jóa Ragga.
Síðan hefur enginn tekið það
upp en fyrir nokkrum árum hitti
ég frænku mína sem sagði:
„Komdu sæll og blessaður, Jói
Raggi!“ Ég vissi hvaðan það var
komið og þótti ægilega vænt um
það.“
Jóhann Ragnar segist vart
kveikja á perunni ef hann er
ávarpaður með Ragnars-nafninu,
en þegar hann var gutti og eitt-
hvað að óhlýðnast var áherslan
lögð á Jóhann einan, því drengur-
inn var ætíð kallaður Jói.
„Svo gekk ég lengi undir öðr-
um millinöfnum þegar ég ólst
upp í Kópavoginum. Ég bjó í
Vesturbænum og þeir sem þar
þekktu mig kölluðu mig Jóa
Krull, en þegar ég fór í mennta-
skóla í Austurbænum voru menn
þar orðnir virðulegri og kölluðu
mig Jóa Ben. Þannig vissi ég
alltaf hvaðan Kópavogsbúar
voru eftir því hvernig þeir
ávörpuðu mig.“ ■
Stafarugl týndra nafna
KATRÍN ÁGÚSTA JOHNSON Vildi alls
ekki fá á sig gælunafnið Gústa og fannst
nöfnin hljóma illa saman, en merking
nafnanna er óneitanlega til þess að vera
stolt af og spurning hvort hún taki bæði
upp aftur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
MARGRÉT KRISTJANA SVERRISDÓTT-
IR Var skírð millinafninu Kristjana eftir
langömmu sinni sem lést tveimur mánuð-
um eftir fæðingu Margrétar og segist stolt
af að bera svo kjarngóð og íslensk nöfn.
ÞORSTEINN JOÐ Skírður Jens í höfuðið á móðurbróður sínum sem aðeins fimm ára lét
lífið er hann varð fyrir herbíl við kampinn á Meistaravöllum á stríðsárunum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
JÓHANN RAGNAR BENEDIKTSSON Er ekki með á nótunum þegar hann er ávarpaður
fullu nafni, en sú eina sem notaði millinafn hans var amma hans heitin sem kallaði
drenginn Jóa Ragga.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AR
Ð
U
R
Katrín Ágústa Johnson ballettdansari
Hin hreina og mikil-
fenglega meyja
Þorsteinn Jens Vilhjálmsson, dagskrárgerðarmaður og
ritstjóri
Joð fyrir Jens litla á
himnum
Margrét Kristjana Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins
Margrét Þverifótur! Margrét
Þverifótur!
Jóhann Ragnar Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli
Jói Raggi, Jói Krull og Jói Ben