Fréttablaðið - 05.03.2005, Qupperneq 50
Á venjulegum degi er lífið í borg-
inni Santa Maria í Kaliforníu ró-
legt. Íbúarnir telja rétt um 85 þús-
und og vísast er borgin því varla
meira en mjög lítil borg á banda-
rískan mælikvarða. Fyrir fáein-
um vikum vissu fæstir hvar þessi
litla borg var nema kannski mjög
ákafir vínáhugamenn því í næsta
nágrenni við borgina litlu stunda
kalifornískir vínbóndar iðju sína
af kappsemi.
Í dag eru breyttir tímar.
Poppgoðið Michael
Jackson er mættur á
svæðið og ekki af því
hann er ákafur víná-
hugamaður þó hann
vildi líklega sjálfur að
það væri ástæðan.
Nei, Jackson er
mættur til Santa
Maria vegna
ásakana um að
hafa tælt
Gavin Arvizo,
ungan krabba-
m e i n s s j ú k a n
dreng, upp í rúm
til sín á heimili
sínu Neverland,
sem er ekki svo
langt frá Santa
María. Hann er
ákærður fyrir að
hafa gefið drengn-
um áfengi og mis-
notað hann kyn-
ferðislega fyrir
tveimur árum þegar
Arvizo var þrettán
ára gamall. Réttar-
höld í máli Jacksons
fara fram í dómshús-
inu í Santa Maria og
óhætt er að segja að nú
sé allt gjörsamlega á
hvolfi í borginni litlu.
Um eitt þúsund frétta-
menn fylgjast með rétt-
arhöldunum sem hófust
á mánudaginn og á hverj-
um degi birtast fréttir frá
Santa Maria á sjónvarps-
stöðvunum CNN, Sky,
Fox, BBC og reyndar öll-
um helstu fjölmiðlum
heimsins. Ef Jackson
verður fundinn sekur
af öllum ákæruat-
riðum á hann 21
árs fangelsi
yfir höfði sér.
Umdeild heimildarmynd
Upphaf málsins gegn Jackson má
rekja til bresku heimildarmynd-
arinnar „Living with Michael
Jackson“, sem fréttamaðurinn
Martin Bashir gerði og var fyrst
sýnd í febrúar árið 2003. Bashir
fylgdi Jackson eftir í nokkra mán-
uði og tók fjölmörg viðtöl við
hann. Í einu þeirra lýsir Jackson
samskiptum sínum við börn sem
koma í heimsókn á heimili hans,
Neverland. Í
v i ð -
talinu segist Jackson oft og iðu-
lega leyfa þeim að sofa uppi í
rúmi hjá sér. Hann gefi þeim
mjólk og smákökur fyrir svefninn
og lesi sögur. Viðtalið vakti gríð-
arlega hörð viðbrögð á sínum
tíma. Bæði evrópskir og banda-
rískir stjórnmálamenn lýstu van-
þóknun sinni á háttalagi Jackson
sem og barnaverndarsamtök víðs-
vegar um heiminn. Viðbrögðin
voru ekki síst hörð vegna fortíðar
Jackson því fyrir rúmum áratug
sakaði hinn þrettán ára gamli Jor-
dan Chandler Jackson um
kynferðislega misnotkun.
Mál Chandlers fór
hins vegar aldrei
fyrir dómstóla þar
sem sáttir tókust
utan dómssalar-
ins. Talið er að
Jackson hafi
greitt Chandler
tugi ef ekki
hundruð milljóna
króna til þess að
forðast réttar-
höld.
Ekki barnasögur
heldur klámsögur
Tom Sneddon sak-
sóknara var
heitt í hamsi í
byrjun vikunnar
þegar hann hóf málflutn-
ing á málinu gegn Jackson.
Sneddon talaði svo hátt að það
ískraði í hátalarakerfi dómssal-
arins. Það endurspeglaðist vel í
ræðu Sneddons hversu mikla
áherslu ákæruvaldið leggur á
heimildarmynd Bashir. Saksókn-
arinn las upp úr handriti heimild-
armyndarinnar og sýndi kvið-
dómnum glefsur úr myndinni
sem eiga að styðja mál ákæru-
valdsins. Eftir að Sneddon var
búinn að lesa kaflann þar sem
Jackson lýsir því hvernig
hann umgengst börnin, gefi
þeim mjólk og smákökur og
lesi fyrir þau sögur fyrir
svefninn, blés saksóknarinn til
sóknar.
„Sögurnar sem Jackson
vísar til eru ekki barnasögur
heldur klámsögur af Netinu
og svæsnar sögur úr klám-
tímaritum,“ sagði Sneddon.
„Það sem í hugarheimi
Michael Jackson er mjólk og
smákökur er í raun vodka og
viskí.“
Sneddon notaði hvert tæki-
færi til vekja samúð
hjá kviðdómnum með
Gavin Arvizo. Hann
lýsti baráttu hans við
krabbamein og fyrstu heim-
sókn hans til Neverland. Sak-
sóknarinn sagði að fljótlega eftir
að Arvizo kom til Neverland hefði
Jackson sýnt honum klámsíður á
Netinu. Á sama tíma hefði Prince,
sonur Jackson, setið á rúmgafl-
inum. Þá á Jackson að hafa snúið
sér að syni sínum og sagt: „Prince,
þú ert að missa af góðu klámi.“
Sneddon lýsti líka öðru tilfelli
þar sem öryggisvörður við Never-
land kom að Arvizo drukknum. Á
öryggisvörðurinn að hafa spurt
drenginn hvers vegna hann væri
fullur og á drengurinn að hafa
svarað því til að Jackson hefði
sagt að hann þyrfti að vera sannur
karlmaður og drekka.
Jackson féll í gildru móðurinnar
Thomas Mesereau Jr., verjandi
Jackson, lagði megináherslu á að
draga úr trúverðugleika Janet
Arvizo, móður Gavin. Mesereau
sagði Janet oftsinnis hafa reynt að
kúga frægt fólk. Meðal annars
hefði hún reynt að kúga peninga
út úr leikurunum Jim Carrey og
Adam Sandler og hnefaleikaran-
um Mike Tyson, en án árangurs.
„Þessi móðir notar börnin sín í
þeim tilgangi að kúga fé út úr
frægu fólki,“ sagði Mesereau.
„Því miður féll Jackson í gildruna
en ég mun á næstu dögum sýna
fram á það hvernig gildrunni var
komið fyrir.“
Síðar í vik-
unni kallaði
ákæruvaldið
Bashir, höf-
und heimild-
armyndarinnar
umdeildu, fram
sem vitni. Bas-
hir hafði áður
óskað eftir því að sleppa við að
gefa vitni en þeirri ósk var hafn-
að. Sneddon spurði Bashir út í
feril hans sem fréttamanns og
svaraði hann þeim spurningum og
sagðist meðal annars hafa unnið
fyrir BBC og ITV og hafa tekið
viðtal við Díönu prinsessu. Þetta
útspil saksóknarans var vafalaust
gert til að auka trúverðugleika
heimildarmyndarinnar.
Bashir neitaði að svara
Þegar Mesereau sneri sér að
Bashir og hóf að spyrja hann
spjörunum úr neitaði Bashir að
svara og vísaði til bandarískra
laga sem kveða á um að blaða-
mönnum sé heimilt að verja heim-
ildarmenn sína. Mesereau krafð-
ist þess þá að vitnisburður Bashir
yrði ómerktur en Rodney Melville
dómari hafnaði því. Dómarinn
sagðist hins vegar ælta að athuga
hvort Bashir hefði gerst sekur um
að óvirða réttinn með því að svara
ekki spurningum verjandans.
Ljóst er að málaferlin yfir
Jackson eiga eftir að taka nokkra
mánuði. Á meðan ríkir fullkomin
óvissa um örlög mannsins sem
lýsir sjálfum sér sem Pétri Pan
nútímans. ■
34 5. mars 2005 LAUGARDAGUR
Mjólk og smákökur
eða vodka og klám
Litla borgin Santa Maria í Kaliforníu er orðinn miðdepill Bandaríkjanna. Þar fara
fram réttarhöld í kynferðisbrotamáli gegn Michael Jackson. Poppstjarnan á 21 árs
fangelsi yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Trausti Hafliðason fjallar um málið.
SKIPAN KVIÐDÓMSINS:
Kviðdómur
Þann 23. febrúar var tilkynnt að skipaður hefði verið tólf manna kviðdómur í
máli Michaels Jackson. Enginn blökkumaður er í kviðdómnum sem er skipaður
fjórum karlmönnum og átta konum. Sá yngsti í dómnum er tvítugur karlmaður
en sá elsti er 79 ára gömul kona. Flestir í kviðdómnum sögðust hafa gaman að
tónlist Jacksons og töldu að ferill hans væri tilkomumikill.
PÉTUR PAN NÚTÍMANS
Michael Jackson hefur oft lýst að-
dáun sinni á sögunni um Pétur Pan
sem neitar að verða fullorðinn og
flýr að heiman til að forðast þau ör-
lög. Jackson hefur gengið svo langt
að lýsa sjálfum sér sem Pétri Pan
nútímans. Haustið 2003 sýndi
bandaríski sjónvarpsþátturinn Extra
myndbandsupptöku frá árinu 1994
sem sýnir leyniherbergi í húsi
Jackson. Samkvæmt myndbandinu
er aðeins hægt að ganga inn í her-
bergið frá fataskáp í svefniherbergi poppgoðsins. Í klefanum er rúm með
Pétur Pan – sængurveri. Á því sést rauðhærð tuskubrúða og við hlið rúmsins
er Mikka mús sími. Á veggjum klefans sjást myndir af brosandi börnum í
bleium.
20 ára karlkyns gjaldkeri í banka.
21 árs karlkyns nemi.
22 ára aðstoðarkona sjúkraþjálfara.
39 ára afgreiðslukona.
42 ára kvenkyns kennari.
44 ára kvenkyns starfsmaður í félags-
þjónustu.
45 ára atvinnulaus kona.
50 ára kvenkyns hestatemjari.
51 árs kvenkyns tölvuforritari.
62 ára karlkyns verkfræðingur.
63 ára karlkyns eftirlaunaþegi.
79 ára kvenkyns eftirlaunaþegi.
SANTA
MARIA
LOS
ANGELES
SAN
FRANSISCO
KALIFORNÍA