Fréttablaðið - 05.03.2005, Side 62
Tenórinn vinsæli, José Carreras,
var ánægður með að vera kominn
til Íslands á ný, en hann stoppar
stutt á landinu að þessu sinni.
Hann kom síðdegis á fimmtudag
með einkaflugvél sinni og heldur
af landi brott strax á morgun.
Hann segist þó ætla að leggja
allt sitt í það að fólk geti
átt ógleymanlega kvöldstund í
Háskólabíói í kvöld.
Með í för eru nokkrir hljóð-
færaleikarar frá Ítalíu, sem ætla
að spila með honum á tónleik-
unum í kvöld. Þar er á ferðinni
kvartett sem nefnir sig Nuovo
Quartetto Italiano og píanóleikar-
inn Lorenzo Bavaj.
Á efnisskrá tónleikanna verða
verk frá ýmsum löndum og
ýmsum tímabilum, en að öllum
líkindum ætlar hann ekki að
syngja eina einustu óperuaríu.
Söngvarinn er þeirrar skoðunar
að óperutónlist þurfi helst að
flytja eins og hún var skrifuð,
með fullskipaðri Sinfóníuhljóm-
sveit.
Með söngvaranum hingað til
lands komu dóttir hans, Julia, og
tengdasonur. Carreras hafði mik-
inn hug á að sýna þeim Ísland,
þetta land sem hann heillaðist svo
mjög af síðast þegar hann kom
hingað. Julia og maður hennar
hafa líka óspart notað tímann til
að skoða landið, og sjálfur ætlar
Carreras að reyna að bregða sér í
stutta skoðunarferð í dag, vænt-
anlega að Gullfossi og Geysi. ■
46 5. mars 2005 LAUGARDAGUR
EKKI MISSA AF…
... sýningu Vignis Jóhanns-
sonar í Hallgrímskirkju, sem
opnuð verður í dag. Þar sýnir
hann innsetninguna Sólstafi.
.. dagskrá á morgun í Þjóð-
menningarhúsinu helgaðri
Davíð Stefánssyni, sem er
skáld mánaðarins. Þar mun
Gunnar Stefánsson, dagskrár-
gerðarmaður hjá RÚV, fjalla um
Davíð á yngri árum og Ítalíuför
hans sérstaklega. Einnig syngur
Ólafur Kjartan Sigurðarson við
undirleik Jónasar Ingimundar-
sonar.
... Nemendaóperu Söng-
skólans í Reykjavík, þar sem
22 ungir söngvarar flytja róm-
antískar óperuperlur í Salnum í
Kópavogi.
Kvenfélagið Garpur er hópur nokkurra
ungra leikkvenna sem í dag frumsýna
spunaverkið Kaktusmjólk í Klink og
Bank. Þetta er spunaverk sem unnið er
upp úr textum eftir Beckett, Pinter,
Söruh Kane og Matei Visniec.
Tvær leikkonur koma fram í sýning-
unni, þær Maríanna Clara Lúthersdóttir
og Sólveig Guðmundsdóttir, en leik-
stjóri er Graeme Maley frá Skotlandi.
„Við flytjum þetta á ensku, einfaldlega
vegna þess að við erum að vinna með
texta sem erfitt er að þýða. Svo fannst
okkur hrynjandinn svo góður í textun-
um á frummálinu, auk þess sem
enskan passar mjög vel við efni verks-
ins, þar sem fjallað er um eftirstöðvar
stríðs,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir.
Ráðgerðar eru sjö sýningar á Kaktus-
mjólk í Klink og Bank.
Kvenfélagið Garpur var stofnað vorið 2003 og fékk
nýverið úthlutað styrk frá menntamálaráðuneytinu
sem notaður verður til að setja upp nýtt verk áður
en langt um líður.
Kl. 17.00
Rússneski píanóleikarinn Alexander Vaul-
in heldur tónleika í sal Norræna hússins.
Hann flytur þar verkin Frá tíma Holbergs
eftir Edvard Grieg, Fantasíu op. 35 eftir
Louis Glass, Kyllikki, Þrjú lýrísk verk op.
41 eftir Jean Sibelius og Sónata í g moll
eftir Wilhelm Stenhammar.
menning@frettabladid.is
Kaktusmjólk Kvenfélagsins Garps
JOSÉ Í REYKJAVÍK Stórsöngvarinn fékk afdrep í Söngskólanum í Reykjavík til þess að
æfa sig fyrir tónleikana í Háskólabíói í kvöld. Fréttablaðið/Teitur
Býr sig undir
ógleymanlega tónleika
!
Umdeild og mögnuð sýning!
Sýnt í kvöld, fim. 10/3, fim. 17/3.
Aðeins þessar þrjár sýningar eftir!
Sjö íslenskir háskólar verða með
kynningu á námsframboði sínu á
Stóra háskóladeginum í Borgar-
leikhúsinu í dag.
„Vertu viss um að þú verðir á
réttri hillu“ er yfirskrift kynningar-
innar, þar sem fulltrúar verða frá
Háskólanum á Akureyri, Hólaskóla,
Kennaraháskóla Íslands, Landbún-
aðarháskóla Íslands, Listaháskóla
Íslands, Viðskiptaháskólanum á
Bifröst og Háskólanum í Reykjavík,
sem er nýr háskóli sem verður til
við sameiningu Háskólans í Reykja-
vík og Tækniháskólans.
„Þetta er kjörið tækifæri fyrir
alla til að koma og kynna sér nám í
öllum þessum skólum á einum
degi,“ segir Álfrún G. Guðrúnar-
dóttir, sem er kynningarstjóri
Listaháskóla Íslands. „Við hvetjum
alla til að koma hvort sem þeir eru
búnir að ákveða sig eða ekki.“
Frá hverjum háskóla sjá bæði
nemendur og kennarar, námsráð-
gjafar og kynningarstjórar um
kynninguna í anddyri Borgarleik-
hússins, þar sem búast má við líf-
legu umhverfi. Einnig verður dag-
skrá á Litla sviðinu frá klukkan
11.30 þar sem hver háskóli fær hálf-
tíma til þess að kynna einhverja
spennandi þætti í námsframboðinu.
Sem dæmi má nefna að fulltrúi
Kennaraháskólans ætlar að skýra
frá því af hverju það er skemmtilegt
að vera íþróttakennari og fulltrúi
Viðskiptaháskólans segir frá því
hvers vegna það er skemmtilegt að
vera stjórnandi eða leiðtogi. Frá
Landbúnaðarháskólanum koma
skýringar á því hvers vegna lands-
lagsarkitektúr er kenndur við land-
búnaðarháskóla og svo verður Lista-
háskólinn með kynningu á B.A. námi
í leiklist, sem er nýjung á Íslandi.
„Við höfum hingað til bara verið
með fjögurra ára leikaranám, og
það heldur áfram, en þetta nýja
nám verður sambland af fræðum
og framkvæmd,“ segir Álfrún.
Kynning verður á Háskólanum í
Reykjavík, sem strax frá næsta
hausti býður upp á nám í fjórum
deildum: viðskiptadeild, lagadeild,
kennslufræði- og lýðheilsudeild og
loks tækni- og verkfræðideild.
„Innan verkfræðinnar munum
við til dæmis bjóða nýjar greinar
sem ekki hafa sést áður á íslandi,
svo sem heilbrigðisverkfræði og
fjármálaverkfræði,“ segir Ásdís
Ýr Pétursdóttir, sem er verkefna-
stjóri á markaðs og kynningarsviði
Háskólans í Reykjavík. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
ÁLFRÚN OG ÁSDÍS ÝR Þær eru fulltrúar tveggja af þeim sjö háskólum sem kynna starf-
semi sína í Borgarleikhúsinu í dag.
CAMERARCTICA Flytur tónlist eftir Paul Hindemith í Borgarleikhúsinu í dag.
Haldið upp á
Hindemith
„Við héldum Hindemith-hátíð
fyrir tíu árum þegar hundrað
ára afmælið hans var. Nú er
komið að hundrað og tíu ára
fæðingarafmælinu og við erum
að endurnýja kynni okkar af
honum,“ segir Ármann Helgason
klarinettuleikari.
Hann ætlar ásamt félögum
sínum í kammerhópnum Camer-
arctica að flytja þrjú verk eftir
Hindemith á tónleikum í Borgar-
leikhúsinu í dag. Tónleikarnir
hefjast klukkan 15.15, enda eru
þeir liður í rómaðri tónleikaröð
sem ber yfirskriftina 15.15.
„Hindemith var útskúfaður á
sínum tíma, en ég held að menn
eigi eftir að uppgötva hann
aftur. Hann var mikill tónlistar-
maður og á meistarastykki sem
standa upp úr af því sem samið
var á síðustu öld.“
Á tónleikunum verða flutt
þrjú verk eftir Hindemith. Eitt
þeirra er kvintett fyrir klar-
inettu og strengi þar sem
Ármann verður í aðalhlutverki
með klarinettunni sinni.
„Það hefur staðið lengi til að
flytja þennan kvintett, en hann
er svo þrælsnúinn að það þarf
miikla vinnu til að flytja hann.“
Einnig verða fluttir tveir
dúettar fyrir fiðlu og klarinettu,
sem Hindemith samdi fyrir ungt
fólk og hugsaði sér að þessi verk
yrðu aðgengileg bæði fyrir
spilara og áheyrendur.
Aðrir félagar í Camerarctica
eru Hallfríður Ólafsdóttir á
flautu, Hildigunnur Halldórs-
dóttir og Sigurlaug Eðvalds-
dóttir á fiðlu, Guðrún Þórarins-
dóttir á víólu og Sigurður Hall-
dórsson á selló.
Tónleikarnir verða á Nýja
sviðinu í Borgarleikhúsinu. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Sjö háskólar kynna sig