Fréttablaðið - 05.03.2005, Side 70
54 5. mars 2005 LAUGARDAGUR
Heimildarmyndir
Alfreð Elíasson
L O F T L E I Ð A Æ V I N T Ý R I Ð
Kvikmyndir & l jósmyndir
Þeir sem eiga eða vita um kvikmyndir eða ljósmyndir
af Alfreð og Loftleiðum (flugvélum, samstarfsfólki,
stemmningunni o.fl.) eru vinsamlega beðnir að hafa
samband við Sigurgeir Orra í síma 897 1984 eða
Kristjönu Millu í síma 564 1530. Að gefnu tilefni er
rétt að taka fram að aðrir aðilar vinna líka að mynd
um Loftleiðir.
Heimildarmyndir ehf. vinna að gerð kvikmyndar um Alfreð Elíasson stofnanda
og forstjóra Loftleiða. Alfreð var einstakur frumkvöðull og viðskiptajöfur sem
af fádæma dugnaði og útsjónarsemi byggði upp, ásamt samstarfsfólki sínu,
fyrirtæki sem var um tíma þrefalt stærra en togarafloti Íslands samanlagður.
sigurgeirorri@mac.com :: kmth@isl.is
Kristján Frosti Logason, gítar-
leikari rokksveitarinnar Mínus,
heimsótti fyrir skömmu svokall-
aða Rokksmiðju sem Samfés,
Samtök félagsmiðstöðva á Ís-
landi, stóð fyrir. Það þykir tíðind-
um sæta að meðlimur Mínuss
hafi verið fenginn í heimsókn hjá
Samfés því hljómsveitin hefur
ekki verið í náðinni hjá samtök-
unum eftir að viðtöl við meðlimi
sveitarinnar birtust í rokktíma-
ritunum Rock Sound og Bang.
Í viðtölunum töluðu meðlimir
Mínuss heldur frjálslega um eit-
urlyf og fór það fyrir brjóstið á
stjórn Samfés. Mínus átti að
leika á Samfésballi í byrjun síð-
asta árs og fóru forsvarsmenn
samtakanna þess á leit að með-
limir sveitarinnar skrifuðu undir
samning þar sem þeir lýstu því
yfir að hafa aldrei neitt eitur-
lyfja. Mínus neitaði að skrifa
undir samninginn og lagði annan
samning fram. Forsvarsmenn
Samfés sættust ekki á þann
samning og fór svo að hljóm-
sveitin lék ekki á ballinu.
„Við höfum aldrei haft neitt
á móti persónunum í Mínus,“
sagði Hafsteinn Snæland,
framkvæmdastjóri Samfés,
spurður út í heimsókn Frosta í
Rokksmiðjuna.
Vel virðist hafa farið á með
Frosta og unglingunum því eins
og gítarleikarinn segir sjálfur í
dagbókarfærslu á heimasíðu
sveitarinnar: „Þar var ótrúlega
mikið af hæfileikaríkum rokkur-
um sem við eigum eftir að sjá
mikið af í framtíðinni, er ég viss
um.“ ■
Samfés sættist við Mínus
FROSTI Í ROKKSMIÐJU Gítarleikarinn hitti unga og efnilega rokkara í Rokksmiðju Samfés.
Ekki eru allir á eitt sáttir við
þá óvæntu ákvörðun Bubba
Morthens um að selja trygginga-
fyrirtækinu Sjóvá-Almennum
höfundarréttinn af öllum verkum
sínum fyrir tugi milljónir króna.
Valur Gunnarsson, ritstjóri
Reykjavík Grapevine, er einn af
þeim sem hefur blöskrað ákvörð-
un Bubba og ákvað að efna til
nokkuð sérstakra mótmæla á dög-
unum. Valur tók með sér tuttugu
Bubbaplötur sem hann átti og
jarðaði þær á planinu þar sem
frystihúsið Ísbjörninn var eitt
sinn til húsa. Orti Bubbi einmitt
um það á fyrstu plötu sinni, Ís-
bjarnarblús. Ásamt því að jarða
plöturnar lagði Valur hvíta rós
ofan á þær „til minnis um lista-
manninn Bubba Morthens sem
illa fór fyrir,“ eins og hann orðar
það.
„Mér finnst heimurinn kominn
til andskotans ef maður þarf að
útskýra að maður sem hefur verið
maður fólksins og verkalýðsins sé
allt í einu búinn að selja allt sem
hann hefur búið til í hendur trygg-
ingafyrirtækis,“ segir Valur, sem
telur að Bubbi sé búinn að selja
sálu sína.
„Hann gerði það reyndar fyrir
löngu en núna hefur hann dæmt
allt marklaust sem hann hefur
sagt í gegnum tíðina. Öll hans
vinna fer beint í vasa trygginga-
fyrirtækis sem þýðir endanlegan
sigur jakkalakka yfir gúanórokk-
aranum. Ég hef verið aðdáandi
Bubba lengi og maður hefur fyrir-
gefið honum ýmislegt en nú
er tónlistarmaðurinn Bubbi
Morthens endanlega búinn,“ segir
hann.
Valur undrast lítil viðbrögð al-
mennings við þessu uppátæki
Bubba. „Það versta við þetta er
hvað engum finnst neitt að þessu.
Fyrir löngu síðan táknaði rokkið
eitthvað. Við eigum rétt á því að
gera þannig kröfur til listamanna
okkar að verk þeirra tákni eitt-
hvað; ef ekki hafa þeir engan til-
gang.“
freyr@frettabladid.is
VALUR GUNNARSSON: JARÐAÐI TUTTUGU BUBBAPLÖTUR
Jakkalakkar eignast gúanóið
Augnskuggastíll níunda áratugarins. Á þessum tíma varekki í tísku að spara augnskuggann. Eftir augnskuggaæð-
ið fóru konurnar að minnka augnskugganotkunina og skygg-
ingarnar tóku við. Núna hins vegar sést augnskugganotkun í
anda níunda áratugarins meira og meira og í stað þess að
skyggja með augnskugganum er allt augnlokið þakið með
skugga. Ekki er þó fallegt að hafa litinn mjög dökkan.
Leður í lit. Leðurjakkar í dökkbláu, rauðu, gulbrúnu,grænu eða fjólubláu eru svakalega töff og poppa fötin
mun meira upp en sá svarti klassíski. Einnig er gasalega
gordjöss að spranga um í litríkum leðurstígvélum, sérstak-
lega núna þegar fer að líða að vori.
Litríkir og munstraðir klútar eru frábær leið til þess aðkrydda upp fatnað. Flott er að binda þá lauslega um
hálsinn og leyfa þeim að flaksa í vorgolunni. Stórt blóma-
munstur er samt eitthvað sem ber að forðast því klútarnir
mega ekki verða of kellingalegir.
Allt í stíl. Vinsælt er þegar til dæmis keyptir eru skórað kaupa tösku eða annað í sama lit. Til þess að vera
í stíl. Gul taska og gul húfa í stíl. Grænn bolur og grænir
sokkar í stíl. Í tísku dagsins í dag er þetta frekar lummó
og fátt hallærislegra en að vera svona kirfilega steyptur í
stíl. Frjálslegar og furðulegar litasamsetningar eru miklu
meira töff.
Óhófleg notkun á förðunarvörum. Klessulegur maskari,skær varalitur, dökk lína í kringum augun, meikklessur
og dökkur augnskuggi. Nei, þetta er alls ekki flott og þó að
oft sé gaman að mála sig pínu meira þegar planið er að
fara eitthvað fínt þá er það „less is more“ reglan sem gildir.
Flestum strákum þykir líka stelpur sem mála sig of mikið
ekkert smart!
Blómateygjur. Á sumrin virðast blómateygjurnarspretta upp eins og mýflugur úti um allt. Gerviblóm í
hárinu og jafnvel á bak við eyrað. Það getur ekki verið að
þetta verði aftur kúl. Þetta er algjörlega búið og senjor-
ítupælingarnar verða ekkert töff í sumar.
INNI ÚTI
...fær Hemmi Gunn sem ætlar að
byrja aftur með eigin þátt í sjón-
varpi eftir langt hlé.
HRÓSIÐ
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
HVÍL Í FRIÐI Valur Gunnarsson
við gröf Bubbaplatnanna tuttugu
sem hann jarðaði fyrir skömmu.
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
Lárétt: 1 semja, 6 kostur, 7 á nótu, 8
drykkur, 9 skelfing, 10 rándýr, 12 sjór, 14 sár,
15 kyrrð, 16 belti, 17 bandvefur, 18 nudda.
Lóðrétt: 1 köld, 2 frostskemmd, 3 fisk, 4
á ferli á daginn, 5 elska, 9 óheft, 11 lítil
flaska, 13 drykkjumaður, 14 ósk, 17 átt.
Lausn
Lárétt: 1skálda,6val,7an,8öl,9ógn,10úlf,
12mar, 14ben,15ró,16ól,17sin,18niða.
Lóðrétt: 1svöl,2kal,3ál,4dagfari, 5ann,9
ólm,11peli,13róni,14bón,17sa.