Fréttablaðið - 14.10.2005, Síða 42

Fréttablaðið - 14.10.2005, Síða 42
Umsjón: nánar á visir.is Skattbyrði á Íslandi sem hlutfall af landsframleiðslu hefur hækkað um þrjú prósentustig frá árinu 2002 eftir því sem fram kemur í vefriti fjármálaráðu- neytisins. Í vefritinu segir að OECD hafi nýlega birt tölur um skattbyrði hins op- inbera, jafnt ríkissjóðs og sveitarfélaga, og hafi hlutfallið á Íslandi fyrir árið 2004 verið 41,9 prósent af landsfram- leiðslu. Meðaltal OECD-ríkjanna sé hins vegar 40,2 prósent af landsframleiðslu. Á hinum Norðurlöndunum var hlut- fallið mun hærra eða 47,4 prósent af landsframleiðslu. Í vefritinu segir að með þeim skattalækkunum sem koma til framkvæmda árin 2005 til 2007 megi gera ráð fyrir því að hlutfall skattekna hins opinbera lækki í 37,3 prósent af landsframleiðslu árið 2007. Ef miðað væri við nýjar tölur Hag- stofu Íslands um landsframleiðslu myndi hlutfallið fyrir árið 2004 lækka um 1,7 prósentustig eftir því sem fram kemur í vefriti ráðuneytisins. - hb MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.554 Fjöldi viðskipta: 239 Velta: 3.318 milljónir +0,70% MESTA LÆKKUN 30 14. október 2005 FÖSTUDAGUR Skattbyr›i á Íslandi yfir OECD-me›altali Actavis 41,90 +2,50% ... Bakkavör 42,50 +0,20% ... FL Group 14,30 +1,40% ... Flaga 3,25 +8,00% ... HB Grandi 9,35 +0,00% ... Íslandsbanki 14,75 +0,00% ... Jarðboranir 22,00 +0,50% ... KB banki 595,00 +0,90% ... Kögun 54,50 +1,10% ... Landsbankinn 21,40 +0,90% ... Marel 63,80 +0,00% ... SÍF 4,52 -0,60% ... Straumur 12,90 - 0,80% ... Össur 88,00 +2,30% Flaga +7,97% Tryggingamiðst. +3,00% Actavis +2,45% Mosaic Fashions -1,34% Straumur-Burðarás -0,77% SÍF -0,66% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] L 1.999 í verslanir BT um land allt BT... ...konungleg skemmtun FYLGIR FYLGIR Kingdom Of Heaven Mögnuð epísk stórmynd frá leikstjóra Gladiator Coke og Pringles snakk fylg ir á meðan bir gðir endast 22:00 Í BT SKEIFUNNI ALLA DAGA Minni hækk- anir úti á landi Greiningardeild Íslandsbanka segir að íbúðaverð á höfuðborgar- svæðinu hafi hækkað töluvert meira en fasteignaverð á lands- byggðinni eftir að breytingar urðu á húsnæðislánamarkaði fyr- ir rúmu ári. Einbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um helming á einu ári en um 35 prósent í fjölbýli. Fasteignaverð á landsbyggðinni hefur aftur á móti hækkað um 19 prósent. Tölur sýna að íbúðaverð á landsbyggðinni hækkar nú meira en á höfuðborgarsvæðinu, enda sér fólk sér hag í því að búa úti landi eftir mun meiri hækkanir á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. - eþa Stofngjald fellt ni›ur Þeir sem sækja um að fá heima- síma á vef Símans þurfa ekki að greiða neitt stofngjald. Eva Magn- úsdóttir, upplýsingafulltrúi Sím- ans, segir að með þessu sé verið að hvetja fólk til að afgreiða sig sjálft á vefnum. Ef ekki sé farin þessi leið þurfi viðskiptavinir að greiða 2.900 krónur í stofngjald. Margir muna eftir því að það kostaði rétt undir tíu þúsund krónur að fá heimasíma hjá Landssíma Íslands fyrir nokkrum árum. Ef flytja þurfti símann ann- að varð rétthafi að greiða svipaða upphæð fyrir, nema ef það var gert innan hálfs árs. Þá var veitt- ur ríflegur afsláttur. Eva segir samkeppnisum- hverfi símafyrirtækja mikið breytt frá því sem var. – bg STEVE JOBS, FORSTJÓRI APPLE Upp- gjör Apple var það besta í sögu félagsins en samt ekki nógu gott. Gott en ekki nógu gott Hlutabréf í Apple lækkuðu um tíu af hundraði eftir að fyrirtækið birti uppgjör þrátt fyrir að af- koma þess á síðasta ársfjórðungi hafi verið sú besta í sögunni. Tekj- ur félagsins hafa heldur aldrei verið meiri. Mikil sala á tölvum og iPod dugði þó ekki til þar sem að búist hafði verið við meiri sölu. „Við fögnum besta árangri í sögu Apple með því að auka tekj- ur okkar um 68 prósent á milli ára og hagnað um 384 prósent,“ segir Steve Jobs, forstjóri Apple. Hagnaður Apple nam 340 millj- ónum dala eða um tuttugu millj- örðum króna á fjórðungnum. - eþa ÁRNI M. MATHIESEN FJÁRMÁLARÁÐHERRA Í vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að skattbyrði hér á landi sem hlutfall af landsframleiðslu sé yfir OECD-meðaltali. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.