Fréttablaðið - 14.10.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 14.10.2005, Blaðsíða 43
31FÖSTUDAGUR 14. október 2005 HLUTABRÉFAEIGENDUR Nú verða börn og makar tengdir aðilar verði frumvarpið samþykkt. Barni› skyld- ur a›ili fiingmenn vilja breyta lög- um um ver›bréfavi›skipti. Sex þingmenn úr öllum flokkum vilja að í lögum um verðbréfavið- skipti verði tekið skýrt fram að einstaklingur teljist skyldur öðr- um einstaklingi ef hann er maki hans eða barn. Einnig að lögaðilar teljist skyldir ef annar á að minnsta kosti 30 prósent hlutafjár í hinum. Frumvarp þessa efnis var lagt fram á Alþingi í gær og standa að því þingmenn úr öllum flokkum. Flutningsmaður er Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Í greinargerð segir að á síðustu árum hefur komið í ljós að reglur laganna um yfirtökutilboð geta misst marks sökum þess að eign- arhaldið dreifist á tvo eða fleiri einstaklinga og lögaðila sem tengdir eru innbyrðis. Hægt hafi verið að nýta sér orðalag núgild- andi reglna og koma sér hjá yfir- tökutilboðsskyldu með því að skipta eignarhaldi niður á fleiri aðila. Telja þingmennirnir að við þessu verði að bregðast. Með frumvarpinu sé lagt til að eignar- hald skyldra aðila verði lagt að jöfnu í skilningi yfirtökureglna. Með því móti er komið í veg fyrir að stærri hluthafar víki sér undan þeim skyldum sem yfirtökureglur laganna leggi þeim á herðar. – bg Basel í sjónmáli Evrópuþingið hefur nú afgreitt tillögur um lögleiðingu Basel II staðalsins um eigið fé fjármála- fyrirtækja. Helgi Þórsson hjá Fjármálaeftirlitinu segir að þaðan fari málið til leiðtogaráðs Evrópu- sambandsins. Heilmiklar breyt- ingartillögur hafi verið teknar til greina. Reynt verði að afreiða málið fljótt frá leiðtogaráðinu. Gangi það eftir hlýtur staðallinn staðfestingu ESB sem tilskipun og þá eigi eftir að taka hann inn í EES-samninginn. Helgi segir að Basel II staðall- inn eigi að taka gildi um áramótin 2006-2007. Ekki sé hægt að full- yrða hvort ákvæðin í þessum nýju reglum séu íþyngjandi fyrir fjár- málafyrirtækin. Í einhverjum til- vikum sé það þannig en einnig muni það létta eiginfjárkvöðina í öðrum tilvikum. – bg Leiddu stóran samruna Íslandsbanki rá›gjafi vi› sölu tedeildar Premi- er Foods. Tímamóta- samningur í íslenskri bankasögu. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka í London var aðalráðgjafi breska matvælaframleiðandans Premier Foods sem seldi Typhoo, tedeild- ina sína, til Apeejay International Tea Limited fyrir 8,6 milljarða króna. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur banki hefur milli- göngu um sölu á fyrirtæki milli tveggja erlendra fyrirtækja án þess að tengjast fjármögnun verkefnisins. Tim Owen, yfirmaður hjá Ís- landsbanka í London, segir að það leiki ekki nokkur vafi á því að þetta gefi bankanum mikil tæki- færi til að fást við stærri og metn- aðarfyllri verkefni. „Typhoo er eitt af þekktustu vörumerkum Bretlandseyja og það voru tíu aðr- ir bankar sem bitust um við okkur að fá ráðgjöfina.“ Verkefnið sjálft stóð í tæpt hálft ár og fólst í því að kynna Typhoo fyrir fjárfestum og miðla gögnum og upplýsingum til þeirra og finna rétta kaupandann. „Þetta var flókinn ferill, ekki einungis vegna þess að Typhoo var hluti af drykkjarframleiðsludeild, sem Premier Foods vildi halda eftir, heldur var þetta líka í fyrsta skipti sem Premier Foods lætur frá sér framleiðsluhluta en fyrir- tækið hefur stækkað jafnt og þétt við kaup á öðrum fyrirtækjum,“ segir Tim Owen ennfremur. Hjá tedeildinni starfa um 250 manns og velti hún um 7,4 millj- örðum króna á síðasta ári. Rekstr- arhagnaður var 1,2 milljarðar króna. Íslandsbanki í London hefur verið að byggja upp ráðgjaf- arteymi sem sérhæfir sig í ráð- gjöf til matvælafyrirtækja og á sviði sjávarútvegs. Fyrir skömmu fjármagnaði bankinn yfirtöku kanadíska sjávarútvegfélagsins FPI á The Seafood Company Limited. - eþa TYPHOO-TEPOLI Íslandsbanki veitti Premier Foods ráðgjöf við sölu Typhoo, tedeildar fyrirtækisins. Fyrirtækið kostaði nærri níu milljarða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.