Fréttablaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 48
Avion Aircraft Trading, sem er dótturfélag Avion Group, hefur fest kaup á þremur Airbus 300- 600 farþegavélum sem verður breytt í fraktvélar. Heildarvirði samningsins er um 4,3 milljarðar króna. Seljandi vélanna er China Air- lines í Taívan. Vélarnar verða af- hentar á næsta ári og í byrjun árs 2007. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri flutningasviðs Avion Group, segir fjárfestinguna koma á góðum tíma og gefi fyrirtækinu há- marksarðsemi. Mikil eftirspurn er eftir Airbus 300-600 fraktvél- um og getur komið til greina að vélarnar verði seldar. Avion Aircraft Trading gekk nýverið frá risasamningi við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á fjórum, nýjum Boeing 777- fraktvélum sem verða afhentar árið 2009. Verðmæti samningsins er um 63 milljarðar króna. - eþa Umsjón: nánar á visir.is Að éta köku og eiga Íslandsbanki í London hefur verið að ná meiri fót- festu í fyrirtækjaráðgjöf sinni. Um daginn var bank- inn ráðgjafi Premier Foods við sölu á teframleiðslu fyrirtækisins. Þetta mun eftir því sem næst verður komist í fyrsta skipti sem íslenskur banki er ráðgjafi við sölu erlends fyrirtækis til annars erlends fyrir- tækis, án þess að koma jafnframt að lánafyrirgreiðslu og hlutafjárkaupum. Næsta verkefni í London var kaup stórnanda á Cate’s Cakes eða Kötukökum sem var fjármögnun upp á 1,4 milljarða króna. Kökurnar ku vera mikið gómsæti og munu starfsmenn bank- ans í London vera ólmir í að taka með sér kökur til að leyfa kollegum sínum á Íslandi að smakka. Íslandsbanki kom bæði að fjár- mögnun og keypti hlut í fyrirtækinu, sem má orða sem svo að bankinn hafi bæði étið kökuna og átt hana. Jólagjöf gjaldeyrismiðlaranna Á gjaldeyrismarkaði gildir að vera framsýnn og veðja rétt á þróun gjaldmiðla. Þetta gildir í ýmsum öðrum viðskiptum og nú hafa framtakssamir menn veðjað á frekari styrkingu krónunnar. Þeir hafa látið prenta á boli töluna 99 sem framtíðargildi gengis- vísitölu krónunnar. Ákvörðun um gerð bolsins var reyndar tekin fyrir fjórum mánuðum, sem sýnir ótrúlega spákaupmannshæfi- leika. Athafnamennirnir veðja á að krónan verði komin í þessa stöðu fyrir jól og þar með sé komin heitasta tækifærisgjöfin fyrir jólin. Einhverjir á markaðnum eru svo vissir í sinni sök að þeir eru þegar farnir að ganga í bolunum inn- an undir skyrtunni og munu fletta sig klæðum samstundis og krónan fer í þetta gildi. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.562 Fjöldi viðskipta: 269 Velta: 14.030 milljónir -0,14% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Vísitala byggingarkostnaðar hækk- aði 0,09 prósent frá fyrra mánuði og er 316,6 stig. Undanfarna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,2 pró- sent. Stærsti lyfjaframleiðandi Pfizer til- kynnti í gær að hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi hefði dregist saman um 52 prósent á milli ára. Hagnaður- inn var rétt um eitt hundrað milljónir króna. Hlutabréf í Pfizer lækkuðu um meira en fimm prósent á hlutabréfa- mörkuðum vestanhafs. Arcadia, sem er að stærstum hluta til í eigu kaupsýslumannsins Philip Green, ákvað í gær að greiða út arð upp á rúmlega 130 milljarða króna. 32 21. október 2005 FÖSTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 41,90 -1,64% ... Bakkavör 43,40 -0,23% ... FL Group 14,00 -1,06% ... Flaga 3,74 - 0,53% ... HB Grandi 9,30 +0,00% ... Íslandsbanki 14,95 +0,67% ... Jarðboranir 22,00 -0,45% ... KB banki 586,00 -0,17% ... Kögun 54,40 +0,00% ... Landsbankinn 21,90 +0,00% ... Marel 63,80 +0,00% ... SÍF 4,47 +0,90% ... Straumur 12,95 -0,77% ... Össur 91,00 +0,55% SÍF +0,90% Atorka Group +0,89% Íslandsbanki +0,67% Actavis -1,64% FL Group -1,06% Icelandic Group -1,04% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Útlit er fyrir a› raun- ávöxtun lífeyrissjó›a ver›i gó› flri›ja ári› í rö›. Innlendu hlutabréf- in gefa vel af sér. Eignir lífeyrissjóðanna voru komnar í 1.100 milljarða króna í lok ágústmánaðar og höfðu aukist um 123 milljarða frá áramótum. Ef eignum lífeyrissjóðanna væri skipt niður á hvert mannsbarn fengi hvert og eitt 3,7 milljónir króna í sinn hlut. Heildareignirnar hafa vaxið hratt á undanförnum árum, sem þakka má hagstæðum skilyrðum á fjármálamörkuðum, einkum inn- anlands, en Úrvalsvísitala Kaup- hallar Íslands hækkaði um 35 pró- sent frá áramótum. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssambands líf- eyrissjóða, segir hækkun innlendra hlutabréfa skipta mestu máli hvað þessa aukningu varði. Erlendu hlutabréfin gefi ekki mikið af sér nú þegar gengi krónunnar hafi hækkað mikið undanfarnar vikur. Hann er bjartsýnn á ávöxtun ársins og býst við að árið 2005 verði þriðja árið í röð sem raunávöxtun lífeyris- sjóða fari yfir tíu prósent. Fyrir ári síðan stóðu heildar- eignirnar í 870 milljörðum króna og voru þar með hærri en lands- framleiðslan í fyrsta skipti, um 102 prósent af landsframleiðsl- unni. Þetta hlutfall hefur aldrei verið hærra en núna og má ætla að hlutfallið sé komið í 120 pró- sent, miðað við að landsfram- leiðslan verði um 900 milljarðar á þessu ári. Í febrúar fóru eign- irnar yfir eitt þúsund milljarða króna. Aðspurður hvar allir þessir peningar séu segir Hrafn um 22 prósent vera í erlendum verðbréf- um. Það skipti máli að dreifa áhættunni enda séu þetta gríðar- lega miklar fjárhæðir sem fólkið í landinu hafi lagt til hliðar fyrir elliárin. Einnig sé fjárfest í inn- lendum skuldabréfum og svo hlutabréfum. Þá hafi sjóðsfélagar sjálfir tekið um níutíu milljarða að láni hjá lífeyrissjóðunum. Ekki sé erfitt að koma þessum pening- um fyrir í þeirri von að ávaxta þá. Innlend verðbréfaeign lífeyris- sjóða nam um 812 milljörðum króna og hefur aukist um tíu pró- sent frá áramótum. Þar af var heildareign í innlendum hluta- bréfum komin í 164 milljarða og hafði hækkað um þrjátíu prósent. Erlendar eignir lífeyrissjóðanna jukust töluvert og námu um 264 milljörðum. - eþa/bg KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Heildareignir lífeyris- sjóða 1.100 milljarðar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Frábært úrval af góðum vörum Barna og fullorðins fatnaður. 50-90% afslætti . Golffatnaður, útivistarfatnaður, skíða og snjóbrettafatnaður, einnig mikið úrval af skóm. Verðdæmi: Útivistarjakki: Áður 29.990- Nú : 6.900- Úlpur: Áður 19.900- Nú: 6.900- Fótboltaskór Áður 12.990- Nú: 3.990- Brettajakar: Áður: 17.990- Nú: 3.990- Opið eingöngu: Föstudag 1. Apríl. 14:00 til 20:00 Laugardag 2. Apríl. 10:00 til 18:00 Sunnudag 3. Apríl. 11:00 til 18:00 Nýbýlavegi 18 (Dalbrekku megin) Kópavogi HEILDSÖLU LAGERSALA Útivistarjakki aður 29.990- Nú 11.900- Fótboltaskór aður 12.990- Nú 4.900- Brettajakkar aður 17.900- Nu 7.900- Hlaupajakkar áður 8.990- Nú 3.990- Úlpur áður 14.990- Nú 5.990- Opið eingöngu Fimmtudag 20. Oktob. 14:00 til 20:00 Föstudag 21. Oktob. 14:00 til 20:00 Laugardag 22. Oktober 10:00 til 18:00 Sunnudag 23. Oktober 11:00 til 18:00 Mánudag 24. Oktober 14:00 til 20:00 KAUPA AIRBUS-VÉLAR Avion Aircraft Trading hefur fest kaup á þremur Airbus-far- þegavélum sem breytt verður í fraktvélar. Vífilfell hf. hefur keypt um þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu Mjólku ehf. Mjólka var stofnuð fyrr á árinu og er megin- tilgangur félagsins að framleiða osta fyrir innanlands- markað. Mjólka er í meirihlutaeigu fjölskyldunnar á Eyjum II í Kjós en ostaframleiðsla félagsins er þegar hafin í nýrri mjólkurstöð félagsins á Ártúnsholti í Reykja- vík. Fyrsta vara félagsins verður fetaostur sem væntanlegur er á markað innan skamms. Félagið starfar utan greiðslumarkskerfis landbúnaðarins og nýtur því ekki framleiðslustyrkja frá hinu opin- bera. - hb Kaupa flrjár Airbus-vélar Vífilfell kaupir hlut í Mjólku Farþegum í millilandaflugi Icelandair í september fjölgaði um tæp fimmtán prósent, miðað við sama mánuð í fyrra. All flugu 132 þúsund manns með félgainu í mánuðnum og var sæta nýting 79 prósent sem er hækkun um 2,8 prósentu stig frá því í fyrra. Fjölgun yfir árið er 14,5 pró- sent og flutti félagið rúmlega 1,2 milljónir farþega á fyrstu níu mánuðum ársins. Aukning í innanlandsflugi nam sex pró- sentum það sem af er ári. Vöru- flutningar hafa aukist um 11,7 prósent og fartímum í alþjóð- legu leiguflugi hafa aukist um fjórðung. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair group, segir í tilkynningu að það sem standi upp úr sé gríðarleg fjölgun far- þega í september. „Það var tek- in ákvörðun um að auka sæta- framboð Icelandair mikið fyrir árið og salan hefur gert gott betur en að fylgja því eftir.“ Flugfarflegum fjölgar áfram Sætan‡ting batna›i og farflegum fjölga›i um tæp fimmtán prósent hjá Icelandair. ÓLAFUR M. MAGNÚSSON Nýherji ríður á vaðið í dag og verð- ur fyrsta Kauphallarfélagið sem birtir uppgjör fyrir þriðja ársfjórð- ung. Engin greiningardeildanna spáir fyrir um afkomu Nýherja. Félagið hefur gefið út afkomu- viðvörun og sagt að reksturinn verði í járnum á þriðja ársfjórð- ungi vegna ágreinings við stóran viðskiptavin um túlkun á samn- ingi. Fyrirtækið hagnaðist um 27 milljónir króna á þriðja ársfjórð- ungi í fyrra. Íslandsbanki kemur næst á eftir þegar hann birtir afkomutöl- ur sínar á þriðjudaginn. - eþa Fyrsta uppgjöri› FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. ÞÓRÐUR SVERRISSON, FORSTJÓRI NÝHERJA Rekstur Nýherja verður í járnum á þriðja ársfjórðungi en uppgjörstímabil hefst í Kauphöllinni í dag þegar félagið birtir afkomu sína. EIGNIRNAR HÆKKA Heildareignir lífeyrissjóða voru orðnar 1.100 milljarðar í lok ágúst. Hver Íslendingur á 3,7 milljónir í lífeyrissjóðum landsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.