Fréttablaðið - 22.10.2005, Page 44

Fréttablaðið - 22.10.2005, Page 44
16 ATVINNA/FUNDIR/TILKYNNINGAR 22. október 2005 LAUGARDAGUR Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Menntasvið annast starfsemi og rekstur grunnskóla og leikskóla. Í því felst þróun grunnskóla- og leik- skólastarfs, undirbúningur stefnumörkunar, mat og eftirlit með skólastarfi og upplýsingamiðlun fyrir menntaráð og starfshópa á vegum ráðsins. 10-11 er framsækið fyrirtæki í örum vexti. 10-11 er fremsta þægindaverslun landsins með 35 verslanir, þar af 31 á höfuðborgarsvæðinu. Velgengni sína þakkar fyrirtækið fyrst og fremst starfsfólki sínu. Því er ætíð lögð áhersla á að gott fólk veljist til starfa. 10-11 óskar eftir duglegu og jákvæðu starfs- fólki í fullt starf og hlutastarf í verslanir 10-11. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára á árinu, þjónustulundaðir, vinnusamir og áreiðanlegir. Margs konar vaktir eru í boði. Margvísleg fríðindi fylgja starfinu. Umsækjendur fylli út umsókn á www.10-11.is eða sendi ferilskrá til Guðrúnar Helgu, gudrun.h@10-11.is. Hún veitir einnig nánari upplýsingar. Vilt þú vera með í ferskasta liði landsins? SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG ER OPINN ALLA DAGA FRÁ KL. 8–22. Breyttur afgreiðslutími í Skaftahlíð 24 F í t o n / S Í A F I 0 1 4 4 1 6 Virka daga kl. 8–18. Helgar kl. 11–16. OPIÐ HÚS, FRÁ KL 14:00 TIL 16:00 Í DAG OG Á MORGUN. Glæsilega 130,2 fm 4-ra herbergja íbúð á 3. hæð í klæddu lyftuhúsi. Sér þvottahús í íbúð. Baðherbergi er flísalagt ásamt hornbaðkari með nuddi. Hægt er að stækka stofu og taka niður einn herbergisvegg ef vill. Eldhús er flísalagt, falleg innrétting. Allar innréttingar eru sérsmíð- aðar frá Brúnás og eru þær mjög fallegar.. Stofa er parketlögð, út- gangur er á yfirbyggðar svalir. Sér geymsla er í kjallara. Snyrtilegt lyftu- hús á frábærum stað. Íbúðin er laus strax. ...( bjalla 0302 ). Lýðheilsustöð er nú að uppfæra skrá sína yfir reyklausa veitingastaði. Sjá: www.lydheilsustod.is/frettir/tobaksvarnir/nr/832 Ætlunin er að birta auglýsingu með nöfnum allra staðanna og þeir sem óska eftir vera með á listanum vinsamlega tilkynni sig fyrir 1. nóvember til: jakobina@lydheilustod.is Félagsfundur Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæð- inu heldur félagsfund þriðjudaginn 25. október 2005 í félagsheimilinu Hátúni 12 kl. 20:00. Yfirskrift fundarins verður: Sjálfsbjargarheimilið nýtt hús – nýir möguleikar. Dagskrá: Venjuleg félagsfundarstörf Á fundinn mætir Tryggvi Friðjónsson framkvæmdastjóri Sjálfsbjargarheimilisins og talar um framtíð þess. Önnur mál.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.