Fréttablaðið - 27.10.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 27.10.2005, Blaðsíða 50
10 ■■■■ { barnablaðið }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Bætir félagshæfni barna Stig af stigi er kennsluefni sem þjálfar tilfinninga- þroska barna. Börnin læra að þekkja tilfinningar sín- ar, leysa vanda og öðlast sjálfstjórn. Efnið er kennt í leikskólum og grunnskól- um víða um landið. „Námsefnið kemur frá Bandaríkj- unum og var það upphaflega sett fram sem námsefni gegn ofbeldi, síðan kom i ljós hvað það bætti fé- lagshæfni barnanna almennt,“ seg- ir Kristján Magnússon hjá Reyni- ráðgjafastofu á Akureyri, sem átt hefur veg og vanda af því að ís- lenska kennsluefnið Stig af stigi og koma því í íslenska skóla. Hann segir rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum og Þýska- landi sýna að börn sem fara í gegn- um þetta námsefni eru síður árásar- gjörn og sýna jákvæðari félagslega hegðun en önnur börn, auk þess sem minna er um kvíða hjá þessum börnum. „Efnið er byggt upp þannig að fyrst er börnunum kennt að lesa úr til- finningum, sem kallað er innlifun. En hún lykillinn að þessu öllu sam- an, þar sem þau læra að þekkja til- finningar sínar og annarra,“ segir Kristján. Næst er tekið á því að leysa vanda og öðlast sjálfstjórn. „Þetta er eina námsefnið sem er kerfisbundið að vinna með tilfinn- ingaþroska barna. Mest af efninu byggir á þrælreyndum hugmynd- um, en það hefur aldrei áður verið sett svona kerfisbundið fram og í jafn rökréttu kennslusamhengi,“ segir Kristján. Námsefnið er í grunninn stórar myndir, þar sem verið er að lýsa aðstæðum sem notaðar eru til um- ræðu í tímanum. Í byrjun geta það bara verið tilfinningar, en síðan eru það myndir af atvikum þar sem þarf að leysa vanda. Aftan á mynd- um eru leiðbeiningar um fram- kvæmd tímans fyrir kennarann. Einn af kostunum er hvað það er auðvelt í kennslu, kennarinn fær svo mikið upp í hendurnar. Allir kennarar fara þó í gegnum þjálfun áður en þeir byrja að kenna. „Efninu hefur verið mjög vel tekið í skólunum og leituðum eftir stuðn- ingi frá menntamálaráðuneytinu, en því miður gekk það ekki eftir. Sem er synd þar sem skólarnir hafa tekið þessu fagnandi og ég hef sjaldan séð jafngóð viðbrögð við námsefni frá kennurum. Skólum er skylt að kaupa 95 prósent af sínu námsefni frá Námsgagnastofnun, sem gerir okkur erfitt fyrir,“ segir Kristján. Kennsluefnið Stig af stigi byggist á mynd- um og notaðar eru brúður. Fjörugir pelar fyrir smábörnin ÍTÖLSK HÖNNUN Í SIPA. Skemmtilegir og óvenjulegir pelar eru til í versluninni Sipa á Lauga- veginum. Þeir koma frá Ítalíu og eru vægast sagt líflegir. Lokin á pel- unum eru annaðhvort júgur eða brosandi barnsandlit og er einn pel- inn eins og lítið barn. Þeir eru stór- ir og góðir og auðvelt er að halda á þeim og þrífa þá. Fallegur pelastandur er í stíl svo pelarnir eru jafnvel til prýði þegar þeir standa við vaskinn í eldhúsinu og standur- inn sjálfur það smart að hann þarf ekkert að fela inni í skáp. Pelarnir kosta 1.600 kr., burstinn er á 1.440 kr. og pelastandurinn á 1.900 kr. hönnun } Peli með júgur. Krúttlegur peli í nærbuxum. Flottur bursti til að þrífa pelana. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Fagurgrænn pelastandur til að þurrka pelana. Fallegur og litríkur með skemmtilegum doppum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.