Fréttablaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 22
21LAUGARDAGUR 29. október 2005 Mestur hagvöxtur á Íslandi Í nýútkominni skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar, sem lögð var fram á fundi norrænu fjár- málaráðherranna í Reykjavík á dögunum, kemur fram að hag- vöxtur verður mestur á Íslandi á þessu ári af öllum Noðurlöndun- um. Gert er ráð fyrir því að hér verði um sex prósenta hagvöxtur en lægstur verður hann í Finn- landi, rúmlega tvö prósent. Á næsta ári er spáð hagvexti sem nemur um þremur prósent- um að jafnaði eins og á þessu ári, en enn er gert ráð fyrir því að Ís- landi verði í fararbroddi og þá með um 4,6 prósenta hagvöxt. Hagvaxtarhorfur á Norðurlönd- unum eru hærri en meðaltalshag- vöxtur á Evrusvæðinu þar sem honum er spáð undir tveimur pró- sentum í ár og á næsta ári. Efnhagsástandið á Norðurlönd- unum hefur almennt einkennst af minnkandi atvinnuleysi, lágri verð- bólgu og afgangi opinberra fjár- mála eftir því sem fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. - hb FORSÆTISRÁÐHERRAR Forsætisráðherrar Norðurlandanna geta vel við unað ef hag- vöxtur verður meiri hér á landi en á evrusvæðinu. Á myndinni eru jafnframt forsætisráð- herrar Eystrasaltsríkjanna. Hagvöxtur í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var heldur meiri en spáð hafði verið eða 3,8 prósent sem er aukning um 0,5 prósentustig frá því á öðrum árs- fjórðungi. Hlutabréfamarkaðir á Wall Street tóku kipp við fréttirnar og hækkaði bæði Dow Jones-vísital- an og Nasdaq talsvert strax við opnun markaða. Bandaríkjamenn höfðu búist við því að fellibylurinn Katrín myndi hægja á hagvextinum en fellibylurinn skapaði óvissu á olíuverði og gasverði auk þess að setja verðbólgumarkmið í hættu. Verðbólgan á fjórðungnum mæld- ist aðeins 1,3 prósent sem er 0,4 prósentustiga lækkun frá öðrum ársfjórðungi. Landsframleiðsla á fjórðungn- um var sú mesta það sem af er árinu. - hb Bandaríska hagkerfi› styrkist GEORGE W. BUSH BANDARÍKJAFOR- SETI Hagvöxtur var meiri í Bandaríkjunum en spáð hafði verið eða 3,8 prósent á þriðja ársfjórðungi og gefur því Bush ástæðu til að gleðjast. Flaga hækk- a›i mest Talsverð viðskipti voru í Kauphöll Íslands í gær en bréf í Flögu Group hækkuðu mest eða um 9,73 prósent og var lokaverð bréfanna 4,06 krónur á hlut. Bréf í félaginu hafa sveiflast mjög í verði að und- anförnu en gengi félagsins fór lægst í 2,99 krónur á hlut. Þá hækkuð bréf í Mosaic um 3,75 prósent en alls voru gerð 405 viðskipti fyrir 4,98 milljarða króna, mest með bréf í Lands- bankanum og þá í KB banka en báðir bankarnir birtu níu mánaða uppgjör sín í gær. - hb Minni ver›bólga Greiningardeild Íslandsbanka spáir að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,1 prósent á milli október og nóvember. Spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi hækkun á matvöruverði en segir að það hafi hækkað töluvert frá því verðstríðið svokallað stóð sem hæst fyrr á árinu. Á móti hækkun matvöruverðs vegur lækkun eldsneytisverðs. Enn fremur er gert ráð fyrir hækkandi íbúðaverði. Verðbólga mun mælast 4,5 prósent gangi spáin eftir og minnkar úr 4,6 pró- sentum. - hb JÓN SIGURÐSSON, FORSTJÓRI ÖSS- URAR HF. Danskur sjóður er nú stærsti hluthafinn í Össuri en sænskur fjárfest- ingasjóður hefur losað sig við allt hlutafé. Svíarnir selja allt í Össuri Sænski fjárfestingasjóðurinn AB Industrivärden hefur selt allt hlutafé sitt í Össuri hf. en á fimmtudaginn var gengið frá sölu á tæplega fimmtán milljónum hluta á genginu 90 eða fyrir sam- tals 1,35 milljarða króna. Áður hafði sjóðurinn gengið frá sölu á fimmtungshlut í félag- inu en þann hlut keyptu danska fé- lagið William Deman Invest, Eyr- ir fjárfestingafélag og Vik Invest- ment sem er í eigu Jóns Sigurðs- sonar, forstjóra Össurar. William Dement er nú stærsti hluthafinn í Össuri. - hb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.