Fréttablaðið - 29.10.2005, Page 22
21LAUGARDAGUR 29. október 2005
Mestur hagvöxtur á Íslandi
Í nýútkominni skýrslu norrænu
efnahagsnefndarinnar, sem lögð
var fram á fundi norrænu fjár-
málaráðherranna í Reykjavík á
dögunum, kemur fram að hag-
vöxtur verður mestur á Íslandi á
þessu ári af öllum Noðurlöndun-
um. Gert er ráð fyrir því að hér
verði um sex prósenta hagvöxtur
en lægstur verður hann í Finn-
landi, rúmlega tvö prósent.
Á næsta ári er spáð hagvexti
sem nemur um þremur prósent-
um að jafnaði eins og á þessu ári,
en enn er gert ráð fyrir því að Ís-
landi verði í fararbroddi og þá
með um 4,6 prósenta hagvöxt.
Hagvaxtarhorfur á Norðurlönd-
unum eru hærri en meðaltalshag-
vöxtur á Evrusvæðinu þar sem
honum er spáð undir tveimur pró-
sentum í ár og á næsta ári.
Efnhagsástandið á Norðurlönd-
unum hefur almennt einkennst af
minnkandi atvinnuleysi, lágri verð-
bólgu og afgangi opinberra fjár-
mála eftir því sem fram kemur í
vefriti fjármálaráðuneytisins. - hb
FORSÆTISRÁÐHERRAR Forsætisráðherrar Norðurlandanna geta vel við unað ef hag-
vöxtur verður meiri hér á landi en á evrusvæðinu. Á myndinni eru jafnframt forsætisráð-
herrar Eystrasaltsríkjanna.
Hagvöxtur í Bandaríkjunum á
þriðja ársfjórðungi var heldur
meiri en spáð hafði verið eða 3,8
prósent sem er aukning um 0,5
prósentustig frá því á öðrum árs-
fjórðungi.
Hlutabréfamarkaðir á Wall
Street tóku kipp við fréttirnar og
hækkaði bæði Dow Jones-vísital-
an og Nasdaq talsvert strax við
opnun markaða.
Bandaríkjamenn höfðu búist
við því að fellibylurinn Katrín
myndi hægja á hagvextinum en
fellibylurinn skapaði óvissu á
olíuverði og gasverði auk þess að
setja verðbólgumarkmið í hættu.
Verðbólgan á fjórðungnum mæld-
ist aðeins 1,3 prósent sem er 0,4
prósentustiga lækkun frá öðrum
ársfjórðungi.
Landsframleiðsla á fjórðungn-
um var sú mesta það sem af er
árinu. - hb
Bandaríska hagkerfi› styrkist
GEORGE W. BUSH BANDARÍKJAFOR-
SETI Hagvöxtur var meiri í Bandaríkjunum
en spáð hafði verið eða 3,8 prósent á
þriðja ársfjórðungi og gefur því Bush
ástæðu til að gleðjast.
Flaga hækk-
a›i mest
Talsverð viðskipti voru í Kauphöll
Íslands í gær en bréf í Flögu
Group hækkuðu mest eða um 9,73
prósent og var lokaverð bréfanna
4,06 krónur á hlut. Bréf í félaginu
hafa sveiflast mjög í verði að und-
anförnu en gengi félagsins fór
lægst í 2,99 krónur á hlut.
Þá hækkuð bréf í Mosaic um
3,75 prósent en alls voru gerð 405
viðskipti fyrir 4,98 milljarða
króna, mest með bréf í Lands-
bankanum og þá í KB banka en
báðir bankarnir birtu níu mánaða
uppgjör sín í gær. - hb
Minni
ver›bólga
Greiningardeild Íslandsbanka
spáir að vísitala neysluverðs
muni hækka um 0,1 prósent á
milli október og nóvember. Spáin
gerir ráð fyrir áframhaldandi
hækkun á matvöruverði en segir
að það hafi hækkað töluvert frá
því verðstríðið svokallað stóð
sem hæst fyrr á árinu.
Á móti hækkun matvöruverðs
vegur lækkun eldsneytisverðs.
Enn fremur er gert ráð fyrir
hækkandi íbúðaverði. Verðbólga
mun mælast 4,5 prósent gangi
spáin eftir og minnkar úr 4,6 pró-
sentum. - hb
JÓN SIGURÐSSON, FORSTJÓRI ÖSS-
URAR HF. Danskur sjóður er nú stærsti
hluthafinn í Össuri en sænskur fjárfest-
ingasjóður hefur losað sig við allt hlutafé.
Svíarnir selja
allt í Össuri
Sænski fjárfestingasjóðurinn AB
Industrivärden hefur selt allt
hlutafé sitt í Össuri hf. en á
fimmtudaginn var gengið frá sölu
á tæplega fimmtán milljónum
hluta á genginu 90 eða fyrir sam-
tals 1,35 milljarða króna.
Áður hafði sjóðurinn gengið
frá sölu á fimmtungshlut í félag-
inu en þann hlut keyptu danska fé-
lagið William Deman Invest, Eyr-
ir fjárfestingafélag og Vik Invest-
ment sem er í eigu Jóns Sigurðs-
sonar, forstjóra Össurar. William
Dement er nú stærsti hluthafinn í
Össuri. - hb