Tíminn - 22.01.1976, Side 13

Tíminn - 22.01.1976, Side 13
Fimmtudagur 22. janúar 1976. TÍMINN 13 Dr. Jóhann M. Kristjónsson: Hverjir afstýrðu afhroði íslenzks sjávarútvegs árin 1953 til 1957? Þvi tek ég penna i dag — i máli sem ég taldi af minni hendi lokið — að mér býður i grun, að dragi i brúnir ráðamanna is- lenzkra gagnvart frændþjóðinni færeysku næstu daga er að siðbúnum samningi liður. Ekki skal metast um hvor þjóðin hefur meira til hinnar sótt, heldur skal byggja upp heilsteyptari og nánari sam- vinnu þessara þjóða en nokkru sinni fyrr. Eitt er það mál, sem hefir sér- stöðu og þarft er að minnast. Aldrei hafa Islendingar farið hundruðum og þúsundum saman til Færeyja til að forða fiskveiðum Færeyinga frá af- hroði. Þetta gerðu Færeyingar árin 1953 til 1957 þegar Is- lendingar sjálfir fóru af fiski- flotanum til byggingarvinnu við herstöðina og flugvöllinn i Keflavik, en þjóðina vantaði bæði sjómenn og fólk i landi til að geta nýtt fiskiflotann. Var þetta stóra framlag Fær- eyinga metið að verðleikumþá? Er það gleymt nú? Enn skal á það bent, að i samningum við Færeyinga verði ekki frá þvi sjónarmiði vikið, að þjóðirnar skipti hlut- fallslega jafnt veiði á fiskimið- um landanna, þannig að leggja saman framleiðslumöguleika og skilyrði beggja svo báðir hljóti jafnan hlut. Yrði þó að taka tillit til þess, að af heildar þjóðarframleiðslu Færeyinga eru sjávarafurðir 98% en ts- lendinga 84%. Við megum ekki setja Fær- eyingum ósanngjarna kosti I þessum samningum. — Enginn skyldi borga fyrir það sem hon- um ber. Við getum t.d. ekki vænzt þess, að þeir beiti það virkri afstöðu gagnvart and- stæðingum okkar, að það skaði Dr. Jóhann M. Kristjánsson. viðskiptalegar og stjórnmála- legar þarfir og skyldur þeirra. Sannarlega kæmi það úr hörðustu átt og væri litilmann- legt, ef við nú gengjum á rétt annars strandrikis — sama réttinn og við ætlum okkur og ætlumst til að allir viðurkenni, og nokkuð yfirlætislegt meðan við stöndum svo höllum fæti, að flestir telja að 200 milna lög- sagan sé nánast ekki nema kritarstrik á kortum heims- hafanna, þótt siðferðislegur réttur sé óvéfengjanlegur, en hann er það þá einnig þeim til handa, sem hér eiga hlut að máli. Við skulum leitast við að firra okkur þeim mistökum. Hverju verðum við að „fórna” til þess að Færeyingar fái hlutfallsleg veiðiréttindi við okkur án þess að skerða þorsk- stofninn? í fyrsta lagi: Fullvinna aflan til manneldis en ekki hálfvinna og sóa i lýsi og mjöl til iðnaðar. A þessum eina lið getum við árlega sparað tugþúsundir tonna fiskistofnsins, þó marg- faldað atvinnu og verðmæti framleiðslunnar. 1 öðru lagi: Draga úr gjald- eyrissóun á fjárfrekum innflutningi svo sem ýmsum þungavélum og allt of mörgum bflum, sem allir verða komnir á öskuhaugana eftir 12 ár , með sinn langa hala varahluta, hjólabarða, bensin og slys. í þriðja lagi: Hægja á sjálfri skaðseminni áfengi og sigar- ettum. Allt veldur þetta óeðli- legu magni framleiðslu sem við sækjum efnið I i fang þjóðar- auðsins i fiskstofnum land- grunnsins. „Þar heggur sá er hlifa skyldi”. Þarna er hægt að spara og auðga sitt land. Þannig er unnt að breyta „fórninni” i margþætta þjóðar- hagsmuni. Meiri atvinnu, fyrningu fiskstofna. Svona vinn- ur viturleg fórn fyrir sér. Það er næstum hlægilegt að tslendingar kalli Færeyinga út- lendinga. Að lita á þá sem slika i þessari fiskveiði — orrahrið er fjarstæða. Við áttum strax að semja þegar samningar við þá voru úti, áður en hinir raun- verulegu útlendingar komu til greina. Likur standa til að þeir sönnu útlendingar hefðu ekki einu sinni tekið eftir þvi, litið á það sem sjálfsagðan hlut. Mistökin eru okkar og þau eru veruleg. Ef við gjörum ekki vel við Færeyinga, sýnum við þeim sama óréttlætið og viö mótmæl- um af hendi Breta. Það er háttur húska einna, að skera hvern skammt við nögl. 5. janúar 1976 Jóhann M. Kristjánsson. Fjármálaráðuneytið 20. janúar 1976. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir desembermánuð 1975 hafi hann ekki verið greiddur isiðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrúar n.k. Athygli þeirra smáatvinnurekenda, sem heimild hafa ' til að skila söluskatti aðeins einu sinni á ári, er vakin á þvi, að þeim ber nú að skila söluskatti vegna tima- bilsins 1. mars-31. desember. Athugasemd verðlagsstjóra Að gefnu tilefni vill Verðlagsstjóri taka fram eftirfarandi: Þess misskilnings hefur gætt i ummælum um verðlagsmál i fjöl- miðlum, að með tilkomu nýrrar verðlagslöggjafar, sem sniðin væri að norrænni fyrirmynd, þá muni stórlega draga úr verðlags- eftirliti, og það jafnvel leggjast niður. Verðlagskerfi á hinum Norður- löndunum eru frábrugðin þvi sem hér er, en eru einnig innbyrðis ólik. Þrátt fyrir mismunandi kerfi er verðlagseftirlit á hinum Norðurlöndunum mjög virkt og öflugt. Það er þvi á misskilningi byggt, að með nýrri islenzkri verðlags- löggjöf, sem mótuð væri eftir fyrirmynd einhverra hinnar Norðurlandanna, dragi úr verð- lagseftirliti. Aðsjálfsögðu myndu þó starfshættir breytast nokkuð. Loðnan: Skattaframtöl Námskeið í skattframtali fyrir almenning hefst fimmtud. 22. jan. kl. 19.30 i Lauga- lækjarskóla. Kennt verður 6 kvöld til 29. jan. Nám- skeiðsgjald kr. 1800, greiðist við innritun, sem verður sama dag kl. 19-19.30 i Lauga- lækjarskóla. Námsflokkar Reykjavikur. Aðeins einn bátur fékk afla í gær gébé Rvik — Bræla var á loðnumiðunum i allan gærdag, en undir kvöld virtist veðrið ætla að ganga niður, og vonuðust sjó- menn eftir veiðiveðri þegpr á liði. Aðeins einn bátur tilkynnti um afla i gær, Asberg RE með 250 tonn, sem hann landaði á Seyðis- firði. Fjörutiu og sex loðnubátar eru farnir á miðin, en ekki munu þeir allir hafa hafið veiðar enn. Guðmundur Björgvinsson sýnir í sýningarsal Arkitektafélagsins FB—Reykjavlk — Um þessar mundir stendur yfir myndlistarsýning í sýningarsai Arkitektafélags tslands að Grensásvegi 11. Þar sýnir Guð- mundur Björgvinsson 42 penna- og pastelteikningar, sem allar eru til sölu. Sýningin hófst s.l. laugardag og stendur fram til 25. janúar, og er hún opin ki. 14-22 daglega. Guðmundur er 21 árs gamall og stundar nú nám f Sálarfræði og listum við háskóla i Bandarlkjunum. Hér fylgir meö mynd af einu verkanna á sýningunni, nefnist það Sjónvarpssýkin. AHar myndirnar eru til sölu. (TlmamyndGE) Jörð óskast Ung hjón, vön búskap, óska eftir góðri jörð til kaups eða leigu, með bústofni og vél- um, nú þegar eða sem allra fyrst. Skipti á ibúð i Hafnarfirði koma til greina. Upplýsingar i sima 1-31-50 kl. 9-5 og 41-600 á kvöldin. R5i\m] AFL FRAM- FARA MANNHEIM ORÐSTÍR DEYR ALDREGI Hinn 25. nóvember 1975 fórst mótorbáturinn Hauka- ver SU-50 i hafi. Mannbjörg varð. Við eftirlit yfir viðskipti bátsins við okkur kom i ljós, að siðustu 16 mánuði hérvistarveru hans höfðu engir varahlutir verið teknir út i 17 ára gamla aðal- vél hans. Þetta er ekki aðeins stórkostlegur vitnisburður um aðalvél bátsins. Maðurinn, sem gætti hennar og kelaði við hana til hinzta dags var starfi sinu vaxinn. Það hefur úrslitaáhrií á gengi allra hluta að farið sé vel með þá. Þetta gildir jafnt fyrir menn sem málleysingja, hús og hafnir, vegi og veiðarfæri, konur og krónur, vélar og vasahnifa. Engin vél er betri en maðurinn sem gætir hennar. 1975 -í- 1925 = 50 ár SöyirÐmiiguir St ©@ reykjavik, iceland /ESTURGSOTU I6-SlMAR 14680 - 21480 - POB 605 —TELEX, 2057 STURIA IS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.