Tíminn - 17.02.1976, Side 4

Tíminn - 17.02.1976, Side 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 17. febrúar 1976 Upprennandi kvikmyndastjarna Það kann að hafa skipt sköpum Slavicu Jovancic, að hún eyddi fyrir júgóslavnesku fyrirsætuna stundum kvöldinu við spilahjól- in i Cromwells Mint spila- klúbbnum i Kensington. Það var svo sem allt i hófi hjá henni. Annar áhugamaður i spilavit- inu, Telly Savalas, kynntist henni þar og bauð henni hlut- verk i næstu kvikmynd sinni, Grikkinn Nick, en þar leikur hann fjárhættuspilara með þvi nafni. Savalas bauð Slavicu út einu sinni eða tvisvar, áður en hann fór burt. Nú hafa ábyrgir aðilar fullvissað hana um að hún megi bráðlega búast við flugmiða til Hollywood, svo hægt verði að hefja upptöku. Meðfylgjandi mynd er að sjálf- sögðu af hinni upprennandi kvikmyndastjörnu, Slavicu _ Jovancic. Nýja tízka ^ keisarans Rudi Grenreich heitir banda- riskur tizkufrömuður, sem ávallt sýnist vera nokkuð á und- an sinni samtið. Djarfar hug- myndir hans um hvernig fólk á að punta sig hafa lengi vakið at- hygli og hafa sumir jafnvel klætt sig að hans fyrirsögn. Rudi er einkar laginn við að finna upp eitthvað fyrir fólk að hengja utan á sig, se.m ekki þjónar nokkrum tilgangi öðrum en að vekja eftirtekt. A mynd- inni eru nýjustu tizkuhugmynd- ir Rudis og virðist ekki vera mikið skjól i þvi dinglumdangli, sem tyllt er á kroppana og gerir raunar ekki annað en undir- strika að fólkið er jafn klæða- laust og keisarinn i ævintýri H.C. Andersens. Allt fór í mylluna — penlngarnir og hjónabands hamingjan Margir muna eftir Hayley Mills, sem lék oft i Walt Disney- myndum og var þegar sem barn orðin fræg fyrir leik sinn. Nú er hún orðin 29 ára en eiginmaður hennar Roy Boulting 62 ára, — sem sagt 33 ára aldursmunur! Vinir og vandamenn litu efa- semdar-augum á samband þeirra, en allt virtist ganga vel, par til Hayley fékk þá hugmyncí, að káupa gamla myliu frá 17. öld, sem stóð á fallegum stað i Buckinghamshire nálægt þorpi, sem heitir Turville og er i nánd við High Wycombe i Englandi, og láta innrétta hana sem heim- ili þeirra. Myllan var rándýr, og stórfé hefur þegar farið i að gerá hana ibúðarhæfa, og er þó ekki hálfgengið frá henni enn til ibúðar. En hjónaband þeirra Hayleys og Roys entist ekki nógu lengi til þess að þau kæmu til með að flytja inn i nýja heim- ilið. „Viljiö þér vinsamlegast taka gjaidmæiinn úr sambandi.” DENNI DÆMALAUSI Ef veðrið gerir ekki eins og þessi kona segir strax á rnorgun, þá hættir hún.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.