Tíminn - 13.03.1976, Qupperneq 2

Tíminn - 13.03.1976, Qupperneq 2
2 TÍMINN Laugardagur 13. marz 1976 Árangurs- lausir sáttafundir gébé Rvik — Fundir sáttasemj- ara meO verkakonum á Akranesi s.l. fimmtudag, uröu árangurs- lausir og heldur verkfall þeirra þvi áfram. Nýr fundur hefur ekki veriö boöaöur. Konurnar eru ákveönari en nokkru sinni fyrr, og segja aö ekki þýöi aö gefast upp þó á móti blási. Fundirnir á fimmtudaginn uröu tveir, og stóö sá fyrri frá kl. 10 um morguninn fram að hádegi, er annar fundur var boðaður klukk- an hálf fjögur. Stóð hann rétt fram yfir miðnætti, en samkomu- lag náðist ekki. AAarteinnHunger á tónleikum Tónlistarfélagsins MARTEINN HUNGER FRIÐ- RIKSSON heldur tónleika á veg- um Tónlistarfélags Reykjavikur sunnudaginn 14. marz kl. 5 I Dóm- kirkjunni. Tónleikar þessir eru sjöundu tónleikar félagsins á starfsvetrin- um 1975-1976. Marteinn Hunger Friðriksson stundaði tónlistarnám i Dresden i 2 1/2 ár við kirkjumúsikskólann þar. Síðan stundaði hann nám frá 1959-’64 i Leipzig og lauk þaðan prófi i hljómsveitarstjóm og A prófi i organleik. Marteinn Hunger fluttist til Islands árið 1974. Hann var búsettur i Vestmannaeyjum tjl ársins 1970, en starfaði þar sem skólastjóri og organleikari. Siðan fluttist Marteinn til Reykjavikur og starfar nú i dag sem tónlistar- kennari við Tónlistarskólann i Reykjavik og organleikari við Háteigskirkju. Árið 1974 fór Marteinn um land- ið á vegum List um landið og hélt viða tónleika. 1973 tók Marteinn þátt I Norrænni tónlistarkeppni i Stokkhólmi i organleik fyrir hönd Islands. A efnisskrá tónleikanna á sunnudaginn eru verk eftir Pál Isólfsson, Felix Mendelssohn, Johann S. Bach, Þorkel Sigur- björnsson og Cesar Franck. Lífríki fjörunnar Fyrsta lesörk Náttúruverndar komin út A vegum Landverndar er kom- inn út bæklingur eftir Agnar Ingólfsson prófessor, er nefnist Lffriki fjörunnar. Þar ritar höfundur itarlega lýsingu á fjör- unni, lifsski lyrðum hennar og lif- riki. Fjallar hann um uppruna fjörulifvera. belfaskiptingu þeirra, og gefið er yfirlit yfir teg- undir er lifa i fjörunni. Jafnframt er lýst lifmagni og lifrænni fram- leiðslu þörúnga, og lýst áhrifum mannsins á þetta sérstæða og heillandi umhverfi. Rit þetta er fyrsta heftið i nýj- um útgáfuflokki er nefnist Lesarkir Landverndar, og er hon- um ætlað að mæta að hluta þörf- um skóla fyrir námsefni i náttúru- og úmhverfisfræðum, en mikil vöntun hefur verið á sliku efni á öllum skólastigum. Les- arkaformið býður upp á sveigjan- leika i vali námsefnis, og er þess að vænta að kennarar taki þeirri hugmynd vel. Ritgerð Agnars Ingólfssonar birtist fyrst i Riti Landverndar um Votlendi (1975) og er 35 bls. að lengd i litlu broti. Útgáfu- og fræðslustarf Land- verndar er nú orðið æði f jölbreytt, má þar nefna fyrirlestrahald, út- gáfustærri rita um einstaka þætti umhverfism ála en þau eru: Mengun, Gróðurvernd, Landnýt- ingog Votlendi. Það fimmta er nú i undirbúningi og fjallar um nýt- ingu auðlinda okkar til lands og sjávar í sambandi við fóður og fæðuöflun þjóðarinnar. Fyrir skóla hafa einnig verið gefnar út litskyggnur auk veggspjalda og bflmerkja. Ebbe Rode I hlutverki sinu i Góöborgurum og gálgafuglum. Sören Frandsen, leikmyndateiknari viö Konungiega leikhúsiö i Kaupmannahöfn (standandi) kom hingaö til lands tii aö undirbúa sýningu Ebbe Rode, ásamt Harald Jörgensen, og frú, en á hans veg- um hefur farandsýning meö Ebbe Rode veriö sýnd viö miklar vin- sældir viöa um Danmörku. Timamynd: Róbert Danski leikarinn Ebbe Rode: Einn með tveggja stunda leiksýningu gébé Rvik — Hinn vinsæii og þekkti leikari Dana, Ebbe Rode er tslendingum að góðu kunnur frá fyrri heimsóknum sinum hingað til lands, en um helgina mun hann sýna leikritiö Góö- borgara og gálgafugla, eftir Englendinginn Patrick Garland á stóra sviðinu i Þjóöleikhúsinu. Ebbe Rode hefur fariö meö sýn- ingu þessa viöa um i Danmörku og hefur hlotiö einróma lof fyrir þá erfiöu þraut, aö haida einn uppi heilli leiksýningu i tvær klukkustundir af miklum krafti. Leikritið Góðborgarar og gálgafuglar er byggt á endur- minningabók enska fræði- mannsins og furðufuglsins John Aubrey, en hann var uppi i London á 17. öld. Hann dó til- tölulega óþekktur, en þegar fram liðu stundir tóku menn að veita verkum hans athygli, og endurminningar hanseru taldar með merkari minningabókum heimsbókmenntanna. Leikritið lýsir siöasta deginum I lifi Aubreys, sem býr yfir hafsjó skemmtisagna af ýmsum merkismönnum. Milli þess,-sem Aubrey sinnir smum daglegu störfum, lætur hann gamminn geysa, flytur hugrenningar og hneykslissögur og hefur skoðan- ir á flestu sem nöfnum tjáir að nefna. Verkið var fyrst sýnt í Bretlandi, en þar lék leikarinn Roy Dotrice i þvi og kom hann fram yfir 400sinnum á sviöi þar, og auk þess hefur hann ferðazt um Bandarikin með sýninguna. Leiksýningin sem hingað kemur, var fyrst sýnd sem farandsýning viða um Dan- mörku á vegum Harald Jörgen- sen leikflokksins, en vegna mik- illa vinsælda var hún fengin til sýninga I Konunglega leikhús- inu I Kaupmannahöfn. Ummæli danskra blaða voru öll á einn veg og hefur Ebbe Rode verið hrósað á hvert reipi fyrir frá- bæra túlkun sina. Leikstjóri sýningarinnar er Flemming WeissEndersen, leikmynd gerir Sören Frandsen, kunnur leik- myndateiknari við Konunglega leikhúsið. Eins og kunnugt er er Ebbe Rode i hópi þekktustu leikara Dana. Hann er nú 66 ára gamall og hefur leikið siðan hann var um tvitugt.Fyrsta hlutverk sitt i Konunglega leikhúsinu lék hann 1932, en alls hefur hann leikið yfir 150 hlutverk á sviði ýmissa leikhúsa og farið með um 40 hlutverk I kvikmyndum. Hann hefur tvivegis heimsótt Þjóð- leikhúsið áður, siðast i fyrravor. Aðeins verða tvær sýningar i Þjóðleikhúsinu áGóðborgurum og gálgafuglum, sú fyrri á sunnudagskvöldið 14. marz og sú seinni á mánudagskvöld. Að- göngum iðasala hefur gengið mjög vel og búizt er við að upp- selt verði á báðar sýningarnar. Áfrýjuðu úrskurðinum til Hæstaréttar — sem fjallar um málið eftir helgi gébé Rvik — Samkvæmt upp- lýsingum frá Erni Höskuldssyni rannsóknarlögreglumanni, hafa allir mennirnir þrir, sem nú sitja i varðhaldi vegna gruns um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, kært gæzluvarðhaldsúrskurði sakadóms frá þvi i fyrradag til hæstaréttar. Sem kunnugt er var gæzluvarðhald þeirra allra fram- lengt. Orn sagði, að tima tæki að undirbúa gögn varðandi kæru mannanna þriggja, en að þau yrðu send hæstarétti eftir helg- ina. Þess er þá að minnast, að tveir af fyrrnefndum mönnum, kærðu fyrri gæzluvarðhaldsúrskurði til hæstaréttar, sem staðfesti hins vegar úrskurð sakadóms þá. Ný göngudeild opnuð í Heilsuverndarstöð — SPOEX gefur Ijóslampa GONGUDEILD fyrir psoriasis- og exemsjúklinga hefur nú verið opnuð að Heilsuverndarstöðinni við Barónsstig i Reykjavik. Göngudeildin er opin frá kl. 9 til 12 alla daga vikunnar, nema laugardaga og sunnudaga. I ráði er að hún verði opin til kl. 13. Til þess að fá meðhöndlun á deild- inni, þurfa sjúklingar i fyr'sta sinn að framvísa tilvisun frá húðsjúk- dómalæknií og eftir það að hringja og panta sér tima milli kl. 9 og 12. Yfirlæknir á deildinni er Hannes Þórarinsson, og enn fremur starfar þar Sæmundur Kjartansson, sérfræðingur i húð- sjúkdómum. Heilsuverndarstöð- in, sem leggur til húsnæðið, hefur ráðið hjúkrunarkonu til þessara starfa, Helgu Vigfúsdóttur. Þar starfar einnig, ef með þarf, Guð- rún Lilja Þorkelsdóttir hjúkrun- arkona. Geta sjúklingarnir fengið þar ljósböð, og þeir sem þess þurfa, enn fremur böð. Samskonar deild var opnuð á húðsjúkdómadeild Landspitalans i október s.l. og er hún þegar orð- in fullnýtt og getur ekki sinnt fleiri að sinni. Samtök psoriasis og exemsjúklinga (SPOEX) hafa með þessu náð góðum áfanga i baráttu sinni fyrir slikri aðstöðu. I tilefni opnunarinnar gáfu samtökin lampa með útfjólublá- um geislum til notkunar á deild- inni. Lampar semþessi kosta nú um 160 þúsundkrónur. Fyrir hönd samtakanna afhenti Baldvin Sigurðsson, formaður þeirra, gjöfina. Hannes Þórarinsson, yfirlæknir á deildinni, veitti henni viðtöku og þakkaði gjöfina fyrir hönd Heilsuverndarstöðvarinnar. Kvað hann lampann vera mikinn feng fyrir deildina. A myndinni eru talið frá vinstri: Ásgeir Gunnarsson, fyrrv. formaður SPOEX, Hörður Ásgeirsson, fyrsti formaður SPOEX, Baldvin Sigurðs- son, núverandi formaöur SPOEX, Theódór Liliiendahl, I stjórn SPO- EX, Hannes Þórarinsson yfirlæknir, Helga Vigfúsdóttir, hjúkrunar- kona deildarinnar og Guðrún Lilja Þorkelsdóttir hjúkrunarkona. Samkomulag milli BH og fjármálaráðherra gébé—Rvik. — Samkomuiag varð nýlega milii Bandalags háskóla- manna og fjármálaráðherra f.h. rikissjóös um endurskoðun aðal- kjarasamnings og framlengist hann með nokkrum breytingum, t.d. hækka föst mánaðarlaun um 6% frá og með 1. marz 1976 og yfirvinnukaup og vaktaáiag hækkar i sama hlutfalli frá sama tima. I samningi fyrrnefndra aðila segir, aðsamkvæmt dómsáttinni taki aðalkjarasamningurinn eftirfarandi breytingum: Heildarupphæð mánaðarlauna miðað við júm-laun 1976 skal hækka um 6% þann 1. júli 1976. (Breytinglaunastiga er innifalin i þessari prósentuhækkun). Þann 1. október 1976 kemur til fram- kvæmda siðari breyting á launa- stiga, sem skal koma til fram- kvæmda i tveimur hlutfallslega jöfnum áföngum, þ.e. 1. júli og 1. okt. 1976, og skal launastigi þannig breyttur hækka um 6% 1. okt. Oll laun skulu hækka um 5% þann 1. febrúar 1977 og aftur um 4% þann 1. júli 1977. Um verölagsuppbót segir svo, að ef visitala framfærslukostnað- ar verði hærri en 557 stig 1. júni 1976, skulu laun samkvæmt dómsáttinni hækka frá 1. júli 1976 i hlutfalli við hækkun visitöl- unnar umfram þetta mark. Þetta, svo og önnur atriði um verðlags- uppbætur i samningum, er að öðru leyti gert með hliðsjón að hinum nýju kjarasamningum ASI.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.