Tíminn - 13.03.1976, Page 7

Tíminn - 13.03.1976, Page 7
Laugardagur 13. marz 1976 TÍMINN 7 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiösluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Samstarf stjórnar flokkanna Þótt seg.ia megi, að velmegun riki i landinu, eins og er, dylst það áreiðanlega engum, að þjóðin glimir nú við alvarlegri og erfiðari vanda- mál en um langt skeið. Út á við er það þorska- striðið við Breta, sem er miklu harðara en hin fyrri þorskastrið og verður sennilegra lengra, þvi að enn eru ekki sjáanleg uppgjafarmerki á Bretum. Hér er barizt um það, hvort eyðileggja eigi þann grundvöll, sem efnahagur þjóðarinnar byggist mest á. Inn á við er fengizt við stórfellda verðbólgu, sem gæti leitt til fjárhagslegs hruns, ef ekki tæícist að draga úr henni. Þar hefur i bili tekizt að skapa nokkurt viðnám, en ósýnt er um framhaldið. Það eykur erfiðleikana, að staða rikissjóðs er mjög veik og gjaldeyrisstaðan má ekki tæpari vera. Núverandi stjórnarflokkar tóku höndum saman, þegar fyrirsjáanlegir voru miklir og vax- andi erfiðleikar I efnahagsmálum þjóðarinnar. Þeir hafa lengi verið höfuðandstæðingar i is- lenzkum stjórnmálum og hafa á ýmsan hátt ólik sjónarmið. Þeir skoruðust samt ekki undan þvi, að axla sameiginlega byrðina, þegar sýnt var, að ekki gat orðið um aðra stjórn að ræða, og þjóð og land þörfnuðust þess, að reynt yrði að sameina kraftana gegn vaxandi erfiðleikum. Slik eru eðli- leg viðbrögð ábyrgra manna á hættustundu. Óséð er enn, hvernig núverandi stjórn tekst að rækja það erfiða hlutverk, sem hún tókst á hendur fyrir rúmlega einu og hálfu ári. Segja má, að hún standi nú i miðjum bardaganum, bæði út á við og inn á við. Þess vegna er það furðuleg ósk- hyggja hjá stjórnarandstæðingum, þegar þeir eru nú að gera sér vonir um að stjórnin sé að gefast upp, stjórnarsamstarfið sé að rofna og kosningar standi fyrir dyrum. Aldrei mega ábyrgir menn siður gefast upp en þegar mest reynir á. Þjóðin ætlast lika áreiðanlega til annars af aðalflokkum sinum en að þeir bogni fyrir érfiðleikunum. Miklu frekar er það ósk hennar, að þeir taki nú traustlegaámálum og beiti þing- meirihluta sinum i samræmi við það. óneitan- lega hefur stjórninni tekizt að halda vel á land- helgismálinu, og þarf þar engu að kviða, ef svo heldur fram sem horfir. í efnahagsmálunum er staðan erfiðari, og þó kannski einkum vegna þess, að þjóðin gerir sér tæplega ljóst, hve alvar- leg staðan er þar. Þar þarf stjórnin að upplýsa menn betur og gripa til viðeigandi úrræða, þótt ýmsum geti fundizt þau örðug i bili. En umfram allt má ekki láta óeiningu og sundrungu bætast við þá erfiðleika, sem fyrir eru. Að sjálfsögðu geta alltaf komið upp i stjórnar- samstarfi deilur um viss málefni og málsatvik. En slikt breytir ekki þvi meginmáli, að á hættu- timum verða menn að standa saman, eins og Ólafur Jóhannesson lagði áherzlu á i vantrausts- umræðunum. Stjórnarandstæðingar skulu þvi leggja þá drauma á hilluna, að stjórnarsamstarfið sé að rofna. Þeir ættu jafnframt að láta stjórnast meira af ábyrgðartilfinningu en óraunsærri ósk- hyggju. Það myndi auka veg þeirra mest, ef þeir legðu fram krafta sina sem ábyrg stjórnarand- staða til að greiða fyrir lausn hinna miklu vanda- mála, sem fengizt er við. Unnið úr amerískum blöðum: Deilur um Kissinger magnast stöðugt Hann sætir gagnrýni úr öllum áttum I BANDARIKJUNUM magnast nú stöðugt deilurnar um Henry Kissinger. Ronald Reagan, sem nú býður sig fram sem forsetaefni repú- blikana .gegn Ford, hlýtur óspart lof, þegar hann gagn- rýnir detente-stefnu Kissingers sem einstefnu. Auk þessara árása hægri manna sætir Kissinger einnig hatrammri gagnrýni vinstri manna, ann- að hvort sökum þess, að frjálslyndir menn eru hættir dyggum stuðningi við de- tente-stefnuna, eða þá sökum þess, að þeir eru á móti stefnu Kissingers i Angóla og viðar. Þess vegna er Kissinger i þeirri óvenjulegu aðstöðu að sæta i senn gagnrýni fyrir friðarstefnu og árásarstefnu. Sambúð hans við þingið er með versta móti. Kissinger telur það nú boma vonað hann nái að miðla málum i Mið-Austurlöndum. En slikt yrði óneitanlega kórónan á ferli hans. Þó er meira um vert, að utanrikisráðherrann á enga ósk heitari en að nýr sáttmáli um vopnatakmörkun milli Bandarikjanna og Sovét- rikjanna verði undirritaður á þessu ári. En sem stendur virðast vægast sagt æði litlar likur á að svo verði. 1 Washington er þrálátur orð- rómur um að Kissinger muni segja af sér eftir fáeina mán- uði. Haft er eftir einum að- stoðarmanna hans, að Kissinger þyki nú mjög að sér þrengt. MESTUR er þrýstingurinn i sjálfu Hvita húsinu, sökum þess að gagnger breyting er á orðin, siðan Kissinger sótti heim Leonid Bréznjev i Moskvu i siðasta mánuði, að ræða við hann um SALT-sátt- málann. í fyrsta sinn i langan tima hafa stj.órnarráðgjafar Fords, einkum Donald Rums- field varnarmálaráðherra, haft betur i baráttunni um að hafa áhrif á forsetann . varð- andi SALT-viðræðurnar. Ráð- gjafar Fords brýna fyrir hon- um, að nýr vopnatak- mörkunarsáttmáli, hversu tryggur sem hann er, myndi vekja upp áróður Reagans um landráð og svik við hagsmuni þjóðarinnar. Henry Jackson og fleiri, sem efast um ágæti detente-stefnunnar, myndu taka undir í þeim kór. Þá benda ráðgjafar Fords á, að það sé deginum ljósara, að stuðn ingsm enn detente myndu eigna Kissinger allan heiður af samkomulagi, en ekki Ford. Haft er eftir einum þeirra manna, sem vinna að mótun SALT-samningsins, að við þingumræðurhafi Kissing- er i fullu tré við hernaðar- sinna, svo lengi sem innan- rikispólitik sé ekki blandað þar saman við. En nú er svo komið, að það er ekki. Kissinger kemst orðið æ bet- ur að raun um að Rumsfield er kænni mótstöðumaður en James Schlesinger fyrirrenn- ari hans var nokkru sinni. Rumsfield heldur þvi fram, að Bandarikjunum sé engin nauðsyn á að ganga frá undir- ritun SALT-sáttmálans á þessu ári. Timatakmörk Kissingers séu ekki annað en hans eigin duttlungar. Flýtir undirritunar sé ekki nauðsyn fyrir þjóðina, og þaðan af sið- ur fyrir stjórnina. Þá má benda á, að ekki er nema hálf- ur mánuður siðan 16 öldunga- deildarþingmenn sendu for- setanum bréf, þar sem hann var hvattur til að fara sér Henry Kissinger hægt i SALT-viðræðunum. Þetta styður afstöðu Rums- fields. 1 bréfinu hvöttu þing- mennirnir forsetann til að fyrirskipa utanrikisráðherr- anum að halda áfram viðræð- um, án tillits til óráðlegrar kröfugerðar um að hraða frá- gangi sáttmálans. Slikur diplómatiskur flýtir ylli veik- leika og vantrausti, en ekki traustu vopnaeftirliti eða gagnkvæmum skilningi. EN KISSINGER verst grimmilega. t för hans til Moskvu var umboð hans frá Hvita húsinu til að fitja upp á nýjum tillögum æði takmark- að. Ýmsir gagnrýnendur Kissingers hafa viljað þrengja enn meira að valdsviði hans. Einn af kosningaráðgjöfum Fords lét hafa eftir sér, að ef forsetinn ætlaði að heimsækja Mið-Austurlönd i næsta mán- uði, ætti hann að skilja Kissinger eftir heima. Að öðr- um kosti mætti telja vi'st, að Kissinger yrði mun meira i sviðsljósinu en sjálfur forset- inn. Með litliti til þess mikla verks, sem Kissinger hefur unnið i Mið-Austurlöndum, má slik tillaga furðuleg heita. Raunar má telja vist, að henni verði hafnað, enda myndi ann- að óhjákvæmilega leiða til þess, að utanrikisráðherrann segði lausu embætti sinu. Það er ekki við þvi að búast, að Kissinger taki árásum þessum án þess að slá frá sér. Hann ver sjálfan sig og stefnu sina ákaft. Kona hans, Nancy, gekkst nýlega undir erfiða að- gerö vegna magasárs. Kissinger lét það þó ekki hindra sig i þvi að fara i skyndiheimsókn til vestur- rikja Bandarikjanna. Þar hlaut hann hjartanlegar mót- tökur, sem tviefldu hann. Kissinger kvartaði sáran und- an þvi að hann nyti ekki nægi- legs stuðnings þingsins i til- raunum sinum við að koma i veg fyrir ihlutun Sovétrikj- anna i Angóla. Þvi fer fjarri, að Kissinger vilji endurvekja kaldastriðspólitikina, en með harðyrtum skömmum sinum og glósum til Rússa reynir hann aö koma i veg fyrir skað- vænleg mistök i bandariskri utanrikisstefnu. Hann ver ákaft detente-stefnu sina og sakar þingið um að blanda sér um of i stefnumótun stjórnar- innar i utanrikismálum. Kissinger var að þvi spurður, hvort hann hygðist segja af sér. Svaraði hann þvi til. að hann hefði sizt látið sér það til hugar koma. Hann gerir sér þó ljóst, að litlar likur eru til þess að hann verði enn starf- andi utanrikisráðherra á næsta ári, hver svo sem kjör- inn verður forseti. En Kissing- er ætlar að gegna sinu starfi þetta árið og vinnur kappsam- lega að þvi að framkvæma stefnu sfna. Hann litur svo á, að það sé hann, sem haldi utanrikisstefnu Bandarikj- anna i viðunandi skorðum. Þá telur hann sig ekki geta falið neinum eftirmanni stjórn utanrikismála eins og sakir standa. Hann óttast, að segi hann lausu starfi sinu, verði það til að ýta undir óákveönari afstöðu og tilviljanakennd við- brögð i utanrikismálum. Kissinger hyggst þvi gegna störfum sinum meðan hann telur sig hafa nokkurn starfs- grundvöll. ÞRATT fyrir allar árásir á Kissinger hefur Ford ærna ástæðu til að verja hann. Skoðanakannanir Louis-Harris-stofnunarinnar sýna. að Bandarikjamenn trúa þvi enn, að hægt sé að komast að langtimasam- komulagi við Sovétrikin. Bandariska þjóðin er fylgj- andi SALT-viðræðunum. Einnig kemur fram i skoðana- könnun Harris-stofnunarinn- ar, að frjálslyndir menn og republikanar álita langflestir, Frh. á bls. 15 Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.