Tíminn - 13.03.1976, Page 8
8
TÍMINN
Laugardagur 13. marz 1976
Laugardagur 13. marz 1976
Gamanleikur — höfundur, leikstjóri,
Sveinbjörgu Halls'dóttur eftir
Trausta Jónsson, en hann er
ungur Borgnesingur, sonur hjón-
anna Jóns Kr. Guðmundssonar og
Oddnýjar Þorkelsdóttur, en bæði
hafa þau starfað mikið að leik-
listarmálum i Borgarnesi. Þetta
er fyrsta leikrit Trausta, en hann
hefur áður nokkuð starfað við
leiklist i Menntaskólanum á
Akureyri. Trausti dvelst nú við
veðurfræðinám i Noregi.
Leikstjóri er Theódór Þórðar-
son, Borgarnesi og er þetta i
fyrsta sinn, sem Theódór spreytir
sig á leikstjórn, en hann hefur
leikið hjá Ungmennafélaginu
undanfarin ár og verið formaður
Hér er að sjálfsögðu margs að
gæta, ekki sizt þar sem_ leikritið
er hér frumflutt. Theódór sótti
leiklistarnámskeið i Danmörku á
árinu 1974.
. LeikritiðSveinbjörg Hallsdóttir
gerist á Flgeðiskeri, sem er
byggðakjarniá'eyju útaf Mýrum.
Við sögu koma margbreytilegar
persónur i gömjlum stH, nýjum
stil og framúrstefnustn. Og gefur
kannski bezta hugmynd um fjöl-
breytnina að telja upp nöfn
nokkurra per^óna leikritsins:
Ófeigur Sveinbjarnarson fram-
kvæmdastjóri Sameinaða
gúmmikompanisins, Henrietta
kona hans, fsgerður dóttir þeirra,
Jakobina móðursystir Henriettu
Jón Jónsson hænsnabóndi, Svein-
björg kona hans, Brotsjór Ægis-
son rottueitrunartæknifræðingur,
Jon Smith söngvari i hljómsveit-
inni Skarphéðinn i brennunni,
Sveinbjörg Hallsdóttir dansmey.
Leikarar eru þessir Ingvi Arna-
son, Hjördis Karlsdóttir,
Annabella Albertsdóttir, Oddný
Sólveig Jónsdóttir, Jenny Lind
Egilsdóttir, Grétar Ingimarsson,
Guðrún Helga Andrésdóttir,
Alfreð Almarsson, Kári Waage,
Elin Magnúsdóttir, Böðvar
Björgvinsson og Theódór Þórðar-
son.
Söngvar i leikritinu eru einnig
eftir Borgnesinga, lög eftir Gisla
Jóhannsson og textar eftir Theó-
dór Þórðarson. Leikritið Svein-
björg Hallsdóttir er að mestu i
gömlum gamanleikjastil en þó
með innskotum úr poppheimin-
um. Það er fjörugt, skemmtilegt
og vel leikið.
Um helgina verður leikritið
sýnt í Dölum og á Snæfellsnesi.
leikendur allt Borgnesíngar
JE-Borgarnesi Ungmennafélagið
Skallagrimur i Borgarnesi verður
60 ára siðast á þessu ári. Einn af
mörgum starfsþáttum félagsins
hefur lengst af verið leik-
starfsemi, og væri það langur listi
að telja öll þau leikrit, sem fé-
lagið hefur æft og komið á svið frá
upphafi.
Leikrit vetrarins var frumsýnt
laugardaginn 7. marz hér i sam-
komuhúsinu og hefur verið sýnt
fjórum sinnum fyrir fullu húsi. Að
þessu sinni sýnir Ungmennafé-
lagið Skallagrimur gamanleikinn
Skagaleikflokkurinn frum-
sýnir Gísl í dag
GB-Akranesi. Skagaleikflokkur-
inn frumsýnir irska sjónlcikinn
Gisl eftir Brendan Behan i Bió-
höllinui á Akrauesi i kvöld kl. 21.
Lcikstjóri er Herdis Þorvalds-
dóttir, og er þetta fyrsta leikhús-
verk, sem hún setur á svið fyrir
leikfclag.
Um þrjátiu manns hafa unnið
að þessu verkefni frá miðium
janúar, en leikendur eru sextán.
Með aðalhlutverk fara Halldór
Karlsson, sem leikur Pat, upp-
gjafa hermann og Þórey Jóns-
dóttir, sem leikur Meg, forstöðu-
konu bjórkrár, Hönnuður að sviði
er Stefán Magnússon. Tónlistina
hefur Úlrik Ólason æft, en mörg
irsk lög og baráttusöngvar koma
fyrir i verkinu. Fyrirkomulag
sviðsljösa annast Kristinn
Danielsson, ljósameistari Þjóð-
leikhússins. Sýningin tekur liðug-
ar tvær klukkustundir.
Þetta er annað verkefni Skaga-
leikflokksins á þessu leikári. Hið
fyrra var finnski gamanleikuTinn
Fórnarlambið, ersýndur var tólf
sinnum við góða aðsókn á Akra-
nesi og viðar á Vesturlandi.
Önnur sýning á Gisl verður á
sunnudagskvöld.
Mynd þessi var tekin á æfinguhjá Skagaleikflokknum og sýnir atriðiúr irska sjónlciknum Gisl.
Leikfélag Austur-Eyfellinga í
leikför með Pétur og Rúnu
Leikfélag Austur-Eyfellinga
sýnir um þessar mundir verð-
launalcikrit Birgis Sigurðssonar,
Pétur og Rúnu. Frumsýning var i
fclagshcimili Austur-Eyfcllinga
Skarðshlið þann 26. febrúar, og
hcfur leikritið einnig verið sýnt i
Gunnarshólma og á Heliu við
mjög góðar undirtektir.
Rúna og Pétur eru leikin af
Guðbjörgu Þórisdóttur og Árna
Blandon Einarssyni, sem jafn-
framt er leikstjóri og hefur gert
leikmynd. Onnur hlutveik eru
leikin af Margréti Tryggvadóttur,
Ingimundi Vilhjálmssyni,
Sésselju óskarsdóttur, óskari
Ketilssyni, Ólafi Eggerlssyni og
Garðari B. Sigvaldasyni.
Leikfélag Austur-Eyfellinga
var stofnað 1970 og hefur sýnt
verk eins og „Orrustan á Háloga-
landi” eftir Schwarts o.fl.,
„Leynimelur 13” eftir Þridrang,
þætti úr „Manni og konu” eftir
Jón Thoroddsen og „Happið” eft-
ir Pál J. Árdal. Núverandi stjórn
félagsins skipa Margrét
Tryggvádóttir formaður, Ingi-
mundur Vilhjálmsson ritari og
Gunnar Sigurðsson gjaldkeri.
Leikritíð Pétur og Rúna fékk
fyrstu verðlaun, ásamt „Kerta-
logi” eftir Jökul Jakobsson, i leik-
ritasamkeppni, sem efnt var til
vegna 75 ára afmælis Leikfélags
Reykjavikur. Höfundurinn Birgir
Sigurðsson er Reykvikingur,
kennari að mennt, og hefur gefið
út ljóðabókina Réttu mér fána
(1968). Nýjasta leikrit hans heitir
Selurinn hefur mannsaugu, og
hefur það, einsog Pétur og Rúna,
verið sýnt hjá Leikfélagi Reykja-
vikur við góðan orðstir, i leik-
stjórn Eyvindar Erlendssonar.
Leikfélag Austur-Eyfellinga
mun sýna leikritið Pétur og Rúnu
i Kópavogsbiói laugardaginn 20.
marz kl. 21.
Svipmynd úr sviðsetningu Leikiélags Austur-Eyfellinga.
„GÓÐIR EIGINMENN SOFA HEIAAA"
— sýnt í Leirdrsveit
Leikflokkurinn sunnan
Skarðshciðar hefur að undan-
förnu sýnt gamanleikinn
„Góðir eiginmenn sofa
heima”, eftir Walter Ellis i
félagsheimilinu Iieiðarborg i
Leirársveit. Leikstjóri er
Brynja Kjerúlf. Undirtektir
áhorfenda hafa verið mjög
góðar og aðsókn góð.
Leikflokkurinn sunnan
Skarðsheiðar var stofnaður
sem sjálfstætt leikfélag s.I.
haust, en starfaði áður á veg-
um ungmenna- og kvenfélag-
anna i hreppunum sunnan
Skarðsheiðar. Formaður er
Jón Sigurðsson, Stóra-Lamb-
haga.
„Góðir eiginmenn sofa
heima” er þriðja verkefni
leikflokksins, en sýningum á
þessum vinsæla gamanleik fer
nú senn að ljúka.
A myndinni eru leikendur
ásamt leikstjóra.
...JACK FÖR/THANK YOU/GRACIAS POR 1975
STOCKHOLM TOKYO OSAKA KOBE HONGKONG BANGKOK JAKARTA
UDAIPUR DEHLI BOMBAY AHMEDABAD WROCLAW
GUTERSLOH BONN MANIZALES BOGOTA
LIMA CARACAS MEXICO CITY
Jólakort frá Meschke og brúðu leikhúsi hans, á því eru nöfn á stöðum, þar sem flokkurinn hefur haft leiksýningar.
TÍMINN
9
Það gengur mikið á á fjölunum i Lindarbæ þessa dagana þar sem nemendur Leiklistaskóla íslands hafa
verið að æfa fyrsta verkefni skólans. Timamynd: Róbert
Leiklistarskóli íslands:
Fyrsta verkefni nemenda
frumsýnt á sunnudaginn
gébé Rvik — A sunnudaginn
frumsýnir Nemendaleikhús Leik-
listarskóla islands, fyrsta verk-
efni skólans, sem er Hjá Mjólkur-
skógi, eftir hið þekkta skáld Dyl-
an Thomas frá Wales, i þýðingu
Kristins Björnssonar. i sýning-
unni taka þátt 11 nemendur skól-
ans úr fjórða bekk, sem útskrifast
i vor. Leikstjóri er Stefán
Baldursson. Leiktjöld og búninga
gerðu nemendur sjálfir undir
stjórn Steinþórs Sigurðssonar,
Gunnar R. Sveinsson útsetti lögin
og samdi auk þess tvö lög. i sam-
bandi við sýninguna hélt Guð-
mundur Pálsson námskeið fyrir
nemendur i förðun.
Dylan Thomas er óþarfi að
kynna,enleikritþetta, sem er eitt
frægasta verk hans, varð einnig
það siðasta sem hann gerði áður
en hann lézt, en tiu ár tók það
skáldið að semja það. Efnið er i
stuttu máli litlar svipmyndir úr
sjávarþorpi i Wales og fjallar
m.a. um lognmók lifsins. Sögu-
maður tengir svipmyndirnar
saman, en alls eru hlutverk i
leiknum um 60-70 talsins og þvi
eru nemendur Leiklistarskólans
með 5-6 hlutverk á hendi hver.
Eftirtaldir nemendur koma
fram í leikritinu, en þau verða
einnig hin fyrstu sem hinn ný-
stofnaði Leiklistarskóli tslands
útskrifar i vor: Anna Einarsdótt-
ir, Asa Ragnarsdóttir, Elisabet
Þórisdóttir, Evert Ingólfsson,
Nanna Ingibjörg Jónsdóttir, ólaf-
ur örn Thoroddsen, Sigurður
Sigurjónsson, Sólveig Halldórs-
dóttir, Svanhildur Jóhannesdótt-
ir, Viðar Eggertsson og Þórunn
Pálsdóttir.
Eins og áður segir verður frum-
sýningin á leikriti Dylan Thomas
Hjá Mjólkurskógi þann 14. marz
klukkan 21 i Lindarbæ, en þar eru
aðgöngumiðar seldir daglega kl.
17-19. Ónnur sýning verður á
mánudag, 15. marz.
Atriði úr leikritinu Hjá Mjólkurskógi. Sögumaður Svanhildur Jó
hannesdóttir er lengst til hægri á myndinni.
AAeschke kemur með
brúðuleikhús
SJ-Reykjavik. Brúðuleik-
húsmaðurinn frægi Mikael
Meschke og flokkur hans
koma hingað á listahátið frá
Sviþjóð og sýna Litla prinsinn
eftir Saint Exupery i.Þjóðleik-
húskjallaranum 12., 13. og 14.
júni. tslenzkir leikarar tala en
sænskir stjórna brúðunum.
1 ársbyrjun færði Meschke
og hans fólk úl kviarnar, og
var þá til Sænska brúðleikhús-
stofnunin. Til hennar teljast
brúðuleikhús i Stokkhólmi,
alþjóðlegt brúðuleikhússafn á
öðrum stað i borginni.
tilraunasvið fyrir fullorðna,
fræðslustarfsemi fyrir brúðu-
leikara og skrifstofu, sem
annast skipti á alþjóðlegum
gestaleikjum brúðuleikhús-
fólks, en flokkur Meschkes
ferðastmikiðauk þess sem er-
lent brúðuleikhúsfólk er vel-
komnir gestir i Stokkhólmi.