Tíminn - 13.03.1976, Síða 11

Tíminn - 13.03.1976, Síða 11
Laugardagur 13. marz 1976 TÍMINN 11 — ÞETTA var gífurleg upplifun, sagði Albert Guð- mundsson, hinn 17 ára efnilegi knattspyrnumaður úr Val, sem er nýkominn heim frá London, þar sem hann æfði með Arsenal í fjórar vikur, ásamt Herði Antonssyni úr Fylki. — öll aðstaða til æfinga var stórkostleg og and- inn hjá félaginu var frábær. — Allar æfingarnar fóru fram á grasi, bæði á Highbury og æfinga- svæði Arsenal, sem er fyrir utan London. Þar er aðstaðan stór- kostleg — 12-15 grasvellir og veg- legt hús, sem leikmenn hvildust i á milli æfinga, sagði Albert. „Barónarnir” höfðu sér klefa — Fenguð þið að æfa með aðal- liðinu? — Nei, með þvi æfðu eingöngu stóru stjörnurnar, eða „barón- arnir”, eins og leikmenn Arsenal- liðsins eru oft kallaðir. Það er stéttaskiptir.g hjá Arsenal, eins og sést á þvi, að ungir leikmenn liðsins fá ekki að nota sama bún- ingsklefa og hinir eldri og reyndu leikmenn. Þetta er örugglega gömul hefð, þvi að það kom mér nokkuö á óvart, að strákar eins og Frank Stapleton, Trevor Ross, Richie Powling og Lima Brady — allt leikmenn, sem hafa leikið með aðalliðinu, klæða sig úr með varaliðinu og æfa með þvi. En aftur á móti fær Eddie Kelly, fyrrum fyrirliði Arsenal, sem leikur nú með varaliðinu, að klæða sig úr með leikmönnum aðalliðsins, þótt að hann æfði með varaliðinu. Þetta sýnir, að þeir leikmenn, sem komizt hafa inn i aðalbúningsklefann, fá að halda sæti sinu þar, þótt þeir séu ekki lengur i aðalliðinu. Andinn var mjög góöur — Þið hafið þá æft með varalið- inu? — Já, við æfðum með varalið- inu og unglingaliðinu, ásamt fjöl- mörgum strákum,sem aldir hafa verið upp hjá Arsenal og fleiri strákum sem eru i reynslu. — Hvað æfðuð þiö oft á dag? — Það var æft tvisvar sinnum á dag — i tvo tima fyrir hádegi og einn tima eftir hádegi. Æfingar þessar voru flestar boltaæfingar og mjög fjölbreytilegar. Andinn var góður hjá leikmönnunum, sem voru mjög ánægðir að vera hjá Arsenal. Þjónustan var öll mjög góð. — Læknar voru til taks á æfingunum, til að gera að smá- meiðslum leikmanna. Þá voru allir æfingabúningar teknir eftfr æfingarnar og þvegnir, þannig að þeir voru tilbúnir hreinir fyrir æfinguna daginn eftir. — Fannst þcr ungu strákarnir hjá Arsenal betri heldur en jafn- aldrar þcirra hér? — Nei, ekki get ég sagt það. Strákarnir, sem höfðu leikið með aðalliðinu báru af, en hinir voru ekkert betri en strákar á sama aldri hér heima. Það er ekki að efa, að ef islenzkir strákar fengju sömu aðstöðu og strákarnir hjá Arsenal, þá gætu þeir orðið stór- góðir leikmenn, t.d. i Englandi. Var oft spurður um Albert Albert sagði, að allar móttökur hjá Arsenal hefðu verið mjög góðar — eins og bezt var kosið. Nei, það var ekkert talað um þorskastriðið, þarsem við Hörður vorum — enda veit enskur al- menningur greinilega ekkert um, að Islendingar og Bretar séu að kljást á miðunum við Island, og að Islendingar hafi slitið stjórn- málasambandi við Breta, sagði Albert. — Já, ég var oft spurður um Al- bert Guðmundsson, nafna minn. Aðdáendur Arsenal muna vel eft- ir honum, siðan hann lék með Arsenal, enda sögðu þeir, að hann hafi verið frábær knattspyrnu- maður, einn sá bezti, sem hefur klæðzt búningi Arsenal, sagði Al- bert. „Við ætlum okkur til Ungverjalands” Albert er nú byrjaður að æfa af ALBERT GUÐMUNDSSON...var kallaður „Gud” hjá Arsenal, eða eins og nafni hans Albert Guðmundsson, fyrrum formaður K.S.I., þegar hann lék með Arsenal-liðinu við frábæran orðstir 1946. (Timamynd Gunnar) fullum krafti með Valsliðinu, og þar að auki æfir hann með ungl- ingalandsliðinu, sem leikur gegn Luxemborgarmönnum i undan- keppni Evrópukeppni unglinga- landsliða 14. april i Reykjavik. íslenzku strákarnir sigruðu Lux- emborg 1:0 i Luxemborg sl. sum- ar og skoraði Albert sigurmarkið. Þeir þurfa þvi aðeins jafntefli gegn Luxemborg til að tryggja sér sæti i úrslitakeppninni, sem fer fram i Ungverjalandi ,i lok mai. — Þið ætlið ykkur að komast til Ungverjalands? — Já, það ætlum við okkur, og við ætlum okkur að ná langt i úr- slitakeppninni. Óttast mest Akranes og Fram — En Valsliðiö, ertu bjartsýnn á árangur liðsins i sumar? — Já, Valsliðið verður sterkt i sumar — sterkara heldur en það var sl. sumar. Ahuginn er mikill hjá strákunum, sem æfa mjög vel, og við ætlum okkur stóra hluti — sigra bæði i 1. deildar keppninni og bikarkeppninni. — Hvaða lið ertu hræddastur við? — Skagamenn og Framarar verða hættulegustu keppinautar okkar, þeir verða með sterk lið. Eg reikna nieð, 'að baráttan standi á milli Vals, Fram og Akraness, sagði Albert að lokum. — SOS Hugurí knattspyrnu- mönnum á Blönduósi Það er mikill hugur i knattspyrnumönnum hér sagði Hilmar Kristjánsson á Blönduósi i viðtali við iþróttasiðuna. Við höfum til- kynnt að lið frá Ungmenna- sambandi Austur-Húnvetn- inga taki þátt i þriðju deild tslandsmótsins og einnig i bikarkeppninni. Nú vantar okkur þjálfara til að þjálfa liðið i sumar og erum við að leita að manni þessá dagana. Einnig þurfum við að nota hann til að kenna yngri aldursflokkunum. Bezt væri að fá mann, sem gæti annazt kennslu i héraðinu á vetrum. Karl Lúðviksson, sem ver- ið hefur frjálsiþróttaþjálfari Ungmennasambandsins undanfarin sumur, kennir i vetur á Húnavöllum. en hann kenndi á Skagaströnd i fyrra. Vera þjálfara i hérað- inu og kennslan verður til þess að miklu meiri árangur verður af þjálfuninni. Þvi viljum við stefna að þessu. Þeir sem kunna að hafa áhuga á að taka að sér knatt- spyrnuþjálfun hjá U.S.A.H. eru beðnir að hafa samband við Hilmar i sima 4123 eða 4311. Stórleikur í Keflavík Fyrsti storleikur ársins i knattspyrnu verður lcikinn i Keflavik i dag, en þá mætast bikarmeistarar Keflavikur og Framarar i Meistarakeppni K.S.l. Leikurinn hefst kL 2 á malarvellinum i Keflavik. „Það var stórkostlegt að vera hjó Arsenal" — sagði Albert Guðmundsson, hinn 17 óra unglingalandsliðsmaður úr Val, sem æfði með hinu heimsfræga Lundúnaliði í fjórar vikur lan Ure fór með FH-liðið upp í sveit — þar sem hann lét þd hlaupa í hlíðum Hódegisf jalls IAN URE er byrjaður að þjálfa FH-ingá af fullum krafti. Þessi þekkti Skoti, sem lék á sinum tima meö Arsenal, Manchester United og skozka landsliðinu, byrjaði fyrstu æfinguna á þvi, að fara með leikmenn FH-liðsins upp i svcit. — Komið á'eftir mér, sagði Ure við leikmenn FH-liðsins, þegar IAN URE... hinn frægi þjálfari FH-liðsins. hann hljóp með þá upp að Vifils- stöðum og þar að Hádegisfjalli — þar sem hann fann góðar brekkur fyrir þá, til að spreyta sig i. Eftir erfiðar æfingar i fjallshliöinni hélt hann, með leikmennina að Kaplakrikavellinum þar sem hann teygði úr þeim, með léttum æfingum. Leikmenn FH-liðsins voru mjög þreyttir og uppgefnir eftir hin erfiðu hlaup, en aftur á móti blés Ure ekki úr nös, enda er hann þekktur fyrir allt annað en að gefast upp. Það er greinilegt að Ure ætlar að byrja að byggja upp þrekið hjá leikmönnum FH- liðsins, áður en hann lætur þá fara að eiga við knöttinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.