Tíminn - 13.03.1976, Qupperneq 12

Tíminn - 13.03.1976, Qupperneq 12
12 TÍMINN Laugardagur 13. marz 1976 Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 5 ^ ...............-- ■ ---------- Var það þess vegna, sem hún hafði komið hingað? Var það ósjálfráð ástæða til þess að hún hafði sótt um stöð- una hér við St. Georges? Hafði hún án þess að vita það dregizt að stað, sem hafði skipt Brent svo miklu máli í lífinu? Væri svo — voru það þá mistök, að hún var hér — skelfileg mistök? Datt henni raunverulega í hug, að henni tækist aðgleyma honum hér, þar sem hver gata og hvert hús minnti hana á myndirnar hans, og hún var viss um að heyra rödd hans, þegar hún kæmi á þá staði, sem hann hafði svo ótal sinnum sagt henni frá? Ég hlýt að hafa verið eitthvað verri að koma hingað, sagði hún við sjálfa sig. Ég verðað koma mér héðan burt! Einmittþá kom Polly Friar inn með bolla af rjúkandi tei i höndunum. AAyru langaði mest til að gráta, þegar hún sá bollann, en hún hafði brynjað sig gegn tárum. Jafnvel ekki þegar Brent hafði sagt henni, að hann væri orðinn ástfanginn af annarri og gæti þess vegna ekki gifzt henni, hafði hún ekki grátið. Tár gátu ekki fært henni aftur manninn, sem hún elskaði. — Dr. Lowell bað mig að segja yður að hann kæmi bráðlega, doktor. Ég er Friar hjúkrunarkona. Dr. Lowell var á skurðstof unni við aðgerð sem tók lengri tíma en áætlað var. — Takk. AAyra tók við bollanum, sem Polly rétti henni. — Þetta var prýðis hugmynd. Kærar þakkir. — Þetta var hugmynd dr. Lowells. AAyra lyfti vel mótuðum augnabrúnunum. — En ég vará þeirri skoðun, að hann væri eins konar skrímsli! — Hver hefur sagt yður það? spurði Polly steinhissa. — Ungi maðurinn, sem tók á móti mér á flugvellinum — hann notaði að vísu ekki alveg þetta orð, en meiningin var sú sama. Hann sagði mér, að yfirlæknirinn væri mesti þrælapískari. — Þetta líkistorðum Davids..Davids Harwey. Hann er vanur að tala svona, en það skiptir ekki máli. I raun- inni er hann einn af tryggustu aðdáendum dr. Lowells. Einhverntíma verður David líka eins og hann, samvizku- samur og frábær læknir og yfirlæknirinn er fyrirmynd hans. Biðið bara þar til þér sjáið hann að verki, þá hættir hann að vera kæruleysislegur og yfirborðskenndur. Hún virtist áköf til varnar fyrir unga manninn og greinilegt var, að hún var hrif in af honum, hugsaði AAyra og brosti. — Ég er sannfærð um, að hann er góður læknir, Friar. Polly Friar reyndi að láta ekki heyrast öf und í röddinni, þegar hún spurði: —Var það hann, sem sótti yður á flug- völlinn? — Já. Það var undarlegt, hugsaði Polly. Hann átti f rí síðdeg- is i dag og hún hafði verið viss um að hann ætti stefnu- mót....hana langaði til.að vita meira.....hvers vegna David hafði farið á f lugvöllinn og hvernig honum hefði f undizt þessi nýi læknir. Hún var reglulega falleg og auk þess ung og Polly vissi, að hvort tveggja gekk í augun á David. Hún vissi það allt of vel, því hún hafði elskað hann síðan hann kom að sjúkrahúsinu. En hún brosti að- eins feimnislega og fór. AAyra drakkteið þakklát. Þetta var fallega gert, hugs- aði hún, ef til vill var maðurinn mannlegur, þrátt fyrir allt. Hún gekk aftur að glugganum. Luxemburgargarð- urinn var beint á móti sjúkrahúsinu og á þessum tíma dags var þar margt fólk. AAaður sat á stól og svaf í sól- inni með höfuðið niðri í bringu og á bekk við hliðina sat ungt par og kysstist í ákafa. Þetta var París...þau elskuðu hvort annað og ekkert annað skipti neinu máli... Hún heyrði aftur fyrir sér rödd Brents: — Það er eins og ég haf i alltaf elskað Venetiu, annað skiptir ekki máli. Þú munt hata mig og fyrirlíta, AAyra, en þetta er hlutur, sem ég get ekki ráðið við.... Venetia. Venetia Harlow. Hann hafði hitt hana í Covent Garden, þegar hann hafði verið þar til að gera skissur. Hún var aðalstjarna ballettsins og hafði setið fyrir hjá honum....oft og af fúsum vilja... — Hún er ekki greind eins og þú, AAyra. Hún er bara falleg, lifandi og gædd hæfileikum... En þetta, þótt einkennilegt kynni að virðast, var það grimmilegasta, sem hann hefði getað sagt við hana. AAyra haf ði aldrei áður gert sér grein f yrir, hvernig karl- menn voru gagnvart greindum konum. Það var eins og þeir héldu, að nám þeirra og starf kæmi á undan öllu öðru, en ástin ekki fyrr en næst. En hvað þeim skjátlað- ist! Skyldi Brent ekki, af öllum mönnum, að nám og vinna var í sjálfu sér ófullnægjandi, að kona þarfnaðist einhvers hlýrra og dýpra til að Iíf ið væri þess virði að lifa því? Dyrnar opnuðust með smelli. Hún sneri sér snöggt við og skvetti um leið afganginum af teinu framan á gráu Þeir áttu von' á okkur, hvernig? Gegnum skarðið? Er það öruggt? \Við skulum ) halda áfram j>angandi! Skriðufall! t Vegurinn ( tepptur! y Við verðum; áð refsa þeim _ eða Ming gengur af k okkur öllum HL. dauðum IM ■Geiri og hópurþans x. aftur! t Hvað er um að vera Y Einhver náungi á . Vélhjóli, kannski lögga! Hvað gerum við? J ^Spyrjum ^ foringjann,; k aðalstöðvunum! LAUGARDAGUR 13. marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 íþróttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 14.00 Tónskáldakynning. Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan Björn Björnss. kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. tslenzkt mál. Dr. Jakob Benedikts- son flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Gatan min. Sólveig Eyjólfsdóttir gengur um Jófriðarstaðaveg i Hafnar- firði með Jökli Jakobssyni, siðari þáttur. 20.05 Hljómplöturabb. Þorsteins Hannessonar. 20.45 Táknmál Einars Jóns- sonar myndhöggvara, — gildismat og skoðanir Geir Vilhjálmsson sálfræðingur. 21.30 Lúðrasveit Hafnarfjarö- ar leikur. Stjórnandi Hans P. Franzson. 21.50 Ljóð ort Flateyjar-Frey Guðbergur Bergsson les frumort ljóð. 22.00 Fréttir. Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (23). 22.25 Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. I LAUGARDAGUR 13. mars 1976 17.00 iþróttir. Umsjónarmað- ur Ómar Ragnarsson. 18.30 Pollyanna. Breskur myndaflokkur, gerður eftir skáldsögu Elenor H. Porter. 5. þáttur. Pollyanna segir frænku sinni að Pendleton hafi slasast og fær leyfi til að færa honum mat. Timoteus fréttir hjá Tuma gamla, að Polly hafi eitt sinn átt unnusta og hann búi enn i grenndinni. Tumi vill ekkisegja, hver það er, og unga fólkið telur, hver það er, og unga fólkið telur, að það sé Pendleton. Ungi drengurinn Jimmy fær þann starfa að hirða um garð Pendletons. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 ,,Ég vildi geta sungið þér”Jónas Þór Þórisson og fleiri flytja létt lög. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 20.40 Læknir til sjós. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Stefán Jökulsson. 21.50 Þjóðsagan um vonda úlf- inn. 1 þessari kanadisku kvikmynd er leitast við að svara þeirri spurningu, hvort þjóðsagan um grimmd úlfsins á við rök að styðjast. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.55 Heill þér, unga hetja. (Hail The Conquering Hero). Bandarisk gaman- mynd frá árinu 1944. Leik- stjóri er Preston Sturges, en aðalhlutverk leika Eddie Bracken, William Demarest og Ella Raines. Forfeður Woodrow Truesmith voru fræknir hermenn, en sjálfur hefur hann verið úrskurðað- ur óhæfur til herþjónustu. Hann hefur ekki þorað að segja móður sinni frá þessu og talið henni trú um, að hann væri á vigstöðvunum i Evrópu. Hann hittir hóp hermanna, og þeir ákveða að hjálpa honum út úr ógöngunum. Þeir tjá móður Woodrows, að hann hafi unnið mikil afrek i striðinu og fara siðan allir til heima- bæjar hans, en þar efna bæjarbúar til óvæntrar mót- tökuhátíðar fyrir ,,hetj- una”. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.