Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 13.03.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.03.1976, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. marz 1976 TÍMINN 13 „Setning vikunnar”. EINN STARFSMANNA út- varpsins okkar skrifar reglu- lega greinar i dagblaöið Visi. Oftast eru þær heldur notalegur lestur, enda má margt gott um höfund þeirra segja, bæði sem útvarpsmann og rithöfund. - Þriðjudaginn 2. marz s.l. birtir hann enn grein undir langri fyrirsögn i tvennu lagi,(þ.e. aðalifyrirsögn),' undirfyrirsögn) svohljóðandi: „ÞAÐ ER SVO ERFITT AÐ STANDA í STAÐ -------” sagði skáldið — en okkur tókst það nú samt!!! (A eftir þessu hefur höf. 3 upp- hrópunarmerki.) laiigt, en orðið „bágt” fer vel, bæði bragfræðilega og með tilliti til hugblæsins. Og þar að auki: Annað er afbökun á ljóð- linu Jónasar, hitt ekki. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess, að þeir sem skrifa i blöð kunni öll kvæði sem ort hafa verið i þessu landi, en þá kröfu verður að gera til þeirra, sem vanda verk sitt i hvivetna, eins og þessi ágæti maður gerir alla jafna, að þeir fletti upp i bókum, fremur en að treysta minni sinu. Og að kunna kvæði eins og Island, far- sælda frón, eftir Jónas Hall- grimsson — og kunna það rétt— það ætti að vera jafnsjálfsagður liður i almennri menntun hvers Islendings eins og t.d. að kunna að stigbeygja islenzk lýsingar- orð. Þar sem nú er liðin vika frá birtingu téðrar greinar, og út- varpsmaðurinn er búinn að skrifa aðra grein i Visi, án þess að láta þess getið, að mistök hafi orðið við prentun næstu greinar á undan, skal honum gefin setning, sem hann má, ef hann vill, nota sem „setningu vikunnar” i næsta pistli: „Það er svo erfitt — að læra ljóð Jónasar Hallgrimssonar!! ” Ljóðavinur. Aðalfundur félagsins verður haldinn i Tjarnarbúð, sunnudaginn 14. mars, kl. 2 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagar mæti stundvislega og sýni skir- teini við innganginn. Félagsstjórn. Ekki er gott að segja við hvaða skáld greinarhöfundur á , en óneitanlega heggur fyrir- sögninsvo nærri orðum Jónasar Hallgrimssonar i kvæðinu Is- land, ísland farsældar frón), að næstum óhjákvæmilegt er að mönnum detti það i hug við lest- urinn. En Jónas sagði þetta bara ekki svona. Hann sagði: „Það er svo bágt að standa i stað."o.s.frv. (Leturbr. hér). Hér skal þvi að visu ekki haldið fram, að ýkjamikill merkingarmunur sé á orðunum „bágt” og „erfitt”, - en „það munar þvi sem það munar, og munar nóg”, eins og haft var eftir karli nokkrum. Orðið „erfitt” fer illa við kveðandi ljóðsins, m.a. af þvi að það er of Kammersveit Reykjavíkur: Kynnir samtíma tónlist með ný- stárlegum hætti Kammersveit Reykjavikur heldur3. tónleika sina á vetrinum i sal Menntaskólans við Hamra- hliðlaugardaginn 13. marz kl. 16. Tónleikar þessir voru upphaflega ráðgerðir 22. febr. s.l., en vegna verkfallanna varð að fresta þeim. Aðgöngumiðar að tónleikunum fást við innganginn. Börn og skólanemendur fá afslátt. 1 þetta sinn er eingöngu sam- timatónlist á efnisskrá sveitar- innar. Kammersveitin hefur frá upphafi lagt kapp á, að flytja tón- listarhlustendum músik, sem er litt þekkt hér á landi. Þannig hefur sveitin frumflutt hér á landi um tug tónverka frá barokk- timanum. En jafnframt hefur hún lagt kapp á kynningu nýlegra tón- verka og er skemmst að minnast frumflutnings á nýju verki eftir Pál Pampichler Pálsson i desem- ber s.l. Verkin, sem flutt eru að þessu sinni eru „Adieu” eftir Karlheinz Stockhausen „I call it” eftir Atla Heimi Sveinsson, „Tropi” eftir Niccolo Casliglioni og „Folk Songs” eftir Luciano Berio. Ein- söngvari á tónleikunum er Rut L. Magnússon, en Páll Pampichler Pálsson og Atli Heimir Sveinsson stjórna. Auk fastra félaga Kammersveitarinnar koma nokkrir gesta-hljóðfæraleikarar fram á þessum tónleikum. I lok tónleikanna er ætlunin að efna til umræðna með flytjendum og áheyrendum um tónverkin, túlkun þeirra og gildi. Mun Atli Heimir Sveinsson, tónskáld. leiða þessar umræður. Með þessu er gerð tilraun til aukinna tengsla áheyrenda og tónlistarmanna. oryggis sem góð heimilistrygging veitir. Heimllistrygging Samvinnutrygginga er: Tiygging á innbúi gegn tjóni af völdum eldsvoða og margra annarra skaðvalda. Ábyrgðartrygging Bætur greiðast fyrir tjón, sem einhver úr fjölskyldunni veldur öðru fólki,sbr.nánari skilgreiningar í skilmálum tryggingarinnar. Örorku og/eða dánartrygging heimilisfólks við heimilisstörf. SAMVINNUTRYGGINGAR GT ÁRMCILA3- SlMI 38500 SAMVINNUTRYGGINGAR ERU GAGNKVÆMT TRYGGINGAFÉLAG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 58. Tölublað (13.03.1976)
https://timarit.is/issue/271080

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

58. Tölublað (13.03.1976)

Aðgerðir: