Tíminn - 13.03.1976, Page 15
Laugardagur 13. marz 1976
TÍMINN
15
Fjórðungsmót hestamanna
sunnan og norðan heiða
MÓ-Reykjavik — Þaö verður
mikið um aö vera hjá hestamönn-
um i sumar, og tvö fjórðungsmót
veröa haldin auk margra smærri
móta. Sunnlenzkir hestamenn
halda mót sitt á Hellu 26.-27. júni
en Norðlendingar halda mót á
Melgerðismelum i Eyjafirði
10.-11. júli.
Þorkell Bjarnason hrossa-
ræktarráðunautur Búnaðarfélags
tslands sagöi i viðtali við blaða-
mann Timans, að tilgangurinn
með fjórðungsmótunum væri tvi-
þættur. Annars vegar undirbún-
ingur undir landsmót, og væru
bestu hrossin valin á fjórðungs-
mótunum til að fara á landsmót,
og einnig væru mótin til að gera
úttekt á stöðunni i hverjum fjórð-
ungi i hrossarækt.
Þorkell kvaðst vilja benda
mönnum á,að nú færiað styttast i
að hann ferðaðist um til að velja
hross á mótin. Væri þvi ekki til
setunnar boðið fyrir þá, sem ekki
hefðu þegar farið að undirbúa
væntanleg sýningar- og kynbóta-
hross, að hefjast handa.
Samtök um að endurreisa
Air Viking
Mó-Reykjavik — Þrjátiu menn
hafa ákveðið að beita sér fyrir
stofnun hlutafélags með almenn-
ingsþátttöku til að endurreisa
starfsemi Air Vikings hf., og slá
með þvi skjaldborg um frjálsa
samkeppni i islenzku millilanda-
flugi, eins og segir i fréttatilkynn-
ingu frá þeim.
í fréttatilkynningunni segir að
Air Viking hafi á undanförnum
árum flutt um það bil helminginn
af þeim Islendingum, sem notið
Hraðnámskeið í
ítölsku
fyrir byrjendur hefst
miðvikudaginn 17.
marz kl. 21. Kennt
verður tvisvar í viku —
miðvikudaga og föstu-
daga.
Verð fyrir 20 stundir
kr. 1.800.
Innritun fer fram
mánudag, þriðjudag og
miðvikudag kl.
19.30—21 i Lauga-
lækjarskóla.
thafa orlofsdvalar erlendis. Stór
'hluti þess fólks hefði ekki átt þess
kost að njóta utanlandsferða, ef
flugfélagið Air Viking hefði ekki
verið til sem samkeppnisaðili i
O Útlönd
að Reagan sé hæfari en Ford
til að glima við innanrikis-
vandamál á borð við verð-
bólgu, óhóflega aukningu
rikisútgjalda, og einnig að efla
traust almennings á Hvita
húsinu og starfsmönnum þar.
Hins vegarerFord talinn hafa
algjöra yfirburði og mun
meiri hæfni til að annast sam-
skiptin við Rússland, Kina og
Vestur-Evrópu. I kosninga-
ferðalögum sinum leggur
Ford þvi megináherzlu á hæfi-
leika sina i utanrikismálum.
Hvort heldur SALT-sáttmál-
inn verður undirritaður eður
ei, þá verður forsetinn að
fylgja detente-stefnunni
áfram. Bregðist hann þvi að
halda uppi vörnum fyrir þá
stefnu, gæti það ýtt undir ein-
angrunarsinna i Bandarikjun-
um. En þá á kaldastriðsstefn-
an greiða leið upp á pallborð-
ið. Láti Ford deigan siga, á
hann jafnvel á hættu að tapa
kosningunum. Haldi hann hins
vegar uppi vörnum fyrir de-
tente-stefnuna, verður hann
einnig að verja dyggilega upp-
hafsmann hennar, sem er eng-
inn annar en Kissinger. Einn
af æðstu ráðgjöfum forsetans
lét hafa eftir sér: „Ford getur
alls ekki látið viðgangast að
andstæðingar Kissingers noti
hann sem eins konar pólitisk-
an sparkbolta. Kissinger verð-
ur að verja og styðja. Þar þarf
forsetinn að fara fyrstur með
góðu fordæmi.”
(islenzkun: H.Blöndal.)
Tíminn
er peningar
utanlandsflugi.
Telja þrjátiumenningarnir að
við blasi einokun i millilandaflug-
inu, ef starfsemi Air Viking veröi
ekki endurreist.
Þeir, sem áhuga hafa á þátt-
töku i þessu fyrirhugaða hluta-
félagi, geta snúið sér til Ragnars
Ingólfssonar framkvæmdastjóra
i sima 18499 milli 5 og 7,
0 Freigátur
hóf hún nýja aðför að Þór. Sigldi
freigátan varðskipið uppi á
stjórnborða, beygði siðan hart á
bakborð, fýrir og á varðskipið.
Rakst þá bakhorn Þórs i björgun-
arbát freigátunnar og mölvaði
hann. Einnig gekk afturhluti brú-
arvængs freigátunnar upp og
brotnaði, ásamt rekkverki. ^
Með þvi að setja á fulla ferð aft-
ur tókst skipherra Þórs að kom-
ast hjá frekari árekstri i það sinn.
Við þetta virtist þó skipherra '
freigátunnar magnast, þvi hann
sigldi skipi sinu i hring og dró
varðskipið aftur uppi á stjórn-
borða. Snarbeygði freigátaniá
varðskipið og varð árekstri ekki_
forðað. Þá gerði freigátan enn'
eina aðför að Þór, á sama hátt og
áður, og tókst að sigla á varðskip-
ið með stefni sinu og bóg.
Kom freigátan á Þór á móts við
herbergi 1. stýrimanns. Reyndi
hún þá að þrýsta sér nær varð-
skipinu, með þvi að láta bak-
borðsvél sina ganga afturábak,
en stjórnborðsvélina áfram.
Tókst það ekki nema að nokkru
leyti.
Skemmdir á varðskipinu Þór
urðu mjög miklar i þessum siðari
ásiglingum. Gekk þiliö i herbergi
stýrimannsins inn og þilfarið yfir
þvi lyftist upp. Neðri brúarvæng-
ur stjórnborðsmegin bognaði
meir en áður var orðið, lunning
framan við brú bognaði, dældir
komu á bóg stjórnborðsmegin og
rafsuður frá ásiglingu Andro-
medu rifnuðu upp. Einnig komu
dældir i vélarrúmi neðan sjó-
linu.
Var i gærkvöldi talið liklegt að
Þór þyrfti til hafnar til viðgeröa.
Einnig urðu skemmdir tölu-
verðar á freigátunni. Virtist
stefni hennar rifið lóðrétt frá sjó-
linu og upp á móts við akkeri.
Taldi Gunnar Ólafsson, skipherra
hjá Landhelgisgæzlunni vafa-
samt að freigátan værisjófær eft-
ir áreksturinn, að minnsta kosti
ekki hér við land.
1 flaug landhelgisgæzlu-
flugvélin Sýryfir miðin og náði þá
Sigurjón Hannesson, skipherra,
ljósmyndum af einhverjum
árekstranna, sem sýna mjög vel
atburöina og hvernig þeir gerð-
ust.
Þannig var þvi siglt alls sjö
sinnum á varðskip i gær, fimm
sinnum á Þór og tvisvar á Tý.
Siðari ásiglingin á Tý átti sér
stað klukkan 18.50 og var þar að
verki freigátan Júnó, sem sigldi á
stjórnborðsskorstein skipsins og
dældaði hann verulega.
VEGNA innheimtu blaðgjalda
fyrir febrúarmánuð 1976 skal
tekið fram, að þar sem útskrift
mánaðarreikninga var lokið
fyrir verkfall, verður leiðrétting
á mánaðargjaldinu gerð i næsta
mánuði.
Jörð óskast
meö rúmgóðu íbúðar-
húsi, sem gæti verið
rammi um lif 10-15
manna, og útihúsum
fyrir „f jölbreyttan"
búskap, óskast til
kaups eða leigu. Upp-
lýsingar veittar gegn
tilvísun merktri Kenn-
arar 1895.
Kópavogur
Fundur verður um utanrikismál mánudaginn 22. marz i Félags-
heimili Kópavogs kl. 20:30. Frummælandi verður Einar Agústs-
son utanríkisráðherra. Allt framsóknarfólk velkomið. Stjórnin.
Viðtalstímar
alþingismanna og
borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins
Kristján Benediktsson borgarfulltrúi verður til viðtals á skrif-
stofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18 laugardaginn 13.
marz frá kl. 10 til 12.
Borgnesingar, nærsveitir
Félagsvistin hefst aftur 12. marz kl. 21 i samkomuhúsinu. Tvö
siðari kvöldin verða 26. marz og 9. april. Allir velkomnir. Mætið
stundvislega. Framsóknarfetag Borgarness.
Félagsmálanámskeið
Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins gengst fyrir almennu fé-
lagsnámskeiöi 19.-21. marz og verður það haldið aö Rauðarárstig
18, Reykjavik.
Dagskrá:
Föstudag 19. marzkl. 18, setning og greinargerð fyrir nám-
skeiðinu. Kynning þátttakenda. Fjallaðum fundarstjórn og ritun
fundagerða.
Laugardag 20. marz kl. 10 erindi um ræöumennsku umræður
og fyrirspurnir. Kl. 15.00 rætt um undirbúning og efriisskipan
ræðu.
Sunnudagur 21. marzkl. 10. Erindi um flokka tillagna og af-
greiðslu þeirra, umræöur og fyrirspurnir. kl. 15. rætt um undir-
búning funda og fundarskipan. Kl. 18 erindi um félagslög stjórn
og gögn félags og um reikninga, umræður og fyrirspurnir.
Stjórnandi námskéiðsins verður Pétur Einarss. Námsekiðið er
öllum opið, en væntanlegir þátttakendur eru beðnir að tilkynna
þátttöku i sima 24480.
26.-28. marz verður siðan námskeið þar sem fjallað verður um
ýmsa þætti þjóðmála. Þar verða fluttir fyrirlestrar um ýmis efni
og verða fyrirlesarar auglýstir siðar.
Stjórnandi verður Magnús Ólafsson.
Félagsmálaskólinn.
Páskaferðin 10. apríl
til Vínarborgar
Þeir, sem eiga pantaða miða i páskaferðina til Vinar eru beðnir
vinsamlega að greiða þá sem fyrst á skrifstofu fulltrúaráðsins
Rauðarárstig 18, simi 2 44 80.
SUF
Miðstjórnarfundur Sambands ungra Framsóknarmanna verður
haldinn að Rauðarárstig 18 Reykjavik 3. og 4. april. Fundurinn
hefst á laugardag kl. 14,00.
Miðstjórnarmenn eru beðnir að hafa samband við flokksskrif-
stofuna, ef þeir geta ekki mætt.
StjórnSUF.
Aðalfundur AAiðstjórnar
Aðalfundur Miðstjórnar Framsóknarflokksins 1976 verður
haldinn að Hótel Sögu i Reykjavik 7.-9. mai.Miöstjórnarmenn
eru minntir á að hafa samband við flokksskrifstofuna ef þeir
geta ekki mætt.
Opið hús
Framsóknarfélögin i Kópavogi munu framvegis hafa opið hús að
Neðstutröð 4 mánudaga kl. 5 til 7. Þar verða til viðtals ýmsir
forystumenn félaganna og fulltrúar flokksins i nefndum bæjar-
ins. Stjórnin.