Tíminn - 18.03.1976, Qupperneq 1

Tíminn - 18.03.1976, Qupperneq 1
Leiguflug—Neyðarflug HVERT sem er, HVÉNÆR SEM ER; FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122-11422 62. tölublað — Fimmtudagur 18. marz 1976—60. árgangur ] fÆIHGiRí Aætlunarstaðír: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Ðíldudalur Gjögur — Hólmavík .Hvammstangi — Stykkis- hólmur —jRifJSúgandaf j{ Sjúkra- og leigyflug um ,allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 . Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins: BREIÐHOLT-ARBÆR VERÐI TENGD MEÐ NÝRRI BRÚ Á ELLIÐAÁRNAR SÍÐARI UMRÆÐA um fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar fer fram f dag, fimmtudag. Af þvl til- efni leggja borgarfulltrúar Fra m sóknar f lokks ins, þeir Kristján Benediktsson og Alfreö Þorsteinsson, fram tillögu um aö tengja Breiöholts- og Arbæjar- hverfi meö nýjum vegi og brú yfir Elliöaár. Tillagan er svohljóöandi: „Borgarstjórn Reykjavikur tel- ur, aö eitt allra brýnasta verkefn- ið i samgöngumálum innan borg- arinnar sé aö tengja saman með nýrri brú yfir Elliðaár Árbæjar- og Breiðholtshverfi. Þvi telur borgarstjórnin, að sem allra fyrst þurfi að taka endanlega ákvörðun um staðsetningu slikrar brúar og hefja siðan undirbúning og fram- kvæmdir við það mannvirki.” 1 greinargerð segir: „Einn mesti bagi, sem nú er á samgöngum innan Reykjavikur- borgar, er tvimælalaust, hversu ógreið tengsl eru milli hinna nýju en fjölbyggðu hverfa i Arbæ og Breiðholti. Kemur þessi ann- marki viða fram og veldur þeim mun meiri erfiðleikum, sem fólki i þessum hverfum fjölgar, en láta mun nærri að i þeim hafi fjórði hluti Reykvikinga búsetu. Að undanförnu hafa heyrzt há- værar raddir, sem krefjast úr- bóta á þvi öryggisleysi, sem fólk- ið I þessum hverfum býr við. Má PENTAGON RANNSAKAR ÞARFIR ÍSLENDINGA! OÓ-Reykjavik. Engin svör hafa borizt frá Bandarikjamönnum um hvort þeim eru útbærir hraðbátar eöa hraöskreitt skip, sem kynni aö vera hentugt fyrir islenzku Landhelgisgæzluna til aö hrella brezku veiöiþjófana á Islandsmiöum, og til aö eiga f fullu tré viö herskipin, sem vernda þá viö óiöglegar veiöar. Aö sögn Harðar Helgasonar, skrifstofustjóra utanrikisráðu- neytisins, er málaleitan íslend- inga nú til athugunar i Penta- gon, og fjalla sérfræðingar þar um hvort bandariski flotinn eigi nokkurt skip á lausu, sem henta kynni Landhelgisgæzlunni. Fyrst þurfa sérfræðingarnir aö kynna sér hvers konar skip Landhelgisgæzlan þurfi helzt á að halda, og siðan hvort slik skip — ef finnst — megi missa sig úr þjónustu flota Bandarikj- anna. Þegar Pentagon lýkur rann- sókninni verður næsta stigið sjálfsagt það, að utanrikisráðu- neytinu verður send skýrsla, og eftir að hún hefur verið athuguð mun Haraldur Kröyer, sendi- herra, verða kallaður á fund háttsetts embættismanns, sennilega Siscos aðstoðarutan- rikisráöherra, og þar mun senniiega verða gefin endanleg svör um hvort Gæzlan fær skip frá Bandarikjunum eða ekki. I þvi sambandi nefna flutning á slösuðu fólki á sjúkrahús, þegar vegir lokast vegna snjóa, lækna- þjónustu, langar vegalengdir lög- reglu og slökkviliðs I Breiðholts- hverfi o.s.frv. Komið er útibú frá lögreglu og slökkviliði i Árbæjar- hverfi. Þessar stöðvar eru þó litlu nær Breiðholtshverfunum en stöðvarnar við Hlemm og Reykjanesbraut. Brú yfir Elliða- árnár myndi færa lögreglu og slökkvilið i næsta nágrenni Breið- holtsbúa, stórauka alla mögu- leika á sameiginlegri læknaþjón- ustu og heilsugæzlu, gjörbreyta möguleikum strætisvagna til bættrar þjónustu og verða i öllum tilvikum til að auka öryggi og þægindi þess fólks, sem þarna býr, og reyndar Reykvikinga allra. í aðalskipulagi borgarinnar er brú yfir Elliðaárnar hugsuð skammt neðan Arbæjarstiflu. Ekki er okkur kunnugt um, að breytingar hafi verið áformaðar á brúarstæðinu. En þar sem þessi framkvæmd hefur dregizt svo úr hömlu, teljum við rétt, að það mál verði skoðað að nýju, m.a. með tilliti til vaxandi byggðar I fram- tiðinni norðaustan Grafarvogs.” Reynt verður að Ijúka Hafréttai r- rdðstefnunni á i þessi j ári OÓ-Reykjavik. Umræöur á Haf- réttarráðstefnunni, sem hófst i New York sl. mánudag eru enn tæpast komnar á þaö stig, aö þær gefi visbendingu um þaö, hvernig málin þróast þar. Fulltrúarnir, sem ráöstefnuna sitja, eru enn aö ræöa um fyrirkomulag fundanna og skipuleggja þaö gifurlega mikla starf, sem framundan er. Tveir islenzku nefndarmann- anna eru komnir til New York, Hans G. Andersen, ambassador, sem er formaður sendinefndar- innar, og Jón Arnalds, ráðuneyt- isstjóri i sjávarútvegsráðuneyt- inu. Fulltrúar þingflokkanna munu fara vestur um haf hver af öðrum næstu daga. Þeir, sem vinna aö skipulagn- ingu fundahaldanna, viröast á einu máli um, að sjálfsagt sé að reyna að hespa málum af á þessu ári. Sýnist vera meira dugnaðar- hljóð i mönnum, en til að mynda i Genf i fyrra, þar sem mál drógust á langinn. llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll | „Leit mín að Patty Hearst" I | — grein eftir fyrrverandi unnusta hennar — bls. 8 I HEYRNARLEYSINGJASKOLANUM LOKAÐ VEGNA MÚSATAUGA- VEIKI Á HEIMAVISTINNI Gsal-Reykjavik — Heyrnleys- ingjaskólanum við öskjuhliö hefur veriö lokaö, þar eö upp hef- ur komið svonefnd músatauga- veiki i heimavist skólans. Aöeins i einu tilviki hefur sannazt, aö um músataugaveiki sé aö ræöa, en i tveimur öörum tilfellum ieikur grunur á aö um þá veiki sé aö ræöa. i gær og fyrradag voru sýni tekin af öllum nemendum skól- ans, svo og starfsliöi, og þau send I ræktun. Niöurstööu er aö vænta innan fárra daga. í Heyrnleys- ingjaskólanum eru S0 til 60 nem- endur. Heimavist skólans er I þremur húsum, og hefur eitt þeirra verið einangrað, en I þvi húsi hefur veikinnar orðið vart. Þar búá 8 manns nú, en einn nemandi skól- ans, sem þar býr, 12 ára stúlka, var flutt I sjúkrahús vegna áber- andieinkenna, sem bentu til veik- innar. Sýnið, sem sannaði að um músataugaveiki væri að ræöa, var tekið úr likama Finns Sigur- geirssonar, en kona hans hefur umájón með einu heimavistar- húsanna. Finnur veiktist i siðustu viku og hafði unnið I rúma tvo daga, þegarsýnið kom úr ræktun. Var hjmn þá kallaður heim úr vinnu og settur i einangrun. Sonur þeirra hjóna, tveggja ára, ber einnig einkenni veikinnar. Læknar, sem skoöuðu sjúkling- ana fyrst, töldu að um inflúensu- tilfelii væri að ræða, enda stingur inflúensa sér viða niður á landinu um þessar mundir. í samtali við Timann I gær sagöi Finnur Sigurgeirsson, að hann hefði legið rúmfastur i þrjá daga, og veikin hefði lýst sér með miklum niðurgangi. — Ég hélt fyrst að ég væri með flensu, enda hafði ég hita i tvo daga, áður en ég hætti að vinna, sagði Finnur. — Hitinn hvarf siðan að mestu, og á Heyrnleysingjaskólinn öskjuhiiö. viö föstudaginn i siðustu viku fór ég til vinnu. Ég fór til heimilislækn- isins mins á mánudaginn, og til öryggis tók hann sýni. A þriðju- dagsmorgun kom i ljós, að þetta var músataugaveiki. Skúli G. Johnsen borgarlæknir sagði I viðtali við Timann I gær, að Heyrnleysingjaskólinn yrði lokaður, þar til niöurstöður væru fengnar af öllum sýnum, sem hafa verið tekin þar. — Svo virðist, sagði Skúli, að veikin breiðist út milli einstak- linga, en ekki með matvælum. Þessi veiki er af sama stofni og t.d. taugaveiki og taugaveiki- bróðir, en alls ekki eins alvarleg. Þessum sjúkdómum er það þó sameiginlegt, að hver einstak- lingur, sem tekur veikina, getur verið smitberi vikum saman. Borgarlæknir sagði, að nú væri rannsakað meðal nemenda og starfsliðs skólans, hvar uppruna veikinnar væri að finna, en feng- ist ekki niðurstaða af þeim athug- unum, yrði hafin rannsókn viðar. , Hann sagði einnig, að engin veru- leg hætta væri á frekari smitun, svo fremi, að hreinlæti væri i engu ábótavant. Borgarlæknir upplýsti, að sú niðurgangssýki, sem herjaði á landsmenn núna, gæti ekki verið inflúensa, þvl hún lýsti sér aldrei með slikum einkennum. Hann sagði, að inflúensa væri sjúkdóm- ur i öndunarfærum, en þeir virus- ar, sem kæmu af staö uppgangi og niðurgangi, væru oftast nefndir einu nafni iðrakvef.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.