Tíminn - 18.03.1976, Qupperneq 9

Tíminn - 18.03.1976, Qupperneq 9
Fimmtudagur 18. marz 1976 TÍMINN 9 Sjötíu ára af mæli Iðnskólans á Akureyri KA-Akureyri — 1 tilefni 70 ára afmælis Iönskólans á Akureyri var haldin hátiöasamkoma i anddyri hins nýja Iönskólahúss sunnudaginn 13. marz, að viðstöddum menntamálaráð- herra og fleiri gestum. Bæjarstjórinn Bjarni Einars- son, form. bygg igngarnefndar skólans, afhenti formlega skóla- nefndinni húsið til umráða. 20. nóvember siðastliðinn voru 70árliðinfrá þvi að skólinn tók til starfa. Iðnaðarmannafélag Akur- eyrar átti frumkvæði að stofnun skólans og hafði það verið eitt aðaláhugamál félagsins frá þvi að það tók til starfa árið 1904, og ber að þakka félaginu og aðal- hvatamönnunum, þeim Jóni Guðmundssyni og Oddi Bjöms- syni þeirra framlag i þágu skólans. 'Skólinn hóf starfsemi sina i Barnaskóla Akureyrar og starfaði i tveimur deildum, tvo tima á hverju kvöldi. Miklu fleiri sóttu skólann en iðnnemar, nám- fús æskulýður óviðkomandi iðn- aði og lærðir iðnaðarmenn sem vildu fullnema sig i dráttlist. Félagsmenn Iðnaðarmannafé- lagsins höfðu lengi haft áhuga á, að skólinn eignaðist sitt eigið hús- næði og lyktaði þvi máli svo, að tekið var tilboði frá Sveinbirni Jónssyni, að upphæð kr. 7400 um byggingu skólahúss að Lundar- götu 12, og vakti það athygli, hve rösklega þar var að verki gengið og lauk framkvæmdum á mjög skömmum tima. Sá Iðnaðar- mannafélagið algerlega um rekstur húsnæðisins og má geta þess að siðasti húsvörður þar var Sveinn Tómasson. En er timar liðu var fljótt þörf fyrir aukið húsnæði. Var þá hús- eignin Lundargata 12 seld og and- virði þess lánað til byggingar Gagnfræðaskólans, gegn afnotum af kennslustofum og annarri að- stöðu. Arið 1943 flutti svo Iðnskól- inn starfsemi sina I hið nýja hús. En vegna þrengsla I húsi Gagn- fræðaskólans fluttist starfsemin siðar að mestu i Húsmæðra- skólann og árið 1957 var skólinn starfræktur þar, sem dagskóli, i tveimur kennslustofum, en kennt að kvöldinu i Gagnfræðaskólan- um. Árið 1955 verður sú skipulags- breyting samkvæmt nýjum lög- um, að riki og bær taka við rekstri Iönskólans, en 1959 óskar skóla- nefnd hans eftir þvi við bæjar- stjórn Akureyrar að hún veiti fé og lóð til byggingar nýs iðnskóla- húss. Var Jóni Geir Ágústssyni, byggingarfulltrúa falið að gera teikningar að fyrirhugaðri bygg- ingu. Skipuð var byggingarnefnd og framkvæmdir hefjast i ágúst 1965 og hafði Jón Geir Ágústsson umsjón með þeim. Byggingar- meistarar Akureyrarbæjar, þeir Bjarni Rósantsson, sem nú er lát- inn og Oddur Kristjánsson byggðu húsið. Siðar tók Konráð Árnason við starfi Odds Kristjánssonar. Húsið er 8500 rúmmetrar að stærð, almennar kennslustofur, teiknistofur og aðstaða tyrir verklega kennslu i kjallara auk rúmgóðs anddyris. Haustið 1969 hófst svo kennsla i hinu nýja húsnæði og höfðu náms- flokkar Akureyrar þar lika aðset- ur um skeið. Deildir frá Tækniskóla Islands höfðu verið starfræktar frá árinu 1963 i húsinu við Geislagötu 5, undir forstöðu Jóns Sigurgeirs- sonar skólastjóra Iðnskólans, en fluttu nú starfsemi sina i iðn- skólahúsið I nóvember 1969 og hafa deildirnar starfað þar siðan. Siðastliðin þrjú ár hafa deildir Vélskóla tslands á Akureyri verið starfræktar i húsnæði Iðnskólans og auk þess nota Iðnskólinn og Vélskólinn sameiginlega kennslu- aðstöðu i málmiðnaði að Glerár- götu 2b. Samstarf hefur verið hið bezta milli allra þessara stofn- ana. Arið 1975 hófst verkleg kennsla i tréiðnaðardeild og málm- iðnaðardeild verknámsskólans og er stefnt að þvi, að sú starfsemi aukist á næstu árum. Námskeið i rafsuðu og logsuðu hafa verið haldin um nokkurt skeið. Aðstaða til kennslu i tré- iðnaðargreinum er mjög fullkom- in, en hafizt verður handa um byggingu nýs húsnæðis á lóð Iðn- skólans fyrir verklega kennslu i málmiðnaðargreinum i samvinnu við Vélskólann. Á siðastliðnu skólaári voru nemendur Iðnskólans tæplega þrjú hundruð, langflestir i húsa- smiði eða um eitt hundrað, en um sjötiu nemendur i málmiðnaðar- greinum. Forstöðumenn og skólastjórar Iðnskólans (Iðnaðarmannaskólans) hafa verið þessir: Sr. Jónas Jónasson 1905-1909, Adam Þorgrimsson frá 1910-1912, Lúðvik Sigurjónsson frá 1913-1917, Sveinbjörn Jónsson 1921-1924, Haukur Þorleifsson 1925-1926, Halldór Halldórsson frá Garðsvik 1927, Jóhann Frimann 1928-1938 og 1942-1955 og Jón Sigurgeirsson 1939-1941 og frá 1955. A árunum 1971-1973 fór þar einnig fram kennsla fyrir fram- haldsdeildir Gagnfræðaskólans á Akureyri. Við athöfnina á laugardaginn fluttu ávörp og ræður. Halldór Arason, form. skólanefndar, Jón Sigurgeirsson skólastjóri Iðnskól- ans, sem stjórnaði athöfninni, Bjarni Einarsson bæjarstjóri og form. byggingarnefndar skólans, en eins og fyrr sagði afhenti hann húsið skólanefndinni formlega til umráða. Jón Geir Agústsson lýsti skólanum og húsakynnum, en hann teiknaöi skólann. Vilhjálm- ur Hjálmarsson menntamálaráð- Framhald á bls. 10 Fyrstu lyf jatæknarnir útskrifast ÞETTA er fyrsti hópurinn, sem Lyfjatæknaskóli íslands útskrifar, og hafa þessir fyrstu lyfjatæknar fengið lög- gildingu heilbrigðisráðherra. A myndinni eru efri röð frá vinstri: Pálina Pálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Anna Sigur- brandsdóttir, Soffia Georgs- dóttir, Kristln Guðmundsdótt- ir, Halldóra Helgadóttir, Gyða B. Eliasdóttir, Erna Björns- döttir, Lilja D. Gunnarsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Júliana Friðjónsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Karen Arnadóttir, Itagnheiður Aðalsteinsdóttir, Kristin Sveinsdóttir, Axel Sig- urðsson, Hulda Axelsdóttir, Erla Rúriksdóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir. Á myndina vantar Stefaniu Halldórsdótt- ur, Ingibjörgu Kristinsdóttur og Jón V. Guðlaugsson. Lyfjatæknafélag tslands var stofnað 31. janúar 1976, og eru stofnfélagar 21 talsins. t stjórn voru kosnar: For- maður Soffia Georgsdóttir, varaformaður Kristin Guð- mundsdóttir, gjaldkeri Erna Björnsdóttir, ritari Anna Sig- urbrandsdóttir og meðstjórn- andi Halldóra Helgadóttir. Lyfjatæknaskólanum er ætlað það hlutverk að tæknimennta aðstoðarfólk við lyfjagerð og lyfjaafgreiðslu. Námið tekur 3 ár og er verklegt og bóklegt. Skólastjóri er Axel Sigurðsson lyfjafræðingur. liFI.Hn OBEKHOf- mfljyenRooa- UIETTHRmPfE /CHflfKt flm Rtnn/TtK; ouerhi ei//CHflEltRUP- aflHfigeRun mfl//En/Kitfluf /OtmiEDEfRO Xll.oivmpl/CHE minTER/PIEŒ 19761 XII.OLVmPIÆHE UJinTER/PIELE 1976 Olympíuleikar Vetrarólympiuleikanna i Innsbruck hefur verið minnzt viða urn heirn. Af öllurn þeirn ó- kjörum af útgáfum, sem til- kynningar hafa borizt um, tek ég hér útgáfuna frá Austur-Þýzkalandi, en þar eru gefin út 6 frimerki auk blokkar. Ólympiuleikarnir hófust 4. febrúar og eru hinir 12. i röðinni. 'Á blokkinni er mynd af svæði þvi, sem leikarnir voru háðir á i Innsbruck og nágrenni ásamt merki leikanna, en á hinum merkjunum eru stilfærðar myndir af sviðum þeirra iþróttagreina, er Þjóðverjar taka þátt i. Merkin eru teiknuð af Joa- chim Riez, i Karl Marx Stadt, gefin Ut i 25 stykkja örkum, prentuð i djúpprentun og komu út 2. desember sl. Upplag merkjanna er frá 2—7 milljónum. Danska jólamerkið Það tókst alveg sérstaklega vel til hjá Dönurn rneð jóla- rnerkjaútgáfuna á sl. ári. Þetta var H.C. Andersen-ár og vitan- lega var ekkert jafn kjörið, sern rnynd á rnerkið og hinar fallegu einföldu pappirsklippirnyndir, eftir H.C. Andersen. Athygli skal vakin á, að sér- stakur bæklingur um merkin pappirsklippmyndirnar og til- XII.OIVITIPI/CHE LUIDTER/PIELE1976 4T* Þetta kann að hljóma undar- lega I eyrum frimerkjasafnara, en nú hafa Bandarikin farið að gefa út frimerki án verðs. Þetta eru hin svokölluðu jólafrimerki, sem gilda aðeins, sem burðar- gjald undir almennt bréf að vissri upphæð á hverjum tima. Þegar verðbreytingar verða á burðargjöldum, þarf þvi ekki að gefa út ný frimerki, heldur þurfa pósthúsin að telja birgðir sinar af merkjum þessum og bæta hækkuninni við tölu þeirra merkja, sem á lager eru. Þetta er engan veginn ný hugniynd. Alþjóðasvarmerkin frá áramót- urn 1974—1975 eru einnig svona gerð og verður þvi ekki skipl um þau þótt burðargjaldsbreyting- ar verði, heldur verða þau að- eins hækkuð i verði. Hvernig væri að taka þessa hugmynd að einhverju upp hér'í Sigurður II. Þorsteinsson. urð merkjanna fæst frá „Jule- mærkekontoret, Frederiks- holms Kanal, DK-1220, Köben- havn K". Jólamerki L.Í.F. Jólamerki L.l.F. kom nokkuð seint að þessu sinni, en það er grænt og grátt, með mynd tveggja kerta og hinum venju- lega ramma. Merkið fæst i fri- merkjaverzlunum. Verðlaus frímerki

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.