Tíminn - 18.03.1976, Side 11

Tíminn - 18.03.1976, Side 11
Fimmtudagur 18. marz 1976 TÍMINN 11 Leikmenn Bayern eru óstöðvandi... GERP MULLER...... skoraði 2 mörk fyrir Bayern Munchen. — þegar þeir eru í þessum ham, sagði Helmut Schön, eftir að Bayern hafði skorað skotið Benfica í bólakaf — 5:1 ★ Real Madrid heppið og Dynamo Kiev úr leik — Leikmenn Bayern eru óstöövandi, þegar þeir eru í þessum ham, sagði Helmut Schon, einvaldur landsliðs V-Þjóðverja, eftir að hann hafði séð Evrópumeistara Bayern Munchen skjóta Benfica á bólakaf (5:1) á Olympíuleikvanginum í Miin- chen. 74.500 áhorfendur sáu leikmenn Bayern gera stórskotahríð að marki Portú- galanna í síðari hálf leik — þá sendu þeir knöttinn 5 sinnum í netið hjá þeim og ætl- aði allt um koll að keyra á troðfullum áhorfendabekkjunum og fagnaðarbylgjan heyrðist um allt Bæjaraland. Markasmiðjan Gerd Muller skoraði 2 mörk og þeir Bernd Duernberger (2) og Karl-Heinz Rummenigge bættu við hinum þremur mörkunum. Nene skoraði mark Benfica — og voru öll mörkin skoruð í síðari hálf- leiknum. PSV Eindhoven frá Hollandi tryggði sér rétt til að leika i und- anúrslitunum, þegar liðið vann sigur (3:0) yfir Hadjuk Split frá Júgóslaviu i Eindhoven, eftir framlengdan leik. Split-liðið sigr- aði (2:0) i Júgóslaviu — en eftir venjulegan leiktima i gærkvöldi, var staðan 2:0 fyrir Eindhoven og þurfti þvi að framlengja. Þá gerði Van der Kuylen út um leikinn, með góðu marki — og geysileg fagnaðarlæti brutust út á meðal hinna 20 þús. áhorfenda. 120 þús. áhorfendur, sem voru á Estadio Santiago Barnabeu i Madrid i gærkvöldi, ætluðu að tryllast af gleði, þegar Santillana tókst að tryggja Real Madrid áframhaldandi þátttöku i Evr- ópukeppninni, með þvi að skora EVROPUKEPPNI AAEIST ARALIÐA Bayern Munchen — Benfica ..5:1 St. Etienne — Pynamo Kiev... 3:0 Eindhoven — Iladjuk Split... .3:0 Reai Madrid — Borussia....1:1 GEYSILEG SPENNA Á UPTON PARK — þegar West Ham nóði að vinna upp 2 marka forskot Haag- liðsins og komst í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa LUNDtJNALIÐIÐ West Ham hafði heppnina méö sér á Upton Park í London, þegar það mætti Den Haag þar I gærkvöldi. Leik- mönnum West Ham tókst það ótrúiega — þeirnáðuaðvinna upp tveggja marka forskot (4:2) Haag-liðsins, með þvi að vinna góðan sigur (3:1) og var marka- talan jöfn 5:5 I báðum ieikjunum — en West Ham komst áfram, þar sem leikmenn liðsins skoruðu fleiri mörk á útivelli. 29.829 áhorfendur voru á Upton Park og ætlaði allt vitlaust að verða, þegar leikmönnum West EVROPUKEPPNI BIKARHAFA Zwickau — Celtic........1:0 Frankfurt — Strum Graz..1:0 WestHam—Haag ...........3:1 Wrexham — Anderlecht....1:1 Ham tókst að skora þrjú mörk á aðeins 7 mínútum i fyrri hálfleik — Alan Taylor, Frank Lampard og Billy Bonds, úr vitaspyrnu. Schoenmarker tókst að minnka muninn (3:1) i byrjun siðari hálf- leiks — og var mikil spenna eftir það. Leikmenn West Ham vörðust vel og héldu tveggja marka for- skotinu, þrátt fyrir mikla pressu Hollendinganna. Jóhannes Eðvaldsson og félag- ar hans i Celtic-liðinu voru slegnir út úr Evrópukeppninni i A-Þýzka- landi, þar töpuðu þeir (0:1) fyrir Sachsenring Zwickav. Celtic-lið- ið, sem lék án Bobby Lennoxog Andy Lynch — veikir, mátti hirða knöttinn úr netinu hjá sér eftir aðeins 4 minútur. Það var Ludwig Biank sem skoraði markið fyrir A-Þjóðverkana, en hann skoraði jöfnunarmarkiö (1:1) á Parkhead I Glasgow i fyrri leik liðanna. HM-stjarnan Bernd Hölsenbein skoraði sigurmark Frankfurt gegn Strum Graz. Frankfurt. Sachsenring Zwickav West Ham og Anderlechtleika i undanúrslit- um Evrópukeppni bikarhafa. — SOS ALAN TAYLOR.... kom West Ham á skrið. > Jafntefii hjó United_____J MANCHESTER United tapaði dýrmætu stigi á Carrow Road i Norwich I gærkvöldi i 1. deildar- keppninni ensku — en liðin gerðu jafntefli 1:1. Gordon Hill skoraði mark United á 7. minútu leiksins, en Phil Boyer tókst að jafna fyrir Norwich á 74. minútu — 100 deild- armark hans. Urslit I Englandi urðu þessi i gærkvöldi. 1. nEILD: Norwich—Man. Utd.........1:1 2. OEILD: Nott. For,—Sunderland....2:1 W.B.A.—BristolCity ......0:1 Þá lék úrvalslið ensku deild- arinnar gegn úrvalsliði skozku deildarinnar á Hampden Park i Glasgow. Enska liðið sigraði (1:0) og skoraöi Leeds-leikmað- urinn Trevor Cherry markið.sos jöfnunarmark (1:1) spánska meistaraliðsins i siðari hálfleik. Spennan var geysileg, þvi að Jupp Heinckeshafði skorað mark fyrir Borussia Mönchengladbach i fyrri hálfleik og var v-þýzka lið- ið þá komið með betri saman- lagða (3:2) markatölu —og útlitið var ekki gott hjá Real Madrid. En Santillana náði að jafna (1:1) og var samanlögð markatala þá einnig jöfn (3:3) — en Real Madrid komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Dynamo Kiev fékk skell i Frakklandi — tapaði fyrir St. Eti- enne 0:3 eftir framlengdan leik. Staðan var 2:0 fyrir St. Etienne og þurfti þvi að framlengja, þar sem Kiev-liðið sigraði 2:0 i Rúss- landi. 1 framlengingunni skoraði Rocheteau þriðja mark Frakk- anna, við mikinn fögnuð hinna 40 þús. áhorfenda, sem sáu leikinn. Það eru þvi Bayern Munchen, Real Madrid, PSV Eindhoven og St. Etienne sem leika i undanúr- slitum Evrópukeppni meistara- liða. — sos Liverpool ófram.... LIVERPOOL tryggði sér rétt til að leika i undanúrslitum UEFA- bikarkeppninnar i gærkvöldi, þegar Mersey-liöið vann góðan sigur (2:1) yfir Dynamo Dresden frá A-Þýzkalandi á Anfield Road. 39.300 áhorfendur sáu þá Jimmy Case og Kevin Keegan skora mörk Liverpool. Liverpool, Barcelona, Ham- burger SV og FC Brugge leika I undanæurslitum. UEFA-BIKARINN Liverpool — Dresden......2:1 AC Milan — FC Brugge.....2:1 Levski — Barcelona.......5:4 Stal Mielec—Hamburger ....0:1 Ólafu Evrópumeistaratitill blasir nú við Ólafi H. Jónssyni, Axel Axels- syni og félögum þeirra í Dankersen-liðinu, sem unnu góðan sigur (15:13) yfir svissneska liðinu B.S.V. Bern á miðviku- dagskvöldið i Bern. Dankersen-liðið er ör- Evrópumeistarar? uggt með sigur gegn Svisslendingum í síðari leiknum, sem fer fram í Minden. Það verður örugglega spænska liðið Granollers, sem mætir Dankersen i úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa — Spánverjarnir unnu góðan og óvæntan sigur yfir Oppsal i Osló, og eiga nú eftir að mæta Norðmönnunum aftur á Spáni. ólafur skoraði eitt mark i leinum i Bern, en Axel, sem er ekki búinn að ná sér eftir meiðsli i nára, skoraði 2 mörk. Axel skoraði bæði mörkin úr vitaköstum, en hann kom að- eins inn á, til að taka þau — en lék annars ekki með. ÓLAFUR JÓNSSON. AXEL AXELSSON.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.