Tíminn - 24.04.1976, Side 2
2
TÍMINN
Laugardagur 24. april 1976
ARFLEIFD ESKIMÓA OG NÚTÍMAMENNING
Á GRÆNLANDSVIKU, SEM HEFST í DAG
SJ-Reykjavik. — Siðdegis i dag
hefst Grænlandsvika i Norræna
hUsinu. Markmiðið með þessari
menningarviku er að gefa innsýn
i það sem um er að vera á Græn-
landi nú á dögum, en geysilegar
breytingar hafa orðið þar siðasta
aldarfjórðunginn, þótt landið sé
enn á mótum gamals og nýs tima
og ólikra menningarsamfélaga.
Nú i' vikunni komu hingað þátt-
takendur frá Grænlandi og Dan-
mörku, sem koma fram á vik-
unni, og fleiri voru væntanlegir.
t sýningarsölum, anddyri og
bókasafni hússins verður listsýn-
ing og sýningar á bókum og ljós-
myndum. Þar er reynt að gefa
viðtæka hugmynd um grænlenzka
alþýðulist. Einnig eru sýndar
höggmyndir, oliumálverk, teikn-
ingar, grafik og tréskuröur eftir
ýmsa listamenn. Landsbókasafn
Grænlands sýnir þróun græn-
lenzkrar bókaútgáfu, einnig eru
sýndar bækur útgefnar 1975 hjá
Det Grönlandske forlag, græn-
lenzkar námsbækur og blöö.
Á veggjum eru grænlenzk ljóð
ásamt islenzkum og dönskum
þýöingum og ljósmyndir úr þjóð-
lifi Grænlendinga.
Þá eru fyrirlestrar um menn-
ingu og atvinnulif á Grænlandi
mikill liður i Grænlandsvikunni
og kvikmyndasýningar eru dag-
lega.
t dag kl. 17.15 flytur Karl Elias
Olsen skólastjóri Knud Rasmus-
sen lýðháskólans i Holsteinborg
erindi sem hann nefnir „Hlutur
Grænlands i norrænni sam-
vinnu”. 24 nemendur stunda nám
við lýðháskólann, en kennsla fer
fram á timabilinu nóvember til
mai', en að sumrinu er auk þess
margvisleg starfsemi á vegum
skólans. Nemendur eru á aldrin-
um 18-50ára. Skólastjórinn litur á
það sem hlutverk skólastarfsins
að hjálpa nemendum til að skilja
stöðu si'na i samfélaginu með þvi
að lesa um sögu lands sins og
ræða um framtiðina. Hann telur
það einnig hlutverk skólans að
safna þjóðlegum fróðleik og
menningararfi. Nemendur hafa
tekið þátt i ráðstefnuhaldi, og i
nóvember næstkomandi tekur
skólinn m.a. þátt i ráðstefnu i Al-
aska um samfélag Inuit eskimóa.
Kl. 20.30 verða sýndar kvik-
myndirnar ,,Palos brudefærd” og
,,Knud”, en hún fjallar um land-
könnuðinn og þjóðfræðinginn
Knud Rasmussen.
„Palos brudefærd” var tekin
sumarið 1933 i Angmagssalik, og
stjórnaði Knud Rasmussen upp-
tökunni. Með þessari heimildar-
kvikmynd hafði hann i huga að
varðveita á ljóslifandi hátt lifs-
baráttu eskimóanna, gleði þeirra
og sorgir frá timanum áður en
hviti maðurinn settist að i land-
inu.
Knud Rasmussen sigldi sjálfur
f'rá einni byggð til annarrar til að
kynna hugmynd sina, og stefndi
siðan öllum Angmagssalikbúum
til stórveizlu. A þann hátt hugðist
hann fá yfirsýn yfir þá, sem hann
gæti valið út til að fara með hlut-
verk i kvikmyndinni. Peter
Freuchen hefur i einni bóka sinna
sagt frá þvi, þegar Knud Ras-
mussen kom siglandi til „nýlend-
unnar” fremstur i heilum flota
sökkhlaðinna kvenbáta, sem i
voru herskarar kvenna, barna og
hunda, og á eftir komu kajakar i
hundraðatali. Og i Angmagssalik
var haldið hóf, eitt þeirra, „sem
lifið býður nær aldrei til
Knud Rasmussen fann þarna
leikara, og kvikmyndin var tekin
samsumars, eftir að sigrazt hafði
verið á ótrúiega örðugum aðstæð-
um. Þetta varð siðasta verk Knud
Rasmussens. Hann var orðinn
sjúkur maður þegar er verið var
að taka á siðustu metra kvik-
myndafilmunnar, og lifði ekki að
sjá árangur þessa stórvirkis.
A sunnudag kl. 14.30 visa rithöf-
undarnir og myndlistarmennirnir
til vegar á bókasýningunni. Kl.
17.50 flytur H.C. Petersen fyrr-
verandi lýðháskólastjóri fyrir-
lestur um náttúru Grænlands. Kl.
20.30 er dagskrá, sem nefnist
Grænlenzkar bókmenntir, en þar
lesa Hans Lynge, Kristian Olsen,
Aquigssiaq Möller og Arkaluk
Lynge úr eigin verkum og ræða
ritstörf sin. Kynnirer Karl Kruse
ráðgjafi hjá Fræðslusambandi
Grænlendinga i Godthab.
A mánudag kl. 17.15 flytur H.C.
Petersen fyrirlesturinn „Mál-
staður Grænlendinga”, „Den
grönlandske sag”. Kl. 20.30 ræða
listakonan Aka Hoegh og Karl
Kruse um listamenn og val á við-
fangsefnum og segja frá listsýn-
ingunni i kjallara Norræna húss-
ins.
Meðal þeirra sem koma fram
siðar á Grænlandsvikunni eru
fyrirlesararnir Peter Egede
deildarstjóri, Þór Magnússon
þjóðminjavörður, Ólafur Hall-
dórsson handritafræðingur, sr.
Kolbeinn Þorleifsson, Ingmar
Egede skólastjóri kennaraskól-
ansiGodthab, sem stofnaðurvar
1345, en þar stunda nú 25 nemend-
ur nám, sem tekur ýmist tvö ár
eða fimm ár.
Auk aðila, sem þegar hafa verið
nefndir eru „Grafisk Værksted” i
Godtháb, „Grönlands Oplysnings
Forbund”, Fræðslusamband
Grænlendinga og Den Kongelige
grönlandske Handel”, Konung-
lega Grænlandsverzlunin aðilar
að sýningunni, og starfsmenn
Grænlandsverzlunarinnar munu
sjáum aðgrænlenzkir réttir verði
á boðstólum i Norræna húsinu i
vikunni. Einnig verða e.t.v. til
sölu grænlenzkar handunnar vör-
ur og frimerki.
Við upphaf Grænlandsvikunnar
i dag flytja ávörp Maj-Britt Imn-
ander forstjóri Norræna 1 húss-
ins, Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra, Sven Aage
Nielsen ambassador og fulltrúi
Grænlendinga.
Álftanessslysið:
Bæði lest oglúkar
sjófyllti samtímis
— slíkt þolir ekkert skip,
segir siglingamálastjóri
Gsal-Reykjavik — i sjóprófum,
sem haldin hafa verið vegna
Alftanessslyssins, hefur komið
fram, að bæði lest og lúkar
skipsins sjófyllti á skömmum
tima, auk þess sem sjór komst
inn i brú gegnum opinn glugga.
Að sögn Sigurðar Ilalls Stefáns-
sonar, héraðsdómara kom fram
viö sjóprófin, að lúkarinn haföi
veriö opinn og lestarhlera vant-
aði yfir lestaropið.
— Mér þykir ótrúlegt, án þess
að ég vilji kveða upp nokkurn
dóm i þvi sambandi, aö véla-
skiptin eða hvalbakurinn hafi
ráðið úrslitum. Það þolir ekkert
skip, að bæði lest og lúkar sjó-
fylli samtimis, sagði Hjálmar
R. Bárðarson, siglingamála-
stjóri i samtali við Timann i
gær, en hjá Siglingamálastofn-
un er nú verið að kanna hver
áhrif vélaskiptin og uppsetning
hvalbaks hafi verið á legu
þyngdarpunkts skipsins.
Sjóprófum vegna slyssins
verður haldið áfram að sögn
Sigurðar Halls Stefánssonar,
héraðsdómara, og kvaðst hann,
isamtali við Timann, óska eftir
þvi við Siglingamálastofnunina,
að hún léti sjóréttinum i té gögn
um breytingarnar, sem gerðar
voru á sk ipinu, svo hægt væri að
kanna áhrif þeirra, og hvort þær
gætu hugsanlega átt einhverja
sök á slysinu.
Þeir sex skipverjar, sem lifðu
af slysið, hafa komið fyrir rétt-
inn, svo og áhöfn Hrafns Svein-
bjarnarsonar II, sem bjargaði
skipverjum.
Fyrsti
sumar-
dagur
BÍLL FÓR ÚT AF
VIÐ BRYGGJU
- MEÐ 6 FARÞEGA,
EN ENGAN SAKAÐI
Sumarið heilsaði meö
indælis vcðri vföast hvar á
landinu á sumardaginn
fyrsta. Margar skrúðgöngur
voru farnar, og bæði úti- og
inniskemmtanir voru mjög
fjöisóttar. Yngsta kynslóðin
var fjölmennust i skrúðgöng-
unum, en mcöfylgjandi
myndir tóku Gunnar og G.E
af skrúðgöngu i Breiðholti og
i Vesturbænum af skrúð-
göngu skáta þar á sumar-
daginn fyrsta.
KS Akureyri — I.aust fyrir klukk-
an ellefu s.l. fimmtudagskvöld
lenti stór bandariskur fólksbili út
af veginum noröan við Höfners-
bryggju á Akureyri og hafnaði i
sjónum. Sex manns voru i biln-
um, og sluppu aiiir ómciddir.
BQlinn skemmdist mjög mikið og
mesta mildi var að þarna skyldi
ekki verða stórslys.
A miðvikudagskvöldið var
brotizt inn i Nýjabió, og mun lítils
háttar af peningum hafa verið
stolið. Málið er upplýst, og voru
þarna að verki tveir menn um tvi-
tugt.