Tíminn - 24.04.1976, Side 5
Laugardagur 24. april 1976
TÍMINN
5
Taugaveiklurs
á háu stigi
Alveg er hún kostuleg
taugaveikiun Visis og Mbl.
vegna þeirra viöbragða ioft-
skeytamanna aö neita brezka
fiotanum um hvers kyns fjar-
skiptaþjónustu, nema i
ncyðartiifellum, en sú dkvörð-
un hefur bitnaö á blaðamanni
Visis, sem staddur er um borð
i brezkri freigátu.
Það er grófasta föisun þess-
ara blaða, að halda þvi fram,
að með þvi að neita að af-
greiöa simtöl VIsis seu loft-
skeytamennimir aö koma á
einhvers konar ritskoðun. Það
er svo fjarstæðukcnnt að
halda slíkri kenningu á iofti,
að varla tekur að ræða það.
Máiið snýst einfaidiega um
það, hvort islendingar eigi
yfirieitt að hafa nokkur sam-
skipti við brezka árásarflot-
ann, hvort sem um er að ræða
fjarskiptaþjónustu eða þjón-
ustu á öðrum sviðum. Þannig
hafa islenzkir flugumsjónar-
menn ekki veitt brezku
njósnaþotunum þjónustu né
heldur fá þær að lenda hér. Og
sömuieibis eru allar hafnir
landsins iokaðar fyrir brezk-
um togurum og hjálparskip-
um þeirra, nema i neyðartil-
felium.þegar flytja þarf sjúka
til lands.
Um þessa stefnu hefur rikt
einhugur mebal landsmanna
til þessa.
Viljo Mbl. og Visir
opna hafnirnar
fyrir Bretum?
Ekki verður annað skilið á
hinum móðursýkislegu skrif-
um Visis og Mbi. en að þau
I
1
ll
Ritstjórar Mbl. og VIsis,
Matthias og Þorsteinn Pálsson.
vilji breyta hér til — I nafni
ritfrelsisins!! Og þá er næsta
skrefið væntanlega að opna
hafnirnar fyrir brezku frei-
gátunum svo hægt sé að skila
blaöamanni Visis i fsienzkri
höfn. Væri það ekki i samræmi
viö fyrri kröfuna — og I þeim
tilgangi að auðveida frétta-
manninum störf hans?
Óskyldum málum
ruglað saman
Það er ekkert við þaö að at-
huga, þó að isienzkir fjölmiðl-
ar geri sér far um aö kynnast
viðhorfum andstæðinga okkar
i landhelgisdeilunni. Það hafa
raunar allir fjötmiðlarnir
gert.t.d. hefurMbl. sent menn
til Bretlands. Þannig, að það
er ekkert nýtt, að sjónarmið
Breta i landhelgismálinu séu
kynnl. En það þýðir ekki endi-
lega, að slik fréttaöflun hafi
einhvern forgang, sem gangi
út yfir bönn, sem sett hafa
veriö á brezka árásarflotann.
Meö þvf rugla hinir tauga-
veikluðu ritstjórar VIsis og
Mbl. saman tveimur óskyld-
um málum. Enginn hefur
krafizt neinnar ritskoðunar I
þessu sambandi, og Timinn
ber enga ábyrgð á þvi, þó að
ritstjórar þessara tveggja
blaða hafi fengið þá firru á
heilann. Hver og einn getur
hins vegar dæmtum það sjálf-
ur, hvort Visir og Mbl. hafi
ætið túlkað Islenzkan málstað
á sem heppilegastan hátt.
Bæði eru þau t.d. málsvarar
flokks, sem getur ekki undir
neinum kringumstæöum
hugsað sér að draga úr við-
skiptum við Breta, og fleira
mætti telja til.
Ekki sama
hverjir brjóta lög
Árásir Vfcis og Mbl. á loft-
skeytamennina eru ómakleg-
ar. Engu að sibur neyðist
rikisstjórnin til þess að beina
tilmælum til þeirra um að af-
greiða simtöl frá brezku frei-
gátunum til að koma I veg fyr-
ir, að alþjóöalög séu brotin. A
það atriöi lögðu Vfcir og Mbl.
mikia áherzlu. Hins vegar
gera þessi blöð minna úr si-
cndurteknum brotum brezku
freigátanna, sem þverbrjóta
öll siglingarlög og hafa gert
itrekaðar tilraunir til að sigla
islenzk varðskip niður.
Lokið ofan á
Astæða væri til að fara
nokkrum oröum um sóðalcgan
leiöara,sein birtist i Visi i gær
I tilefni af skrifum um þessi
mál. Það biður þó betri tima.
ilins vegar varö ritstjóra Visis
tiðrætt um sorp og er það I
samræmi viö þann orðstir, er
Visir hefur aflað sér á
skömmum tima. Ýmsum þyk-
ir vafalaust timi kominn til að
setja lokið ofan á þá sorp-
tunnu, sem Visir er óneitan-
lcga orðinn. En svo mikið
frjálslyndi rikir I Fram-
sóknarflokknum, að Fram-
sóknarmenn myndu aldrei
gera tillögu um slikt.
— a.þ.
P. Stefánsson er með bilasýningu um helgina og kynnir þar m.a. Austin Alegro, nýjasta bilinn frá Lay-
land. Austin Alegro er 5 gira framhjóladrifsblll með vökvaf jöðrun. Einnig veröa sýndar aðrar bifreiðar
sem P. Stefánsson selur, þar á meðal nýja gerðin af Morris Marina, Austin Mini, Austin 1275 GT, Land-
rover og Range Rover. Þá er einnig sýndur fyrsti Landroverinn sem kom til landsins árgerð 1948.
Aðstoð íslands við þróunarlöndin
— ráðstefna að Hótel Loftleiðum í dag
gébé Rvik — i dag hefst ráðstefna
að Hótel Loftleiðum á vegum
stofnunarinnar Aðstoð islands við
þróunarlöndin, og nefnist hún
Viðskipti og þróun. Ráðstefnan
stendur aðeins i dag, en til hennar
hefur sérstaklega verið boðið
nokkrum þingmönnum, svo og
fulltrúum frá þeim stofnunum,
sem hafa hagsmuna að gæta i
sambandi við landbúnað, sjávar-
útveg og iðnað i viðskiptum við
þróunarlöndin. Einar Ágústsson,
utanrikisráðherra, mun flytja á-
varp á ráðstcfnunni.
Ráðstefnan Viðskipti og þróun
hefstað Hótel Loftleiðum klukkan
tiu f.h.,og er áætlað að henni ljúki
um klukkan sex i kvöld. Formað-
ur stofnunarinnar Aðstoð íslands
við þróunarlöndin, Ólafur Björns-
son prófessor, setur ráðstefnuna,
en siðan mun Einar Agústsson ut-
anrikisráðherra flytja ávarp. Er-
indi verða nokkur flutt á ráðstefn-
unni, en það eru þeir Stefán
Gunnlaugsson, fulltrúi i við-
skiptaráðuneytinu, Baldur ósk-
arsson, ritstjóri, og Úlfur Sigur-
mundsson, framkvæmdastjóri,
sem þau flytja. Að öðru leyti
verður unnið i starfshópum á ráð-
stefnunni og almennar umræður
verða um þau mál, sem þar ber á
góma.
Alls munu um sextiu manns
sitja ráðstefnuna, en annars er
hún opin öllum þeim, sem áhuga
hafa á þessum málum.
Augiýsið í
Tímanum
Akureyri: Passíukórinn í söngferðalag
ks Akureyri — Passiukórinn á
Akureyri heldur tónleika helgina
24.-25. april. Verða þeir fyrst I
Skjólbrekku I Mývatnssveit
laugardaginn 24. aprD síðdegis,
en aðrir tónleikar verða I Húsa-
vikurkirkju um kvöldið, og
sunnudaginn 25. april verða tón-
leikar i Akureyrarkirkju klukkan
17. Á efnisskrá kórsins eru að
þessu sinni þrjú eftirtalin tón-
verk: Magnificat eftir Vivaldi,
Psalm 112 eftir Handel og Missa
brevis eftir Mozart. Stjórnandi er
Roar Kvan, en einsöngvarar eru
Guri Egge Sópran, Rut Magnús-
son alt, Lilja Hallgrimsdóttir
sópran, Jón Hlöðver Áskelsson
tenór og Sigurður Demenz
Franzson, bassi.
Hljómsveitin verður að mesu
skipuð nemendum úr Tónlistar-
skölanum í Reykjavík, en einnig
nokkrir frá Akureyri. Þelta er
þriðja árið i röð, sem Passiukór-
innbeitirsér fyrir flutningi stærri
kirkjutónverka.
Nú hefur Passiukórnum verið
boðið til Reykja vikur til þátttöku i
norrænum tónlistardögum, sem
verða f lok júni. Þar verða flutt
nútimatónverk og hefur kórinn
tekið að sér að flytja eitt þeirra,
sem er eftir sænska tónskáldið
Ingmar Nilveden. Æfingar á
verki þessu eru hafnar.
Á næsta hausti er fyrirhugað að
hefja æfingar á Messiasi eftir
Handel.
YOKOHAMA
SUMARDEKK
Tollvörugeymsluverð:
1100-20-14 striga I. a f turdekk
'1100-20-12 strigal. framdekk
1000-20-14 str iga I. a f tu rdekk
1000-20-14 strigal. framdekk
1000-20-12 strigal. framdekk
900-20-14 striga I. a fturdekk
900-20-12 strigal. framdekk
825-20-12 strigal. framdekk
700-20-10strigal. framdekk
kr. 60.385.-
kr. 54.915.-
kr. 55.787.-
kr. 55.787.-
kr. 50.934,-
kr. 46.004.-
kr. 41.820,-
kr. 35.913.-
kr. 16.411.-
Véladeild
Sambandsins
HJÓLBARÐAR
HÖFÐATÚNI 8 SÍM116740