Tíminn - 24.04.1976, Síða 6

Tíminn - 24.04.1976, Síða 6
6 TÍMINN Laugardagur 24. aprll 1976 Ætiö heill og sæll, Agúst bóndi! Þegar pistilinn hefur skrifaö Agúst, bóndi á Brúnastoðum, og fyrrverandi alþingismaður, finnst mér ekki óviðeigandi að leggja út af honum nokkur orö, ekki sizt af þvi að undirtektir urðu engar eftir pistil hinn fyrri um tryggingamál bænda. Svo kom annar i sama dúr i Timanum þ. 26. 3. Og nú tek ég undir þo ao ekki sé ég á sömu linu i öllum atriðum, en i meginefninu greinir okkur ekki mikið á, þvi að markið er eitt, leiðirnar að þvi ekki þær sömu. Satt er það og rétt, tilviljanir einar mega ekki ráða. hversu er né fer um afkomu bændastéttarinnar i hvert sinn sem veðurfarið leikur hana grátt. Við ráðum ekki við veðráttuna, það geta veðurfræðingarnir ekki heldur. Þeir eru að spá, en þó að einatt sé rétt spáð, koma stundum falsspár úr þeirri átt, svo segja vmsir að minnsta kosti i skúra- veðrum á sumrum. En það er margvislegt veðurfarið, sem getur valdið tjóni á uppskeru eða verðmætum bænda. Fárviðri og rok skal fyrst telja. Það eru við- sjárverð fyrirbæri sem varla verður við ráðið. Votviðri og þurrkleysi valda vanda við hirðingu heyja, en til eru ráð. sem þar geta komið til mótvægis. Hitt er svo annað mál. að þeim ráðum er allt of litill gaumur gefinn. Kalt loftslag ræður enginn við, það veldur alltaf takmörkuðum vexti jarðargróðurs. Fyrir okkur er vist litiö annað að gera en nota nógu riflega áburðarskammta til að þær hitagráður. sem vantar. Og svo gætum við vafalaust haft gott gagn af skjólbeltum, ef við ræktuðum þau eins og gerist hjá grannþjóðunum. Frostnætur um vaxtartimann gera stundum stórtjón, einkum hjá kartöfluræktendum og við næturfrosti er ekki margt hægt að gera til viðnáms, en úr áhrifum þess má draga eitthvað, með við- eigandi búnaði. Kaliðer illvigasti vágesturinn og það veldur jafnan stórfelldu tjóni, sem litil eða engin ráð eru enn þekkt til að fyrirbyggja. Ofþurrkargera mjög sjaldan tjón hér á landi nema á hæstu hólum norðan lands og austan, en i lang- vinnum þurrkum kemur gras- maðkur sumsstaðar i slóð of- þurrka og veldur þá tjóni. Mundu þá ekki taldir þeir mikilvægustu meinvaldar, sem veitast að eftirtekju bænda og gera stundum usla. misjafnlega mikinn eftir landshlutum, eftir staöháttum eða vissum atvikum? Gegn þeim þurfa bændur að tryggja sitt til þess að treysta af komumöguleikana. Tryggingamál Þegar þvi er slegið föstu, að þaö sé bæði eðlilegt og nauðsynlegt, að viðleitni sé synd eftir megni til þess að tryggja bændur gegn vá og miklum vanda, þegar misæri hótar að kippa stoðum undan tilveru þeirra og atvinnuvegarins i heild. getur verið ágreiningur um hve hátt skuli stefnt i þvi efni og hvaða leiðir skuli velja til athafna. Ég er þeirrar skoðunar, að þar séum við á vegi staddir að prófa skuli um áraröö þá starfsemi, sem þegar er búiö að móta og sem ég ætla að vona aö verði afdrifa- rik til ágætis, og miklu betri en þær leiðir, sem grannþjóðir okkar hafa valiö á hliðstæðum vegum. Er þvi rétt að rifja upp hvað hér hefur gerzt, og þaö þekkir þú nú raunar Agúst, þó að ýmsum sé þaö e.t.v. ekki ijóst. A Alþingi 1964 var samþykkt tillaga til þingsályktunar um, aö nefnd yrði skipuö .til þess að kanna leiöir og leita úrræða um fyrirkomulag trygginga, sem gætu gripið í streng og stutt bændur i misæri, sem einkum i kalafrum rýrir eftirtekju þeirra harkalega og um leið efna- hagsafkomuuna. Fyrir tilstilli landbúnaðarráðuneytisins var nafndin skipuð. í henni áttu sæti: Ólafur E. Stefánsson ráðunautur, formaður Gunnar Guðbjartsson, form. Stéttarsambandsins Þorsteinn Sigurösson, form. Búnaðarfélags tslands Gisli Kristjánsson, ritsjóri og sér til stuönings réði nefndin Guðjón Hansen, trygginga- fræöing. Um tryggingamál & F til Agústs Þorvaldssonar, ibónda á Brúnastöðum Nefndin tók fljótlega til starfa, aflaði fjölmargra gagna og fjöl- breyttra um tryggingamál bænda i öörum löndum, frá ýmsum þátt- um búskapar, og leitaðist við að meta þau i ljósi islenzkra stað- reynda og viðhorfa. Sérstaklega voru þrautkannaðar forsendur uppskerutrygginga, sem Sviar höfðu þá starfrækt i 3 ár og Norð- menn og Finnar hugðu taka til fyrirmyndar og gerðu svo skömmu siðar. Eftir allumfangs- Agúst Þorvaldsson. miklar athuganir á þessu sviði komst nefndin að þeirri niðurstööu: 1. að hér vantaöi þvi nær allar þær forsendur, sem þar var stuðzt við i ákvörðunum um gjaldkvaðir og bótaskyldu, af þvi að meðaltölur um eftirtekju og verðmæti hennar um tiltekin árabil voru óþekktar stærðir 2. t öðru lagi, og það var þyngst á metum, að kostnaður viö mat og útreikninga alla hafði þá reynzt svo umfangsmikill, og dýrt aö framfylgja forskriftum um framkvæmd laganna, að kostnaðurinn hafði i vissum tilvikum reynzt nema stærri fjárhæðum en greiddum bóta- skyldum, en þá eins og raunar siðan, var miðað við sjálfs- ábyrgö 20% fráviki frá meðal- tali uppskerumagns. Nefndinni virtist hér vera for- dæmi til viðvörunar og varð niðurstaða hennar þvi sú, að við skyldum velja aðra leið. Tillögur okkar beindust þess vegna inn á þá leið, að efla bæri Bjargráðasjóö og gera hann þeim vanda vaxinn aö afstýra vá, er veðurfar og óhöpp af ýmsu tagi hóta bændum og búskap þeirra. Nefndin skilaði tillögum sinum til landbúnaðarráðuneytisins i desember 1965, 17 mánuðum eftir að hún var kvödd til starfa. Framhaldið Sjálfsagt þekkir þú framhaldið Agúst minn. Landbúnaðarráöu- neytiðsendi frumvarp til laga um þessi tryggingamál til Búnaðar- þings 1966. Þar voru ýmsar breytingartillögur færðar á vett- vang, sem ýmist voru felldar meö nafnakalli eöa almennri atkvæða- greiðslu og málalokin þar uröu þau, að öll meginatriði úr tillög- um nefndarinnar stóðu óbreytt. Siðan fór frumvarpið til hins háa Alþingis. Sögu þess á þeirri slóð er óþarft að rekja hér, hana þekkir þú auðvitað miklu betur en ég. Þú varst i hópi þeirra, sem þá sátu á þingi og þið voruð svo framsýnir að móta og endurmóta lög um Bjargráðasjóð, sem raunar voru endurbætt siðar til þess fyrirkomulags, sem nú er ráðandi, og i þeim dúr, sem trygginganefndin frá 1964 lagði til. Með eflingu Bjargráðasjóðs og mótun búnaðardeildar þar, lögum samkvæmt, viljum við ætla að hann geti komið til liðs við bændur og búalið á hliðstæðan hátt og gerist meðal bræðraþjóða okkar, með þeim mismun þó, að hér kostar meðferð málanna i reynd aðeins litinn hundraðshluta af þvi, er þar gerist með þeirra starfsaðferðum. Rikisþing Svia lofaði i upphafi að fjármagna uppskeru- tryggingasjóð þeirra á þrem árum, siðan skyldi hann starfa sjálfstæður og óstuddur. Reynsl- an hefur orðið allt önnur. Norð- menn hugðu á hliðstæða byrjun. Hjá þeim fór lika allt á annan veg. Hvað eftir annað hafa rikissjóðir beggja landa orðið aö leggja af mörkum fjármagn, langt fram yfir það, sem gert var ráð fyrir, svo ekki færi allt i strand. Vegna affalla 1975 er t.d. talið, að norska Stórþingið verði nú að leggja af mörkum 2800 milljónir isl. króna (85 millj. n.kr.) úr rikissjóði ti! þess að tilskildar bætur verði greiddar. Norskir bændur eru 25 sinnum fleiri en þeir islenzku. Þú þekkir og veizt hvernig fjár- magn kemur i búnaðardeild Bjargráðasjóðs okkar og að rikiö leggur fram fjármagn að hálfu. Ég trúi þvi statt og stöðugt, að búnaðardeildin valdi hlutverki sinu og af reikningum ársins 1975 sé ég að hún er á góðri leið til vaxtarauka, við vonum að góð ár framundan efli hana og að litt eða ekki komi til stórútgjalda vegna misæris eða stórtjóna, jafnvel þó að sjálfsábyrgð væri metin eitt- hvaö minni en meö öðrum gerist. Ég ætla, Agúst sæll, að þú hafir veriðmeðal þeirra, sem á Alþingi réttu upp hendur til framdráttar þeim lagastaf, er gerir Bjarg- ráöasjóð að bjargvætti, sem bændum reynist sannnefndur hollvættur i efnahagsmálum, hversu sem veöurfar hagar sér. Þökk sé þér fyrir það framlag þitt til þess máls. Afföli af annarri gráðu En það eru til atriöi i búnaöar- sögu og búrekstri islenzkra bænda, sem hallast af þvi aö forsjálni er stundum önnur og minni er vera ber, og má vel vera að á þeim vettvangi geti orkað tvimælis hvenær Bjargráða- sjóður á að hlaupa undir bagga. Aðstoð Bjargráðasjóðs er eðlileg þegar veikindi búenda hafa hindrað fóðuröflun að sumrinu. En hvað segir þú um þá búendur, sem eru i skemmtiferöum mesta annatima heyskaparins og hefja ekki heyskap fyrr en i ótima og skortir svo fóður þess vegna? Eöa hvað segir þú um það ef forsjálni skortir til að hirða grös og koma fóðri undir þak svo allt eða nokkuð fer i ólestur? A Alþingi Islendinga hafa setiö og sitja enn þeir, sem semja lög og reglur, er bændur og aðrir borgarar eiga að hlita. Sumir eru afbragös aðilar, aðrir góðir og gegnir, réttsýnir eöa rangeygðir, og svo eru til i hópnum bullu- strokkar, það vil ég staðhæfa. Sem fulltrúi sunnlenzkra kjósenda áttir þú þar sæti og samþykktir lög og reglur meö öðrum. og mér hefur sýnzt, að þingmenn þins kjördæmis hafi stöðugt verið i beztu röðum hátt- virtra þingmanna. En ykkur hefur þó yfirsézt, það er vist mannlegt. Og i ákveðnu efni, sem sérlega varðar bændur, hafið þið verið herfilega rangeygðir, og þar hefur þú, Agúst, gert þitt til að hvetja sunnlenzka bændur til að taka rammskakka sólarhæð i framkvæmdamálum. Skal ég nú rökstyðja það nánar. Ég reikna með að þú litir i FREY og lesir það mátgagn að nokkru. Um langa áraröð reyndi ég þar að beina sjónum bænda að þvi hve nauðsynlegt það er að efla sem bezt geymsluskilyrði vot- heys, og verka verulegan hluta Gisli Kristjánsson. fóðursins að sumrinu sem vorhey til vetrarforða. Þetta hefur þú gert með þvi að reisa hina ágætustu votheysturna við fjósið þittog geymir þar i vetur um 55% af fóðurfeng þinum frá siðasta sumri og ert um leið sönn fyrir- mynd sunnlenzkra bænda i þvi efni. Þetta hefur komið sér vel á liðnu sumri. En á Alþingi réttir þú upp hönd á sinum tima til sam- þykkis þvi að bjóöa bændum allt að 100% meiri opinbera aðstoð til þess að móta skilyrði til þurr- heysverkunar en til votheysverk- unar. Hvernig þetta hefur borið að, er mér torskilið eins og hitt á sinum tima þegar fjárhagsráö synjaði rúmlega 90 bændum á einu ári um byggingu votheys- i turna en veitti leyfi tyrir aðeins 10. Þá varst þú ekki svo mikils ráöandi i ,,pólitikinni” að nokkurt vald væri i þinni hendi um það né lagastafi. En fyrirheitin til bænda um miklu meiri opinbera aðstoð til þess að verka þurrhey en vothey var að parti á þinu valdi og skal það ekki rakið frek- ar hér, það getur þú séð svart á hvitum pappir i Frey nr. 5 1976. Hér er um fóðurverkunarmál að ræða. Sem bóndi heima á Brúnastöðum ert þú hagsýnn höldur, en sem löggjafi á Alþingi varst þú á allt öðrum meiði þegar umrædd löggjöf var samin. Þaö munar þó um minna en að fá loforð um allt að þvi tvöfalt meiri aðstoð til þess að verka fóörið sitt sem þurrhey i stað votheys. Hafir þú greitt atkvæði þitt gegn þeim lagagreinum, sem kveöa á um þetta, þá bið ég mikillega afsökunar á ummælinu. En nú þarf ég i næsta atriði að koma á framfæri hvilik fyrirmynd búhöldurinn á Brúnastöðum er i búskaparlegu tilliti, þvert ofan i viðhorfin með atkvæðagreiðslu á Alþingi. Fóðurnýting i misæri. Sumarið 1975 var ekkert stórúrfellasumar um Suöurland, en það var ekkert þurrkasumar. Grasið óx en nýting var afleit um landið sunnan- og vestanvert. Mælingar forðagæzlumanna á fóðurfeng bænda sýna álika rúmmál heimafengins fóðurs og fyrra ár, en gildi þess til næringar búfénu er allt annað. Heföu sunnlenzkir bændur átt votheysturna á borð við Brúna- staðabændur þá hefði útkoman orðið allt önnur um gildi fóðurs- ins, en raun ber vitni. Forðagæzluskýrslurnar frá siðasta hausti segja, að á Brúna- stöðum sé um 55% heimafengins fóðurs vothey, i Hraungerðis- hreppi 26%, heimafengins fóðurs vothey, i Arnessýslu 19%, heima- fengins fóðurs vothey, i Rang- árvallasýslu 8%, heimafengins fóðurs vothey. Grasið óx hjá ykkur öllum, en það vantaði möguleika til að bjarga þvi á rétt- um tima og á bezta hátt til vetrar- fóðurs. Sumt var ekki slegið fyrr en i september, þá hálfgert timb- ur. Að svona fór i þetta sinn er hvorki veðurfarinu eða Guði almáttugum að kenna og eigin- lega er stórt ? hvort búnaðardeild Bjargráðasjóðs á að svara beiðn- um um aðstoð þegar svona sjálf- skaparviti eru ráðandi og valda afföllum á eftirtekju bændanna. Þessi handvömm hefur leitt til þess, að af þurrheyi þarf a.m.k. 2,2 kg i hverja fóðureiningu að meðaltali sunnanlands i ár og það er raunasaga. Það er raunasaga þegar þess er um leið minnzt sem staðreynd, að votheyið i turnun- • um þinum hefur fóðurgildi, sem nemur 1,3 kg þurrefni i hverja fóðureiningu, auðvitað verkað af grösum af sama túni og almennt gerðist á þinu túni, sem mun álika og annarra. Votheyið þitt Agúst, er að fóðurgildi mjög ámóta og hraðþurrkaða grasið i kökum Skeiðabænda og kögglunum frá Grasköggla- verksmiðjunum, ,sá er bara munurinn, að votheyið kostar_ aðeins rúmlega helming á við hið hraðþurrkaða. 410 þúsund rúmmetra þurrhey á 40 F.E. rúmmetra á siðasta sumri segir, að fóðurgildi nemi 16,4 milljónum F.E. en hefði verið rúmlega 20 milljónir F.E. i meðalári. Það þýðir tap 4 millj. F.E. að minnsta kosti, eða 160 milljónir króna i Arnessýslu ef fóðureiningin er á 40 kr. Hefðu allir verkað vothey á borð við Brúnastaðabændur þá hefðu smámunir einir runnið út i sand- inn og i sjóinn. Og nú skal ég segja þér meira. Frændur okkar, Norðmenn, verkuðu vothey s.l. sumar 682 milljónir F.E. i vothey og 316 milljónir F.E. þurrhey (bráðabirgðauppgjör), með öðrum orðum 2/3 gróffóðursins sem vothey. Þar hefur lengi verið unnið að fóðurverkunarmálum af viti og sérlegri aðstoö lögum samkvæmt.....það er ekki bara aðstoð hins opinbera við að reisa votheyshlöður sem þar ræður, heldur einnig sálfræðil. viðhorf og svo stjórnmálaleg eining um verkefnið”, segir i bréfi til min frá NOFO (miðstöð votheys- rannsókna og tilrauna með vot- heysgerð þar i landi), fyrir nokkrum dögum. A tslandi hafa áhrif stjórn- málamanna áreiðanlega hindrað framgang fóðurverkunar hlið- stætt þvi, sem gerzt hefur i Noregi og þannig skaðað islenzkan landbúnað um hundruð milljónir króna s.l. ár.Efna- greiningarnar á votheyi Brúna- staðabænda sýna, að um 140 F.E. munu vera i hverjum rúmmetri i turnunum og þetta magn marg- faldað með 380 rúmmetrum gefur til kynna, aö þar eru margar F.E. vothey. Það segir um leið, að i hverjum rúmm. i votheysturni er 3,5 sinnum fleiri F.E. en i rúmm. stabba i þurrheyshlöðu. Heill þér Agúst Þorvaldsson! Þetta bréf er orðiö miklu lengra en ætlað var i upphafi, en ég mátti til meö að taka mið af búskap á Brúnastöðum við ráöandi kring- umstæður eftir afdrif siðasta sumars. Ég get ekki betur séð, en bezta tryggingin gégn afföllum i óþurrkasumrum sé einmitt for- dæmiðá Brúnastöðum. Hefðu 200 bændur i Arnessýslu átt 150 rúmm. hver i votheyi i turnum hefðu þannig bjargazt þær fjórar milljónir fóðureininga sem eyddust i hrakningum þurrheys- ins. Minna má nú gagn gera. Nú vona ég að fyrirmynd þin um fóðurverkunarskilyrði, verði hið bráðasta, mörgum til eftirbreytni og að „pólitisk” lokaráð jólasveinanna á Alþingi verði að litlu höfð um sinn, Með beztu kveðjum Gisli Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.