Tíminn - 24.04.1976, Qupperneq 8
8
TÍMINN
Laugardagur 24. april 1976 Laugardagur 24. april 1976
TÍMINN
9
Gunnar Stefánsson:
Frumhlaup
Jóns Öskars
Jón Öskar rithöfundur hefur
fundiö sig knúinn til aö gera at-
hugasemdir viö greinarkorn sem
ég birti hér i blaöinu fyrir hálfum
öörum mánuöi. Grein min fjallaöi
um tvær nýjar ljóöabækur, Sólin
og égeftir Kristján frá Djúpalæk
og Yrkjur eftir Þorstein Valdi-
marsson. Astæöan til þess aö Jón
Óskar tekur til máls er þó ekki
fyrstog fremst umhyggja i garö
skáldbræöra. En ég haföi leyft
mér aö vitna i nýja minningabók
Jóns, Kynslóö kalda striösins á
annan hátt en höfundi likar. Heföi
' ég þó „hlotiö aö vita”, segir Jón
Óskar, ,,aö mér muni litil þægö i
aö bók min sé notuö til óþurftar
gömlum kunningjum minum”.
Óneitanlega er þaö nokkuö kynd-
ugt aö maöur sem skrifar bók-
menntasöguleg heimildarrit skuli
kvarta undan þvi að bók hans sé
notuö og til hennar vitnaö i um-
ræðu um bókmenntir samtimans.
En þetta er raunar i samræmi viö
annað i grein Jóns sem öll er
býsna undarleg lesning.
Astæöan til þess aö ég vitna i
minningabók Jóns Óskars i grein-
arstúf minum er næsta einföld.
Svo vildi til að ég haföi nýlokiö aö
lesa hana þegar ég fékk i hendur
nýjar ljóöabækur ofannefndra
tveggja skálda. En þessi skáld
nefnir Jón Óskar samanoftar en
einusinni og jafnan á sömu lund:
þeim var hossaö vegna þess aö
þeir héldu sig viö kunnuglegar
slóöir samtimis þvi sem atóm-
skáldunum var sýnd andúö og
tómlæti.
Jón Óskar lætur aö þvi liggja að
ég hafi falsaö ummæli hans um
Kristján og Þorstein og reynir á-
kaft aö bera af sér aö hafa farið
um þá niörandi oröum. Ég vil
ekki sitja undir ásökunum um aö
falsa tilvitnanir. Þvi skal ég nú
taka upp nokkrar linur af tveim
stöðum i bók Jóns sem tala skýru
máli um mat hans á þessum
skáldbræðrum sinum:
Snemmaí Kynslóö kalda stríös-
ins skýrir Jónóskar frá þvi aö ár-
ið 1949 varö Hannes Sigfússon aö
gefa út Dybilvöku sjálfur, enda
útgefendur litt ginnkeyptir fyrir
ljóðahandritum þar sem á ein-
hvem hátt var vikiö af gömlum
brautum. Siðan segir: „Kristján
frá Djúpalæk var þá eina ljóö-
skáldið af yngri kynslóð sem naut
einhverrar virðingar sökum þess
aö hann rlmaði vel og þjóölega.
Hann var málsvari samskonar
skálda sem þóttu nógu þjóðleg, en
þurfti þó sjálfur aö gefa út sumar
bækur sinar, að þvi er ég bezt
veit, en var hins vegar oröinn
verölaunaskáld 1951. Þá voru
veitt verölaun á listamannaþingi
þvi ljóöskáldi af yngri kynslóö
sem taldist hafa bezt ort siðan
seinasta listamannaþing var
haldið, sem sé frá þvi áriö 1945.
Tómas Guömundsson og fleiri
dæmdu Kristjáni verölaunin og
var hann samkvæmt þvi álitinn
fremstur ungra skálda um þær
mundir. Einkum var hann þó
mikils metinn meöal sósialista,
ungra sem gamalla, enda var
hann sósíalisti sjálfur, og Bjarni
frá Hofteigi, bókmenntalegur
lærimeistari ungmenna, skrifaöi
lofsamlega um bækur hans”.
(Bls. 27—28).
Aftar i bókinni, i kafla sem
nefnist Staöa min meöal rithöf-
undasegir Jón Óskar frá þvi hve
samherjar hans i hópi sósialista
sýndu honum litinn áhuga áriö
1951: „En Sósialistaflokkurinn á
Islandi haföi einnig komið sér upp
ljóöskáldi sem hafa skyldi það
hlutverk að vera efnilegasta ungt
ljóöskáld á Islandi. Þaö var ekki
Kristján frá Djúpalæk, eins og
sumir gætu haldið, þar sem hann
var mjög vinsæll meöal óbreyttra
liösmannaum þær mundir, þann-
ig aö einkar meðfærilegt heföi átt
aö vera aö lyfta honum upp á
þjóðskáldabekkinn, heldur Þor-
steinn Valdimarsson. Hann var
að þvi leyti aögengilegri um þær
mundir fyrir menntaöri hluta
flokksins að hann var fjölbreyti-
legri i bragarháttum en Kristján
og gat stundum viö fljótlegan
lestur sýnst nýstárlegui, þótt
hann væri það ekki nema aö tak-
mörkuöu leyti. Meö þessu gátu
menntamennirnir i flokknum tal-
ið sér trú um að þeir væru ekki
afturhaldssamir gagnvart nýrri
ljóðagerð, heldur skilningsrikir.
En I rauninni var þessi afstaða
þeirra hvað mest sönnun um
afturhaldssemi þeirra, þvi fátt
orkaöi jafn máttvana og vand-
ræðalega á þeirri tiö og þjóö-
kvæöastQl Þorsteins og fleiri”.
(Bls. 152—153).
Vitanlega er ég engan veginn
aö gera þetta mat Jóns óskars aö
minu þóttég tilfæri orö hans. En
ummæli sem þessi eru þó til
marks um þaö hvernig ungt
„atómskáld” um 1950 telur nú,
aldarfjórðungi siöar, aö bók-
menntamati hafi verið háttaö á
Islandi á þeirri tiö sem hann
sjálfur, Þorsteinn Valdimarsson
og Kristján frá Djúpalæk voru aö
hasla sér völl. Ég fæ ekki séö aö
sú ályktun min sé fjarri lagi að
Jón Óskar telji dálætiö á ljóöum
Kristjáns og Þorsteins, samhliöa
tómlæti um ljóö atómskáldanna
svonefndu, vitna um afturhalds-
saman bókmenntasmekk. En
þettavar þaö sem ég dróút úr bók
Jóns i ritdómnum sem fór svo
mjög fyrir brjóst honum.
Annaö i grein Jóns Óskars er I
stil viö kattarþvott hans vegna
ummælanna i Kynslóö kalda
striösins. Hann þykist af mikilli
skarpskyggni hafa fundiö ástæð-
una fyrir gagnrýni minni I garö
Kristjáns frá Djúpalæk. Ég hafi
sem sé talið þörf á aö verja ólaf
Jónsson bókmenntagagnrýn-
anda! Ekki reynir Jón óskar á
nokkurn hátt aö andmæla mati
mlnu á þeim kvæöum Kristjáns
sem ég taldi misheppnaöan
skáldskap, og raunar alls engan
skáldskap. En Jón lætur þess ekki
getið aö ég benti einnig á nokkur
ljóö I bók Kristjáns sem ég taldi
snotur og geðfelld. Annars er mér
engin launung á þvl aö ég tel tvær
siöustu ljóðabækur Kristjáns
næsta veikburöa og litt frumlegan
skáldskap og engan veginn
standa viö þau fyrirheit sem
beztu ljóö hans frá fyrri tlð gáfu
og kvæöasafniö t vingaröinum,
1966, er til marks um. Ég taldi
rétt að benda mönnum á þetta
safn um leið og ég ræddi um nýj-
ustu bók höfundar, enda tel ég að
þaö veiti allgóöa hugmynd um
einkenni á skáldskap Kristjáns og
haldi til haga flestum minnileg-
ustu kvæðum hans.
Oröum minum um Þorstein
Valdimarsson umsnýr Jón Óskar
meö svipuöum hætti og ööru.
Segir hann að ég dæmi Þorstein
„lélegt skáld”, einkum vegna
þess aö hann hafi aöhyllzt guö-
speki! Ekkert i grein mmni gefur
tilefni til slikrar ályktunar. Ég
lagöi áherzlu, á, aö I beztu kvæö-
um Þorsteins sé ósvikinn lýriskur
seiður og ljóðrænar smáperiur sé
aö finna á við og dreif i bókum
hans. A hinn bóginn vék ég einnig
aö takmörkunum hans, eins og
þær koma mér fyrir sjónir. Tel ég
ljóöagerö hans bresta fastmótaöa
heimspekilega afstööu sem tengi
hana saman og málsmekkur hans
er einnig að minni hyggju nokkuð
brigðull. Kemur þaö ekki sizt
fram i hinum lengri og flóknari
ljóöum skáldsins. Oröaði ég þaö
svo i ritdómnum aö mér virtist
„yndi Þorsteins af rómantlskum
faguryrðum stundum hlaupa meö
hann I gönur”. Einnig lét ég I ljós
þá skoðun aö bók hans Yrkjur
væri betri og heilsteyptari ef
vinzaö heföi veriö úr tækifæris-
ljóöunum sem setja mikinn svip á
hana.
Niöurlagsorð min um þessi
skáld, aö heimspekileg undir-
staöa skáldskapar þeirra sé veik,
viröist koma sérlega illa viö Jón
Óskar. Með þessu átti ég viö aö
ljóð þeirra ná að mlnum dómi
ekki lengra þegar bezt lætur en
vera fallegar lýriskar stemmn-
ingar, án þess aö lesandinn finni
aö heildstæö llfsskoöun eöa heim-
spekilegt viðhorf liggi að baki.
Það er til marks um þá vöntun
hversu mistæk þessi skáld eru.
Það er hending ein hvenær þau
hitta á aö yrkja kvæöi sem standi
undir sér. I ljóöum meiri háttar
skálda sem standa á traustari
grunni veröur niðurstaðan á hinn
bóginnsú.aöskáldskapurþeirra i
heild reynist miklu merkara at-
hugunarefni en eitt og eitt kvæöi.
Kvæðin eru vitanlega misgóö, en
þau vitna um alvarlega gllmu viö
heiminn út frá einhverjum sam-
ræmdum sjónarmiöum. Um þetta
mætti nefna dæmi bæöi lífs og liö-
inna skálda Islenzkra. Meöal ann-
ars skálda af kynslóð Kristjáns og
Þorsteins, en þaö er ein firran I
grein Jóns Óskars aö ég vilji gera
lltiö úr kynslóö þessara skálda.
Eg er ekki eins áhugasamur að al
hæfa um heilar kynslóöir og Jón
Óskar. Gagnrýni minni er beint
að þessum ákveðnu skáldum, en
ekki heilli skáldakynslóð. Hélt ég
raunar aö þaö ætti aö vera öllum
ljóst.
Ungu fólki til fróöleiks segist
Jón Óskar vilja gera grein fyrir
heimspekilegri undirstööu þeirra
Kristjáns og Þorsteins. Sú grein-
argerö segir þó næsta lltið. Hér er
sem sé veriö aö ræða um heim-
spekilegt viöhorf I skáldskap.
Menn geta veriö guðspekingar og
sósíalistar (nokkuö skrýtin
blanda), ættjarðarvinir og and-
stæöir hernaöarbandalögum, án
þessaðslik sjónarmiö efli skáld-
skapþeirra hiö minnsta. Þar eiga
viö þau orð séra Hallgríms sem
ég vitnaði til i margnefndum rit-
dómi: góö meining enga gerir
stoö.
Jón Oskar lýsir þvi yfir I lcdc
greinar sinnar aöhannhafi engan
hug á aö deila viö mig um bók-
menntir. Þá fer aö veröa vandséö
hvaöa erindi hann átti á ritvöll-
inn. Jú, reyndar. Hann taldi sig
þurfa einu sinni enn að hnýta I
gagnrýnendur. Það er hans rtírill,
sbr. ummæli hans i Kynslóö kalda
striösins um grein nokkra I Lifi og
listl950: „Veit ég eldci til að neö-
ar hafi verið komist I þvættingi
um islenzkar bókmenntir fyrr en
nýir bókmenntafræðingar komu
til skjalanna upp úr 1960”. (Bls.
72). Þetta telur Jón óskar vist
ekki sleggjudóma þótt hann beri
öðrum á brýn að iöka slikan mál-
flutning og fjargviörist yfir viö-
kvæmni gagnrýnenda. Þaö er svo
önnur saga sem varöar einnig af-
stööu Jóns óskars til hinna út-
hrópuöu gagnrýnenda aö hann
lætur útgefanda sinn auglýsa
Kynslóö kalda strlösins meö
glefsum úr ritdómum um fyrri
minningabækur sinar, viöurkenn-
ingaroröum sömu manna og hann
nú hrakyrðir mest I bók sinni.
Af niðurlagsorðum Jóns Óskars
verður ekki annaö séð en hann
telji að höfundar eigi aö vera
undanþegnir aöfinnslum ef þeir
hafa fengizt við skáldskap um á-
kveðinn árafjölda. Slik ummæli
varpa skýru ljósi á hugsunar-
hátt Jóns Óskars og mega þvi
kallast veröugur endahnútur, aö
ekki sé sagt kóróna, á þessari
undarlegu ritsmiö hans.
14.april 1976.
Leikendurnir.
EITT PATENTIÐ ENN Á FJÖLUNUM
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
FIMM KONUR
eftir Björg Vik.
Þýöandi:
Stefán Baidursson.
Leikmynd:
Þorbjörg Höskuidsdóttir.
l.eikstjóri:
Eriingur Gislason.
Lýsing:
Kristinn Danielsson.
Leikritið Fimm konur eftir
norsku skáldkonuna Björgu Vik
var frumsýnt i fyrri viku, en
höfundur þessara orða sá lik-
lega þriðju sýningu, sem var á
sklrdag. I ritgerð um höfundinn
segir LennartLagerwall, að það
sé sjaldgæft fyrir konu að verða
mikilsmetinn leikritahöfundur,
og að hún hafi unnið markvisst
að þvi að auka sjálfstraust sitt
sem blaðamaður og rithöfund-
ur, og Fimm konur mun vera
framlag höfundarins til kvenna-
ársins, sem lQriega kemur til
með að verða álika áhrifarikt
fyrir stöðu konunnar og aflát
nýlendustefnunnar hefur orðið
fyrir þjóðir Afrlku. Um viðhorf
sitt til „stöðu konunnar” segir
Björg Vik þetta á einum stað:
„Hugtakið ,,að vera kvenleg”
veröur að öðlast nýja merkingu,
frábrugðna þeirri, sem það
hefur haft. Nú orðið er ég farin
að finna til annars konar sam-
kenndar með kynsystrum min-
um en áður. Þessi samkennd er
blessunarlega laus við við-
kvæmni, áöur hætti henni tU að
laga sig að aðstæðum, nú finnst
mér hún knýja á, hvetja tU at-
hafna og ég finn, að úr henni
getur sprottiö eitthvað, sem
máli skiptir. Við eigum ekki
lengur að hugga hver aðra með
einhverjum smáglaðningi eða
fylla tómleika og þrá hver ann-
arrar með einhverju, sem
einungis dreifir huganum, nú
verðum við að gerast meðvitað-
ar um okkur sjálfar.trúaá okkur
sjálfar og hver aðra.”
LeUcurinn gerist með þeim
hætti,að fimm gamlar vinkonur
ogskólasystur hittast heima hjá
einni úr hópnum, Hönnu, sem er
fráskilin, og þær halda svo eins-
konar saumaklúbb fyrir leik-
húsgesti. Þærfá sérl glas, og þá
liðkastum málbeinið svo að um
munar, og þær segja frá reynslu
sinni hver eftir aðra, en þessi
hvimleiða aðferð er að verða
eitt allsherjar patent i skandi-
navískri leikritagerð. Formúla,
sem tröllriður leikhúsum okkar
undir ýmsum nöfnum. Allt er
slétt og fellt á yfirborðinu, og
svo er tekið glas, ellegar leikur-
inn er beinllnis látinn gerast á
vitlausraspitala, og svo opnast
dömurnar og „reynsia” þeirra
reynist alls ekki svo lltil, né
heldur hvað þær hafa mátt þola.
í þessa taðkvörn er svo bætt
hæfilegum skammti af rógi um
karlpening og kynferðismálin,
til þess, að tryggja nauðsynlega
aðsókn og umræðu meöal
manna.
LeUcritið Fimm konur mun
hafa fallið I góðan jarðveg á
kvennaárinu, sem ekki er óeðli-
legt. Þá rikti sérstök stemmn-
ing, menn væntu þá nýrra tið-
inda af konunni, umræða um
þessi mál átti þá fullan rétt á
sér, og var I rauninni timabær,
en núna er verkið að nokkru
leyti úr takti við timann. Þetta
er eins og að horfa á jólaleikrit
Charles Dickens um Jónsmess-
una. Menn eru farnir að hugsa
um annað núna líka konan.
A hinn bóginn er kvennaárs-
leikrit Bjargar Vik vel skrifað,
jafnvel mjög skáldlega á köfl-
um, og það á sína spretti, en
sem dramatiskt verk má það sin
harla litið. Hápunktur þess fer
fyrir ofan garð og neðan og
reynist litt sannfærandi.
Persónur leUcsins eru fimm
konur, sem eru i ólikri aðstöðu
(i samræmi við formúluna
góðu): Hanna (Margrét Guö-
mundsdóttir), fráskilin móöir,
sem'vinnur úti og dreymir um
að gera kvikmynd, sem flettir
oían af kerfinu, jafnvel þótt hún
þurfi að skriða meö átta milli-
metra myndavél um jörðina.
Elinborg (Kristín Anna
Þórarinsdóttir),sem er listmál-
ari og býr lengst af ein i köfa úti
við ströndina, meðan karlinn
stundar konur inni I borginni.
Anna Maria (Bríet Héöinsdótt-
ir),er lika gift og kennari, en
hefur gert hitt úti á svölum og á
baðinu með einhverjum mönn-
um, en hefur mannað sig upp i
að fá sér fastan elskhuga.
Þá er það LUlý (Bryndis
Pétursdóttir) sem er bara
venjuleg húsmóðir og barna-
maskina. Einskonar hámark á
niðurlægingu konunnar I nýja
stil, og að lokum Sif, sem ekki
hefúr gifzt (Sigriöur Þorvaids-
dóttir),en leikur sér að dauðum
flugum — og lifandi. Hún er
fyrirferðarminnst I leiknum, en
um margt vel gerð persóna og
fer llklega dýpst i skáldlegu
innsæi.
Þær stöllur ná góðum árangri
i hlutverkum sinum. þá sérstak-
lega þær Bryndís Pétursdóttir,
Briet Héöinsdóttir og Margrét
Guðmundsdóttir. Tækifæri Sig-
riðar Þorvaldsdóttur eru mUdu
minni, en hún gerir hlutverki
sinu ágæt skil, svo langt sem
það nær. Kristin Anna Þórarins-
dóttir nær hinsvegar ekki góð-
um árangri. Mjög gölluð radd-
beiting á þar stærsta sök og
veldur eiginlega hálfgerðr': skelf
ingu i húsinu. Þetta verður að
hluta aö skrifa á reikning leUc-
stjörans, Erlings Gislasonar,
sem hefði átt að gripa i taum-
ana.
Aö öðru leyti kemur leUckonan
vel fyrir á sviði, og t.d. eru
hreyfingar eðlilegar og Vel
gerðar.
Um leikstjórn Erlings Gisla-
sonar er það hinsvegar að segja,
að hún er að mestu snurðulaus.
Það skal játað, að sá sem þetta
ritar hefur ekki heldur neina
reynslu af saumaklúbbum eða
nemendamótum miðaldra
kvenna. Þó finnst manni að upp-
setningin sé meðal annars
byggð á smámunum og kven-
legri hegðan innan sins ramma.
Ef til vill hefði átt að láta kven-
mann setja þetta á svið, þótt
ekki sé hægt að fullyrða, að
árangurinn hefði orðið betri.
Uppátæki eru dálitið einhæf,
am.k. á köflum. LeQcmyndin er
heldur ekki alltof góð, og hjálp-
ar verkinu ekki mikið.
Óþarfa umgangur á baksviði
(gengið fyrir ljós t.d.) spillir
sýningunni, a.m.k. þessari.
Þótt skammt sé liðið frá
kvennaári verkar leikritið
Fimm konur á mann likt og
timaskekkja. Höfundur setur
ekki upp vigstöðvar, þar sem
skipzt er á skotum yfir viglin-
una, heldur er ráðizt með orðum
á tilbúnar forsendur, þar sem
enginn er I rauninni til varnar,
og i þokunni endar það með þvi
aö herflokkurinn er farinn að
berjast innbyrðis og feUur fyrir
\ eigin vopnum, en ekki and-
stæðingsins —þvi þráttfyrir allt
þarf tvo til, eins og þar stendur.
Jónas Guömundsson.
Björg Vik, höfundur leikritsins.
Kerstin Thorwall:
HVERS VEGNA DREKKA UNGLINGARNIR?
Grein sú sem hér birt-
ist er þýdd úr almanaki
eða árbók sænskra
bindindismanna árið
1975.
Við íslendingar höfum
oft nokkra hneigð til að
meta meira álit og um-
sögn útlendra manna en
innlendra. Þó að svo
væri ekki, höfum við
gott af að frétta um við-
horf manna erlendis og
t.d. hvort áfengismálin
eru nokkuð áhyggjuefni
þar eða ekki.
Um höfund þessarar
ritgerðar veit ég þvi
miður allt of litið, þó hef
ég séð i dönsku vikublaði
stuttar hugleiðingar eft-
ir hana.
Hvort hún er sænsk
eða dönsk veit ég ekki,
— en það er lika aukaat-
riði....
Á föstudaginn fer pabbi að
kaupa inn. Hann fer i verzlun,
sem kölluð er Rikið og þar mega
börn ekki verzla. Þaðan kemur
hann heim með þungan pakka,
sem glamrar og gutlar i, þegar
hann er hreyfður.
Þegar Gréta frænka og Jónas
frændi, eru væntanleg til hádegis-
verðar, fer mamma út að kaupa.
Alltaf þegar á að gera einhvern
dagamun, eða þegar kominn er
laugardagur og vinnu er lokið
koma pakkarnir i eldhúsið. Pabbi
og mamma drekka þetta sem
keypter I Rikinu. Svo hlægja þau
mikið. Þau hlægja að engu stund
um verða þau lika rauö og sveitt I
framan og augun gljáandi.
— Það er gott að fá glas af og
til, — segir mamma, — maður
þarf þess með.
— Þetta fór nú vel, segir pabbi
eftir að hafa hallað sér aftur á
bak og tæmt glas með einhverju
gagnsæju i.
Áfengi og
hátiðabrigði
Kynni barna af áfenginu eru oft
sögulegri. Pakkarnir úr Rikinu er
hluti af llfinu, sunnudagslifinu,
viðhöfninni, gleðinni. Barninu
verður þ^ð snemma ljóst, að eigi
eitthvað að vera skemmtilegt,
þarf fyrst að fara i Rikið. Barnið
hlustar og sér. Það veit sinu viti.
— Og hugsiö ykkur, — segir
frænka og þiggur með þökkum
dálttið meira rauövln, — það var
hræðilegt, þaö var brotizt inn i
sumarbústaðinn nóttina fyrir
fimmtudagsafmæliö hans. En það
vildi svo vel til, að þau voru ekki
komin þangað meö áfengiö. Þið
sjáið hvað það heföi þýtt. Þau
komu þar á laugardaginn og gest-
irnir væntanlegir þremur timum
seinna. Sjö kilómetra frá borg-
inni,- og Ríkið lokað. Það hefði
orðið áfall, ef þau hefðu staðið
uppi allslaus.
Barnið situr og heyrir þessa
lærdómsriku sögu. Um matinn er
ekkert sagt. Matur i fimmtugsaf-
mæli er yfirleitt ekki nefndur.
Það er hægt aö halda upp á
fimmtugsafmæli matarlaust. En
ekki áfengislaust.
Seiiina fer barnið ef til vill utan
með foreldrum sinum. Á sólar-
landinu furðulega sitja þau og
tala við einhverja landa sina. —
Já en i Dubrovnik var það ennþá
ódýrara. Drottinn minn, þar var
konjakkiö ódýrt. En rauðvinið er
betra hér. — Os.frv.
Áfengið er sjálfsagt, auðvelt
umræðuefni, þegar menn hittast.
Það er öllum sameiginlegt
tiltæki, öllum stéttum án
kynslóðabils.
I orlofslandinu þarf engin
innkaup að gera. Þar er alls stað-
ar hægt að kaupa og ódýrt er það,
og þvi þarf að nota tækifærið.
Margir nota tækifærin rækilega.
Þá segir pabbi, að hörmung sé að
vita til þeirra, sem ekki kunni
með vin að fara.
Það kann hann og mamma auð-
vitað og allir kunningjar þeirra.
Næstum allir a.m.k. Það er aö
visu einhver Óli, sem fær sér
stundum full mikiö neðan I þvi og
konan hans þolir honum það illa,
en samt er Óli bráðskemmtileg-
ur, þegar hann er mátulegur.
A heimleiðinni kaupir pabbi
flöskur á flugvellinum. Einni
laumar hann niður með snyrti-
vörunum hennar mömmu.
Börn likja eftir
hinum fullorðnu
Barnið elzt upp við þann
hugsunarhátt, að áfengi sé vara,
sem ekki má gleymast að afla.
Afengi er viðhöfn' og gleði. Þvi
fylgja skemmtilegar sögur, dans
og hlátur. En aðeins fyrir þá, sem
orðnir eru stórir. Börn eru útilok-
uð frá þeim unaði. Börn mega
heldur ekki reykja eða vaka eftir
siðustu fréttum á kvöldin. Þau
biða þess tima, sem nálgast
dreymt er um og langað er til.
öll börn vilja verða stór. Ef við
spyrjum fimm ára gamalt barn
um aldur þess, svarar það, —
bráðum sex ára.
Unglingar leggja kapp á að
sýnast eldri en þeir eru. Viljirðu
verulega gleðja 13 ára stelpu,
skaltu segja að hún sé eins og 17
ára. öruggasta ráöið til þess að
sýnast eldri er að semja sig að
háttum þeirra sem eldri eru. Þá
eð reykja og neyta áfengis. Hvor-
ugt fellur vel I fyrstu, en hér er til
nokkurs að vinna. Astæðulaust að
setja óbragðið fyrir sig. Bráðum
er ég lika fullorðinn.
Svo koma hinir, þeir sem eru
nokkrum árum eldri og segja sem
svo: — Sjáðu nú til, þú skalt biða i
nokkur árin enn. þú ert of ungur
til að byrja á þessari vitleysu.
Slik tilsvör eru fánýt eins og
blómfræ, sem berst á sjóinn. Of
ungur! Ég er alls ekki of ungur.
Ekkert verður sagt gremjulegra
við unglinginn en að hann sé of
ungur. Þá reykir hann ennþá
meira. Þá pinir hann I sig viski-
glas. Á sjoppunum hópast
krakkarnir saman og reykja and-
stutt og hóstandi. Svo ganga þeir
um og segja stynjandi: — A ein-
hver sigarettu? Ég dey ef ég fæ
ekki sigarettu. —
Mikið lifandi skelfingar
ósköp er gaman
I sjoppunum fæst bara kaffi og
gosdrykkir, en annars staðar er
hægt að fá það sem sterkara er.
Sá, sem helzt vill sýnast, full-
orðinn, fylgist með þeim sem vita
hvar það fæst. Slðan er grobbað
af þvi hvað maður var fullur. Það
er frægð að vera fullur. Það sýnir
að maður er ekkert smábarn
lengur. Krakkar æla yfir nýju
peysuna sina og þora ekki að fara
heim og i rauninni er þetta alls
ekki gaman. Mann langar til að
leggjast fyrir og deyja. En samt
er eins og þetta sé óhjákvæmi-
legt. Það heyrir þvi til að verða
fullorðinn. Sá sem er nokkrum
árum eldri en hinir bölvar hressi-
lega og segir sögur úr sam-
kvæmi: — Ég var svo fullur, að ég
sofnaði yfir krúsinni. — Allir
hlusta og hlægja.
En ef farið er að hugsa. Hvað er
hátiðlegt við það að sofna yfir
krúsinni? Þetta snertir illa þá
fullorðnu, sem heyra það. Þeir
verða hneykslaðir eða sárir.
Hvenær sem þeir sjá ölvaðan
ungling, við afgreiðsluborð eða á
götunni snertir það þá illa.
„Þetta er óhugnaður. Og alltaf
yngri og yngri.” Svo segja menn
að þetta sé allt ölinu að kenna.
Þaö er alltaf gott að geta kennt
einhverju um. Einhverjum öðr-
um. En þetta er ekki ölinu að
kenna og ekki auglýsingaáróðri.
Það er sök hinna áferðargóðu
heiðarlegu skattborgar.
Rónarnir i skemmtigörðunum
leiða ekki unglingana á glapstigu.
Það gera foreldrar, kennarar og
annað fullorðið fólk, sem si og æ
stjórnast af þvi, að hvenær sem
eitthvað á að vera hátíðlegt,.
fallegt skemmtilegt eða notalegt,
verði að bera áfengi á borð.
Langflestir unglingar læra af
nánasta umhverfi sinu, hve
þýðingarmikið og nauðsynlegt
áfengið er.
I sjónvarpinu sést naumast
nokkur maður koma I hús, án
þess að einhver flýti sér að spyrja
hvað hann vilji drekka. Þá er
aldrei talað um ávaxtasafa eða
te. Það er einhvers konar áfengi
sem gesturinn vill.
1 blöðum og handbókum læra
menn hvenær hver vintegund á
bezt við. Eða irskt kaffi.
Alltaf er þetta hreinlegt og fall-
egt og aldrei er þess getið, að
nokkur sé drukkinn eða miður
sin. Það á sér ekki stað nema hjá
hinum. Ekki hjá þeim sem við
þekkjum.
Login heimsmynd
Það logna og hættulega er
þetta, að menn umgangast áfeng-
ið eins og meinlausan þátt i um-
hverfinu. I mannlifinu yfirleitt.
Lengi er þar haldið við falskri
gyllingu þó að reynslan sé allt
önnur. Við þekkjum öll ótal
ástæður til að fá sér glas. Til að
hugga sig, drekkja sorgum, til
hátlðarbrigða, til aö hressa sig, til
að slappa af.
Áfengissjúklingur eru sjúkir
löngu áður en þeir viðurkenna
það. Fjölskyldan reynir oftast i
lengstu lög að loka augunum og
telja sér trú um að bara sé um
meinlega tilviljun að ræða, þegar
útaf ber.
Umburðarlyndið gagnvart
drykkjuskapnum er löngum
furðulegt. I vissum stéttum liggur
við að drykkjan tilheyri starfinu.
Svo er t.d. um sendiráðsmenn og
blaðamenn. Og tillitsleysið eða
hugsunarleysið gagnvart þeim
sem veikir eru fyrir vini er enn-
fremur dæmi þess hve tregðan er
mikil að viðurkenna hættuna.
Þeim er boðið, sem þola ekki. Þó
að menn viti. Sjaldan er látið
ógert að bjóða öl, þó að vitað sé að
sá eigi i hlut, sem ekki nægir ölið
eitt, þegar það hefur kveikt I hon-
um.
Menn vilja ekki viðurkenna
erfiðleika sjálfra sin og vina
sinna gagnvart áfengi. Menn er_
þögulir til dauðans. Það er lflca
nærgætni.
Tvöfalt
siðferði
Tvöfalt siðferði rikir þar sem
áfengið er annars vegar. Það er
ei fyrr en eymd manns er algjör
að viðhorfið breytist og við verð-
um annaö hvort dómhörð eða full
meðaumkunar og segjum: —
Vesalingurinn eða bölvaður
ræfillinn. Og svo eigum við að
taka á okkur þyngri skatta fyrir
þetta drykkjusvin.
Alitaf eru þó ofdrykkjumenn-
irnir sér i flokki. Venjulegt
heiðarlegt fólk á ekkert sam-
eiginlegt með þeim.
Jú, vist er sitt sameigin-
legt. Það er þú og Birgitta,
mamma og pabbi frænka og afi.
Allir nota sömu eiturtegundirnar
til að finna á sér. — Afengið sem
er það fiknilyfið, sem nýtur
félagslegrar viðurkenningar og
löglegrar verndar. (önnur fikni-
lyf og vimugjafar lúta öörum lög-
um).
Allt er þetta augljóst. Það ætti
að vera ómögulegt að byrgja
augu sin fyrir þvi. En sem sagt,
þeir taka létt á öllu og segja: —
Ég drekk ekki mikið. En ég er
samt enginn bölvaður bindindis-
maður.
Barnið heyrir að bindindis-
maður er álika slæmt nafn og of-
drykkjumaður. Nei maður á að
gæta hófs. Það segir pabbi. En
enginn talar um hvar sé hóf. Þvi
siður er um það rætt hvað þetta
hóf gildi fyrir aðra. Enginn
bendir á i alvöru, að sannleikur-
inn er sá að ef ég gæti min ekki.
get ég orðið ofdrykkjumaður.
Enginn segir að þetta sé að leika
sér með eldinn.
Nei, það et bara skál. Við
drekkum skál ömmu, og brúð-
hjónanna, þess sem var að fæðast
og þess sem var að deyja. Frá
vöggu til grafar gefast tilefni
drykkjunnar.
Farðu svo að býsnast yfir þvi að
unglingarnir dreícki og það um of.
Hvað getum við gert til þess að
þeir láti áfengið ósnert?