Tíminn - 24.04.1976, Side 12

Tíminn - 24.04.1976, Side 12
12 TÍMINN Laugardagur 24. april 1976 Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 36 kom ekki, að ekki sé talað um, þegar þú heyrðir, að hann hefði fariðfyrir síðasta þátt! Ég heyrði skilaboðin, sem þú sendir honum, mín kæra! Dansaðirðu kannske bara fyrir hann í kvöld Iíka? — Og hvað ef ég gerði það? spurði hún stríðnislega. — Ef þú gerðir það, sagði hann hægt, — sný ég þig úr fallega hálsliðnum þínum. Hún hló. — Þú mundir gleyma því, um leið og þú snert- ir mig til að gera það. Reyndu... og sjáðu hvað gerist. Hann sneri sér snöggt frá henni. — Þúertþó ekki aðfara! hrópaði hún. — Auðvitað fer ég! Ef þú vilt láta fylgja þér aftur á hótelið, þá hringdu til Justins Brooks. Hann kemur áreiðanlega hlaupandi. Hann er áreiðanlega fús til að f ylgja þér alla leið upp á herbergi, það efa ég ekki. Hún brosti ögrandi til hans. — En stórkostleg hug- mynd. Það verð ég sannarlega að reyna. Justin er ungur, en áreiðanlega ekki reynslulaus. Ég held... Brent sótroðnaði og það veitti henni ánægju. — Og hvers vegna ekki svo Mark Lowell á eftir Justin? hvæsti hann. — Já, hvers vegna ekki? Ég er viss um, að hann er mjög ástríðufullur undir þessu kalda útliti. Þú veizt að ég er vitlaus i ástríðufulla karlmenn.... — Sefurðu hjá öllum karlmönnum, sem þú kynnist? spurði hann beizklega. — Bara ef þeir höfða til mín, elskan. Hún hló og f itjaði upp á nef ið. — Vertu nú ekki svona þver, Brent! Aldrei er ég af brýðisöm þegar þú talar við stúlkur, er það? — Nei, en ég vildi óska, að þú værir það... Þetta féll í góðan jarðveg — hann vissi það. — Þegar við komum til Parísar, datt mér ekki í hug að spyrja þig um ástarævintýrin, sem þú áttir, meðan þú varst að læra hérna, sagði hún. — Eða varsti* kennske dýrlingur í þá daga? — Þú ræður hvort þú trúir því, en ég var það. Ef til vill vegna þess að ég hafði ekki tíma til annars en vinnu. Kennari minn leyfði enga vitleysu. Hún yppti öxlum. — Leitt. Krlmenn eru svo miklu at- hyglisverðari, þegar þeir eiga sér fortíð... þegar hún sá aið hann roðnaði, f lýtti hún sér að bæta við... —en þú hef- ur líklega bætt það upp síðan. Komdu nú og kysstu mig og svo skulum við vera vinir aftur. — Vinir? Getum við nokkurn tíma verið vinir, Venetia? En hann langaði til að láta undan. Hann langaði meira til að halda henni i faðmi sér en til nokkurs annars, en stolt- ið bannaði honum, að láta svo auðveldlega undan. Svo eyðilagði hún allt, með næstu athugasemd. Hún hafði séð, að hik var á honum, og örugg um vald sitt, sagði hún í ögrandi stríðnistón: — Ef ekki, máttu ekki ásaka mig fyrir að ég hugga mig við Justin eða kannski Mark Lowell, því ég verð að viðurkenna að hann vekur áhuga minn. Þú gætir hefnt þin með því að eiga svolítið ævin- týri með aðstoðarlækninum hans! Ég er viss um, að hún hef ur ekki haft mikið af ástinni að segja, svo hún mundi áreiðanlega taka fagnandi á móti þér.... Hann skildi ekki, hvers vegna hann varð bálreiður. Hún hafði meint þetta sem grín — ekkert annað. Hún vissi svo allt of vel að engin önnur kona gat vakið áhuga hans, þegar hann hafði hana. En Brent sneri sér snöggt frá henni. — Við skulum ekki tala um Myru, ef þér er sama. — Auðvitað ekki, hún er ekki þess virði. En ég vara þig við, Brent! Ef þú lætur mig fara eina heim á hótelið í kvöld, fyrirgef ég þér það ekki! Þú skalt meira að segja fá það margborgað! — Gerðu hvern f járann, sem þú vilt! hrópaði hann og skellti á eftir sér hurðinni. Hann sá strax eftir því og langaði mest til að fara aft- ur og biðja afsökunar. En um leið vissi hann, að hún myndi hlæja að honum, ef hann gerði það. Hún myndi daðra við Justin aftur við fyrsta tækifæri og traðka á honum sjálfum eins og áður. Nú gat hann skyndilega ekki meira. ( þetta sinn yrði hún að koma til hans. Já, þó svo að hann elskaði hana mjög svo heitt, yrði hann að bíða, þangaðtil henni þóknaðist að koma. Það var eina leiðin fyrir hann til að bjarga stolti sínu. Án þess aðlíta um öxl, gekk han út úr Öperunni. 16. kafli. Jósep gamla leið illa og hikaði ekkert við að láta það í Ijós. — Mér líður einsog uppbundnum kjúklingi, kvartaði hann. — Getið þér ekki tekið af mér þessa spennitreyju, læknir? — Við f jarlægjum gipsið, þegar þú þarfnast þess ekki LAUGARDAGUR 24. APRÍL 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.00. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Morgunbæn kl. 7.55. Séra Þórir Stephensen flytur. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Hreiðar Stefánsson heldur áfram að lesa „Snjalla snáða” (5). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskaiög sjúklinga kl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 tíþróttir Umsjón: Jón Ásgeirsson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Menn okkar i Vestur- heimi. Páll Heiðar Jónsson ræðir við Ingva Ingvarsson sendiherra hjá Sameinuðu þjóöunum, Harald Kröyer sendiherra I Washington, Tómas Karlsson varafasta- fulltrúa og tvar Guðmunds- son aðalræðismann. Tækni- vinna: Þórir Steingrlmsson. 16.00 Veðurfregnir tslenzkt mál Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. tilkynningar. 19.35 Bróðir minn, Húni Guðmundur Danielsson rithöfundur les kafla úr nýrri skáldsögu sinni. 20.05 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar 20.45 Staldrað við i Þorláks- höfn: — þriðji þáttur Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 21.45 Walter Ericson og félagar leika gömul danslög. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. 17.00 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Gullcyjan Myndasaga i sex þáttum, gerð eftir skáldsögu Roberts Louis Stevensons. Myndirnar gerði John Worsley. 3. þátt- ur. Maðurinn á eyjunniÞýð- andi og þulur Karl Guð- mundsson. 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Kjördæmin keppa 5. þáttur Reykjavik-Suðurland Spurningarnar samdi Helgi Skuli Kjartansson. Spyrj- andi Jón Ásgeirsson. Dóm- ari Ingibjörg Guðmunds- dóttir, og hún syngur einnig i hléi við undirleik hljóm- sveitarinnar B.G. frá tsa- firði. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.05 Læknir til sjós Breskur gamanmyndaflokkur. Fólk i fyrirrúmi Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.30 Eg græt að morgni (ITl Cry Tomorrow) Bandarisk biómynd gerð árið 1956. Aðalhlutverk Susan Hay- ward, Richard Conte, Jo Van Fleet og Eddie Albert. Myndin er gerð eftir sjálfs- ævisögu leikkonunnar Lillian Roth og greinir frá baráttu hennar við áfengis- ástriðu sina. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 23.25 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.