Tíminn - 24.04.1976, Síða 15

Tíminn - 24.04.1976, Síða 15
Laugardagur 24. april 1976 TÍMINN 15 Réðust á sjötugan næturvörð Gsal—Reykjavik. — Þrir menn réðust að tæplega sjötugum næturverði I einum af vöruskál- um Eimskipaféiagsins i fyrrinótt og veittu honum verulega áverka. Manninum tókst að komast undan piltunum og ná i lögreglu, sem er til húsa I sama húsi og vöruskál- inn. Áður en piltarnir þrir brutust inn i vöruskálann náðu þeir sér i virklippur úr togara sem lá við bryggju, en inn i vöruskemmuna komust þeir á þann hátt, að brjóta upp hurð að norðanverðu. Pilt- arnir héldu að vingeymslu i skálanum, en i sama mund og þeir voru að byrja að klippa á net- iö sem er umhverfis vingeymsl- una, fór vaktmaðurinn sina föstu göngu um skálann og varð piltanna var. Einn piltanna veitt- ist að gamla manninum, og hafði hann undir eftir talsverðan þæf- ing, og hafði þá m.a. barið mann- inn i andlitið með virklippunum. Vaktmaðurinn komst á fætur og náði að komastundan piltunum út um austurdyr skálans og inn um næstu dyr sem liggja inn á lög- regluvarðstofuna i Tollstöðinni. Áð sögn lögreglunnar taldi maðurinn að piltarnir væru farnir úr skemmunni, enda dyr opnar. Strax var hafin mjög umfangs- mikil leit i næsta nágrenni við vöruskálann og eins var fengið aukalið til að leita inn i geymsl- unni. Eftir rúmlega hálftima leit fundust tveir piltanna, þar sem þeir höfðu falið sig á milli hveiti- poka i' geymslunni. Nokkru siðar fannst sá þriðji. Gamli maðurinn var fluttur á slysadeild Borgarspitalans en hann hafði verulega áverka i and- liti, auk þess sem hann kvartaði undan eymslum i baki. íýr klippti þrjá Gsal-Reykjavik — A sumardag- inn fyrsta klippti varðskipið Týr á togvira og vörpu þriggja brezkra togara austnorðaustur af Bjarn- arey. Brezku togurunum hefur fjölgað mjög á miðunum fyrir austan að undanförnu, og að sögn talsmanns Landhelgisgæzlunnar hcfur fjöldi þeirra tvöfaldazt á vikutima. i gær voru togararnir 53 talsins og hafa þeir ekki verið fleiri hér við land i vetur. Það var siðdegis á sumardag- inn fyrsta, að Týr klippti á forvir brezka togarans Northem Gift, og skömmu siðar klippti hann á báða togvira Benellu, en þaö skip er viöfrægt i þessu þorskastrlði, og var þetta I þriðja sinn, sem togarinn missir veiðarfæri sin fyrir tilstilli varðskips. Siðar um kvöldið náði Týr að skera á vörpu þriðja togarans, Arctic Vandal, er hann var að hifa vörpuna inn. öll voru þessi skip að veiðum út af Bjarnarey, en á þeim stað vom ennfremur tvö herskip og drátt- arbáturinn Lloydsman. í gær komst Óðinn inn I hóp brezkra togara á Hvalbakssvæð- inu en togaraskipstjórarnir hifðu inn vörpurnar áöur en Öðinn komst i færi við togvlrana. A Hvalbakssvæðinu voru 20 skip að veiðum I gær, auk þess sem þar voiu freigáturnar Gurkha og Galatea, svo og dráttarbáturinn Euroman. Húsdýraáburður til sölu SÍAAI 7-31-26 Kona óskar eftir að kynnast. fötluðum manni 45-50 ára. Hann þarf að hafa bíl. Svar send- ist Tímanum merkt Sumarið 1976. Sveit Dugleg 13 ára stelpa vill komast í sveit, helzt þar sem hestar eru. Sími 30524. Birtir ekki ASÍ-auglýsingu gébé-Rvik — A fundi slnum I gær, tók útvarpsráð þá ákvörðun að taka auglýsingu Alþýöusam- bands tslands ekki til birtingar I sjónvarp né hljóðvarp. Sem kunn- ugt er var auglýsingin birt einu sinni I sjónvarpi I auglýsingatima þess, en útvarpsráð telur, að það hafi verið á misskilningi byggt. I umræddri auglýsingu ASÍ segir, að almennt verðlag hafi hækkað um 7,3% frá febrúarbyrj- un til 1. april, en að einungis sé hægtað rekja 1,3% til launahækk- ananna 1. marz s.l. Auglýsingin i útvarpinu var að sama toga spunnin, -nema hvað verkafólk var auk þess hvatt til að koma á skrifstofu ASl til að ná I auglýs- ingabækling þann, sem samband- ið lét gera um verðlagsmálin. Tilkynning um aðstöðu- gjald í Reykjavík Ákveðið er að innheimta i Reykjavik að- stöðugjald á árinu 1976 samkvæmt heim- ild i V. kafla laga nr. 8/1972 um tekju- stofna sveitarfélaga og regiugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald, sbr. lög nr. 104/1973. Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjaldstigi eins og hér segir: 0.20% Rekstur fiskiskipa. 0.33% Rekstur flugvéla. 0.50% Matvöruverslun I smásölu. Kaffi, sykur og korn- vara til manneldis I heildsölu. Kjöt- og fiskiðnaður. Endurtryggingar. 0.65% Rekstur farþega- og farmskipa. 1.00% Sérleyfisbifreiðir. Matsala. Landbúnaður. Vá- tryggingar ót.a. útgáfustarfsemi. Útgáfa dagblaða er þó undanþegin aðstöðugjaldi. Rakara- og hár- greiðslustofur. Verslun ót.a. Iðnaöur ót.a. 1.30% Verslun með kvenhatta, sportvörur, hljóðfæri, snyrti- og hreinlætisvörur. Lyfjaverslun. Kvik- myndahús. Fjölritun. Skartgripa- og skrautmuna- verslun. Tóbaks- og sælgætisverslun. Söluturnar. Bómaverslun. Umboðsversiun. Minjagripaverslun. Barir. Biiijardstofur. Persónulega þjónusta. Hvers konar önnur gjaldskyld starfsemi ót.a. Með skirskotun til framangreindra laga og reglugerðar er ennfremur vakin at- hygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignar- skatts, en eru aðstööugjaldsskyldir, þurfa að senda skattstjóra sérstakt framtal til aðstöðugjalds, sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 81/1962. 2. Þeir, sem framtalsskyldir eru I Reykjavik, en hafa með höndum aðstööugjaldsskylda starfsemi I öðrum sveitarfélögum, þurfa að senda skattstjóranum I Reykjavlk sundurliðun, er sýni, hvað af útgjöldum þeirra er bundiö þeirri starfsemi sbr. ákvæöi 8. gr. reglugerðar nr. 81/1962. 3. Þeir, sem framtalsskyldir eru utan Reykjavlkur, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi I Reykjavlk, þurfa að skila tii skattstjórans I því um- dæmi, þar sem þeir eru heimilisfastir, yfirliti um út- gjöld sin vegna starfseminnar I Reykjavík. 4. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks samkvæmt ofangreindri gjaldskrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af útgjöldunum tilheyri hverjum einstökum gjaldflokki, sbr. 7. gr. reglugerðaP nr. 81/1962. Framangreind gögn ber að senda til skatt- stjóra fyrir 9. mai n.k., að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipting i gjaldflokka, áætlað eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum skv. þeim gjaldflokki, sem hæstur er. Reykjavik, 23. april 1976 Skattstjórinn í Reykjavik. Dalvík - Svarfaðardalur Almennur fundur á vegum framsóknarmanna veröur haldinn i Vlkurröst sunnudaginn 25. april og hefst kl. 21. Frummælendur verða alþingismennirnir Ingvar Glslason, Stefán Valgeirsson og Ingi Tryggvason. Hörpukonur Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi a ±rt Aðalfundur Hörpu verður haldinn aö Goðatúni 2. Garöabæ mánudaginn 26. april kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Gestur fundarins, Valborg Bentsdóttir, flytur ávarp. Bingó. Kaffi. — Stjórnin. Dalvík Aðalfundur Framsóknarfélags Dalvikur verður haldinn I Jóninubúð þriðjudaginn 27. april kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Bæjarstjórinn, Valdimar Bragason, ræðir bæjarmálefni. Stjórnin Mjaltavélar til sölu Tveggja vélfötu mjaltavélar til sölu. Einnig 15 góðir mjólkurbrúsar. Upplýs- - ingar gefur Jósavin Helgason, Másstöð- um. Simi um Dalvik. Stokkhólmur Getum boðið ódýra Stokkhólmsferð 9.-16. mai. Nánari upplýsingar á skrifstofunni Rauðarárstig 18. Simi 24480.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.