Tíminn - 08.05.1976, Blaðsíða 9
8
TÍMINN
Laugardagur 8. maí 1976.
Laugardagur 8. mal 1976.
TÍMINN
9
Þrátt fyrir allt
getum við litið
fram á veg með
hóflegri bjartsýni
Ræða OlafsJóhannessonará aðalfundi miðstjórnar
Góöir miöstjórnarmenn,
og gestir.
Ég mun ekki I þessum inngangsoröum mlnum
fara mjög mörgum oröum um landhelgismáliö, þó
aö rlkisstjórnin, og einstakir ráöherrar, sem hafa
fjallaö um þessi mál, hafi sérstaklega þurft aö
helga þvi miklu aö tfma sinum og starfskröftum, og
þó aö þaö sé þessa stundina ofarlega I hugum okkar
allra, en gangur þess máls er flestum kunnur, og
um það hefur veriö svo mikiö rætt og ritaö aö
undanförnu og allt frá þvi aö útfærslan 1 200 milur
átti sér stað — aö ef aö hér ætti aö fara aö ræöa þaö
mál itarlega er hætt viö þvi, að þar yrði um óþarfa
endurtekningar aö ræöa. Ég vil aðeins til upprifjun-
ar minna á örfá meginatriði.
Ég vil þá fyrst minna á þaö, að þaö var yfirlýst
stefna stjórnar og stjórnarflokka, aö reyna ætti aö
leysa deilumál viö hlutaöeigandi riki meö bráöa-
birgðasamkomulagi, sem miöaöist viö þaö aö
tryggja endanlega fullt og óskoraö forræöi Is-
lendinga yfir allri hinni stækkuöu fiskveiöiland-
helgi. Var þaö I samræmi viö þá stefnu sem mörkuö
var af Alþingi 1972.
Eins og kunnugt er hefur tekizt að gera slika
timabundna samninga um takmarkaðar veiöi-
heimildir viö Belgiumenn, V-Þjóöverja, Norömenn
og Færeyinga. Það er að segja allar þær þjóöir, sem
að undanförnu hafa stundaö hér veiðar aö nokkru
marki — nema Breta.
LANDHELGISMÁUÐ
Ágæt frammistaða Landhelgisgæzl-
unnar. Óbilgirni og háskalegt ofbeldi
Breta.
Bretar hafa veriö svo óbil-
gjarnir i kröfum, aö ekki hefur veriö unnt að gera
viö þá bráöabirgöasamkomulag. Hafa þeir stundaö
hér ólöglegar veiöar undir herskipavernd, og hafa
herskip og dráttarbátar hvaö eftir annaö siglt á
varöskip okkar og valdiö á þeim skemmdum, og er
sú saga alkunn.
Landhelgisgæzlan hefur variö landhelgina svo
sem kostur hefur veriö, miðað viö aöstæöur, og
hefur I raun og veru náð undraveröum árangri, ef
tillit er tekið til þess ofureflis, sem viö hefur verið
að etja, þar sem er herskipafloti stórveldis. Fram-
koma Breta, bandalagsþjóðar okkar gagnvart
vopnlausri smáþjóö er illskiljanleg, og veröur hún
vart til þess aö auka hróöur hins gamla nýlendu-
veldis..
Vegna þessa ofbeldis Breta þótti rétt aö sllta viö
þá stjórnmálasambandi. Við höfum leitað aðstoöar
þeirra bandalaga, sem við erum I gegn herskipa-
innrás Breta, bæöi fyrir Oryggisráöi og Atlants-
hafsráöi, en án sýnilegs árangurs. Þess er vart aö
vænta, aö kæra til öryggisráösins kæmi aö miklu
haldi, nema til að kynna málið. Þaö heföi hins vegar
mátt vænta eindregnari viöbragöa.af hálfu NATO
en þaö hefur ekki reynzt þess megnugt aö hefta
flotainnrás einnar bandalagsþjóöar á aöra, og þaö
hefur ekki einu sinni treyst sér til þess aö fordæma
innrás Breta i oröi.
Það fer ekki hjá þvl að vanmáttur og getuleysi
þessa varnarbandalags hafi oröiö íslendingum von-
brigöi, og þá ekki sizt þeim, er sett höföu traust sitt
á þessi varnarsamtök. Vera má aö viö heföum átt.
að taka málið öörum tökum, en um þaö dugar ekki
aö tala nú, enda ekkert hægt aö fullyröa um þaö
meö vissu, hvort þaö hefði oröiö árangursrikara.
Bandarikin, sem tekið hafa aö sér vörn landsins
með sérstökum samningi, hafa heldur ekki séö sér
fært aö láta varnarliðiö hlutast til um þessa deilu.
Hafa ekki talið sér skylt að beita varnarliðinu til
verndar Islenzkri landhelgi. Þaö skal ekki dregiö i
efa, að þannig megi túlka varnarsamninginn, en
hitt hefur valdiö íslendingum vonbrigöum, aö
Bandarikin skyldu ekki, sjá sér fært aö veröa við
tilmælum íslendinga um lán eða leigu á einu eöa
tveimur strandgæzluskipum. Og að bandariski
utanrikisráöherrann, skyldi telja þörf á þvi, að
ganga út úr götu sinni til þess að tilkynna hinum
brezka starfsbróður sinum sérstaklega, aö
Bandarikin myndu alls ekki láta Islendingum I té
skip. Aö minum dómi heföi mátt ætlast til annarra
viöbragöa af hálfu Bandarikjamanna. Ég get ekki
skilið þá menn, sem lýsa undrun sinni á þvi, að leita
þyrftitil Bandarlkjamanna meö slik tilmæli. Ég get
ekki skiliö þá stjórnmálamenn, sem láta sér um
munn fara ummæli, sem einna helzt verða skilin á
þá lund, að við megum aldrei gera neitt sem kemur
Bandarikjamönnum i illt skap, hvað þá meira.
Þjóöir efnahagsbandalagsins, sem viö erum i
bandalagi viö INATO hafa reynt aö beita fjárhags-
legum þvingunum til aö knýja okkur til undanhalds
I þessu máli. Og er þó ekki rétt að setja þær allar á
sama bekk I þvi efni. Þaö fer ekki hjá þvi, aö viö Is-
lendingar höfum i öllum þessum samskiptum orðiö
reynslunni rikari, og viö hljótum aö draga af þeim
okkar lærdóma. Hinu má aö visu heldur ekki
gleyma, og þvi er einnig rétt að velta fyrir sér,
hvernig atburöarásin I þessu máli heföi oröið ef viö
Islendingar heföum þó ekki veriö I Atlantshafs-
bandalaginu. Þar um gætu atburðirnir I gær ef til
vill gefiö nokkra bendingu.
I þessu sambandi hafa menn sett von sina á haf-
réttarráðstefnuna, og einum áfanga hennar er
einmitt nú að ljúka I New York, og liggur ekki ljóst
fyrir enn hver niðurstaða hennar hefur oröið. En
vonandi er, að sú niðurstaða hafi oröiö á þá lund aö
viö Islendingar getum viö þaö unaö. Hitt er þó ljóst,
að hafréttarráðstefnan leysir ekki þessi mál okkar
meö eins skjótum hætti, eins og sumir hverjir hefðu
gert sér vonir um, og ég vil segja — eins og vonir
höfðu verið um treystar hjá okkur.
Jafnvel þó aö svo fari, aö hafréttarráöstefnan taki
upp þá stefnu, sem okkur sé sæmilega hagkvæm i
þessum efnum, þá er þaö ljóst, að nokkur timi llöur
þar til endanleg niðurstaöa fæst i þeim málum, þvi
aö það þarf ekki aðeins til samþykkt hafréttarráö-
stefnunnar sem slikrar, heldur þurfa þau ríki sem
ráðstefnunni og að hennar samþykktum standa,
sem þar veröa geröar að staöfesta samninginn, eöa
fullgilda hann — eins og það er kallað, og þaö getur
tekið nokkuð langan tfma, þó aö ég vilji ekki vera
meö neina spádóma I þvl sambandi.
Ég sagði áöan, að Landhelgisgæzlan hefði náð
undraverðum árangri, og þaö sýndi sig einmitt þeg-
ar togaraflotinn sigldi burt af íslandsmiðum nú
fyrir skömmu, og vildi ekki aftur snúa, nema hann
fengi fyrirheit frá brezku rikisstjórninni um aukna
vernd og skaöabætur. Þau fyrirheit hafa þeir nú
fengið, aö minnsta kosti aö nokkru leyti, og hafa
þess vegna snúiö aftur á miöin hingaö, eins og
kunnugt er, en þó eru þaö færri skip en oftast nær
hafa verið hér á miðunum.
En I gærkvöldi, eftir aö brezki sjávarútvegsráð-
herrann haföi lesið sinn boöskap, gerðist þaö hér á
tslandsmiðum, að gerö var hárkalegri árás á varö-
skipin heldur en nokkru sinni haföi veriö gerð áöur.
Hún var fyrst og fremst harkalegri, af þvl að þaö fór
ekki á milli mála, aö hún var byggö á samræmdri
fyrirframgerðri ákvörðun, þar sem aö þrjú herskip
veittust aö þrem varöskipum samtlmis, og þaö eru
gerðar tilraunir til þess aö sigla á Óöin, ekki
sjaldnar en 21 sinni. Þaö var einnig siglt á Baldur,
en langalvarlegust var svo aöförin aö Tý, þar sem
ekki veröur annaö sagt — eöa séö — en aö þaö hafi
verið siglt á hann beinlinis i þeim ásetningi aö
sökkva honum, eða hvolfa þar sem tvisvar sinnum
var siglt á hann þannig, að það var siglt beint meö
stefninu I hlið hans og munaöi minnstu aö ekki yröi
stórslys af, eöa varðskipinu hvolfdi.
Þetta eru alvarlegir atburöir, og bera ekki vitni
um sáttahug Breta. Samt sem áöur er það svo, aö
þó aö mönnum hitni I hamsi við þessar aöfarir, þá
mega menn ekki láta þaö útaf fyrir sig ráöa sinum
gerðum og ákvörðunum i þessu máli, þvl aö I raun
og veru er þetta ekkert annaö en þaö, sem alltaf
hefur mátt búast við aö fyrir gæti komið og átt sér
stað, en sýnir auðvitað hversu fjarri þau orö eru
sem ýmsir hafa látið sér um munn fara, og þaö
meðal annars menn, sem vilja kallast ábyrgir
stjórnmálamenn, — að viö værum búin að vinna
striöið á miöunum.
Þessir sérstöku atburðir eru svo nýlega um garö
gengnir, að það er ekki hægt að segja frekar hér,
hvernig viö þeim verður sérstaklega snúizt, og
hvaða ráöstafanir verða gerðar i sambandi viö þá
eöa vegna þeirra, en ég vil aö lokum segja þetta I
sambandi við landhelgismálið, að sannleikurinn er
sá, að við höfum átt takmörkuðum skilningi aö
mæta I þessu máli, þegar Noröurlandaþjóöirnar eru
frá skildar, en þær hafa meö samþykktum slnum;
sýnt okkur skilning og veitt okkur siöferöilegan
styrk. Þaö ber að meta og þakka, en staöreyndin er
einnig sú, aö i þessari baráttu höfum viö ekki á aöra
að treysta en okkur sjálfa. Ekki er samt vafi á þvl
að málstaður okkar mun sigra aö lokum og þá ekki
hvaö sizt vegna ákvörðunar Bandarikjanna og
Kanada, og raunar fleiri, um útfærslu á næsta ári.
Hitt er ekkert nýtt, heldur gömul saga, aö ef til
vill verðum við úr þvi sem komiö er, að sætta okkur
við að geta ekki fariö allra beinustu leið að mark-
inu. öllum landhelgisdeilum, og þær eru nú orönar
4, er viö höfum átt I við Breta og Þjóöverja hefir
lyktað meö einhvers konar bráðabirgöasamkomu-
lagi. En þaö hefur alltaf I hvert og eitt skipti veriö
þannig um hnúta búið, aö þaö samkomulag hefur
fært okkur nær hinu endanlega marki, og aðalatriö-
ið hér er eins og endranær auövitað leikslokin sjálf,
það er aö segja aö ná markinu.
EFNAHAGSMÁLIN
Hin herta verðstöðvun gerði gagn.
Þaö fer ekki á milli mála aö þegar landhelgismál-
inu sleppir hafa efnahagsmálin I viðtækum skilningi
verið erfiöustu viðfangsefnin á stjórnmálasviðinu,
allt frá þvi að siöasti aðalfundur miöstjórnar var
haldinn. Það má með sanni segja að þau séu hvorki
nýstárleg eða skemmtileg. Ég kemst þó ekki hjá þvl
aö ræöa þau mál nokkuö. Þaö má segja aö i þeim
vandamálum höfum viö ekki verið einir á báti.
Efnahagsöngþveiti, viöskiptahalli, óstööugt gengi,
vinnustöövanir og atvinnuleysi, en viö þaö sföast-
talda höfum við hér þó sloppið aö kalla. Verðbólga
hér á Islandi, siöastliöiö ár var miklu meiri en I
nálægum löndum, eöa 37%. Hún fór þó minnkandi,
og var miklu minni 1975 en áriö 1974, er hún komst
yfir 50 stig.
A þvl fjögurra mánaöa tímabili, sem hin herta
verðstöðvun stóö, tókst aö halda verðbólgunni i
skefjum að miklu leyti, en þaö var aö sjálfsögöu
gert að nokkru leyti meö þvi aö fresta verðhækkun-
um. En þegar hinu herta verðlagseftirliti var aflétt,
hófst verðhækkunarskriöa aö einhverju leyti, sem
hafði safnazt fyrir á áöurnefndu timabili, en ég
held, að hin herta verðstöðvun hafi gert gagn. Hún
hægði á. Hún sýndi hverju aðhaldi er hægt aö beita,
aö minnsta kosti um takmarkaöan tima, ef vilji er
nægur, og ef hægt heföi veriö aö halda henni áfram
eitthvaö lengur, er ég viss um aö hún heföi haft sin
áhrif á hugarfarið. En þegar henni var aflétt færðist
veröbólguhugsunarhátturinn svo sannarlega I auk-
ana, og þaö er kannski ekki hvaö sizt verðbólgu-
hugarfarið, sem á sinn þátt I veröbólguvextinum
það er að segja kapphlaup I framkvæmdum og
eyöslu, hófleysi I hvers konar hækkunarkröfum,
hvort heldur er af hálfu einstaklinga, hagsmuna-
hópa, eöa ýmsum greinum hins opinbera. Allir
segjast vilja stööva veröbólguna, en þegar ákvörö-
unin kemur aö honum sjálfum, eða þeim hags-
munahópi, sem aö hann er fulltrúi fyrir, þá segir
hann: — Ekki ég.
Það er eins og I gömlu þulunni — ekki ég — allir
aðrir, en ekki ég, og þannig er það, þegar á aö gera
ráðstafanir gegn veröbólgu. En auövitað er þaö, aö
hert verðbólgustöðvun getur hægt á verðbólgu-
hraðanum, en getur þó aldrei gilt nema takmarkað-
an tíma. Ég skal ekki aö svo stöddu fara aö ræöa
orsakir veröbólgunnar þaö er svo margþætt efni,
aðeins það.semaugljóster.aö húner bæöi af útlend-
um og innlendum toga spunnin, og innlendi þáttur-
inn á rætur aö rekja til margvlslegra víxlverkana.
Vonandi verður verðbólgan á þessu ári verulega
minni en i fyrra, og þó má ætla aö hún veröi aö
minnsta kosti 25% ef aö vel tekst til, og veröur þess
vegna allt of mikil. Þvi miður mun meiri heldur en
spáð var um. Það miöar samt I rétta átt, en við get-
um ekki verið ánægð fyrr en veröbólgan, er komin
niður i svipað og I helztu viöskiptalöndum okkar,
þaö er markið, sem keppa ber að. Ég vil svo aðeins
bæta þvi við að hin stórfellda verðbólga er að mln-
um dómi háskalegasta meinsemd I okkar efnahags-
lifi, og okkar þjóðfélagi, sem margvisleg upplausn
sprettur af. Ég held að á meðan sllk óöaveröbólga
rikir verði skynsamlegur þjóðarbúskapur miklum
vandkvæðum bundinn.
Viðskiptahalli er og hefur verið mikill, eöa 2 ár I
röö um 12% af þjóöarframleiöslu. Gjaldeyris-
ástandið er þvi alvarlegt, og erlend skuldasöfnun
meiri en hóf er á. Ég vona að gjaldeyrisafkoman
veröi þó skárri á þessu ári en á þvi slöasta. Þaö
miðar þvi einnig til réttrar áttar. Þróun gjaldeyris-
stöðunnar I janúar og febrúar þetta ár var til dæmis
17 hundrað milljónum hagstæöari en sömu mánuöi
á fyrra ári, en samt verður þess langt aö biöa aö
endar nái saman, og langt I land að þvl marki veröi
náð, er veröur að keppa að — að minum dómi. Það
verður þvl að gera ráö fyrir verulegum viðskipta-
halla á þessu ári, og honum verður ekki mætt nema
með erlendri lántöku. Það var stefnt aö þvi þegar
gengið var frá lánsfjáráætluninni á sinum tlma, að
lækka viðskiptahallann á þessu ári um sem svaraði
þriðjungi. Til þess að slíkt megi takast verða
þjóðarútgjöld aö lækka um 3-4%. Erlend skulda-
söfnun er mikil, og var á siðastliðnu ári meðal ann-
ars 15 milljaröar króna, og um síöastliöin áramót
var eins og kom fram i skýrslu Seðlabankans I gær,
voru allar erlendar skuldir orðnar um 73 milljarðar
króna, eða 330 þúsund á hvert mannsbarn i landinu,
og það er vissulega mikil fjárhæð, og Iskyggilegir
baggar, sem þar með hafa verið bundnir framtið-
inni, en við skulum öll minnast þess, aö langmest af
þessum lánum og langmest af þessari skuldasöfn-
un, hefur átt sér stað og veriö tekin til gagnlegra
hluta, sem eiga eftir að skila aröi I gjaldeyrissparn-
aði eða gjaldeyrisöflun. Ég nefni i þessu sambandi
til dæmis hvers konar virkjunarframkvæmdir,
kaup á skipum og flutningatækjum, byggingar og
endurbætur á fiskvinnslustöðvum og vinnslustööv-
um landbúnaöar, svo og lán til aukinnar iðnvæöing-
ar.
Greiðslubyröi vegna erlendra lána er vissulega
þung og verður svo næstu árin. Á siðastliðnu ári er
greiðslubyrðin afborganir og vextir erlendra lána i
hlutfalli af innflutningstekjum 14.8% og er það
vissulega há fjárhæð, en þess má þó geta i þvi
sambandi, að hún var nokkru hærri á árunum 1968
og 1969 eöa 15% 1968 og 16.7% 1969.
A þessu ári er áætlaö aö greiöslubyrðin geti oröiö
yfir 18% og aö öllu óbreyttu enn hærri á næstu ár-
um, og er gizkaö á, aö hún komist hæst 1979. Þetta
stafar af þvi.aömörglánanna eru til skamms tima,
og með erfiöum lánskjörum.
Sjálfsagt verður reynt aö teygja úr þessu meö
nýjum lántökum I staö hinna eldri. Að sjálfsögöu
veröur að keppa að því, aö draga smám saman úr
viðskiptahallanum og komast á traustan grunn I
þeim efnum, en til þess að sllkt takist veröur aö
halda á málum hér innan lands með ákveönum
hætti.
Á siöastliönu ári var verulegur halli á rlkissjóði
og varð að mæta honum með lántöku i Seðlabank-
anum. Slikt er mjög óheppilegt. Við rikjandi að-
stæður er nokkur hætta á að sú saga myndi endur-
taka sig á þessu ári og hefur veriö fariö I nýja tekju-
öflun. Var sú ráöstöfun sjálfsögð og óhjákvæmileg
eins og á stóð, og er þess að vænta, aö komiz veröi
hjá hallarekstri rikissjóðs á þessu ári, enda er það
algjör forsenda fyrir þvi, að eitthvað takist að
lækka viöskiptahallann og einhver hemill verði
haföur á verðbólgunni.
KJARASAMNINGAR
Áleitin spurning hvort vinnubrögðin
við samninga eru ekki orðin stöðnuð.
Kjarasamningar I viðtækasta skilningi skipta
auðvitað miklu um framvindu efnahagsmála. Þeir
viðtæku kjarasamningar, sem tókust I vetur I febrú-
arlok, eru aö mörgu leyti I skynsamlegu formi. Að
minum dómi ber að harma aö þeir skyldu ekki nást
áöur en kom til vlötækra verkfalla. Ég vil ekki
kenna það einum eða neinum sérstaklega um, en
allra sizt er ástæða til aö varpa þar sök á rikis-
stjórnina sem gerði það, sem I hennar valdi stóð, til
þess að greiða fyrir samningum. Fullyrðingar i
aðra átt eru staðlausir stafir.
Um hitt veröur ekki deilt, að vinnustöðvunin olli
stórfelldu tjóni, svo nemur hundruðum milljóna
fyrir þjóðarbúið, og þarflaust er að rekja þaö hér,
en sú spurning hlýtur að verða áleitin hvort vinnu-
brögð I sambandi við kjarasamninga séu ekki oröin
stöðnuð. Enn hafa sjómannasamningar ekki verið
til lykta leiddir. Auðvitað verða alltaf deilur og
matsatriði um hvort kauphækkanir hafi verið hæfi-
legar, eða hvort þær hafi verið of miklar eða of litlar
eftir þvi frá hvaða sjónarhóli er á þær litiö. Um hitt
held ég að verði varla um deilt, að kauphækkanir,
hvort sem eru meiri eðá minni, hljóta alltaf aö segja
til sin I verðlagi. Þó að skoðanir veröi svo skiptar
um það, að hve miklu leyti, og hve fljótt þær eigi að
koma fram i verðlagi.
VERÐLAGSMÁLIN
Út i bláinn að halda þvi fram, að
rikisstjórnin kenni síðustu kjara-
samningum um allar hækkanir.
Þvi verður ekki neitað, að verðhækkanir hafa orö-
ið iskyggilega miklar að undanförnu. Enginn hefur
haldið þvi fram að þær ættu eingöngu rætur aö
rekja til siðustu kjarasamninga. Það er af öllum
viðurkennt, að tilefnin séu margvisleg. Það er þvi
út i bláinn, og barátta við vindmyllur hjá þeim
mönnum, sem eru að halda þvi fram að rlkisstjórn-
in og stjórnvöld kenni siðustu kjarasamningum um
allar verðhækkanir.
Það er satt að segja furðulegt og vægast sagt ekki
hægt annað en aö láta I ljós undrun á þeim ummæl
um, sem forseti Alþýöusambandsins viðhafði I þvi
sambandi 1. mai s.l. Ég dreg I efa, aö slíkur mál-
flutningur veröi nokkrum málstaö til framdráttar.
Ég tel fyrir mitt leyti, að fullkomnu aöhaldi hafi
veriö beitt við þær verölagsbreytingar, sem átt hafa
sér stað á hinu almenna verðlagssviði. Þaö er á
verðlagshækkunum, sem samþykktar hafa verið af
verðlagsnefnd, enda held ég, aö þær séu ekki um-
fram þaö, sem gizkað var á I sambandi viö siöustu
kjarasamninga. Hitt skal ég játa, að mér persónu-
lega finnst hafa verið fariö fullgeyst I hækkunum á
ýmiskonar opinberri þjónustu, sem ákveöin er af
hinum einstöku ráöuneytum, en I samræmi viö gild-
andi lög með staöfestingu ríkisstjórnar.
Þó má segja, að sllkt sé ekki hægt að kanna til
hlltar, nema með þvl að athuga hvert tilvik fyrir
sig, og skal það hér ekki gert að sinni.
Ég held, að hér verði að gæta mikillar aöhalds
semi, ef ekki á verr að fara. Hin almenna verðlags-
löggjöf er i endurskoðun, og má sjálfsagt ýmislegt
lagfæra I henni, og hefur reyndar þegar verið tekin
upp ýmiskonar nýbreytni I verölagseftirliti. Á þessu
stigi er ekki hægt að gera grein fyrir væntanlegu
efni nýrrar löggjafar, en auðvitað er ekki um þaö aö
ræða, að hverfa frá verðlagsaðhaldi enda hefur slikt
aldrei verið boöað.
KJÖR BÆNDA
Hækkanir á landbúnaðarvörum óhjá-
kvæmilegar, nema menn vilji
skammta bændum verri kjör en öðr-
um.
Þáttur landbúnaöarvara I verölagi er stór, og þar
hafa eðlilega átt sér stað hækkanir aö undanförnu,
og hafa þær sætt mikilli gagnrýni af hálfu fyrir-
svarsmanna Alþýðusanbandsins, jafnvel taldar
ólöglegar. Ég hygg þó, að þær hafi verið
óhjákvæmilegar nema menn vilji skammta bænd-
um önnur og lakari kjör en öörum og lakari en þeim
ber lögum samkvæmt.
Ég hugsa, að i þessum flokki sé enginn þess sinn-
is, að i þvi efni hafi verið gengiö lengra en lög stóðu
til og sanngjarnt var, miöaö viö þaö verð eða þaö
kaup, sem bóndinn á aö bera úr býtum til þess aö
vera svipað settur eins og viömiöunarstéttir, sem
tekið er fram I lögum. Þess ber að geta líka að i
þessu efni var samkomulag I þeirri nefnd, sem fer
meö þessi málefni, svokallaöri 6 manna nefnd. Ég
veit vel, að sú verðhækkunaralda, sem gengiö hefur
yfir siðustu vikur, sætir gagnrýni hjá mörgum, og
er um þessar mundir mjög notuö til gagnrýni gegn
stjórninni, en það held ég að sé ekki réttmætt, ef
málin eru skoðu I réttu ljósi.
FISKIBANKARNIR
Eitt mikilvægasta viðfangsefnið að
kQma í veg fyrir ofnýtingu fiskistofna
Sjálfsagt væri nú ástæöa til aö vlkja hér aö
skattamálum, bankamálum, vaxtapólitik, llfeyris-
sjóöamálum og ýmsu því, sem rætt er um nú I sam-
bandi við efnahagsmál og efnahagsráöstafanir, en
til þess gefst trúlega tækifæri slöar I umræöum, og
ætla ég að sleppa þvl hér að sinni. En eitt er það
vandamál, sem við blasir, sem getur orðiö öllum
öðrum örlagarlkara, þaö er rýrnun fiskstofna við
landið. Þar er um að ræða þær auðlindir, sem eru
undirstaða afkomu okkar og skilyröi velsældar i
landinu.
Eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar er að koma
i veg fyrir ofnýtingu fiskistofnanna og fiskimiö-
anna, og tryggja þannig framtlð þjóöarinnar. Mætti
þar um margt segja, og tvinna þetta mál land-
helgisútfærslunni. Verður þaö vafalaust rætt itar-
lega hér siðar á fundinum.
ATVINNUÖRYGGI
Atvinnuöryggi hefur tekizt að
tryggja. Er til nokkuð verra þjóðar-
böi en atvinnuleysið?
Það má sjálfsagt segja, að mér hafi oröið nokkuö
tiðrætt um hina dekkri hliðar efnahagsmála og þá
þætti þeirra, sem stjórnvöld hafa ekki náð á nægi-
lega traustum og föstum tökum. Viö skulum þó ekki
láta þá mynd gera okkur svartsýna um of, þvi aö I
flestum tilfellum má þar eygja batamerki, en auk
þess má einnig sjá margar aðrar og bjartari mynd-
ir af tilverunni, og þá einnig af efnahagsmálunum.
Það var höfuðmarkmiö núverandi stjórnarsam-
starfs, að tryggja atvinnuöryggi, og þaö vil ég segja
að hafi tekizt. Það er ekki hægt að tala hér um at-
vinnuleysi, nema þá I algerum undantekningartil-
fellum, og þá mjög stað- og tímabundiö. Þetta er
æöi mikil önnur mynd en blasir viö I nálægum lönd-
um, já i mörgum löndum Evrópu, þar sem um hefur
verið að ræöa verulegt og tilfinnanlegt atvinnuleysi.
Er til nokkuð verra þjóöarböl heldur en atvinnu-
leysi? Það þarf ekki að fara langt aftur I tímann til
að minnast þess, að þá kynntust menn þvi á Islandi.
Þá urðu margir Islendingar blátt áfram landflótta.
Þá lá við auðn i ýmsum sjávarplássum vegna brott-
flutnings fólks, er leitaöi annaö I atvinnuleit, og
þeir, sem muna atvinnuleysi kreppuáranna eftir
1930, kunna áreiðanlega að meta atvinnuöryggi.
Sannleikurinn er sá, aö atvinnuöryggi er eitt af
frumskilyrðum lifshamingju. Það má ýmsu fórna
til þess að tryggja það, og sjálfsagt má segja, að at-
vinnuöryggi hafi kostað hér meiri verðbólgu en ella,
en hver vildi skipta.
ATVINNUVEGIRNIR
Verði gæfan okkur hliðholl getum við
litið til afkomu atvinnuveganna með
hóflegri bjartsýni,
Undirstaða efnahags- og atvinnulifs eru traustir
atvinnuvegir. Það er ekki hægt að segja, að at-
vinnuvegir hér standi á sterkum undirstöðum. Það
hefur yfirleitt verið þannig á málum haldið, að þar
hefur ekki verið safnað I kornhlööur.
A siðustu árum má segja, að nokkur viðleitni hafi
veriðl þá átt, að geyma svolltið frá góðu árunum til
hinna mögru, þar eru til dæmis verðjöfnunarsjóðir
sjávarútvegsins. Það er heilbrigð hugsun. Það má
segja, að atvinnuvegir okkar standi ekki svo traust-
um fótum sem skyldi, en samt hefur nú átt sér stað
veruleg hækkun á veröi helztu útflutningsafurða
okkar. En afkoma atvinnuvega okkar er mörgum
óvissum atvikum háð, ekki aðeins breytilegu verð-
lagi, heldur misjöfnu árferði og aflabrögðum. En
verði gæfan okkur hliðholl I þvi efni held ég, að við
getum litið til afkomu atvinnuveganna með hóflegri
bjartsýni. Að visu er þar um misjafnar aðstæður að
ræða á ýmsum sviðum, en ég held til dæmis, að fisk-
vinnslan muni standast sæmilega, ef ekki verður
þvi meiri aflabrestur, að undantekinni loðnuvinnsl-
unni, sem illa fór. Sjálf útgerðin er hins vegar ekki
eins vel á vegi stödd eins og allir þeir vita, sem með
þau mál hafa að gera. Ég hygg, að afkoma I verzlun
hafi verið og sé sæmileg, og sama megi segja um
margar greinar iðnaðar, þó aö þar sé að vlsu mis-
jafnlega ástatt.
Ég held, að þegar á allt er litið, þá geti verið um
að ræða bjarta hlið á myndinni, þegar um atvinnu-
vegina og afkomu þeirra er að ræða. Hitt er þó ekki
að dylja, og mér dettur ekki I hug að draga neina
fjöður yfir það, að þar er um ýmsa erfiðleika að etja
I rekstri, bæði hvað varðar lánsfjárskort og fleira,
sem þar kemur til, og ég ætlá ekki að ræða frekar að
sinni.
ORKUMÁLIN
Gagnrýnin fellur í skuggann þegar
verkin fara að tala.
1 stjórnarsáttmálanum er lögö áherzla á að stórt
átak skyldi gert I orkumálum. Var slikt eðlilegt
andsvar viðoliuverðssprengingunni, sem varð 1974.
Ég tel, að tekizt hafi að standa viö þetta fyrirheit
stjórnarsáttmálans. Það hefur verið gert, og er ver-
ið að gera mikið átak I orkumálum, bæði á sviði
raforkuvirkjana og jarðhitaframkvæmda. Þar er
að mörgu leyti framhald á þvi sem grunnur var
lagður að i tið fyrrverandi stjórnar. Sllkar fram-
kvæmdir taka langan tima. Menn sjá þar ekki
árangur verka sinna strax, og þar er verið að vinna
fyrir framtiðina. Gera okkur smám saman óháðan
innflutningi orkugjafa, og þar með spara gjaldeyri I
framtiðinni, en jafnframt er rennt nauösynlegum
stoðum undir eflingu iönaöar og iðnvæðingar.
Þessar framkvæmdir hafa kallað á erlent lánsfé,
sem skilar sér ekki um sinn, en gerir það væntan-
legar siðar meir. Vafalaust má gagnrýna ýmislegt I
undirbúningi þessara mála, en það er spá mln, að sú
gagnrýni falli i skuggann þegar verkin fara að tala.
Ef til vill vilja þá allir „Lilju kveðið hafa”. Hitt er
rétt, að heildarskipulag orkumálanna krefst gagn-
gerrar skoðunar. Sú athugun má ekki lengi drag-
ast úr hömlu. 1 þessum efnum hefur bjartsýni vissu-
lega verið rikjandi.
BYGGÐASTEFNAN
Framsóknarmenn geta verið stoltir
af baráttu sinni i byggðamálum,
1 stjórnarsáttmálanum var lögð
áherzla á framhald og eflingu byggðastefnunnar.
Ég hef marg oft rætt um það áður þvilik gjörbreyt-
ing átti sér stað i tið fyrrverandi rikisstjórnar I
kaupstöðum og kauptúnum viös vegar um landiö.
Hvernig atvinnulif var þar I mörgum tilfellum reist
úr rúst, sérstaklega með eflingu skipastóls og fisk-
vinnslustöðva. Hvernig lifsviðhorfi og hugarfari
fólks á þessum stöðum var gerbreytt. Hvernig
straumnum var snúið við. Fólk hætti að flytja burt,
en tók aö byggja. 1 raun og veru áttu sér stað
straumhvörf I lífi og starfi heilla byggðalaga, og
jafnvel heilla landshluta. Ég hygg, að með þessu
starfi hafi fyrrverandi rikisstjórn reist sér óbrot-
gjarnan minnisvarða, en þessu starfi hefur ósleiti-
lega verið haldið áfram I tiö núverandi rikisstjórn-
ar.
Byggöasjóður hefur verið stórefldur og starfsemi
hans hefur færzt inn á ný svið. Þarna hefur verið og
er merkilegt starf unnið. Framkvæmdastofnunin
hefur beinlinis verið lyftistöng ýmissa fram-
kvæmda og atvinnufyrirtækja, sem án hennar
fyrirgreiðslu hefðu ekki orðiö að veruleika. Við
framsóknarmenn getum verið stoltir af baráttu
okkar i byggðamálum og hef ég þó enga löngun til
að gera lítið úr annarra hlut. Það er á þessu sviöi,
sem ef til vill er bjartara en viðast hvar annars
staðar.
FRAMKVÆMDIR
Við þurfum að virkja og stjórna
Það er vafalaust óumdeilanleg staðreynd, aö
nokkur skerðing hefur átt sér stað á llfskjörum al-
mennt frá þvi sem þau voru bezt. Samt held ég, að
ekki sé annaö hægt að segja, en að við hér á landi
búum almennt við sæmileg lifskjör og ég ætla við
ekki mikið lakari kjör en gengur og gerist I ná-
grannalöndum okkar, þegar alls er gætt. Ég held,
að lifshættir og lifsvenjur fólks segi þar sina sögu.
Eigi að lita raunsætt á málin verður þó að taka með
i reikninginn að við höfum um sinn byggt kjör okkar
að nokkru leyti á fölskum forsendum, það er að
segja: eytt meiru en við höfum aflað.
Hver og einn hefur og fyrir augum, hvernig hann
og nágrannarnir lifa og hvað þeir geta leyft sér. Þar
er sjálfsagt um ýmiss konar aðstööumun að ræða,
en ég held, svo dæmi sé tekið, að ekki verði sagt að
sólarlandaferðir séu forréttindi neinnar yfirstéttar
hér á landi. Ég held sem betur fer að menn almennt
lifi sæmilega vel. Þar á atvinnustigiö I sinn veiga-
mikla þátt. Verði umtalsverður samdráttur I at-
vinnu hefur það fljótlega sin áhrif á raunveruleg
lifskjör fólksins.
Þess vegna er það, að þó að eitthvað þurfi að
draga úr hraðanum, þvl að það er nú einu sinni
staðreynd, að viö höfum lifað um efni fram, þá er
það æskilegt, að I þeim efnum verði ekki snögg
sveifla, að það verði ekki neinar stökkbreytingar
þar. Umfram allt verður þvl að reyna að halda
þannig á málum, aö atvinnuleysi eigi sér ekki stað.
Vandanum þarf þvi fyrst og fremst að mæta með
aukinni framleiðslu á hvern mann, með meiri af-
köstum. Með þeim hætti þurfum við að jafna á hall-
ann. Þar er óneitanlega eitt erfiðasta viðfangsefnið
hættan á ofveiði fiskistofna. I þeim málum verður
að taka upp skynsamlega stjórnun, hvað sem það
kostar. Úr sókn i tiltekna fiskistofna getur þurft að
draga i bili en það þarf þá að reyna að bæta þar um
meö tilraunum til veiða á öðrum fisktegundum og
leita aö nýjum fiskimiðum. Það má ekki láta deigan
siga, heldur bregðast skjótt við og án allra tregðu-
lögmála. Þar þarf að koma til samvinna milli rikis-
valds og atvinnuvega til eflingar aukinnar fjöl-
breytni i atvinnulifi, — ekki aðeins I sjávarútvegi
heldur einnig i iðnaði og landbúnaöi. Það má ekki
láta bugast af barlómi og svartsýni, þó aö skylt sé
að líta ámálinaf raunsæi. Það er heldur svo sannar-
lega ekki neinn uppgjafarhugur I fólki. Hvarvetna
mætir maður framfarahug og framkvæmdavilja —
reyndar oft meiri heldur en getan leyfir. Það er þvl
viðtækt viðfangsefni að koma skipulagi á fram-
kvæmdir svo að við færumst ekki of mikiö I fang I
einu.
Eins og framlögð frumvörp bera vitni hefur verið
unniö að — og er unnið að — ýmsum umbótum á
sviðum menntamála, heilbrigðismála, dómsmála
og samgöngumála. Haf sum þeirra frumvarpa þeg
ar verið afgreidd á Alþingi en önnur þar I athugun.
Þó að full ástæða hefði verið til að vikja að einstök-
um þeirra mála hér I þessum inngangsorðum er
þess ekki kostur timans vegna. Ég geri ráð fyrir
þvi, að þeir ráðherrar, sem með þau hafa að gera,
geti þeirra sumra I umræðum hér á eftir. Sömu sögu
er raunar að segja af vettvangi atvinnumála, land-
búnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar. Sleppi ég einnig
að ræða einstök löggjafarmálefni á þvl sviði.
Við íslendingar höfum verið og erum að byggja
upp velferðarþjóðfélag hér á landi. Það er enn i
mótun, og vafalaust má þar benda á sitthvaö, sem
betur hefði mátt fara. Viö höfum ekki sloppið við
ýmiskonar vaxtaverki, margskonar óhófsemi, sem
engum færir raunverulega lifshamingju, en veldur
oft vandræðum og reynist uppspretta uppreisnar og
ógæfuverka, — setur um of svipmót á þjóðfélagið.
Lifshagsmunakapphlaup á ýmsum sviðum gengur
út i öfgar, að manni finnst. Það er alltof áberandi,
aö minum dómi, að hagsmunahópar vilji olboga sig
áfram án tillits til annarra, og án þess að gefa gaum
að þjóðfélagslegum afleiðingum og heildarhag.
A ýmislegt fleira mætti benda en við skulum vona
að hér sé um timabundið ástand að ræða, og allt eru
þetta agnúar, sem önnur velferðarþjóðfélög hafa
ekki farið varhluta af.
Um sinn hefur sitthvað á móti blásið, og sitthvað
hefur farið á annan veg, en maður hefur kosið, á það
skal ekki dregið dul. Við höfum á ýmsum sviðum átt
við erfiðleika að striða um sinn. Stjórnarsamstarfið
verður oft að leysa viðfangsefnin með málamiðlun
og er það svo, aðhvorugur samstarfsaðilinn er fylli-
lega ánægður með útkomuna, en hver er svo vitur,
aö hann geti fullyrt aðsin leið sé sú eina rétta. Aðal-
atriðið er, að samstaða sé um markmiðin. Það er
vissulega alltaf erfitt að spá um ókomna tið, en það
er trúa min, að mestu erfiðleikarnir séu nú að baki.
Ég fæ ekki betur séð en að á flestum sviðum þokist
frekar til réttrar áttar, þó að sumum finnist seint
sækjast. Ég held þvi að þrátt fyrir allt getum við lit-
ið fram á veginn með hóflegri bjartsýni.