Tíminn - 08.05.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.05.1976, Blaðsíða 16
Laugardagur 8. mai 1976. þeytidreifarinn góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig fyrir sáningu Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Síðumúla 22 Simar 85694 & 85295 COCURA 4, 5 og 6 steinefnavögglar Látið ekki COCURA vanta í jötuna SAMBANDIÐ INNFLUTNINGSDEILD PLAST ÞAKRENNUR Sterkar og endingagóðar Hagstætt verð. cffl) Nýborg? O Ármúla 23 — Sími I ,í Sími86755 Jurðskjálftarnir á Italiu Meira en fimm hundruð taldir af? Björgunarstarf gengur hægt og er ákaflega erfitt Reuter, Majano. — Meir en tvö hundruö og sjötiu lik höföu i gær fundizt i rústum nokkurra bæja og þorpa á Norö-Austur-ítaliu, sem jaröskjálftinn á fimmtu- dagskvöld eyöilagöi. Taliö er, aö jarðskjálfti þessi hafi orðiö um eða yfir fimm hundruö manns að bana, en hans varð vart i sex Evrópulöndum, auk Italiu, þar sem hann var harðastur. — Viö höfum engar hugmyndir um hversu margir eru enn inni- lokaðir undir rústunum, og það gæti liöið heil vika áður en viö höfum komizt endanlega aö þvi, sagði háttsettur embættismaður i itölsku lögreglunni i gær. Þrir fjórðuhlutar bæjarins Majano eru jafnaðir viö jörðu eft- ir jarðskjálftann og lætur nærri að ailir bæjarbúar séu nú heimilislausir. Skæruliðaréttarhöldin í Dusseldorf: „Hún sparkaði, barði og kallaði mig svín' ii Reuter, Diísseldorf. — Vest- ur-þýzkur sálfræðingur bar i gær fyrir rétti i Diisseldorf, að Hanna Krabbe, konan i hópi skæruliðanna, sem þar eru fyrir rétti nú, hefði barið hann, sparkað i hann og kallað hann svin, þegar hann reyndi að rannsaka hana með tilliti til geðheilsu hennar. Hanna er, ásamt þrem karl- mönnum, þeim Manfred Tauf- er, Bernhard Roessner og Karl Heinz Dellwo, sökuð um morð á tveim embættismönnum vestur-þýzka sendiráðsins i Stokkhólmi fyrir um það bil ári. Sálfræðingurinn, Dr. Wolf- gang de Boor, sagði, að þau væru öll sakhæf og heróu heilsu tilaðkoma fyrir rétt, þrátt fyrir tólf mánaða fangelsisvist. Hann gerði grein fyrir mis- munandi skapferli sakborning- anna, og sagði að karlmennirnir væru allir kurteisir og fremur hljóöir, en frú Krabbe hefði hins vegar verið árásagjörn og hefði hún slegið og sparkað bæði i hann og fangelsisvörð Björgunvarsveitir leita nú i rústunum að þeim, sem grafizt hafa undir þeim. Samkvæmt heimildum i innan- rikisráðuneytinu i Róm i gær, er talið að um eitt hundrað og tiu þúsund manns séu nú heimilis- laus á ttaliu. Stærsti skjálftinn á fimmtu- dagskvöld náði sex og hálfum á Richterkvarða, sem talið er ná- lægt hámarki þess sem jarð- skjálftar geta orðið á meginlandi Evrópu. Versta útreið fékk bærinn Ge- mona, sem heita má að hafi þurrkast algerlega út. Hús þau frá miðöldum og endurreisnar- timanum, sem mynduðu miðbæ- inn þar, hrundu niður f þröngar göturnar og gera björgunarstörf þar nánast ómöguleg. I nýrri hlutum bæjarins hrundu alit að fjögurra hæða hús algerlega og eru múrsteins- og steinsteypu- haugarnir allt að tiu metra háir. Hundruð hermanna, lögreglu- manna og sjálfboðaliða, svo og sveitir skáta, leituðu þar i rústum i gær i þeirri von að þar fyndist einhver á llfi. Að minnsta kosti eitt hundrað manns létu lifið i Gemona einni og i kirkjugarðinum þar, sem er annar af tveim likgeymslustöðum bæjarins nú, mátti i gær telja áttatiu og fimm lik. í bænum Majano, þar sem ibú- ar voru um 4.500, létust meir en fimmtiu manns. Þar á meðal voru tíu manns, sem grófust þeg- ar veitingastaður hrundi niður, meðan á veizlu stóð þar. Enn villast Bretarnir... Reuter, Dublin. — Vand- kvæði þau sem skapazt hafa vegna handtöku átta brezkra hermanna innan landamæra Irska lýðveldisins á fimmtu- dag, jukustenn í gær, þegar að minnsta kosti tveir hópar brezkra hermanna villtust inn yfir landamærin frá N-Irlandi. Bæði atvikin i gær voru þó minniháttar, miðað við það á fimmtudag, en hermennirnir sem þá voru teknir voru borgaralega klæddir og báru haglabyssur með styttum hlaupum. Báðir hóparnir voru reknir til baka i gær, án þess að til umkvartana kæmi frá hendi rikisstjórnar Irska lýð- veldisins, en engu að siður urðu atvik þessi til að vekja enn meiri athygli á þvi sem skeði á fimmtudag. Fylgistap hjá Verkamannaflokknum Reuter, London. — Likurnar á skyndikosningum i Bretlandi i sumar minnkuðu mikið i gær, þegar talning atkvæða i bæjar- og sveitastjórnakosningum í Eng- landiog Wales hafði leitt i ljós allt að fimmtán prósent fylgisaukn- ingu stjórnarandstöðuflokks íhaldsmanna. Niðurstöður kosninganna voru mikil vonbrigði fyrir Verka- mannaflokkinn og rikisstjórn hans, en búizt hafði verið við að fylgi hans myndi aukast nokkuð vegna samkomulagsins við verkalýðsfélögin. Þess I stað vann Ihaldsflokkur- inn, undir forystu Margaret Ford Bandaríkjaforseti beitir neitunarvaldi: „Alvarlegar takmarkanir forsetavalds" Reuter, Washington. — Gerald Ford, Bandarikjaforseti, beitti i gær neitunarvaldi sinu gegn frumvarpi um 4.000 milljón doll- ara hernaðarhjálp til annarra rikja, vegna þess sem hann kall- aði „Fordæmislausar takmark- anir á rétti sinum til að reka utan- rikisstefnu rikisins”. Forsetinn sagði i tilkynningu til þingsins að hann væri mótfallinn þeim ákvæöum frumvarpsins sem takmörkuðu heimildir til sölu á hergögnum, afnæmu tak- markanir á viðskiptum vi ð Norð- ur og Suður-Vietnam og settu skilyrði um mannréttindi i er- lendum rikjum. Frumvarp þetta var heimildar- frumvarp, en hafði ekki á bak við sig ákveðna sjóði til að kosta hernaðarlega aðstoö við önnur riki. Meðal þess sem það fól í sér var 3.000 milljón dollara hernaðarleg aðstoð við Mið-Austurlönd, aðallega Israel. Samkvæmt frumvarpinu hefðu verið sett takmörk á heildarsölu rikisins á hergögnum til annarra rikja, svo og á annan útflutning þeirra og þjónustu i sambandi við þau. Hefðu takmörkin miðast við 9.000 milljónir dollara á árs- grundvelli. Þar að auki fólst í frumvarpinu „Kynlíf” viður- kennt i Sovét... Reuter, Moskvu. — Eitt af vinsæiustu f jögurra-stafa orð- um i sovézkri tungu hefur nú I fyrsta sinn hlotið viðurkenn- ingu I opinberri alfræðioröa- bók þar. Orð þetta er „CEKC”, sem þýtt yíir á ensku þýðir „SEX ”, en á islensku er það útlagt „Kynlif”. 1 sovézkum alfræði- orðabókum hefur áður verið getiö um orö, sem skyid eru þessu og jafnvel af þvt dregin, en ekki það sjálft. Vatnsskortur i Evrópulöndum Reuter, Genf. —• Fimm Evrópulönd búa nú þegar við vatnsskort, og sjö til viðbótar munu bætast I þann hóp fyrir lok þessarar aldar, eftir þvi sem efnahagsnefnd Samein- uðu þjóðanna fyrir Evrópu sagði f gær. Enn er þó nægiiegt vatn i Evrópu tii aö mæta heildar- eftirspurninni næstu tuttugu og fimm ár að minnsta kosti. Skorturinn einkennist mest af þvl, að vatnsmagniö er ekki nógá þeim timum sem þörfin er mest. — Magn nothæfs vatns hefur minnkað verulega i nokkrum löndum vegna mengunar, segir i skýrslu nefndarinnar. Kýpur, Austur-Þýzkaland, Ungverjaland, Malta og Ukrania búa þegar við vatns- skort.Búizter við, að árið 2000 muni Belgia, Búlgaria, Lúxembourg, Pólland, Portúgal, Rúmenia og Tyrk- land hafa bætzt i hóoinn. Nefndin telur að Bretland, sem nú býr við vatnsskort I raun hafi nægilegt vatnsmagn til að anna eftirspurn nú og 1 næstu framtið. Háum verðlaunum heitið fyrir nöfn brennuvarga Reuter, Mflanó, — Fiat-verk- smiöjurnar itölsku hétu i gær um sextán milljónum fs- lenzkra króna I verölaun til þesseða þeirra sem veitt gætu upplýsingar um þaö hverjir staðið hafa að fimm ikveikj- um, sem átt hafa sér stað f bif- reiðaverksmiðjum þeirra i Mirafiori sfðastliðinn mánuð. Síðasta ikveikjan, sem átti sér staö á fimmtudagskvöld, skemmdi alvarlega verzlun i verksmiðjunni, og aðeins snögg viðbrögð slökkviliðs- manna komu i veg fyrir að eidurinn næöi meginfram- leiðslusvæði hennar. Vinstri sinnaðir skæruliðar hafa lýst sig ábyrga fyrir fyrri Ikveikjum á staðnum. A IVIILLi Ftóttamenn frá V-Sa- hara mikillar hjálpar þurfi Reuter, Genf. — Alheimsráð kirkjunnar sagði i gær, aö það hefði farið þess á leit við kirkj- ur einstakra landa, að þær létu af hendi rakna rúmlega hundrað þúsund doUara, til þess að veita flóttamönnum frá Vestur-Sahara,sem stadd- ir eru i Alsfr, nauðsynlega að- stoð. Sagði ráðið að um fimmtiu þúsund flóttamenn byggju við ótrúlega erfiðar aðstæður i sextán flóttamannabúöum. Hefði sarheiginleg nefnd mót- mælenda og kaþólikka, sem fór í athugunarskyni tU búð- anna, gefið þá skýrslu að hreinlætisaðstaða, fæðuskort- ur og önnur vandamál flótta- mannanna væru hrylliieg. Eftir heimsókn sina til búð- anna áætlaði nefndin, að þörf væri fyrir aðstoð sem næmi um sjö og hálfri milljón doll- ara það sem eftir væri af þessu ári. Það, sem til þarf er fæða, tjöld og ábreiður, lyf, eldhús- áhöld, farartæki oghreinlætis- búnaður. ákvæði um 180 daga afnám við- skiptabanns á Vietnam, sem for- setinn sagði að gera myndi stöðu Bandarikjanna verri i samning- um við það land. Bandarikjamenn hafa krafizt þess af Norður-Vietnam að gerð verði grein fyrir þeim banda- risku hermönnum sem enn er saknað siðan i Vietnam-styrjöld- inni og vildi þingið aflétta við- skiptabanninu i þeirri von að þá myndu Vietnamar láta undan kröfunni. Forsetinn telur þá ályktun ranga. Þá er forsetinn einnig mótfall- inn þvi ákvæði sem segir að við- takendur hernaðarlegrar aðstoð- ar skuli fylgja mannréttindaskil- málum sem þingið setji. Verði al- mennum mannréttindum ekki framfylgt i viðkomandi rikjum, skuli viðskiptin stöövuð. Sagði forsetinn að frumvarpið tæki alls ekki til greina marga þætti sem væru ráðandi I við- skiptum Bandarikjanna við er- lend riki. Sagði hann að frum- varpið setti alvarlegar hömlur á rétt hans og heimild til að reka samfellda utanrikisstefnu og fæli i sér fordæmalausar takmarkanir á forsetavaldi. Öllklegt þykir að þinginu takist að ná þvi fylgi við frumvarpið sem þarf til að upphef ja neitunar- vald forsetans, en til þess þarf tvo þriðju hluta atkvæða. Thatcher, mikinn sigur og jók við sig meir en 1.500 sætum I bæjar- og sveitastjórnum. Verkamanna- flokkurinn tapaði meir en 1.200 sætum, en i allt var kosið um 16.000 sæti. Þessi úrslit hafa þaggað niður allt tal um að James Callaghan, forsætisráðherra, hyggist halda skyndikosningar i sumar, til að tryggja stöðu rikisstjórnar sinn- ar. Eftir úrslitum þessara kosn- inga að dæma fælist I slikum skyndikosningum hætta á þvi að hann myndi tapa þeim. Callaghan gæti hugsanlega neyðst til að halda kosningar inn- an skamms, vegna veikrar stöðu Verkamannaflokksins á þingi, en þar hefur hann þriggja sæta minnihluta. Nýjar tillögur Reuter, Madrid. — 1 gær lagði spænska rikisstjórnin fram tillögur um að þing landsins yrði skipað þannig að öll neðri deild þess yrði kjörin i almennum kosningum, svo og meiri hluti öldungadeiidarinnar, en hluti af henni yrði skipaður á annan hátt. Þá viðurkenndi stjórnin i fyrsta sinn rétt verkamanna til að mynda verkalýðsfélög utan þeirra sem eru rikis- rekin. Tillögur þessar eru mun frjálslyndari en þær sem lagðar voru fram i siðustu viku, en þær ullu stjórnar- andstöðu landsins miklum vonbrigðum. Tillögurnar verða væntan- lega afgreiddar á þingi þvi sem nú situr innan skamms Blaðburðarfólk óskast Laugarásveg og víðs vegar um borgina Sími12323 og 26500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.