Tíminn - 07.12.1976, Side 13

Tíminn - 07.12.1976, Side 13
Þriöjudagur 7. desember 1976 13 Frá ballettæfingu i Þjóöleikhúsinu isinu inn sem gerður var við tónlist Tsjækovskis. Fyrir löngu er mynd svana- stúlknanna, sem ýmist svifa yf- ir vatnsborðiö eöa fljúga saman i hring og gráta beisklega hlut- skipti sitt undir valdi galdra- mannsins, fyrir löngu er þessi mynd orðin einskonar tákn list- dansins, vitnisburður um óþrot- legt lifsmagn hins ljóðræna dans. Tsjaikovski brúaði bilið milli balletttónlistar og sinfóniskrar tónlistar, og þaö er meöal ann- ars þessu að þakka að i ballett- um hans eru persónurnar ekki lengur aðeins dæmi um likam- lega fegurö heldur einstaklingar sem berjast fyrir rétti sinum og tilfinningum. Tveir snjallir ballett- meistarar eru höfundar Svana- vatns, Léf Ivanof sem gerði ýmsar þær listrænar uppgötb- anir sem setja svip sinn á mynd Odette, mynd svansins. Og Marius Petipa sem flestum öðr- um danshöfundum hefur hug- vitsamari veriö. Svo er þeim Ivanof, Petipa og Tsjaikovski fyrir að þakka, aö Svanavatnið hefur f heila öld verið á sigurför um heim allan”. Frá sjónarmiöi hins almenna áhorfanda var þaö ljóst aö eitt- hvað nýtt haföi gerzt hjá ts- lenzka dansdlokknum og það var sannarlega hrlfandi sjón aö sjá sólódansarana svifa um gólfið undir tónlist meistarans. Skelfingin um aö eitthvað fari nú úrskeiöis upp á sviöi, aö menn missi þetta og hitt, hrasi eða detti, er horfin meö öllu og áhorfandinn er öruggur meö sig — og dansarana,en nokkuð er i húfi i þessu fina spili, hætt við aö sá sem fellur óvænt á sviöinu, standi ekki upp aftur sálfræöi- lega séð. Auöur Bjarnadóttir er greinilega komin lengst af ballerinum okkar, sem hér starfa a.m.k. og Sviinn Per Artliur Segerström er m jög góður dasari, sem hefur leik- ræna hæfileika, sem nutu sin þó betur i öðrum atriöum en hinu fyrsta, þar sem einbeiting aö flóknum dansatriðunum tók andlitið i annað, stöku sinnum a.m.k. Er þess þó að gæta, að hann er haröara dæmdur hér en aörir, vegna mikillar reynslu. Nú siðan rak hvaö annað, atriöi úr Paradisarlogum, rúss- neskur dans og sverödansinn, sem var komiskur og léttur. Eftir hlé kom þátturinn Styttur bæjarins, en ballett- meistari hússins hafði gert nú- timalegan ballett við tónlist eft- ir Spilverk þjóðanna. Þetta var skemmtilegur þáttur, sem stakk i stúf við hið klassiska efni. Eftir hlé kom áhrifamikil sýn- ing úr Gosbrunninum I Bakhciari, sem Nanna ólafs- dóttir og Asdis Magnúsdóttir báru uppi. Siðan siðari hluti, eða svita úr þriðja þætti Svana- vatnsins. Lokaatriðið var svo Loftandarnir fjölmennur dans við tónlist eftir Chopin og þar fengum við að sjá ólafiu Bjarnleifsdóttur, Helgu Bernhard og Asdisi Magnús- dóttur, ásamt Auði i frjálsu skemmtilegu spili, og svo auð- vitað hinn svifandi Per Arthur Segerström.sem þar var i ess- inu sinu. Mér kom nokkuð að óvart að sjá þá leikarana Haraid G. Haraidsson og Sigmund örn Arngrimsson þarna og voru þeir hinir liðtækustu. Gæfa þessarar sýningar, sem endaði með svo miklum fögnuði áhorfenda, að maður man varla annað eins, var að viðfangsefnin voru innan þess sviðs, sem flokkurinn raunverulega ræður við. Sérstaklega ber lika að geta búninga og ljósa, sem sjaldan hafa verið betri, en búninga og leikmyndir gerði Sigurjón Jó- hannsson. Þá komu þarna fram nem- enduri Listdansskóla Þjóðleik- hússins og fleiri. Húsfyllir var á frumsýning- unni, og mér var sagt að uppselt hefði verið á siðari sýninguna af tveim, og virðist þvi ekkert mæla á móti þvi að reynt verði út i hörgul, hversu margir vilja i raun og veru sjá ballett, þvi færri komast en vilja ef aðeins eru haldnar tvær sýningar. Nokkuð hefur skort, eða virð- ist skorta á tækifæri fyrir fs- lenzka dansflokkinn til þess að koma fram. Væri vel athugandi fyrir Þjóðleikhúsið að leyfa ein- hverjum atriðum úr þessari vel æfðu sýningu að lifa, t.d. með þvi að sýna einstaka kafla þá ásamt með stuttu leikriti, en mörg leikhús erlendis, þar meö talið konunglega leikhúsiö i Kaupmannahöfn, hafa gjarnan ballettþætti með styttri leik- sýningum, þá á undan eða eftir. Það vekur sé i lagi undrun manns á svona sýningu hversu langt verður komizt i þokkafull- um hreyfingum likamans og stór- nnkilli kurteisi og takti. Veit maður fátt til samjafnaðar, nema ef vera skyldi fákurinn úr Hornafirði, sem hann Svavar Guðnason sagði mér frá, sem fór svo mikinn og teygðist svo vel á skeiðinu, að hann varð að hreyfa eyrun til skiptis frá hófunum til að halda ganginum. Jónas Guömundsson. Fræg erlend bók á íslenzku örninn er seztur eftir Jack Higgins Þýöandi: Ólafur óiafsson, lögfr. Bókin heitir á frummálinu THE EAGLE HAS LANDED Otgefandi: LEIFTUR HF. Fyrir allnokkru barst mér i hendur bók, sem ber heitiö „örninn er seztur”, eftir irska rithöfundinn Jack Higgins, sem cr frá Belfast á trlandi. Örninn er seztur er striðs- saga, skemmtisaga, sem verið hefur metsölubók i Bandarikj- unum, en sem kunnugt er þá rikja önnur lögmál viðast hvar i fjölmennum löndum en hér á Is- landi, þar sem bókmenntaleg yfirvöld voru svo að segja að gera þjóðina ólæsa með sifelld- um fyrirmælum um hvað væru bókmenntir og hvað ekki. Læsir menn kusu þá að leyna lesefni sinu og Alister MacLean seldist i 10.000 eintökum ásamt Guð- rúnu frá Lundi, meðan „viður- kennd” skáld, sem menn þóttust lesa, hreyfðust ekki i búðum, — bók eftir bók — og lagerar bóka- forlaganna voru byrjaðir að minna á hafnarmannvirki, fremur en bókageymslur. Höfundarnir drógu fram lifið á smávægilegum styrkjum og mærðarlegu lofi, en ekki rit- launum. En hvað um það, nú er þetta að breytast, og er það helzt til marks um það, að nú hefur t.d. bókin Eftirþankar Jóhönnu eftir Véstein Lúðviksson verið lögð fram til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, en sú bók hefði fyrir örfáum misserum verið talin eldhúsróman — og er það sem betur fer, læsileg bók og vel skrifuð, enda hefur hún mælzt vel fyrir hjá þjóðinni, sem nú er að byrja að átta sig aftur á þvi að islenzka bókin er ekki dauð með öllu. Örninn er seztur örninn er seztur er vel skrifuð bók og birtist á islenzku i ágætri þýðingu Ólafs Ólafssonar, lög- fræöings, og hefur hann greini- lega lagt mikla vinnu i þýðingu sina. I bókinni greinir frá þvi, með hvaöa hætti þýzku nazistarnir reyndu aö ræna Churchill for- sætisráðherra Breta á striðs- árunum. Ætlun Hitlers var aö láta leyniþjónustu hersins, und- ir yfirstjórn Canaris, ræna brezka forsætisráðherranum eða myrða hann, með likum hætti og Mussolini var bjargað úr fangelsi bandamanna meö fifldjarfri árás þýzkra úrvals- sveitar. Sjötta nóvember 1943 fékk Heinrich Himmler dulmáls- skeyti i skrifstofu sina i Prinz Albrechtstrasse i Berlin. t skeytinu stóð einfaldlega, að örninn væri seztur. Þetta merkti, að fámenn sveit þýzkra fallhlifarliða hefði lent heilu og höldnu i Norfolk og væri reiðu- búin aö handtaka Winston Churchill, sem ætlaöi að dvelj- ast þar á áfskekktu sveitasetri yfir helgina i 10 kilómetra fjar- lægð frá ströndinni. Frá þessum atburðum greinir bókin á svo spennandi hátt, að menn leggja frá sér önnur verk til þess að lesa bókina til enda. Jack Higgins Höfundur bókarinnar, er 46 ára gamali Iri, Jack Higgins, fæddur á Norður-Irlandi. For- eldrar hans voru mótmælendur, en frændur hans nákomnir kaþólskir. Higgins stóð þvi sin- um fætinum hvorum megin i átökunum, sem þá voru hafin fyrir löngu, og eru hvað höröust nú milli þessara trúflokka i heimalandi hans. Æska hans var þvi hvergi nærri friðsæl, hvorki i trúarlegum efnum né pólitiskum, og má viða finna þvi staö i bókum hans, hvers konar Iri hann er. Higgins fluttist með foreldr- um sinum til Yorkshire á Eng- landi. Framan af ævi stundaði hann margskonar störf, þar á meðal hermennsku i þrjú ár i Konunglegu riddaraliðssveit- inni. Einhvernveginn tókst hon- um þó jafnframt aö krækja sér i lærdómsgráöur við Lundúnahá- skóla i félagsvisindum og félagssálarfræði. Hann er nú heimsþekktur skemmtisagna- höfundur, og var unnið að kvik- myndagjörð árið sem leið eftir þremur af skáldsögum hans: „Grimmur óvinur”, heitir ein, „Bæn fyrir þeim, sem deyja”, heitir önnur og sú þriðja er ein- mitt þessi, sem hér birtist á is- lenzku: „Orninn er seztur”. Lesningin og frásögnin Jack Higgins segir sögu sina i rannsóknastil, en dregur þó fram skáldlegar myndir, eins og Irum virðist oft svo eiginlegt, eins og við þekkjum t.d. úr irsk- um leikbókmenntum. Textinn ber i sér fleira en viðburði, hann ber með sér veðurfar lika, ár- ferði og gróðurfar, og svo auð- vitað náttúru landsins alla og umhverfi. Tekst Higgins með þessum hætti að gera bókina svo raunverulega, að lesandinn er ósjálfrátt hættur að vera hinn dagfarsprúði maður á inniskóm eftir erfiðan dag. Hann er her- maður, njósnari og flugmaður, og hann fellur til jarðar i fallhlif gegnum ógnandi myrkrið, þar sem válegir atburðir munu ger- ast. En nóg um það. Sem frá var greint i upphafi, hefur stór hluti heimsbók- menntanna farið framhjá Is- landi i gerningaveðri fagurra bókmennta. Sögur, sem hafa selzt og verið lesnar i milljóna- upplögum erlendis hafa þótt ómerkilegar, og á tslandi var til skamms tima hæðst að erlend- um ráðherrum og forsetum, sem lásu reyfara og aörar spennandi sögur. Þóttu fremur einkennilegir menn til þess að setja yfir lönd, samanber Willy Brant, H.C. Hansen. og De Gaulle. Spennandi bækur, hvort heldur það voru nú skýrslur úr styrjöldum, eða sögur af merki- legum atburðum hafa þannig farið framhjá Islandi að mestu, að ekki sé nú minnzt á reyfara og sögur af afbrotum og lög- reglu. Hér skal ekki lagt neitt mat á gildi bókaflokka yfirleitt, en þó freistast maður til þess að halda það, aö bókin, bókaútgáfan og ritstörfin i iandinu eigi allt sitt undir þvi að bækur séu lesnar, en hrannist ekki upp. Bók- menntir þrifast ekki i kjöllurum bókaforlaga, þar sem daglegum rekstri er haldið uppi með leyni- legum útgáfum á léttmeti. Sam- band skálda og lesenda verður að vera i lagi — og nú visar margt til þess að svo sé aftur að verða, sem betur fer. Bendir þessi bók, örninn er seztur og reyndar margar fleiri, sem nú koma i vönduðum útgáfum, ein- dregið til þess að svo sé. Jónas Guömundsson 9 Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer FÁST HJÁ OKKUR Fatnaóur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og römaóar um viöa veröld. Framleiddar undir strangasta gæóaeftirliti. DOMUS Lauda\cdi 91 GEFJIJJV Auslurstræfi KEA Vöruhús Kaupfclögin

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.