Tíminn - 07.12.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 07.12.1976, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 7. desember 1976 TÍMINN 21 Allt ætlaði um koll að keyra þegar Paul Mariner skoraði stórglæsilegt mark á Portman Road, sem tryggði Ipswich sogur (1:0) yfir Liverpool 35.000 áhorfendur voru viðstaddir leik, sem fjölmiðlar i Englandi voru fyrir þó nokkru búnir að kalla leik keppnistima- bilsins, og stóð hann svo sannar- lega undir þvi nafni. Þetta var auðvitað leikur toppliðanna í 1. deild. Liverpool og Ipswich, sem kepptu fyrir troðfullum leikvangi Ipswich, Portman Road. Þrátt fyrir slæmt veður i Englandi að undanförnu var þessi leikur aldrei i hættu, þar sem leikvöllur Ipswich liðsins er talinn einn sá besti I Englandi, og hafði hann litið látið á sjá. Gangur leiksins var i stuttu máli sá, að Ipswich-liðið var mun meira með knöttinn, en inn á milli átti Liverpool hættulegar skyndi- sóknir, sem i nokkur skipti hefðu alveg eins getað gefið mark eða mörk. Báðir markveröirnir stóðu sig með sóma í leiknum og I fyrri hálfleik reyndi álika mikið á þá báða, Ray Clemence og Paul Cooper. En þeir gáfu hvergi eftir og var staðan i hálfleik 0-0. 1 seinni hálfleik reyndi Ipswich liðið allt sem það gat til að knýja fram mark, sem myndi nægja þeim til sigurs, með þá Mick Mills, Brian Talbot, Kevin Beattie og Paul Mariner sem beztu menn. En vörn Liverpool er sterk fyrir og varðist öllum áföll- um, þar til 13 minútur voru til leiksloka. Þá gaf Mills knöttinn Snjór, þoka og ísing... — hafði óhrif á ensku knattspyrnuna Snjór, ising og þoka settu mark sitt á leiki helgarinnar I Englandi — og þar var frestað mörgum leikjum. 1. DEILD: Arsenal —Newcastle.......5:3 BristolC. —Leeds.........0:0 (flautaður af i hálfleik vegna þoku). Ipswich —Liverpool.......1:0 Leicester —Birmingham....2:6 Man. City —Derby.........3:2 West Ham — Middlesb......0:1 Þeim leikjum sem var frestað: Aston Villa — Tottenham, Ever- ton — Norwich, Q.P.R. — Man. Utd., Stoke — Coventry og Sunderland — W.B.A. 2. DEILD: Burnley — Cardiff........0:0 Carlisle — Orient........1: o Charlton —Blackburn.......4:0 Fulham — Oldham..........5:0 Luton —Blackpool.........0:0 Nott.For, —BristolR .....4:2 Sheff. U td. — Chelsea...1:0 Southam pton — N otts C..2:1 Wolves — Plymouth........4:0 Meðal úrslita i 3. deild má nefna 1:0 sigur Shrewsbury yfir Brighton og 7:0 sigur Chesterfield yfir Bury og skoraði þar fyrrver- andi leikmaður með Leicester, Rodney Fern.fjögur mörk. O.O. m fyrir mark Liverpool, en boltinn hrökk i varnarmann og út af. Clive Woods tók hornspyrnuna, gaf góðan bolta fyrir, sem Emlyn Hughes skallaði út i vita- teiginn. Þar bar að Whymark, sem skallaði knöttinn fyrir mark- ið inn i eyðu. Það var Paul Mariner fljótur að notfæra sér, hann kom þar að á fleygiferð og hamraði knöttinn i netið með höfðinu og átti Clemence engan möguleika á að verja þennan fasta skalla hans. Eftir markið reyndi Liverpool allt sem þeir gátu til að jafna, en þrátt fyrir nokkur góð færi tókst það ekki og þegar dómarinn blés leikinn af brutust út mikil fagn- aðarlæti meðal áhorfenda. Þeir hylltu bæði liðin þegar þau gengu af leikvelli, þau áttu það skilið fyrir að leika einhvern bezta leik keppnistimabilsins i Englandi. Einnig var markið nógu fallegt til að vinna hvaða ,.Goal of the Framhald á. bls. 17 í. DEILD STAÐAN er nú þessi I 1. og 2.] deildarkeppninni i Englandi: Liverpool .... 17 11 3 3 28:12 251 Ipswich......16 10 4 2 32:15 24 Newcastle ...17 8 6 3 29:20 22 Man.City.....16 7 7 2 21:13 21 Aston Villa ... 16 8 3 5 31:20 19 Arsenal...... 16 8 3 5 31:26 19 Leicester .... 18 4 10 4 20:25 18 Birmingh..... 17 7 3 7 26:22 17 Leeds....... 16 5 7 4 22:20 17 Middlesb..... 16 7 3 6 10:15 17 WBA......... 16 6 4 6 24:21 16 Everton......16 6 4 6 25:26 16 Stoke....... 16 6 4 6 12:16 16 Coventry..... 15 5 5 5 19:18 15 Man.Utd...... 15 4 6 5 23:24 14 QPR......... 16 5 4 7 20:23 14 Norwich .....17 4 5 8 16:25 13 Derby....... 15 3 6 6 21:23 12 BristolC..... 16 4 4 8 15:19 12 Tottenham ... 16 4 3 9 20:34 11 Sunderland ..16 2 5 9 13:25 9] West Ham. ... 17 3 3 11 17:32 9 2. DEILD Chelsea .... ..17 11 3 3 29:21 25 Blackpool.. ..18 9 5 4 29:20 23 Bolton .. 16 10 2 4 28:19 22 Wolves .. 17 8 5 4 41:22 21 Notth.For. . . .17 8 5 4 38:21 21 Sheff.Utd... ..17 6 5 4 20:20 19 Oldham .... ..17 7 5 5 23:25 19 Charlton ... ..17 7 4 6 36:31 18 Blackburn . ..17 8 2 7 18:22 18 Luton ..17 7 3 7 27:26 17 Millwall. ... .,15 7 2 6 24:19 16 Fulham .... .. 17 5 6 6 27:26 16 Notts.C ..17 7 2 8 25:30 16 Hull ..15 5 5 5 19:19 15 Bristol R. .. . .17 5 5 7 23(25 15 Southampt. ..17 5 4 8 27:32 14 Burnley .... ..17 4 6 7 21:26 14 Cardiff .. 17 5 4 8 21:28 14 Carlisle .... ..18 5 4 9 19:33 14 Plymouth .. .. 17 3 6 8 22:30 12 Hereford ... .. 16 3 4 9 21:35 10 Orient .. 15 2 5 8 14:22 9 ,,NEI VINUR — HÉR ER LOKAД..Pressuliðsmennirnir” Trausti Þorgrlmsson (7) og Arni Indriðason stöðva linumanninn snjalla, Björgvin Björgvinsson, á siðustu stundu. Jón Pétur Jónsson og Geir Hallsteinsson sjást I baksýn. (Tímamynd Róbert). ,PressarT veitti lands liðinu harða keppni — það var ekki fyrr en þreytan fór að segja til sín hjó „pressuliðinu" undir lokin, að landsliðið nóði að tryggja sér sigur — 25:22 LANDSLIÐIÐreiðekkifeitum hestifrá viðureigninni viö „pressuliðið” i Laugardalshöllinni. — Þrátt fyrir sigur (25:22) landsliðsins, er ekki hægt að hrópa húrra fyrir leik liðsins. Þaö var ekki fyrr en undir lokin, þegar þreyta fór aö færast yfir leikmenn „pressunnar”, að landsliðið náði að gera út um leikinn. Pressuliðiö var aðeins skipaö 10 leikmönnum — vantaði vinstri- handarskytturnar, Hörö Sig- marsson og Guömund Sveinsson. Liðið réði þó fullkomlega við landsliðið, eða þar til þreytan fór að segja til sin undir lok leiksins. „Pressuliðið” haföi þá yfir 20:17, en missti leikinn niður — og landsliöiö komst yfir 22:20 og sigraði siðan 25:22. Það var greinilegt á öllum leik landsliðsins, að það á enn langt I land að ná saman sem sterk heild. Það vantar illilega hornamenn i liðið, til að teygja úr vörn and- stæðinganna — og þar með að opna fyrir langskotum og línu- spili. Þá vantar einnig góða lang- skyttu og öflugan linumann — það er ekki nóg að hafa Björgvin Björgvinsson einan á linunni. bótt hann sé frábær leikmaður. Bjarni Jónsson, Jón Pétur Jónsson og Hilmar Björnsson voru atkvæðamestir hjá „pressu- liðinu” og einnig þeir Sigurbergur Sigsteinsson og Arni Indriðason, sem léku stór hlutverk i vörninni. Leikmenn „pressuliðsins” léku oft á tiðum mjög sterkan varnar- leik, sem landsliðið átti erfitt með að vinna á. Sóknarleikurinn var lika oft liflegur, þrátt fyrir að leikmennirnir væru ekki i samæf- ingu. Þeir skoruðu t.d. 10 mörk með langskotum og 7 eftir hrað- upphlaup — og þá fengu linu- mennirnir i liðinu nóg að gera, — skoruðu 4 mörk. Leikur landsliðsins var ekki nógu sannfærandi, sóknin allt of einhæf — og leikmennirnir ekki nógu hreyfanlegir og ógnandi. Kristján í landsliðið Kristján Sigmundsson, hinn ungi markvörður úr Þrótti, hefur verið valinn i landsliðshópinn i handknattleik, sem heldur til A- Þýzkalands á morgun. Kristján er eini nýliðinn I landsliðshópn- um. Landsliðið leikur gegn A-Þjóöverjum i A-Berlin og Frankfurt an der Oder á fimmtudaginn og föstudaginn, en siðan gegn Dön- um i Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 14 leikmenn fara i þesa keppnisferð, en það eru: Olafur Benediktsson, Val, Gunnar Einarsson, Haukum, Kristján Sig- mundsson.Þrótti. Viggó Sigurðsson, Vikingi, Geir Hallsteinsson, FH, Viðar Simonarson.FH, Þórarinn Ragnarsson.FH, Olafur Einarsson Vikingi, Þorbergur Aðalsteinsson,Vikingi, Björgvin Björgvinsson, Vikingi, Jón Karlsson Val, Bjarni Guðmundsson, Val, Agúst Svavarsson,IR og Þorbjörn Guðmundsson.Val. Fararstjórar verða: Januz Cerwinsky, landsliðsþjálfari, Ingi- mar Jónsson og landsliðsnefnarmennirnir Birgir Björnsson og Gunnlaugur Hjálmarsson. Jafnvel þótt nokkrum leikmönn- um væri troðið inn á linu, vantaði menn til að senda knöttinn inn á linuna. Þá vantaði algjörlega menn, sem ógnuðu i hornum — þeir sjást ekki i landsliðinu, enda skoraði landsliðið ekkert mark úr horni. Landsliðið bar ekki merki þess að þarna væri á ferðinni leik- menn, sem féllu saman. Einka- framtakið sat i hásæti, og þvi sást oft furðulegt „hnoð” hjá einstök- um leikmönnum. Mörkin i leiknum skoruðu: Landsiiðið: — Viðar 9 (5), Þor- björn 5, Þorbjörn Mörkin i leiknum skoruðu: Landsliðið: — Viðar 9 (5), Þor- björn 5, Björgvin 3, Ólafur Einarsson 3, Geir 3 og Jón Karls- son 2 (2). Þeir Björgvin og Þor- björn voru skástu menn lands- liðsins. „Pressuliðið”: — Jón Pétur 7, Bjarni 4, Hilmar 3, Sigurbergur 3 — þar af eitt með langskoti, Arni 2, Þorgeir 1, Trausti 1 og Steindór L SOS Janus ræðir við Axel r og Olaf.... JANUZ Cerwinsky, landsliðs- þjálfari i handknattleik, mun ræða við þá Ólaf H. Jónsson og Axel Axclsson i V-Berlin á morg- un. Hann mun þá væntanlega kanna, hvort þeir geti á einhvern liátt tekið þátt i æfingum með landsliðinu um áramótin og leikið með landsliðinu i fjögurra liða keppni i V-Berlin um áramótin, Januz ætlaði upphaflega að sjá þá leika meðDankersen gegn Heim i Gautaborg i Evrópukeppninni 14. desember. Af þvi verður ekki, þar sem Januz verður þá að undirbúa landsliðið fyrir þrjá landsleiki gegn Dönum hér i Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.