Tíminn - 04.01.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.01.1977, Blaðsíða 2
2 Þriöjudagur 4. janúar 1977 Síldarvertíðin 1976: Útflutnings verðmæti 2,3 milljarðar — síldarsöltunin árið áður gébé Rvik. — Sildarvertiöin 1976 reyndist vera mun betri en áriö á undan, en alls var Suöurlandssild söituö i samt. 124.013 tunnur eöa 31.4% meira en árið áöur. Óvenju mikið af Suöurlandssildinni fór i fyrsta stæröarflokk nú, eöa um 65%. Útflutningsverömæti salt- sildarinnar er áætlaö um 2300 milljönir króna. tUflutningur sildarinnar hófst siöari hluta nóvembermánaöar og er stefnt aö þvi aö honum ljúki i febrúar. Reknetaveiðarnar hófust i ágúst s.l., en hringnótaveiöarnar þann 25. september. Síöasti veiði- dagur hjá öllum bátunum var 25. nóvember. Mest var saltað af Suðurlands- 31,4% meiri en sild á Höfn i Hornafirði, eða sam- tals 25.225 tunnur, eingöngu af reknetasild. Vestmannaeyjar koma næst með 12.495 tunnur af hringnótasild og 9.741 tunnur af reknetasild, eða samtals 22.236 tunnur . í Grindavik voru alls saltaðar 11.546 tunnur, bæði af hringnóta- og reknetasild og i Reykjavik voru saltaðar alls 9.795 tunnur af hringnótasild, en ekkert af reknetasild. Alls var Suður- landssild söltuð á nitján stöðum á landinu á siðustu vertið. Tölur þessar eru allar samkvæmt söltunarskýrslu Sildarútvegsnefndar, en eins og áður segir varð heildarsöltunin alls 124.013 tunnur á móti 94.407 tunnum á vertiðinni 1975. Skemmdir á húsi í Garðabæ — vegna elds á nýársnótt Gsal - Reykjavik. — Miklar skemmdir uröu á ibúöarhús- inu aö Brúarflöt 4 i Garöabæ á nýársnótt, er eldur kom þar upp. Aö sögn Siguröar Þóröar- sonar varaslökkviiiösstjóra i Ilafnarfiröi er talið, aö eldur- inn liafi kviknaö út frá rakeltusól, sem hafi lent á þaki hpssins. Enginn var i liúsinu, er eldurinn kom upp, en sonur ibúöareigenda kom hcim til sin um hálfeilt leytiö um nóttina, og sá þá hvers kyns var. Geröi hann slökkvi- liöi viövart. Sigurður kvaö þak hússins vera ónýtt, en jafnframt hafi oröiö miklar skemmdir á þremur herbergjum i húsinu. Slökkviliðið i Hafnarfiröi var kvatt út fjórum sinnum yf- ir ára mótin og voru rakettur sökudólgar i tveimur þessara tilvika. Aö auki þurfti slökkvi- liðið i Hafnarfirði aö slökkva eld i áramótabálkesti, vegna þess að hætta stafaöi af eldinu, sökum óhagstæðrar vindáttar. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík: FÆR HÚS OG BÁT — Sveitin hefur hjálpað 193 mönnum úr sjávarháska með hjálp sjólínutækja F.I. Reykjavik. — A gamiársdag var björgunarsveitin Þorbjörn i Grindavik myndarlega heiöruö meö gjöf af nafna sinum og sveit- unga Þorbirni h/f. Er hér um aö ræða verbúö, sem verið var aö leggja til hliöar og sá Tóm.as Þor- valdsson, forstjóri útgeröar- félagsins um afhendinguna, en hann er formaöur björgunar- sveitarinnar. Björgunarsveitin Þorbjörn i Grindavik hefur verið á hrakhól- um meö tækjabúnaö sinn undan- farið og verður verbúðin væntan- lega innréttuð með þaö fyrir aug- um að geymslur verði rúmar. Húsnæðið dugir þó sjálfsagt hvergi nærri til allrar starfsem- innar og er stækkun fyrirhuguð, enda má samkvæmt gjafabréfinu breyta verbúðinni að vild. Við þetta sama tækifæri afhenti formaður sjómanna- og vél- stjórafélags Grindavikur Kristján Kristófersson, Þorbirni að gjöf slöngubát og ýtir sú gjöf enn undir stækkun hins nýja hús- næöis. Það var einmitt björgunarsveitin Þorbjörn, sem fyrst framkvæmdi björgun með sjólinutækjum Slysavarnafélags Islands, þann 24. marz 1931, en þá strandaði franski togarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum, og var þannig bjargað 38 mannslifum. Alls hefur Þorbjörn hjálpað 193 mönnum úr sjávarháska með hjálp sjólinutækja. Hvað segja forráða- menn frystihúsanna? í Timanum á gamlársdag birtust viötöl viö nokkra forráöa- menn frystihúsa, sem blaðamenn Timans spuröu um afkomuna á siöasta ári og horfur i ár.Hér fara á eftir svör fleiri forráöamanna viö þessum spurningum: //Berum okkur vel hér fyrir norðan"/ segir fram- kvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa. HV—Reýkjavik. — Við berum okkur mannalega hérna fyrir noröan. Aflinn hjá skipunum okkar er aö visu ekkert ofsalegur, lætur nærri aö togararnir okkar fjórir verði með tæpar fjögur þús- und lestir. Hins vegar höfum við unniö mikið i frystihúsinu, og það litur út fyrir, að yfir árið verði vinnslan rétt um fimm þúsund tonn af flökum, sem sennilega er það mesta, sem þekkist á landinu þetta árið, sagði Gisli Konráðs- son, framkvæmdastjóri Ot- gerðarfélags Akureyringa h.f., i viötali við Timann i gær. ÍJtgerðarfélag Akureyringa gerir út fimm togara, þaö er Kaldbak, Svalbak, Sólbak, Slétt- bak, og Harðbak, og rekur Frysti- hús Útgerðarfélags Akureyringa h.f. — Við erum vongo'ðir um, að rekstur fiskvinnslunnar komi all- vel út, sagði Gisli ennfremur, enda væri illa komið fyrir ein- hverjum, ef svona mikil fram- leiðsla bæri sig ekki. — Húsavík: Gætum tekið á móti mun meiri fiski. gébé Rvik — -Það er alltaf erfitt að segja um hver afkoma verður á þessum tima, enda margt enn óljóst, sem ekki er hægt að átta sig á, en mér sýnist þó, að árið muni koma þokkalega út, og að einhver hagnaður verði, sagði Tryggvi Finnsson i Fiskiðjusam- lagi Húsavikur. —Við erum með rúmleg 5000 tonn i ár, en gætum tekið á móti miklu meira. Við fengum ekki nóg hráefni á árinu þó að ekkert neyðarástand hafi rikt. Ef við fengjum meira hrá- efni sem skilaði sér nokkuð jafnt, þá gætum viö tekið á móti allt að helmingi meira en við gerðum i ár. Það er alveg útilokað að spá nokkru um hvernig afkoman gæti orðið næsta ár, það fer allt eftir fiskveröinu, kaupveröi og hvernig verðhækkarnirnar koma út i sambandi við verðjöfnunarsjóð- inn, sagði Tryggvi. Litil bjartsýni á afkomuna aö sögn kaupfélagsstjór- ans á Höfn i Hornafirði gébé Rvik — Ég er ekki of bjart- sýnn á útkomuna þetta ár. örugglega verður hún ekki of góð, sagði Hermann Hansson kaupfé- lagsstjóri á Höfn i Hornafirði. Kvaðst hann þó eiga von á, að af- koman yrði betri en á árinu 1975, en þá var halli á rekstrinum. — Þrátt fyrir hátt fiskverð á Banda- rikjamarkaði, er viömiðunarverð hjá verðjöfnunarsjóði ekki nógu hátt og virðast hækkanirnar að eins verða til þess aö minnka greiðslúr úr verðjöfnunar- snóðnum. Ef við fengjum hins vegar hækkunina beint til okkar, þ.e. frystihúsanna, þá myndi málið horfa allt ööru visi við, sagði kaupfélagsstjórinn. //Þaö gerir dj... hringorm- urinn, lagsmaður", segir framkvæmdastjóri. Frystihússins á Eski- f iröi. HV-ReykjavIk. — Heldur er nú útlit fyrir, að út- koman verði erfið hjá okkur þetta árið. Þar kemur ýmislegt til, meöal annars dj.... hringormur- inn. Hann veldur þvi, að með sama mannskap vinnum við ekki nema tólf tonn, á sama tima og þeir fyrir vestan, sem eru lausir við hringorminn, vinna átján tonn. Svo gerði verkfallið i fyrra- vetur útslagið lika, þvi það eyði- lagði fyrir okkur loðnuvertiðina, sagði Aðalsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins á Eskifirði i viðtali viö Timann i gær. — Annars er erfitt að segja til um þetta enn, sagði Aöalsteinn ennfremur, þvi þetta er allt i einum graut, togararnir, loðnu- bræðslan og frystihúsiö allt i einum kassa. Viö gætum þess bara að vera ekki með neinn barlóm, þótt gefi svolitið á. Þetta gengur allt ein- hvern veginn. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.