Tíminn - 04.01.1977, Síða 3
Þriðjudagur 4. janúar 1977
3
íslenzka jórnblendifélagið:
uy u
Lánssamningur uv v^mocv
7,3 milljarðar undirritaður
• x ik ■ t• / r | ■
við Norræna fjárfestingarbankann
Meðfylgjandi Tlmamynd Gunnars sýnir fulltrúa Eikem-Spiger-
verket, sem er I ræöustól, ásamt iönaöarráöherra, fulltrúum tsl.
járnblendifélagsins og öörum fulltrúum sem viöstaddir voru undir-
ritun lánssamningsins I gær.
gébé Rvik — Norræni fjárfesting-
arbankinn hefur veitt Islenzka
járnblendifélaginu lán til bygg-
ingar verksmiöju að Grundar-
tanga i Hvalfirði, og var láns-
samningurinn undirritaður i Nor-
ræna húsinu i Reykjavik i gær. Af
hálfu Norræna fjárfestingar-
bankans undirrituðu formaöur
bankaráðsins, Hermod SkSnland,
bankastjóri Noregsbanka, og
Bert Lindström, bankastjóri Nor-
ræna fjárfestingarbankans,
samninginn. Af hálfu tsl. járn-
blendiféiagsins undirritaði for-
Náttfari
dæmdur
Gsal-Reykjavik — Kveðinn hefur
verið upp dómur i máli.25 ára
gamais Reykvikings, Jóns Ing-
vasonar, fyrir 21 innbrot og inn-
brotstilraunir i fyrrasumar. Þessi
maöur gekk undir nafninu ,,Nátt-
fari” I blöðum. Var hann dæmdur
i 18 mánaöa fangeisi og til
greiðslu 1200 þúsunda króna i
skaðabætur. Dóminn kvað upp
Halldór Þorbjörnsson yfirsaka-
dómari i Reykjavik.
maður stjórnar félagsins, dr.
Gunnar Sigurðsson samninginn.
Viöstaddir undirritunina, voru dr.
Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráð-
herra og fulltrúar Elkem-Spieg-
erverket, auk fulltrúa norsku
lánastofnanna Den Norske Kredit
bank og Garanti-Institutet for
Exportkredit. Iðnaðarráðherra
flutti ávarp við þetta tækifæri svo
og norsku bankastjórarnir.
Lán þetta nemur 200 milljónum
norskra króna, eða um 7,3
milljörðum íslenzkra króna á nú-
verandi gengi. Lánið verður
greitt út i þrennu lagi, i júni 1977,
desember 1978 og loks i júni 1980.
Lánið skal siðan endurgreiðast á
árunum 1981-1994. Meö þessu láni
er séð fyrir verulegum hluta
fjáröflunar til byggingar kisil-
járnverksmiðju til framleiðslu 50
þúsund tonna 75% kisiljárns á ári,
en heildarframkvæmdakostnaður
er talinn nema um 450 milljónum
norskra króna, þ.e. um 16
milljörðum isl.króna á núverandi
gengi.
íslenzka rikisstjórnin og norska
fyrirtækið Elkem-Spigerverket
hafa undirritað samning um
stofnun járnblendifélagsins svo
sem kunnugt er, en samkvæmt
honum verða 55% af hlutafé fyrir-
tækisins i eigu Islendinga, en 45%
i eigu Elkem-Spigerverket.
Norska fyrirtækið mun fram-
leiða tvo bræðsluofna fyrir verk-
smiðjuna og að auki leggja til
tæknikunnáttu við uppbyggingu
og rekstur hennar. Samningur
þessi er þó háður samþykki
Alþingis, en hann var lagður þar
fram til meðferðar hinn 14.
desember s.l.
Viðræður við norska fyrirtækið
hafa staðið yfir siðan snemma árs
1976, en I lok 1975 haföi komið i
ljós, að bandariska fyrirtækið
Union Carbide Co. vildi draga sig
út úr gerðum samningum, og lauk
þeim samskiptum svo, að Islend-
ingar urðu skaðlausir af þeim
viðskiptum. Samkomulag náðist
við Elkem-Spigerverket um áður-'
nefnd eignarhlutföll, sem voru
sömu og gerð voru við bandariska
fyrirtækið og Alþingi hafði áður
samþykkt.
Iðnaðarráðherra sagði m.a. I á-
Framhald á bls. 5
Nýtt fiskverð:
Meðal-
hækkun
yfir 9%
gébé Rvik — Nýtt fiskverð var
ákveðiðá gamlársdag fyrir tima-
bilið l.janúar 1977 til30. júní 1977.
Breytingar á verði einstakra fisk-
tegunda eru nokkuð mismunandi,
en meðalfiskveröshækkun er yfir
9%. Verðið var ákveðið af odda-
manni og fulltrúum seljenda I
yfirnefnd Verðlagsráös sjávarút-
vegsins, gegn atkvæðum fulltrúa
kaupenda.
Samkvæmt hinni nýju hækkun,
hækkar þorskur i verði um nálægt
9%,en verð á ufsa og karfa hækk-
ar minna. Aðrar tegundir hækka
nokkuð meira, þannig að meðal-
fiskverðshækkunin verður yfir
9%.
1 yfirnefndinni áttu sæti Jón
Sigurðsson, forstjóri Þjóöhags-
stofnunar, sem var oddamaður,
Ingólfur Ingólfsson og Kristján
Ragnarsson af hálfu seljenda og
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson og
Helgi Þórarinsson af hálfu kaup-
enda.
Reykjavík og Hafnarfjörður:
FAIR ALVARLEGIR
BRUNAR í FYRRA
Gsai-Reykjavik — Slökkviliðið I
Reykjavik var kallaö út 352
sinnum á árinu 1976 og voru
alvarlegir brunar i Reykjavik
aðeins tveir á nýliönu ári. Mesta
eignatjónið var, er eldur kom
upp að Laugavegi 168, en alvar-
legasti bruninn var þó á jóla-
nótt, er hjón fórust I eldsvoöa að
Hverfisgötu 66.
Flcstútköll á einu ári urðu ár-
ið 1965, alls '534. Fæst urðu út-
köllin hins vegar árið 1970, 332.
Sjúkraflutningar I Reykjavik
urðu 10177, en voru 9701 árið
1975. Að sögn Gunnars Sigurðs-
sonar varaslökkviliðsstjóra hef-
ur fjöldi sjúkraflutninga svo til
staöiö i stað síðustu þrjú árin.
Slökkviliðið i Hafnarfirði var
kvatt út 66sinnum á síðasta ári,
en það eru um helmingi færri
útköll en á árinu þar á undan,
en þá urðu útköllin 125 talsins.
Að sögn Sigurðar Þórðarsonar
varaslökkviliðsstjóra voru
alvarlegustu brunarnir 11.
apríl, er eldur kviknaði i oliu-
geymi i Straumsvik, og 17.
april, er maður brann inni i skúr
i Hafnarfiröi.
Sjúkraflutningari Hafnarfirði
og nágrenni urðu 1065 á siðasta
ári, en voru 961 á árinu 1975.
Úthlutun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins ó gamlórsdag:
47 rithöfundar hafa
hlotið styrki á 20 árum
Jónas Kristjánsson, formaöur stjórnar Rithöfundasjóös rikisút-
varpsins, t.h. hefur afhent þeim Einari Kristjánssyni og Gunnari
Dal styrki sjóðsins. Timamynd: Róbert.
F.I. Reykjavik. — Arleg styrk-
veiting úr Rithöfundasjóði Rikis-
útvarpsins fór fram s.l. gamlárs-
dag i Þjóðminjasafni íslands. Að
þessu sinni féllu styrkirnir i hlut
rithöfundanna Einars Kristjáns-
sonar frá Hermundarfelli og
Gunnars Dal. Viðstaddir afhend-
inguna voru m.a. forseti tslands,
dr. Kristján Eldjárn, og Birgir
Thorlacius, ráöuneytisstjóra
menntamálaráðuneytisins.
Það kom fram i ræðu dr. Jónas-
ar Kristjánssonar, forstöðu-
manns Stofnunar Arna Magnús-
sonar og formanns sjóðsstjórnar,
að tekjur rithöfundasjóösins
næmu nálfri milljón króna en
tekjur væru þvi þrenns konar.
I fyrsta lagi vextir af höfuðstól,
sem i upphafi var nokkurs konar
uppbót fyrir ógreidd höfundalaun
frá fyrri árum útvarpsins. t öðru
lagi árlegt framlag útvarpsins
sem smám saman hefur hækkað
með árunum, og i þriðja lagi væri
um aö ræða „rithöfundalaun, sem
Rikisútvarpinu ber að greiða
samkvæmt samningi, en höf-
undar finnast eigi að”.
Jónas minnti einnig á aðra
grein skipulagsskrár Rithöfunda-
sjóðs Rikisútvarpsins en þar seg-
ir, að tilgangur sjóðsins sé að
veita islenzkum rithöfundum
styrki til ritstarfa eða undirbún-
ings undir þau, einkum með utan-
förum. Einnig skuli styrkþegi
þegar að lokinni utanför gera
stjórn sjóðsins grein fyrir henni
og láta Rikisútvarpinu i té til
flutnings nýtt efni eftir sig, eftir
samkomulagi, i þeirri sumar —
eða vetrardagskrá, sem næst fer
á eftir heimkomu þeirra. Þessi
grein væri þó frekar tilmæli en
fyrirmæli og styrkveitingin
skuldbindingalaus.
Stjórn Rithöfundasjóðs Rikisút-
varpsins skipa auk dr. Jónasar
Kristjánssonar, Andrés Björns-
son, útvarpsstjóri, Hjörtur Páls-
son, dagskrárstjóri útvarpsins og
tveir fulltrúar frá Rithöfunda-
sambandi Islands.
Hefur Rithöfundasambandið
ætið sent styrkhafa hvers liðandi
árs, en þeir voru nú Jón Björns-
son og Björn Bjarman. Réttir
tveir áratugir eru liðnir siðan
fyrst var úthlutað úr sjóði
þessum, og hafa 47 rithöfundar
alls hlotið styrk frá upphafi.
Siðasta bók Einars Kristjáns-
sonar frá Hermundarfelli, „Eld-
rauða blómið og annarlegar
manneskjur”, kom úr 1975, en nú
fyrir jólin kom út eftir Gunnar
Dal bókin „Kamala”, saga frá
Indlandi.
ávíðavangi
„Ofsóknlr"
Fyrir þremur mánuöum
hélt Alþýðublaðið uppi stöðug-
um árásum á Vilhjálm
Hjálmarsson menntamála-
ráöherra fyrir þá sök „að
sniðganga” dr. Braga Jóseps-
son viö veitingu stöðu aö-
stoöarskólastjóra við Fjöl-
brautaskólann. Taldi blaöiö,
að menntamálaráöherra hefði
sýnt sérstakan ódrengskap
gagnvart dr. Braga. M.a.
sagði blaðiö:
„Löngum hefur veriö svo á
litiö á landi hér, og tvlmæla-
iaust með réttu, að vaids-
menn, sem beita vaidi sinu
vegna valdsins, væru litilla
sanda og lítilla sæva. Þegar
valdinu er svo beitt til þess aö
níða niöur mótherjann, kcyrir
samt um þvert bak. Þegar þab
gcrist æ ofan i æ, verður ekki
annað séö en málið hafi leiözt
út I hreinar ofsóknir.”
Dagblaðið tók i svipaðan
streng og sparaöi ekki
lýsingarorðin frekar en Al-
þýðublaðið.
Uppsögn dr. Braga
Jósepssonar
Nú mætti ætla, að þeir
aðilar, sem stóðu fast vib bak-
iö á dr. Braga Jósepssyni á
opinberum vettvangi, styddu
hann dyggiiega ekki bara I
oröi heldur á boröi. Ekki
reyndist þó Jónas Kristjáns-
son, ritstjóri Dagblaösins,
neinn sérstakur drengskapar-
maður i garð dr. Braga, þegar
haun hafði tækifæri til þess
sjálfur aðhafa áhrif á veitingu
fræðsiustjóraem bættis i
Reykjanesumdæmi. Er óþarfi
aö rekja þá ófögru sögu aftur.
En það eru fieiri en Jónas
Kristjánsson af yfirlýstum
stuöningsmönnum dr. Braga,
sem bregðast honum I seinni
tlö. Nú hefur Braga Jóseps-
syni verið sagt upp störfum
á Alþýöubiaðinu, þar sem
hann hefur starfað um nokk-
urt skeiö. Fékk dr. Bragi, á-
samt tveimur öðrum hlaöa-
mönnum, uppsagnarbréf
skömmu fyrir áramótin frá
yfirboðurum sinum á Alþýðu-
blaðinu. Má þvi segja að svo
bregðist krosstré sem önnur
tré.
Með fullu samþykki
krataforingjanna
Raunar fyigir þaö sögunni, að
útgáfuaðilar Alþýðublaðsins,
eigendur VIsis, hafi fyrir-
Dr. Bragi og Gylfi Þ. — Ber er
hver að baki, nema sér bróður
eigi.
skipað ritstjóra Alþýbublaðs-
ins að segja þremur biaba-
mönnum upp vegna fjárhags-
örðugleika við rekstur blaðs-
ins. En það breytir ekki þeirri
staðreynd, að þaö var á valdi
ritstjóra blaðsins hvaða
mönnum yröi sagt upp. Sú
ákvörðun að segja dr. Braga
upp frekar en einhverjum
öðrum, er tekin af Aiþýðu-
flokksmönnum sjálfum.
Sjálfsagt hefur þaö veriö
erfið ákvörðun fyrir Arna
Gunnarsson ritstjóra aö skrifa
undir uppsagnarbréfið til dr.
Braga og honum mjög á móti
skapi. En Arni veröur að hlýða
skipunum yfirboöara sinna i
Alþýðuflokknum, og efalaust
er uppsagnarbréfið til dr.
Braga Jósepssonar skrifaö
með vilja og fullu samþykki
þeirra Gylfa Þ. Gislasonar og
Benedikts Gröndal. óneitan-
lega ber þetta frantferði keim
af ofsóknum. a.þ.