Tíminn - 04.01.1977, Qupperneq 5
ÞriOjudagur 4. janúar X977
5
Lán
varpi sinu, að þegar um stóriðju
væri að ræða, vildu tslendingar
fara með gát og varfærni, og að
með jafnfámennri þjóð byggi
nokkur uggur i sambandi við er-
lent fjármagn og erlend áhrif,
sem þvi kunna að fylgja. Sagöi
hann siðan, að gæta yrði þess, aö
stóriðja raski ekki byggð né
byggðajafnvægi, né dragi um of
vinnuafl frá öðrum atvinnugrein-
um. Strangar kröfur yrði að gera
um hollustuhætti og mengunar-
varnir. Að lokum sagði ráðherra:
„Megi þetta fyrirtæki verða lyfti-
stöng islenzku atvinnulifi og um
leið mikilvægur og merkur þáttur
i norrænu samstarfi”.
Járnblendiverksmiðjan veröur
reist að Grundartanga i Hvalfiröi
i u.þ.b. 16 km fjarlægð frá Akra-
nesi og i 100 km fjarlægð frá
Reykjavik. Reiknað er með, að
unnt verði að hef ja bræðslu i öðr-
um ofninum um áramótin
1978/1979, en hinn verði tekinn i
notkun um einu og hálfu ári
seinna. Islendingar munu gera
höfn við Grundartanga fyrir allt
að 20 þús. tonna skip. Mikil á-
herzla er lögð á að koma i veg
fyrir mengun frá verksmiðjunni,
og verða bræðsluofnarnir útbúnir
með reyksium af fullkomnustu
gerð. Um 150 manns munu starfa
við verksmiðjuna. Mestur hluti
framleiðslunnar verður fluttur út
til Vestur-Evrópu, en jafnframt
er reiknað með útflutningi til
Bandarikjanna og Japan. Salan
verður i höndum Elkem, sem
ílytur út um þessar mundir um
100 þús. tonn af kisiljárni á ári.
Auk láns Norræna fjárfesting-
arbankans, fæst fé til verk-
smiðjubyggingarinnar með út-
flutnings- og vörukaupalánum og
öðru lánsfé, að fjárhæð 150 millj.
Nkr. eða 5,5 milljarðar isl kr. og
með hlutafjárframlögum og lán-
um eigenda, samtals að fjárhæð
175 millj. Nkr.
Lánið til Islenzka .járnblendi-
félagsins er annað lánið, sem
Norræni fjárfestingarbankinn
veitir, en samningur um stofnun
hans tók gildi 1. júni 1976, og tók
þá bankinn til starfa i húsakynn-
um sinum i Helsinki.
Auglýsið í
Tímanum
0
Jón
þar til hann gerðist bankastjóri,
og lengst af formaður þess, og
hann var í stjórn Eimskipa-
félags Islands 1923—1945 og
S.Í.F. 1935—1945, og kom auk
þess við sögu margra annarra
hinna viðamestu samtaka i
landinu. 1 miðstjórn
Framsóknarflokksins var hann
1932—1944 og lengi i blaðstjórn
Timans. Mun ekki ofsagt, að
hann hafi verið einn umsvifa-
mesti og áhrifamesti Islending-
ur á sviði viðskiptamála og fjár-
mála um tugi ára, og í þeim efn-
um sem öðrum afartraustur
maður og heilsteyptur og
forsjáll og hugrakkur, er á það
reyndi. Hann var dæmigerður
afreksmaður þeirrar kynslóðar,
sem naut skammvinnrar skóla-
göngu, en tileinkaði sér þekk-
ingu og færni með sjálfsmennt-
un, unz hann var kvaddur til
hinna vandasömustu og afdrifa-
rikustu trúnaðarstarfa.
Jón var kvæntur Sigriði
Björnsdóttur frá Kornsá.
40sidur
idaas
sunnui
►Verjum
,88gróður)
verndumi
l jtefiter
Umboösmenn
Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23I30
Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, sími 13665
Hreyfill bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632
Versl. Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800
Félagið Sjálfsvörn, Reykjalundi, Mosfellssveit
í Reykjavík og nágrenni
Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180
Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16,
Garðahreppi, sími 42720
Sigríður Jóhannesdóttir, c/o Bókabúð
Olivers Steins, Strandgötu 31,
Hafnarfirði, sími 50045.
Happdrœtti