Tíminn - 04.01.1977, Side 11
10
Þriðjudagur 4. janúar 1977
Þriðjudagur 4. janúar 1977
11
MAÐUR ER NEFNDUR Haf-
steinn Stefánsson. Hann mun
vera upp runninn af Austfjörðum,
og þar sem svo hefur verið að orði
kveðið, að Austfirðingar liföu og
hrærðust i fiski — að þeir ynnu ár
út og ár inn i fiski, og jafnvel
hugsuðu i fiski (undirritaður leyf-
ir sér reyndar að draga þá full-
yrðingu mjög i efa), þá þykir ekki
fara illa á þvi a hefja þetta spjall
með þvi að ræða um sjósókn. En
fyrst skulum við fræðast örlitið
nánar um viðmælanda okkar.
Alinn upp við sjó
— Hvará Austfjöröum var það,
sem þú sást fyrst dagsins ljós,
Hafsteinn?
— Það vará Eskifirði, nánar til
tekið á Högnastöðum við Eski-
fjörð. A Eskifirði átti ég siðan
heima þangaö til ég hafði einn um
tvitugt.
Ég á margar góðar minningar
frá Austurlandi, sem munu fylgja
mér þar til yfir lýkur, og óneitan-
lega er mestur hluti þeirra tengd-
ur sjósókn og veiðiskap, svo það
var ekki alveg út i bláinn, þetta
sem þú sagöir áöan um fiskinn,
þótt ég viti reyndar, að á Austur-
landi hafi menn löngum hugsað
um margt fleira en fisk, en að þvi
komum við seinna. Mér eru
einkum hugstæðir margir gömlu
formennirnir, sem þá voru á
Eskifirði, Kristján Jónsson,
Tómas Magnússon, Finnbogi
Þorleifsson, Sigurður Magnús-
son,sem þá var ungur maöur, en
byrjaður formennsku, og margir
fleiri. — A haustin var alltaf mikil
sildveiði. Hún var tekin i sér-
stakar landnætur, sem kallaðar
voru sildarlásar.
— Byrjaðir þú ekkisnemma að
stunda sjó, — eða var ekki sjálf-
sagt, að allir strákar gerðu þaö,
strax og þeir gátu gcrt eitthvcrt
gagn?
— Það mun hafa verið alsiða,
að þeir byrjuðu að vinna i
beitningarskúrunum. Það gaf
þeim dálitiö i aðra hönd, og varð
auk þess oft upphafið á sjómanns-
ferlinum. Þegar þeir höfðu aldur
til, fóru þeir svo aö tinast i ver-
stöðvarnar meö bátunum, sem
þangaö leituðu. Um mig er það að
segja, aðég mun hafa verið á sex-
tánda ári, þegar ég fór fyrst á
vertið á Hornafiröi, og var þar
meö Finnboga Þorleifssyni á báti,
sem hét Svala. Finnbogi var
þekktur aflamaður, en þo fisk-
uðum viö litiö á þessari fyrstu
vertið minni, þvi að hún brást,
yfirleitt, og það gekk auðvitað
yfir okkar bát eins og aðra.
Afkoman byggðist
á sjávarafla
A þessum árum var blómlegt
athafnalif á Hornafirði, eins og
reyndar bæði fyrr og siðar.
Þangaö leituðu margir bátar frá
ýmsum stöðum á Austurlandi,
Neskaupstað, Fáskrúðsfirði,
Reyðarfirði (Búðareyri), og svo
auðvitað Hornafjarðarbátarnir.
Þá var mannlif vertiðarinnar (ef
ég má komast svo að orði) með
nokkuð öðrum hætti en seinna
varð. Verbúðir voru bæði i Mikley
og Alaugarey, og svo lika inni á
Höfn, eins og gefur að skilja.
Þetta hafði það i för með sér, að
fólkið skiptist niður i hópa, og
varð að fara á milli verbúöa á
bátum. Nú er afturá móti hægt að
aka á bilum út i Alaugarey, eins
og kunnugir vita.
Vertiðin var auðvitað fyrst og
fremst vinna og aftur vinna, en þó
kom fyrir, að menn gerðu sér
dagamun, og þá voru það oftast
heimatilbúnar skemmtanir.
Stundum var dansað, en þó var
aðstaða til skemmtanahalds yfir-
leittekki sérlega góð, enda oftast
um nóg annað að hugsa.
— Rerir þú ekki oft frá Horna-
firði á vertiðum?
— Jú þetta var fastur liður i til-
verunni á þeim árum. Seinna
lenti ég i skiprúmi með Jens Pétri
Jenssyni, ágætum manni og
traustum og góðum sjósóknara og
aflamanni. En svo hörmulega
tókst til, að hann fórst með
Hólmaborginni frá Eskifirði 1952,
ef ég man rétt.
— Var ekki lika mikið útræði
frá Eskifirði, þótt hann sé ekki
verstöð á borð við Hornafjörö?
— Jú, það var talsvert mikið,
ekki sizt, þegar þess er gætt, að
byggðarlagið er ekki fjölmennt.
Það voru gerðir út þaðan niu til
tiu mótorbátar, misjafnlega
stórir, allt frá sjö til átta rúm-
lestum og upp i tuttugu rúmlestir
og einum báti man ég eftir, sem
var fjörutiu rúmlestir. Eftir að
útgerðarsamvinnufélagið var
stof nað um 1930, var mikið lif i út-
gerðinni á Eskifirði, og þá mátti
segja, að á Eskifiröi væri
blómlegt athafnalif.
En svo brugðust þrjár vertiöir á
Hornafirði i röð. Vertiðarbátarnir
höfðu alltaf stundað sildveiðar á
sumrin, og þegar hún hvarf lika,
var ekki von, að vel færi. Þetta
var i raun og veru óbærilegt áfall
fyrir Eskifjörð, sem hafði sama
Félagsskapurinn
við ferskeytluna
Maðurinn, sem að þessu sinni ræðir við lesendur Tímans, hefur alla ævi stundað
erfiðisvinnu, lengst sem sjómaður og skipasmiður. En hann hefur líka ort Ijóð,
og að greinarlokum er talað um félagsskapinn við ferskeytluna, enda hefur hún
löngum verið félagi og vinur íslendinga, hvort sem leiðir þeirra lógu út til hafs
eða inn til heiða.
Hafsteinn Stefánsson.
og engin skipti við sveitirnar i
kring. Reyðarfjörður þoldi áfallið
betur, þvi að Kaupfélag Héraðs-
búa var fólkinu þar öflugur bak-
hjarl. Eskfirðingar höfðu treyst
algerlega á bátana sina, og þess
vegna varð þar i raun og veru
hörmungarástand, þegar aflinn
brást, bæði sumar og vetur.
Landbúnaður
til eigin nota
— Eskifjörður sjálfur — sveitin
— er auðvitaö ekki stórt land-
búnaðarhérað.
Nei. Stærðina má nokkuð ráða
af þvi, að ágætur maður, Jens
heitinn Jensson, sem ég vann
lengi hjá, — hann taldi okkur
strákana hálfgerða kjána, ef við
þekktum ekki upp á hár öll
sveitabýlin, og við áttum meira
að segja helzt að vita hvað hver
bóndi ætti margar ær. Nú vil ég
ekki fullyröa, að við höfum vitað
þetta upp á okkar tiu fingur, en þó
held ég, að ég muni enn, hvernig
þetta var, i stórum dráttum að
minnsta kosti.
Rétt fyrir innan kauptúnið er
bærinn Eskifjörður. Lengra inni i
dalnum voru Veturhús, nú eru
þau komin i eyöi, en innsti bærinn
var Sel. Aður hafði veriö búið á
bæ, sem hét Borgir, en hann var
kominn i eyöi, þegar ég var ung-
lingur. Eitt býli var enn. Það hét
Byggðarholt, og var nýbýli, þegar
ég varungur maður fyrir austan.
— Auk þessara bæja var svo
byggðin út með ströndinni,
Helgustaðahreppurinn, að við-
bættri Vöðlavik. Þar voru bæirnir
Kirkjubær, Vöðlar, tmastaðir og
Karlsstaðir. — Bæði Helgustaða-
hreppur og Vöðlavikurbæirnir
skiptu við Eskifjörð.
— Dugöi það Eskifirði —
fenguð þið nægar landbúnaðar-
afurðir af þessu svæði, þegar allt
kom saman?
— Já, það dugði, og svo áttu
margir Eskfirðingar eina kú og
nokkrar kindur til heimilisnota.
Það drýgði mikið tekjur heimil-
anna, og þetta var alsiða i sveita-
þorpum, svo aö segja fram á
siðustu ár. — Við vorum einhvern
tima að leika okkur að þvi að telja
það saman, ég og fleiri unglingar,
hversu margar kýr væru i
þorpinu á Eskifirði, og ég man, að
við komumst eitthvað yfir sjötiu.
Sjálfsagt hefur tala kúnna verið
eitthvað breytileg frá ári til árs,
en af þessu sést, að allflest
heimili þorpsins hafa veriö
sjálfum sér nóg með mjólk.
Að vera „i stuði”
— Voru ekki útlendir fiskimenn
enn á Eskifiröi, þegar þú varst að
alast þar upp?
— í gamla daga var mikið um
útlendinga á Austf jörðum, eins og
alkunnugt er, en eftir að ég fór að
muna eftir mér, var litið um þá.
Þó man ég vel eftir þeim, sér-
staklega Norðmönnum. Um- og
upp úr siðustu aldamótum höfðu
Nonðmenn rekiö hvalveiðistöð við
Eskif jörð, hún var rétt utan við
þorpið, og það eimdi nokkuð lengi
eftir af þeirri starfsemi. Norð-
menn sóttu gjarna til Eskif jarðar
og stunduðu sildveiðar þaðan.
Mér er i barnsminni, þegar þeir
létu róa með sig á litilli kænu
fram og aftur eftir firðinum i
sildarleit, oftast skammt undan
landi. Þeir voru þá með snúru úr
koparvir, með lóði á endanum.
Þeir renndu svo snúrunni niður og
létu hana leika um vísifingur
sinn, en kænunni var róið lötur-
hægt. Þegar linan lenti í gegnum
silartorfur, um leið og hún skar
sjóinn, fékk maðurinn sem um
linuna hélt, örlitið högg i fingur-
inn, sem linan lék viö. Það köll-
uðu Norðmenn að fá „stuð”. Svo
voru þeir að kalla hver i annan:
hefur þú fengiö stuð? Ertu i stuði?
Og ef einhver var sérlega
heppinn, sögðuþeir: hann erbara
alltaf i stuöi.
Mér er alls ekki grunlaust um,
að hér sé aö finna upphaf tízku-
orðsins „stuð”. Fyrst mun það
hafa táknað heppni, farsæld i
starfi, en siöan hefur merkingin
hnikazt til, og nú táknar þetta,
eins og menn vita, aö viðkomandi
maður sé vel upplagöur, og þar
með, að honum gangi vel. —
Nærri má geta, að Norðmennirnir
voru glaöir, þegar þeir fiskuðu
vel og voru oft i „stuði”, þegar
þeir sýna af sér kæti.
— Kannt þú ekki fleira frá
Norðmönnum aö segja?
— Það var ævintýri fyrir okkur
strákana að fylgjast með þeim og
heyra á tal þeirra. Við lærðum og
hálflærðum það sem þeir sögðu,
og af þvi að tilteknar athafnir
fylgdu orðum þeirra, skildum við
hvað þau þýddu. Þannig fengum
við talsverða nasasjón af norskri
tungu, og það kom sér vel siðar
meir.
Þegar ég var strákur, langaði
mig ógn mikið að komast i nóta-
brúk, eins og þaö var kallað. Við
fórum þá tveir félagar til Friðriks
Steinssonar, sem þá var þekktur
skipstjóri og aflamaður fyrir
austan. Seinna var hann lengi
umsjónarmaður Stýrimannaskól-
ans. Hann er nýlega látinn. — Jú,
við fórum þarna til Friðriks og
spurðum hvort við mættum koma
með i nótalægi hans. Friörik
svaraði, og ósköp góðlátlega: já,
komið þið báöir, ég get látið
ykkur tvo á eina ár. Slik var ljúf-
mennska Friðriks. Hann vildi
ekki styggja okkur, og þvi siður
reka okkur frá sér, en hann vissi
ofur vel, að við vorum ekki meiri
bógar en svo, að teljast mætti
gott, ef við réðum við eina ár
báðir.
Kvaddi Austfirði, -
fluttist til Eyja
— Hvert lá svo leið þin, Haf-
steinn, þegar þú yfirgafst æsku-
stöðvar þinar á Austurlandi?
— Ég hafði, eins og fleiri jafn-
aldrar minir, verið i ýmsum ver-
stöðvum, meðal annars alla leið
suður i Sandgerði. En mörgum
okkar leiddist þetta bragga-
lif, þegar til lengdar lét, og einn
þeirra var ég. Ég vissi, að með
þvi að eiga heima i Vestmanna-
eyjum, gæti ég stundað sjó á
vetrarvertið, án þess að dveljast
langtimum saman fjarri heimili
minu,svo það varð úr, að ég flutt-
ist þangaö. Vera má einnig, að
nokkur ævintýraþrá hafi ráðið
gerðum minum: Mig langaði að
breyta til og flytja mig um set.
— Svo hcfur þú gerzt sjómaður
i Eyjum?
— Já, ég byrjaði sjómennsku
mina þar hjá ágætum skipstjóra,
sem mér verður lengi minnis-
stæður. Hann hét Guðni Jónsson
og var frá Ólafshúsum i Vest-
mannaeymum. Guðni var hraust-
menni mikið, léttleikamaður með
afbrigðum, og svo skemmtilegur,
aö athygli vakti. Ég reri með
honum fyrstu vertiðina mina i
Eyjum — við vorum meö troll —
og svo var ég stýrimaður hjá
honum á sildinni sumarið eftir. —
A næstu vetrarvertið fórst svo
þessi ágæti maður. Þaö var
hörmulegur mannskaði, og ég tók
mér fráfall hans nærri. En segja
verður hverja sögu eins og hún
gengur. Guðni Jónsson og Binni i
Gröf voru miklir vinir og likir um
margt. Báðir voru miklir afla-
menn, duglegir fjallamenn og
framúrskarandi iþróttamenn á
sinum tima.
— Svo hefur þú staðnæmzt I
Vestniannaeyjum?
— Já, mér fór eins og mörgum
starfsbræðrum, sjómönnunum:
ég krækti mér i eiginkonu i
Eyjum. Við fórum svoað búa þar,
og þar átti ég heima i hart nær
þrjátiu ár. Ef hægt er að tala um
einhver manndómsár i lifi mínu,
þá hef ég eytt þeim i Vestmanna-
eyjum.
— Stundaöir þú alltaf sjó?
— Nei, ekki var það. Ég var
sjómaður til 1952, en þá sneri ég
mér að skipasmíðum. Ég lærði
skipasmiöar hjá Gunnari M.
Jónssyni, tengdaföður minum:
þeir ráku þar slipp i sameiningu,
Gunnar og sonur hans, Eggert.
Þar vann ég siðan flest árin, sem
ég áttieftirað vera i Vestmanna-
eyjum. Auk skipasmiðanna var
ég skipaéftirlitsmaður þrjú
siöustu árin sem ég var i Eyjum.
Þá vann ég undir stjórn hins
ágæta siglingamálastjóra okkar,
Hjálmars R. Bárðarsonar.
Enginn ræður
sinum næturstað
— Þér hlýtur að hafa Hkað vel
við Vestmannaeyinga, fyrst þú
tolldir þar svo lengi?
— Já, enda er ekki annað hægt.
Égveitekki til þess að ég eigi þar
nokkurn óvildarmann, og sömu-
leiðis man ég ekki eftir neinum,
sem ég ber annað en hlýjan hug
til. Ég á ótal góðar og fagrar
minningar frá Vestmanna-
eyjum, og ég harma þá atburði
sem urðu þess valdandi, að ég
fluttist þaðan.
— Attu við eldgosið?
— Já, ég á að sjálfsögðu við
það. Við hjónin höfðum að visu
einu sinni áður ætlað að flytjast i
burtu þaðan. Við fórum til
Reykjavikur, en vorum þar
aðeins örskamman tima, og
fórum svo aftur til Eyja til fram-
tiðardvalar þar. Við vorum að
byggja okkur nýtt hús, þegar
ósköpin dundu yfir i janúar 1973.
— Hús ykkar hefur Ient undir
ösku?
— Já, en það var grafið upp
aftur, og reyndist þá nothæft. Af
ýmsum ástæðum varð þó ekki af
þvi að við flyttumst til Eyja aftur,
og nú höfum við komið okkur
fyrir annars staðar.
— t Reykjavik?
— Nei, á Selfossi. Og Guð má
vita, hvað ég verð lengi þar.
— Varla getur þú stundað
skipasmiöar þar, i sveitaþorpi?
— Nei, að visu ekki, en menn
segja, að skylt sé skeggiö
hökunni. Það voru tré-skipa-
smiðar, sem ég stundaði i Vest-
mannaeyjum, og maður, sem
hefur lært slika trésmiði', getur
hæglega smiðað fleira en skip.
Mig skortir ekki vinnu á Selfossi,
þótt ég smiði ekki skip. ölfusá er
ekki oröin skipgeng enn, og næsta
óliklegt er, að það komi i minn
hlut að smiða þær fleytur, sem á
henni kunna að sigla i ótiltekinni
framtið. En þótt við lifum það
ekki, að skipasmiðastöð verði
starfrækt á Selfossi, hjá Laugar-
dælum, eða á einhverjum álika
ótrúlegum stað, þá höfum við
samt nóg að iðja á meðan starfs-
kraftar okkar endast. Allir þurfa
að búa i húsum, þau þarf aö
byggja og þeim þarf aö halda við,
og umhverfi okkar þarfnast lika
stööugrar umönnunar. Smiðir
ættu þvi ekki að þurfa aö kviða
atvinnuleysi, ef allt er með felldu.
— Nú þvkist ég hafa grun um
það, Hafsteinn, að þú hafir gert
fleira um dagana en að draga fisk
úr sjó og að smiða skip. Er þaö
ekki rétt, að þú hafir lika fengizt
við kveðskap?
Jú, ekki ber ég á móti þvi. Ég
hefstundum dundaö við að búa til
visur. Það held ég að sé vegna
þeirra áhrifa, sem ég varð fyrir,
þegarég varað alast upp heima á
Eskifirði. Þar höfðu margir
gaman af kveðskap, og lögðu
jafnvel verulega stund á hann,
sumir hverjir. Siöan finnst mér,
að ég hafi eiginlega verið innan
um siyrkjandi fólk. Þegar við
komum saman i Vestmanna-
eyjum til þess að skemmta okkur,
á þorrablóti eða hliðstæöri
samkomu — var allt i einu eins og
allir eða flestir gætu búið til visu,
ef þeir fengust til aö reyna það.
Oft var gaman, þegar viö vorum
að undirbúa skemmtanir, allir
voru i hátiðaskapi, og tóku þátt i
leiknum.
Já, það er rétt, ég hef verið að
raða samanorðum i rim, síðan ég
var krakki. Sjálfsagt hefur það
oft verið meira af vilja en mætti,
en það hefur veitt mér mikla
gleði, mér liggur við að segja lífs-
hamingju.
Þegar ég var drengur, var
ekkert útvarp til heima hjá
okkur, og það var ekki heldur
neitt rafmagn i gamla húsinu
okkar á Eskifirði. Við hituðum
upp með kolum. Ég man að
stundum fórum við i hús þar sem
útvarp var, og fengum að hlusta.
En aðalskemmtun okkar var að
lesa bækur og að tala um það,
sem við lásum. Efni bókanna og
bækurnar sjálfar voru helzti
gleðigjafinn. Ur þessum jarðvegi
er ég sprottinn, og ég hef verið
svo lánsamur, að hafa fengið að
umgangast fólk, sem haldiö er
þessari sömu áráttu: hneigð til
bóka og lestrar.
— Þú ert kannski þeirrar
skoðunar, eins og fleiri góðir
menn, að hin almenna iðkun
skáldskapar og bókiðju sé einn af
traustustu hornsteinum
þjóðmenningar vorrar, og for-
senda þess, að svokölluö æðri
skáldmennt geti þrifizt i landinu?
— Já, það heldég að fari ekkert
á millimála. Félagsskapurinn viö
ferskeytluna heldur tungunni við
og hjálparokkurtil þess að vanda
mál okkar. En þar aö auki er
lausavisan einhver bezti vinur og
félagi, sem hægt er að hugsa sér.
Maður, sem á sér slikan förunaut,
er aldrei einn. —VS
:>
Eskif jörður. Hérólst Hafsteinn Stefánsson upp og lék sér I fjöru, en nú er mikið af þeim sandi, sem hann byggði hús úr I gamla
daga, kominn I önnur og stærri mannvirki.
Þessi mynd er tekin f Vestmannaeyjum f maimánuöi 1973. Þaö hlýtur að vera mikil Þeirsem uröu vitni að eyöileggingunni I Vestmannaeyjum á sfnum tfma munu flestir sammála um þaö, að ævintýri sé líkast,
reynsla mannlegum huga aðsjá byggðarlag sitt veröa fyrir öðrum eins ósköpum. hversu bærinn hefur veriö reistur úr rústum. Og svo mikil reynsla sem þaö hlýtur aö hafa verið aö sjá hfbýli sfn verpast
ösku og vikri, hefur hitt ekki siður verið áhrifamikið, að fylgjast meö endurreisninni.
Hér sjást Vestmannaeyingar fagna endalokum eldgossins. Enn rýkur aö visu úr jörðinni, þvi að undir er heitt, en sumarib er
komið, bæöi hið ytra og í hugum fólksins, sem nú fagnar glæsilegum sigri.