Tíminn - 04.01.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.01.1977, Blaðsíða 13
Þriðjiidagur 4. janúar 1977 13 stef eftir Pjotr Tsjaikovski: Sir John Barbirolli stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Litli Barnatiminn Finn- borg Scheving stjórnar timanum. 17.50 A hvitum reitum og svörtum. Guðmundur Arn- laugsson flytur skákþátt. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál. Arnmundur Backman og Gunnar Eydal sjá um þátt varðandi lög og rétt á vinnumarkaði. 20.00 Lög unga fólksins. Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Kristján E. Guðmundsson og Erlendur S. Baldursson sjá um þátt fyrir unglinga. 21.20 islensk tónlist. Sinfóniu hljómsveit Islands leikur. Stjórnendur: Páll P. Páls- son og Atli Heimir Sveins- son. Einleikari: Robert Aitkin. a. Syrpa af lögum úr „Pilti og stúlku” eftir Emil Thoroddsen. b. Flautukon- sert eftir Atla Heimi Sveins- son. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Minningabók Þorvalds Thoroddsens”Sveinn Skorri Höskuldsson les (27). 22.40 Harmonikulög. Yvette Horner leikur. 23.00 A hljóðbergi. „Rómeó og Júlia”, harmleikur i fimm þáttum eftir William Shake- speare. Með aðalhlutverkin fara Claire Bloom, Edith Evans og Albert Finney. Leikstjóri er Howard Sackl- er. — siðari hluti. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Þriðiudagur 4. janúar 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Þrjú þjóðlög i útsetn- ingu Hafliða M. Hallgrims- sonar. Flytjendur Sigriður Ella Magnúsdóttir, söng- kona, og hljóðfæraleikar- arnir Gunnar Egilsson, Jón Heimir Sigurbjörnsson, Kristinn Gestsson og Pétur Þorvaldsson. 20.50 Brúðan. Breskur saka- málaflokkur gerður eftir sögu Francis Durbridge. Lokaþáttur. Efni annars þáttar: Peter segir bróður si'num frá ljósmyndinni i glugganum. Þeir heim- sækjaSir Arnold, sem sýnir þeim mynd af dóttur sinni — og það er ekki mynd af Phyllis. Næst gerist það, að Phyllis skýtur upp kollinum i' leigubil, og Peter kemur auga á hana. Hún neitar að svara spurningum hans og tekst að komast frá honum. Þegar hann kemur heim til sín um kvöldið, er allt á tjá og tundri i ibúð hans. Hann telur sig vita hver hafi brot- ist inn til sin. Ráðskona Sir Arnolds vill hitta Peter morguninn eftir. En þegar hann kemur til þorpsins, er verið að bera lik hennar út úr verslun Mortimers. Þýð- andi Stefán Jökulsson. 21.40 Reynsla Japana. Heil- agur hagvöxtur. Hér eru einkum sýndar þær gifur- legu öfgar sem blasa hvar- vetna viö i Japan. Margir sem lifa i allsnægtum, en þeir eru fleiri, sem búa við algera örbirgð, og þvi fer fjarri að ávöxtur hinna frægu efnahagsframfara landsins sé skipt réttlátlega milli landsmanna. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finn- bogason. 22.35 Dagskrárlok. Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rival Anna Boleyn krýnd. Cramner dvaldi í London enn um sinn. Hann safnaði saman nokkrum prestum, í Lambeth höll og sagði þeim fréttirnar um giftingu Hinriks og Önnu. Enginn þessara preláta lét í Ijósi undrun né minntist á f jölkvæni, enginn þeirra stakk upp á frekari helgiathöfn í sambandi við þetta hjónaband. Slíkt hefði aðeins orðið hinu ófædda barni til tjóns. Því var jafnvel haldið fram að giftingin í loftsalnum hefði verið f ramkvæmd í nóvember og fyrsta júní var Anna krýnd. Hún lagði af stað, frá Greenwich höll á konungs- snekkjunni, sem sigldi upp ána og lenti við Tower. Hinn hefðbundni háttur var sá, að allir prinsar skyldu sofa í Tower, nóttina fyrir krýningu sína. Við landganginn kom Kingston, kastalavörðurinn til móts við Önnu, sá hinn sami, er hún hafði sent til Sheff ield, til að handtaka hinn deyjandi Wolsey. Kingston fyrirleit Önnu. Hann var búralegur og þunglamalegur, gamall hermaður, hann var nýgenginn í þjónustu konungs. Hann var snjall sendiboði og mjög íhaldssamur, siðgæðishugmyndir hans voru ákveðnar. Kingston var hollvinur Katrínar. I fylgd með Önnu var f jöldi hirðmeyja, sumar voru skyld- ar henni eins og Madge Shelton, sem Norris var að biðla til. Þessa nótt svaf Anna lítið, hún lá og hlustaði eftir mannfjöldanum á götunum, hún hugsaði um hina skuggalegu sorgaratburði, sem höfðu gerzt í Tower, hún hugsaði um anda litlu prinsanna, sem höfðu verið myrtir þarna. Það dagaði snemma hinn fyrsta júní. Þjónustumeyjar Önnu ræddust við, þegar þær voru að klæða hana og snyrta svarta hárið hennar. Svo gullu lúðrarnir og fólkið fór að raða sér í skrúðgönguna, niðri í hallargarðinum. Traustur hestur hafði verið útvegaður handa Önnu, hún steig varlega á bak og lagði af stað, undir blómskrýdd- um sigurbogum. Skrafskjóðurnar fylltu strætin, iðn- nemar og húsbændur þeirra höfðu yfirgefið verkstæði sin, allt fólkið glápti, en þagði, enginn tók ofan. Hirðfífl Önnu hoppaði þar í skrúðgöngunni, hann æpti: ,,Gætið þess að taka ekki ofan, loftið er svalt í júní". Anna hélt leiðar sinnar, hún var grönn, þrátt fyrir þungann, sem hún bar, hún skalf, vegna niðurbælds drambs og reiði, konurnar öfunduðu hana og karlmennirnir girntust hana, en allir fyrirlitu hana. Hún rétti úr grönnum háls- inum og brosti, en hún var hin bölvaða. Hinrik beið henn- ar í Westminster, þar tók hún sér sæti í hásætinu. Þarna var Cranmer hann bar gullið mítur, Hann steig fram. Anna kraup fyrir f raman hann og hann setti kórónuna á höfuð henni. Frænkur Önnu komu þá til og festu kórón- una við hár Önnu. Kalt skin gimsteinanna Ijómaði á höfði hennar. Anna kraup á kné og marglitir geislarnir frá gluggum klausturkirkjunnar féllu yfir hana, þarna brunnu óteljandi kerti innanum reykinn frá reykelsinu. Elísabet prinsessa. Svo var sumar, akrarnir voru frjósamir, árnar streymdu fram, það var svalt í f jallaskuggunum. Anna lá í dyngju sinni og lét sig dreyma, nú gat hún loks slakað á og hugsað eingöngu um hið líkamlega, hún gat sökkt sér ofan í og notið frjóseminnar, eins og jörðin, sem er plægð í marz og kornið er tekið til að þroskast. Hinrik var f lestar nætur, ásamt stjörnuspeking sínum, við stjörnu- skoðun. Þeir voru ýmist í hallarturninum í Greenwich eða Windsor, stjörnuspekingurinn hélt á áttavita og at- hugaði ástand himintunglanna. Stjörnufræðingurinn lof- aði Hinrik syni. Ást Hinriks hafði breytzt. Hann hugsaði nú eingöngu um barnið, Þegar Anna gafst Hinrik, hafði hún um leið eyðilagt sjálfa sig. Sá eldur, sem hún hafði svo lengi kynnt undir var að slokkna, dulúðin sem Hinrik hafði skynjað hjá konunni hafði nú tekið sér bólfestu í hinu ó- fædda barni. Getur nokkra hreinni kennd, en vonina um að eignast barn? Hinrik lét þessa tilf inningu heltaka sig, hann var í sæluvimu og dreymdi Ijúfa drauma. Þessa heims gleði er þó sjaldan eingöngu andleg. Dag nokkurn þegar Hinrik var óvanalega glaður, bar svo við að hann sá konu, hún var ung og brosandi. Hinrik var svo glaður og hreinn, að hann tók konuna á stundinni. Anna var orðin áhyggjuf ull, hún var ekki eins trúgjörn og Hinrik, hún sendi njósnara sína út af örkinni. Anna trúði ekki á stjörnuspekinga, barnið gat vel orðið stúlka — við þá hugsun fannst Önnu hún vera að deyja. Hún var aftur farin að hata Hinrik, hin skamma líkamsnautn var búin, hvað Önnu snerti, hún sá nú Hinrik eins og hann var, þunglamalegan, slitinn og með óhreint blóð. ígerðin í fótlegg hans, var að breiðast út. Hann var seinn að hugsa, kærði sig ekki um skáldskap og hafði aðeins á- huga á fornri tónlist. Ungu mennirnir hlógu að honum, bæði Georg bróðir hennar og allir hinir, og sjálf var hún bundin þessum harðstjóra, sem var að verða gamall. Hann hafði vakið líkama hennar, það hafði orðið henni vonbrigði og til þess eins að hana þyrsti nú í æskuna. Anna móðgaði Hinrik og brígzlaði honum um ótrú- mennsku, fyrr meir hafði hann tekið móðgunum hennar með auðmýkt, en þá hafði hún verið gyðjan, tunglgeisl- inn, sem þarf að elta frá einu laufblaði á annað. En nú hafði hann eignazt hana, þarna lá hún,.særðog átti óhægt um hreyfingar, af hans völdum, hún var búin að tapa riki sínu. Hinrik skipaði henni ruddalega að þeg ja, Hver var hún að kvarta, þegar Katrin hafði þagað. i september fann Anna að tími hennar var í nánd. Hún sá hið breiðleita andlit Hinriks, hin smáu augu hans, sem næstum sukku í feitri ásjónunni. Hann laut yfir hana, hann var að bíða eftir syni sínum, hann var viss um gæf u sina. Önnu f annst hann heimskur og hana velgdi við hon- um, hún vonaði næstum að hann yrði fyrir vonbrigðum, henni fannst að hún þyldi ekki gleði hans. Anna heyrði hljóð, hún fann höndum farið um líkama sinn, það var verið að taka barnið, og einhver sagði lágri röddu: „Stúlka". Þá opnaði hún hin stóru svörtu augu sin og starði upp á breiða andlitið, þar hafði breyting átt sér stað, þá hló hún og lét f allast niður á koddana, hún lokaði augunum aftur. Hún heyrði hvisl þeirra, sem önnuðust hana og mót- mæli Hinriks, hún hugsaði með sér: ,,Aðeins ef ég fengi nú að deyja". Anna sá Hinrik greinilega, i huganum, f yr- irferðarmikinn og heimskulega grimman, henni ógnaði að eiga að lifa stöðugt við hlið hans, dag eftir dag, þang- að til hann yrði eldgamall eða dæi. Hann nálgaðist rúm hennar og laut yfir hana aftur, hann nefndi hana — galdrakind — þá sagði hún við sjálfa sig: ,,Nú sér hann öll andlitslýti mín, hrukkurnar, sem kvölín hefur rist i andlit mitt, og ég get ekki risið upp og staðið á málstað minum, né látið upp svikagrimuna, grímuna, sem ruglar hann, sem töfrar hann og fær hann til að dreyma...." Hún fann andardrátt hans leika um hár sitt. Hún leit á hann og svo lokaði hún augunum aftur og grét. Hinrik hafði aldrei f yrr séð Önnu fella eitt einasta tár, nú horfði hann á þau streyma undan lokuðum augnlok- um og drjúpa niður andlit hennar og háls. Hann komst við og var sjálfur gráti nær. Hann kastaði sér yf ir hana og tók hana i faðminn. Höfuð Önnu féll aftur, hún var enn með lokuðaugu og hélt áf ram að gráta. Hinrik kyssti vanga hennar og drakk þessi aumkunarverðu tár. Hinrik sagði: „Anna, ég ska'i aldrei, aldrei yf irgefa þig, heldur vildi ég missa hásætið og betla mitt daglega brauð". „Þetta er æðisgengið, þakka þér milljón sinnum, afi”. „Fljótur.... hvar get ég fengið hnakk.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.