Tíminn - 04.01.1977, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 4. janúar 1977
19
IdiIJiií
0 Ræða forseta
grunninum skal standa, menn-
ingu þjóöarinnar.
Vera má aö sá andans og hug-
sjónanna maður kenndur við
aldamót sem færöi fyrrgreind orð
i búning hafi haft það i huga að
þjóðin skyldi eflast við tign og
fegurð landsins, sækja andlegan
og siðferöilegan styrk i mikil-
fenglega náttúru þess, eld þess og
is, hörku þess og mildi og vilja til
sjálfstæðis og sjálfsbjargar i þær
minningar sem það geymir um
gengnar kynslóðir feöra og
mæðra. Sá sannleikur er enn i
góðu gildi. En i orðunum felst
einnig það sem nú er predikað
dögum oftar og ég hef sjálfur sagt
i þessari andrá: að oss beri
skylda og nauðsyn til að sýna
landinu og hafinu sem er hluti
þess fulla nærgætni, standa vörð
um hreinleik þess, efla lifsmögn
þess og græða gömul sár þess.
Þvi að til landsins sækjum vér
daglegt brauö vort, i gögn þess og
gæði sem ætið var kallað svo áður
fyrr en nú auölindir aö erlendri
fyrirmynd sem vel er viöhlitandi.
Andans maðurinn var einnig
manna skyggnastur á gildi verk-
vitsins, á kunnáttu til verka skyn-
samlegra vinnubragða. Þá ber
oss aftur að sama garði og fyrr.
Auðlindir landsins verða ekki
nýttar til eflingar þvf fólki sem
byggir það nema með ráös-
mennsku sem tekur mið af vis-
indalegri rannsókn. An þess er i
rauninni ekki um neitt verksvit i
nútima skilningi aö ræöa. Og þá
er það gleöiefni að vér eigum þeg-
ar á að skipa hópi ágætra visinda-
manna sem kanna afl og eðli
landsins á sinn hátt eins og lif-
fræðingarnir rannsaka leyndar-
dóma hafsins. A komandi ári og
árum munum vér sjá æ betur að
ekkert má til spara um menntun
og skilyrði þeirra visinda og
fræðimanna, sem eiga að hafa
verksvit fyrir þjóðinni tileflingar
landinu og um leiö henni sjálfri.
Upp af samverkandi eflingu
lands og þjóðar á menningin að
risa. En menning er margrætt
hugtak og þetta orð er þvi var-
hugavert og oft misnotað, bæði
viljandi og óviljandi. Ég kom i
sumar i nokkur kauptún og
sjávarpláss og sá að viöast hvar
var búið að malbika eða oliubera
margar götur sem ég þekkti
fyrrum sem forarvilpur og aum-
ustu torfæruvegi i samanlögöu
vegakerfi landsins. Þarna haföi
þá gerst eins konar menningar-
bylting, aldahvörf i umhverfis- og
umgengnismenningu. Og þessu
fylgdu aðrir glaöir og hýrlegir
drættir i svipmóti þessara staða,
sjálfstraust og vongleði að ég
hygg, vongleði vaxandi staöa, þar
sem æskan villsetjast aö á feðra-
slóðum og fara hvergi. Þetta og
annað eins má sannarlega kalla
menningarauka. Ég ervissum að
Guðmundur Finnbogason hefði
verið fljótur að sjá sambandið
milli malbiks og menningar. Þó
má vera að hann hafi i orðum
sinum einkum átt viö þaö sem
kallað er æöri menning, visindi,
listir og bókmenntir, varðveizlu
og ávöxtun menningararfsins.
Hér er vist efni i langa ræðu, en i
stuttu máli sagtmætti svo virðast
að i þessum efnum sé haldið
sæmilega i horfinu. Ahugi á
myndlistog tónlist virðist greini-
lega vera vaxandi hér á landi og
þessar listir eru orðnar miklu
snarari þáttur i þjóðlifinu en var
fyrir skemmstu. Og áhugi á bók-
menntum eða að minnsta kosti
bókum er samur við sig vor á
meðal. Sagt er að út hafi komið
um 300 bækur fyrir siöastliðin jól.
Það segir aö visu ekki aðra sögu
en þá að bókafýsn Islendinga er
með eindæmum. En sem betur
fer eru hér meö þessari kynslóð
mörg skáld og margir rit-
höfundar sem meö reisn halda á
loft hinu forna merki. Einn af
gleðiviðburðum liðins árs var það
að islenskur rithöfundur og is-
lenskt tónskáld voru heiðraðir
með listaverölaunum Norður-
landaráðs. Sú gleði vor stafaði
ekki af þvi að vér þyrftum að láta
útlendinga segja oss frá ágæti
þessara listamanna. Oss var
kunnugt um þaö áöur — eða var
það ekki? Hún stafaöi af þvi að
vér erum stolt af hverjum sigri
islenskra afreksmanna og viljum
að heimurinn taki éftir honum. A
sama hátt fylgdist þjóðin með
sigurförum islenskra skákmeist-
ara á árinu sem leið og einnig þvi
að islenskur jarðvisindamaöur
tók við afreksmerki sem aðeins er
veitt örsjaldan og þá fyrir frá-
bæra veröleika.
Fleira mætti telja en vér
leyfum oss að lita á allt þetta sem
staðfestingu á trú vorri á mátt
islenskrar nútimamenningar. En
þá vaknar sú spurning hvort vér
hlúum nógu vel að þeim sem
undir merkjum standa. Um slikt
kunna að vera skiptar skoöanir,
en þó hygg ég að nokkuð skorti á
að listamönnum séu búin þau
skilyrði sem væru i samræmi viö
mikilvægan þátt þeirra i viðleitni
vorri til að vera menningarþjóö
Þó kann þetta að vera nokkuð
misjafnt eftir listgreinum. En
dæmi má taka. Skáld og rit-
höfundar hafa löngum veriö
taldir fremstu merkisberar
islenskrar menningar, gæslu-
menn og ræktendur hins forna
arfsogupphaldsmenn tungunnar,
sem er og veröur hin dýrsta
þjóðlega eign vor. Aldrei hefur
þótt ábatasamt að fást við skáld-
skap og ritstörf á Islandi og þaö
er það ekki enn. Vér verðum að
gera oss ljóst að hér á samfélagiö
að koma myndarlega til liðs.
Meira þarf að gera en gert hefur
verið. Ef til vill skortir hér ekki
vilja heldur miklu fremur hug-
myndaauðgi til að finna þær leiðir
sem helst skyldi fara.
Máli minu er nú senn lokið og
hef ég þó ekki minnst á þaö fjöl-
greinda svið menningarinnar,
sem einu nafni má kalla félags-
menningu og löngum kemur
mestu rótiá hugina. Það er viöur-
kennt markmið vor allra að hér
skuli rikja þjóðfélagslegt réttlæti,
það er tiitölulegur jöfnuður
manna i milli, aö einskis hlutur sé
fyrir borð borinn, aö allir eigi rétt
til sæmandi hlutar af sameigin-
legum aflaforða þjóðarinnar,
hvort heldur hann er i fullu fjöri
eða bagar elli, sjúkleiki eða
örkuml. I þessu efni hljótum vér
að sækja fram til félagslegrar
samhjálpar eins og best er hjá
grannþjóðum vorum og gæta þess
að öldurót verðbólgulifsins beri
oss ekki af leið. Ef til vill er þetta
brýnast af öllu, þegar vér nú
litum fram á leið i þeirri von að
félagsleg menning megi vaxa og
vei hafast á komandi tið.
Góðir landsmenn. Ég þakka
yður fyrir samfylgdina á liðnu
ári. Ég ber fram persónulegar
þakkir minar fyrir traust og hlý-
hug sem ég hef notið af hálfu fjöl-
margra manna. Allt slikt er mér
styrkur og uppörvun og kemur
mér vel. Ég óska yður öllum árs
og friðar. Ég veit aö kveðja min
sækir misjafnt að. Hún heyrist i
mörgu hamingjuhúsi en einnig i
sorgarranni. Hún heyrist þar sem
menn njóta samvista glaðir og
hraustir, en einnig þar sem sjúkir
og aldurhnignir búa við meiri ein-
semd en gott er manni og þeir
mundu sjálfir kjósa. Ég sendi
yður öllum k veðju mina. Sérstaka
kveðju sendi ég sjómönnum á hafi
úti, svo og öllum þeim sem
þennan dag eins og aðra daga
ganga til skyldustarfa sinna sem
gegna veröur ef nokkur helgi og
nokkur hátiö á að geta rikt I borg
eða bæ. Megi þetta ár veröa oss
öllum gott og farsælt.
Gleðilegt nýjár!
©Áramótaávarp
réttaröryggi allra iandsmanna og
greiða fyrir rannsókn mála, upp-
ljóstrun afbrota og fullnustu
dóma. En mestu máli skiptir aö
stemma á að ósi og leggja meiri
áherzlu á mannrækt á heimilum
og i skólum og kirkjum landsins,
Þótt óhug hafi slegið á okkur
vegna afbrotaöldu, og óhjá-
kvæmilegt sé að taka málin föst-
um tökum, þá skulum við ekki
missa hugarjafnvægið og falla i
gryfju múgsefjunar. Viö megum
ekki ýkja eöa sverta myndina,
sem er nógu slæm fyrir.
Það er þó ekki einsdæmi i is-
lenzkri sögu, að mönnum ógni
ósómi aldar sinnar, eins og Jóni
Arasyni, Hólabiskupi, þegar hann
orti:
Hnigna tekur heims magn
Hvar finnur vin sinn?
Fær margur falsbjörg,
forsómar manndóm.
Tryggðin er trylld sögð.
Trúin gerist veik nú.
Drepinn held ég drengskap.
Dyggð er rekin i óbyggð.
En gjarnan megum við veita þvi
athygli, að hér eins og i Gullna
hliðinu eru trúin og dyggðin syst-
ur.
Við megum heldur ekki taka
fram fyrir hendur löglegra dóm-
stóla og sakfella, áður en sök er
sönnuð.
John Stuart Mill segir i bók
sinni, Frelsinu:
„Almenningsálitið hefur ekki
óskoraðan rétt til afskipta af
hverjum einstaklingi. Það er jafn
brýn forsenda farsæls mannlifs
og varnir gegn harðstjórn að
setja rétti þessum takmörk....”
Vissulega hefur heilbrigt al-
menningsálit mikilvægu hlut-
verki að gegna. Kostir hins opna,
hreinskiptna þjóðfélags verða að
fá aö njóta sin. En þvi er aldrei
unnt að mæla bót, þegar maður
eöa mannorð er tekið af lifi án
dóms og laga. Til þess höfum viö
dómstóla I réttarriki, að kveða á
um sekt eða sýknu.
— oOo —
Reynsla okkar sýnir að við
megum ekki afrækja andleg og
siðferðileg verömæti i sókninni
eftir veraldlegum gæðum.
A siöustu árum hafa gengið yfir
þjóöina svo hraöfara breytingar,
að ein eöa tvær kynslóðir hafa
reynt meiri umskipti i högum og
háttum en þrjátiu kynslóðir áður.
Við, sem áöur vorum afskekkt-
ir, erum nú stöðugt á faraldsfæti
sjálfir. En við megum ekki sogast
inn ihringiðu þess, sem lakast er i
háttum umheimsins. Lifsgæða-
kapphlaupið má ekki koma i veg
fyrir að við öðlumst sálarró og
gleði og kunnum aö njóta þess,
sem viö höfum. Velmegunin má
ekki veröa til þess að við hugsum
ekki um skyldur okkar viö aðra,
sem búa nú i sömu eymd og þjóð
okkar áður.
Sjálfstæðisbarátta okkar er
dæmi um þjóð, sem fær og heldur
sjálfstæði sinu i krafti menningar
og samheldni. Með efnahagsleg-
um framförum ber ný tækifæri og
vandamál að höndum. Okkur er
engin vorkunn að lánast jafnvel
að fást við þau og forfeðrum okk-
ar tókst i baráttunni við hallæri
og harðindi áöur.
Óliku er saman að jafna, sögu-
sviði daglegs lifs nú og sögusviði
Gullna hliðsins fyrr. En enn ,,er
löng leið frá íslandi til himna-
rikis”, og algild eru þau sannindi
fyrr og nú, að:
„Sinna verka
nýtur seggja hver,
sæll er sá, sem gott gerir”.
Og liftaugin milli landsins,
fólksins og fyrirheitsins má ekki
bresta.
A árinu, sem fer i hönd, er til-
rauninni haldið áfram, tilraun-
inni um tilveru smáþjóðar, sem
stendur á rót fornrar menningar
og vill halda til jafns við grann-
riki sin, ekki aöeins um efnahag
og menningu i nútfmanum, held-
ur vill einnig standa engh þjóð að
baki um frelsi og öryggi einstakl-
ingsins. Á nýju ári verðum við að
hafa þetta að leiðarljósi og kunna
fótum okkar forráð, bæöi andlega
og efnalega.
Aldirnar liða. Kynslóðirnar
hverfa.
En hvað er það, sem börnin
erfa?
Við biöjum um skilning og
styrk, frið og farsæld Islending-
um og allri heimsbyggð til handa
á nýju ári.
© íþróttir
Aston Villa: Burridge, Smith,
Robson, Phillips, Nicholl, Mor-
timer, Deehan, Little, Gray,
Cropley, Carrodus.
Það rigndi mikið á Suður-Eng-
landi á laugardaginn og þess
vegna var leikvöllur Tottenham,
White Hart Lane nánast eins og
forarpyttur fyrir leik Tottenham
og West Ham. En dómarinn sá
ekki ástæðu til að fresta leiknum
og fór hann þvi fram við þessar
slæmu aöstæður. Þegar á þriðju
minútu leiksins kom mark, sem
kenna má aðstæöunum um.
Trevor Brooking tók aukaspyrnu
langt úti á velli, og skaut háum
bolta i átt að marki Tottenham.
Þegar Jennings i marki Totten-
ham ætlaöi að hlaupa út og gripa
boltann, rann hann i drullunni, og
boltinn fór yfir hann og i markið.
Eftir þetta reyndu leikmenn
beggja liða að spila einhverja
knattspyrnu, sem reyndist þeim
þó æði erfitt. t fyrri hálfleik voru
ekki skoruð fleiri mörk, þannig að
West Ham hafði 1-0 forystu i hálf-
leik.
A áttundu minútu seinni hálf-
leiks var dæmd vitaspyrna á Biily
Bonds fyrir að hindra Duncan
innan vitateigs. Leikmenn West
Ham mótmæltu þessum dómi
kröftuglega, töldu aö aðeins ætti
aö dæma óbeina vitaspyrnu fyrir
mótmælin, og Keith Osgood
skoraði örugglega út vitinu.
Aðeins nokkrum minútum siöar
skoraði John Duncan glæsilegt
mark af um 20 metra færi, sem
Day i marki West Ham átti ekki
möguleika á að verja, og reyndist
þetta mark vera úrslitamark
leiksins. Þrátt fyrir nokkrar
góðar tilraunir West Ham i lokin
tókstþeim ekkiaðjafna metin og,
leiknum lauk þvi með 2-1 sigri
Tottenham, sem lyftir þeim upp i
18. sæti i 1. deild.
ó.O.
Tíminner
• peningar j
j Auglýsitf :
| í Tímanum 5
Frá Happdrætti
Framsóknarflokksins
Innheimtufólk óskast til starfa i nokkra
daga vegna heimsendra happdrættismiða.
Jafnframt eru allir þeir, sem fengið hafa
heimsenda miða og eiga eftir að gera skil,
eindregið hvattir til að gera það nú þegar.
Ógreiddir miðar verða ógildir eftir 15.
þessa mánaðar.
Happdrætti Framsóknarflokksins