Tíminn - 13.01.1977, Qupperneq 7

Tíminn - 13.01.1977, Qupperneq 7
Fimmtudagur 13. janúar 1977 7 fcSÉBCSI Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. RivStjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal- stræti 7, slmi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsinga- stmi 19523. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f._ Verðhækkanir hjá opin- berum fyrirtækjum Nú um áramótin hefur gengið yfir verðhækk- unaralda, sem óhætt er að segja, að almenningi blöskrar, og horfir þvi til framtiðarinnar með auknum ugg. Það vekur ekki sizt athygli, að það eru opinber þjónustufyrirtæki, sem ganga hér á undan, og eiga stærsta skerfinn i hækkunum. Margar þessara hækkana bitna þyngst á þeim, sem sizt skyldi, og er þar t.d. átt við verðhækkan- irnar á rafmagni, heitu vatni og sima. Þannig hækkaði heildsöluverð á raforku um 18% og smá- söluverð á raforku frá 10—35%. Hitaveitugjöld hækkuðu um 10% og afnotagjöld af sima um 35%. Hér eru það opinberu fyrirtækin, eins og Lands- virkjun, Rafmagnsveita Reykjavikur, Hitaveita Reykjavikur og Landsiminn, sem hafa forustuna, og knýja hækkanirnar fram. Við afgreiðslu fjárlaganna fyrir 1977 reyndu stjórnarþingmenn eftir megni að halda hækkun álaga i skefjum, svo að ekki væri efnt til aukinnar verðbólgu á þann hátt. Eftir að þingið er komið i jólaleyfi, rekur svo hver stórhækkunin aðra hjá hinum opinberu fyrirtækjum. Viðskiptaráðherra gerði áreiðanlega sitt til að sporna gegn þeim, en svo sterk öfl voru hér að verki, að ekki var ráðið við þau. Ef i alvöru á að reyna að draga úr verbólguvext- inum, verður að setja öflugri skorður við þessari hækkunarstefnu a opinberum þjónustufyrirtækj- um, hvort heldur sem þau heyra undir riki eða bæjarfélög. Efnahagsráðstafanir á komandi ári verða að mótast af þvi, að hið opinbera gangi á undan og reyni frekar að beita sparnaði i rekstri sinum en að knýja fram verðhækkanir. 1 launa- málum verður að gera gott átak til að bæta kjör hinna lægst launuðu, án þess að taka uppbótina aftur með hækkun jafnmikilvægra nauðsynja og rafmagns, hitaveitu og sima. Tvöfeldni í Þjóðviljanum er öðru hverju deilt harkalega á núverandi rikisstjórn fyrir útgjaldahækkanir þær, sem hafa orðið i tið hennar, en þær hafa verið mestar á sviði tryggingamála, heilbrigðismála og skólamála. í þessum skrifum Þjóðviljans gleymist jafnan að geta þess, hver hafi verið afstaða Al- þýðubandalagsins til þessara hækkana, t.d. hvort þingmenn þess hafi beitt sér gegn þessum hækk- unum og flutt tillögur um sparnað og samdrátt útgjalda. Þetta er mikil vöntun i málflutningi Þjóðviljans, þvi að illa ferst honum að deila á umræddar hækkanir, nema flokksmenn hans hafi sýnt fram á, að þeirra væri ekki þörf og flutt tillög- ur i samræmi við það. Það skyldi þá aldrei vera, að þessi þögn Þjóðviljans um sparnaðartillögu Alþýðubanda- lagsins, stafi af þvi, að þær hafi ekki aðeins engar verið, heldur hafi það flutt tillögur um stórfelldar hækkanir á framlögum til trygginga, heilbrigðis- mála og skólamála og talið allt of litlu fé veitt til þessara greina? Alveg væri það i samræmi við tvöfeldnina i málflutningi Alþýðubandalagsins að deila annars vegar á hækkanirnar en telja þær svo ; hinni andránni allt of litlar! Þ.Þ. Vladimir Simonov, APN: Skoðanaskipti milli Plains og Moskvu Lýkur Salt-viðræðunum innan tíu mánaða? 1 rússneskum fjölmiölum er nú yfirleitt fariö vinsam- legum oröum um hinn verö- andi forseta Bandarfkjanna og væntanlega stjórn hans. Eftirfarandi grein er nokk- urt dæmi um þennan mál- flutning, en þarer látin i ljós sú von, aö Salt 2-viöræöun- um, sem snúast um tak- mörkun á kjarnorkuvopna- búnaöi, ljúki ekki siöar en i október næstkomandi: ÞAÐ viröist skemmra milli smáborgarinnar Plains I Georgiuriki I Bandarikjunum og sovézku höfuöborgarinnar i skilningi alþjóöastjómmála heldur en á kortinu. 1 nokkrar vikur hafa átt sér staö þaö, sem James Carter kallar „uppörvandi skoöanaskipti” millimanna i bráöabirgöahöf- uöstöövum hinnar nýju stjórn- ar I Washington og Kreml. 4. janúar sl. tóku þessar viöræö- ur, sem fariö hafa fram meö skiptum á orösendingum, i fyrsta sinn á sig form beinna samskipta, er sovézki ambassadorinn i Washington, Anatoli Dobrinin, hitti vænt- anlegan utanrikisráöherra Bandarikjanna, Cyrus Vance. Þeir einu, sem ekki hafa fagnaö þessu, eru þeir menn á Vesturlöndum sem bíöa þess, árangurslaust, aö skuggalegir sjiádómar þeirra rætist, þ.e. aö stjórnin i Moskvu komist meö prófunum aö raun um „hörku” hins nýkjörna Bandarlkjaforseta viö fyrsta tækifæri. Slikar prófanir eru andstæðar venjum I sovézkum stjórnarerindrekstri, og raun- ar einnig venjum sovézk- bandariskrar sambúöar, og það væri heimskulegt að slíta hinu sögulega mikilvæga samstarfi þessara tveggja þjóða I þágu friðarins. Hitt er annað mál, að yfir- standandi timabil, sem ein- kennist af spennuslökunarþró- un, knýr ábyrga stjórnmála- menn i Bandarlkjunum til að gangast undir prófun fyrirætl- ana sinna, þ.e. prófun á hæfi- leikum þeirra til aö starfa i samræmi viö heilbrigða skyn- semi og aö taka tillit til sér- stakrar og ábyrgrar afstööu bæöi Bandarikjanna og Sovét- rikjanna innan vébanda nú- tima alþjóöasamskipta. SÉRHVER undansláttaraf- staða gagnvart svo mikilvægu máli hlýtur aö valda mönnum slæmri samvizku siöar. Ford forseti væri vissulega ekki jáfnóánægöur i dag og raun ber vitni, ef hann heföi ekki meöan á kosningabaráttunni stóö fórnaö orðstir sinum sem staöfastur baráttumaöur spennuslökunar i þágu skammvinnrar og auðsærrar hagnaöarvonar. En stundar- veikleiki getur oröiö mönnum dýrkeyptur. Ford er á förum úr Hvita húsinu án þess aö geta bætt niðurstöðum Salt-2 samningaviöræðnanna á af- rekalista stjórnar sinnar. Ásamt tugum annarra fréttamanna fylgdist ég meö hinum erfiðu viöræöum Brés- njefs og Fords i Vladivostok 1974, sem á vissu stigi virtust náhámarki spennu, viöræðum sem lögöu grundvöll aö sam- komulagi um aö halda kjarna- vopnakapphlaupinu I skefjum næstu tiu árin. Eins og aöalritari sovézka kommúnistaflokksins staö- festi I svari viö spurningu bandarisks fréttaskýranda fyrir nokkrum dögum, þá Brésnjef og Ford I Vladivostok hefur stjórnin i Moskvu aldrei lagt, og mun aldrei leggja, neinar hindranir i götu sam- komulags um þetta mál, sem svo mjög varðar allt mann- kynið. Ford forseti haföi þetta samkomulag raunverulega i hendisér, en lét þaö ganga sér úr greipum vegna þrýstings frá 'andstæðingum spennu- slökunar, en þaö hefur skapaö hjá fráfarandi forseta bitur- leika yfir þvi að hafa mistekizt aö ná mikilsveröum árangri aö stiga stórt skref I átt til friðar. Aö minni hyggju hefur próf- un raunsæis James Carters borið um betri árangur heldur en fyrirrennara hans. I um- mælum hins nýkjörna forseta i tilefni af áskorun Leonids Brésnjef um aö Vladivostok-- samkomulagiö yröi leitt til eölilegra lykta á árinu 1977 kemur fram uppörvandi skiln- ingur hans á mikilvægi þessa vandamáls. Sú staöreynd, aö ummæli Brésnjefs eru aö dómi Carters i samræmi viö hans eigin fyrirætlanir, lofar vissulega góöu. Plains- Moskvu orösendingaviöræö- unum kann að ljúka meö per- sónulegum og árangursrikum fundi leiötoga landanna tveggja, og þaö þvi fremur sem þeir eru einhuga um aö æskja þess að svo verði. I VIÐTALI viö timaritiö Time bendir Carter réttilega á viss timamörk til þess aö ná ár- angri i Salt-2 viöræöunum. Valiö stendur á milli sam- komulags fyrir n.k. október og nýs stigs framleiðslu gereyö- ingarvopna og vopnakerfa sem kosta ógrynni fjár. Og þá er ekki meötaliö, aö kastaö væri á glæ þvi mikla undir- búningsstarfi sem unniö var i Vladivostok. Stjórnin i Moskvu skilur, aö hin nýja stjórn Bandarikjanna þarfaö yfirstiga erfiöar hindr- anir sem eru i vegi bættra sov- ézk-bandariskrar sambúðar. I svari við spurningum banda- riska fréttaskýrandans gagn- rýndi Leonid Brésnjef afstööu þeirra afla i Bandarikjunum og V-Evrópu, sem í reynd bregöast hugsjón þjóölegs ör- yggis með þvi aö hafa hana aö átyllu til þess aö varpa spennuslökuninni fyrir róöa. A undanförnum vikum höfum við séö, aö ýmis afturhaldsöfl hafa samræmt aðgerðir sinar er miða að þvi aö beita vænt- anlega rikisstjórn Carters þrýstingi í þvi skyni aö spilla fyrir horfum á sovézk-banda- riskri samvinnu eftir valda- töku hennar. Reynt er aö fá nýju stjórnina til þess aö fall- ast á þá skoðun, að ekkert hafi breytzt frá timum kalda striðsins. Sérfræöingar „sov- ézku ógnunarinnar” gera þó þau mistök, aö viröa aö vett- ugi hina sögulegu reynslu sov- ézk-bandariskra samskipta, sem þegar hefur leitt i ljós fá- nýti sumra forskrifta hand- bókar þeirra um „Hvernig á aö fást við Rússana”. Eini ár- angur tilraunarinnar til þess aö knýja fram breytingar á sovézku útflytjendalögunum með þvi aö beita hömlum á jafnrétti i viöskiptum var tveggja billjón dollara tap bandariskra kaupsýslu- manna, sem hafa misst mikiö af sovézka markaðnum til keppinauta sinna. Þaö er þó enn hættulegra, aö þessi ranga aöferö skuli hafa áhrif á mál eins og Salt-2 við- ræðurnar. Þaö er ekki aðeins veriö aö skaöa sovézk-banda- riska samvinnu heldur menn- inguna i heild. Þess vegna finnst öllum Bandarikjamönn- um, Sovétmönnum og ibúum landa þriðja heimsins, upp- örvandi sú bjartsýni, sem fram kemur i jákvæöum hug- myndum skoöanaskiptanna milli Moskvu og Plains. Og þaö þvi fremur sem þaö tekur aöeins fáa daga aö flytja frá Plains til Washington.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.