Tíminn - 06.04.1977, Page 3

Tíminn - 06.04.1977, Page 3
Miðvikudagur 6. apríl 1977. 3 20% húsa á Akureyri með hitaveitu um næstu áramót? Tilboð allt að 25% und- ir kostnaðaráætlun Segir Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri HV-Reykjavik. — Framkvæmd- ir við hitaveituna hjá okkur eru komnar nokkuð veli gang og nú er unnið af kappi að þvi að steypa undirstööurnar fyrir aö- veituæðina, auk þess sem fram- kvæmdir við forsteypu brunna eru að hefjast. Efniskaup eru I fullum gangi og hafa gengið vel. Við höfum boðið út margt og fengiö góð tilboð, sérstaklega I þá tvo liöi, sem hér eru að fram- an taldir, en tilboðum frá heimamönnum var tekið i þá báða, og skilst mér það láti nærri að kostnaður við þá verði um 75% af kostnaðaráætlun, sem er vel sloppiö, sagði Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, I viðtali við Timann i gær. — Undirstöðurnar fyrir að- veituæðina eru steyptar á veg- um Noröurverks h.f., sagði Helgi ennfremur, og verður unnið aö þeim núna fram eftir sumri. Þegar þar að kemur verða þær svo fluttar á leiðslu- stæöið. Brunnarnir eru steyptir i fjöldaframleiöslu i verksmiöju, til þess bæði að flýta fram- kvæmdum, svo og að dreifa þeim á lengri tima. Við erum búnir að opna efnis- tilboð i stálið i aðveituæðina, og nú er verið að athuga tilboð i einangrunarvinnu, sleðana und- ir aðveituæðina og fleira. Það er að visu ekki alveg fyrirséð hve framkvæmdahrað- inn verður mikill hjá okkur, en ef við fáum leyfi hjá rikisstjórn- inni til að taka þau lán sem við þurfum, sé ég ekki annaö en sú framkvæmdaáætlun sem við geröum, standist alveg. Þá ætt- um viö aö geta byrjað aö hleypa vatninu á I haust, þannig að um tuttugu af hundraði húsa á Akureyri væru búin að fá hita- veitu um eða upp úr áramótum. Þaö myndi muna okkur ákaf- lega miklu, þar sem hitaveitan færi þá þegar aö fá tekjur af heimæðagjöldum og vatnssölu, svo við stefnum á þetta mark og neytum allra bragöa til að ná þvi. Borunin frammi i Eyjafirði gengur vel núna og hefur gengiö vel alveg frá þvi viö komumst yfir þetta erfiðleikatimabil um daginn, þegar borinn var laus einn daginn en fastur þann næsta. Undanfarið hefur hann komizt niður um fimmtiu metra á dag, eða svo, og ætti nú að vera á um eitt þúsund metra dýpi. Um páskana er ætlunin að taka Jötun upp úr holunni, hreinsa hann og próta.en halda svo áfram eftir hátiðarnar. Jöt- unn fer svo fljótlega, en I sumar munum viðfá minni bor, liklega Dofra eða Narfa, til að bora tvær holur frammi I firði. Annað er svo ekki af hita- veitumálum okkar aö fregna, sagði Helgi að lokum. Senn er liöinn einn mildasti og bezti vetur sem elztu menn muna, að minnsta kosti um sunnan- og vestanvert land. Hinn 20. marz voru jafndægri á vor (ekki vori, sem er tiltölulega ung breyting á þessu oröafari). Og þegar mennfinna vorið nálgast, standa þeir upp úr stóium sínum og ganga út I góða veöriö sér til heilsubótar. Tfmamynd Róbert. Gert við Harðbak á ísafirði 1 gær gébé Reykjavik. — Það var gerð bráðabirgðaviðgerð á Harðbak á tsafirði á þriöju- dagsmorgun, og skipið er væntanlegt hingaö til Akur- eyrar seinni hluta nætur, sagði Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Ctgerðarfélags Akureyringa i gær, en greint var frá þvi i Timanum I gær, að togarinn hefði rekizt á is- jaka þar sem hann var að veiöum á Halamiðum. Svo sem kunnugt er af fréttum, hefur verið mikið um isrek fyrir Vestur- og Noröurlandi að undanförnu, en við fyrr- nefnt ohapp kom um tveggja metra rifa á stjórnborðshlið Harðbaks. — Það er óþarfi að taka skipiö 1 slipp til að gera við þessa rifu, þvi þegar búiö er að losa þau 250 tonn sem það er með, er rifan fyrir ofan sjó- linu, sagði Vilhelm. Veiðin hefur gengið sæmi- lega hjá togurum Útgeröar- félags Akureyringa að undan- fömu, en i heild mun hún þó vera mjög svipuð og á sama tima i fyrra að sögn Vilhelms. Um sl. mánaöamót landaði Svalbakur 240 tonnum, i gær var Kaldbakur að landa 290 tonnum og i dag landar svo Haröbakur 250 tonnum, eins og fyrr segir. DAS-húsið gekk út i gær var dregiö i happdrætti Dvalarheimilis aldrabra sjómanna. Hæstu vinningar féllu sem hér segir: Einbýlishúsið að Hraunbergs- vegi 9 á miða númer 32404, Hafnarfjarðarumboð. Bifreið eftir eigin vali á krónur 1,5 milljón á miða númer 51113, umboðið I Hreyfli. Bifreiðar eftir eigin vaii á krón- ur eina milljón hvor, á miba nú- mer 36074 og 54773, abalumbob. Birt án ábyrgðar. Aðferð Norðmanna i verðlagsmálum: 26 millj arðar til niður greiðslu á kjöti í ár — sparar hverri meðalfjölskyldu 61.000 kr. í matarkaupum MÓ-Reykjavik — Oft er talaö um að miklu fé sé varið i niður- greiöslur hér á landi og þvi fróð- legt aö kanna hvernig þessum málum er háttað f nágranna- löndum. 1 fréttabréfi upp- lýsingaþjónustu landbúnaðarins var fyrir nokkru greint frá hvernig niðurgreiöslum á kjöti er háttað f Noregi, en allar tölur eru umreiknaðar f islenzkar krónur. Samkvæmt áætlun um sölu á kjöti fyrir árið 1977 er gert ráð fyrir að verja i niðurgreiöslur 26.250 millj.kr. Hluti af þessari upphæð er aö vísu eftirgjöf á virðisaukaskatti. Innflutt kjöt er ekki greitt niður i Noregi, en selt á sama veröi og norskt kjöt og verður þvl að keppa við það. Erlendir framleiðendur eða söluaðilar geta fengið svipað verð og heildsöluveröið er á niðurgreiddu norsku kjöti á hverjum tima. Aö sjálfsögðu kemur til frádráttar flutnings- kostnaður o.a. Reiknað er með, aö meðal kjötneyzla á mann i Noregi sé 47 kg. Niðurgreiðslurnar á kjöt- verði spara hverri 4ra manna fjölskyldu 61 þús. 1 matarkaup- um. Þá er miðaö við að allar kjötvörur séu keyptar i smá- sölu. Fyrir utan beinar niöur- greiðslur á kjötverðiö er greidd- ur verulegur flutningsstyrkur i Noregi á sláturdýr, heildarupp- hæðin á siðastliðnu ári nam 4.200 millj.kr. Þennan styrk fá þeir sem búa við erfiðust skil- yröi og lengst þurfa að flytja sláturgripi á markaö. Flutn- ingsstyrkur hefur veriö greidd- ur allt frá árinu 1946. Verulegur mismunur er á hvað niöur- greiðslur eru miklar á einstök- um kjötvörum, t.d. myndi kjöt- farskosta 525 kr. meira hvert kg ef þaö væri ekki niðurgreitt, en buff og „fenalæri” (þurrkaö og saltað lambslæri) myndi kosta um 1.400 kr. meira hvert kg. Eftirfarandi niðurgreiðslur eru nú á kjöti: kr. á kg Nautgripa- og kálfakjöt...241 Svinakjöt...................97 Kindakjöt..................295 Geitakjöt.................295 Hreindýrakjöt.............241 Kjötafalifuglum............112

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.