Tíminn - 06.04.1977, Page 8
8
Miðvikudagur 6. aprfl 1977.
Varplandið a6 Mýrum I Dýrafirði.
Gisli Kristjánsson:
Æðarræktarf élag
íslands
Hvernig stóð á þvi, aö þú, sem
alinn ert upp fjarri æöarsvæö-
um og varpstöövum æðarfugls,
geröist hvatamaöur aö þvi, aö
efnt var til félagsskapar um
æöarrækt? Þessari spurningu
hefur verið beint til min, bæði
um þær mundir er Æöarræktar-
félag Islands var stofnaö áriö
1969, og nýlega aftur, þegar
félagiö geröi mig aö heiöursfé-
laga.
Þvi er til aö svara, aö allt frá
æsku hefur fuglalifiö i hinni
frjálsu náttúru — fauna þessa
viös á landi okkar — ætiö veriö
mér sérstaklega hugstætt og
hrifnæmi vakið meö mér, hvort
sem verið hefur hrafnagarg og
snjótittlingatist aö vetri eöa
svanasöngur og samsöngvar
allra fugla himinsins að vori.
Þessir tönar I riki náttúrunnar
voru mér kærir og ljúfir jafnt
um stutta vetrardaga, þegar
færa skyldi smáfuglunum-moö
úr stalli, og um ljúfa sumar-
morgna þegar smalastúfurinn
rölti á eftir kviánum, öslandi
morgundöggina, biðandi eftir
þvi aö reykirnir stigu frá
strompum bæjanna og vottuðu,
aö nú væru konurnar vaknaöar
og heföu dregiö taöflögumar
fram úr hlööunum og kveikt eld-
inn til þess aö undirbúa árbit-
inn. A meðan þessa var beöiö
skemmti hrossagaukurinn meö
trillum sinum, spóinn vall sinn
graut á næsta leiti og smá-
fuglarnir tistu i næsta nágrenni,
eöa biöu meö ánamaöka I nefj-
um eftir þvi aö fóöra afkvæmin I
hreiörunum, máske lika þau,
sem ég var að gefa smjörklfp-
una, er ég haföi meö aö heiman
til þess að næra ungana. Þaö
var svo gaman aö blistra og fá
þá alla, 6 i hóp, til aö glenna upp
gininog gleypa svo þaö, er þeim
var fært.
En áhuginn fyrir æðarfugli?
— Jú, ég komst aö raun um
þaö siöar, aö æöarfuglinn haföi
um allar aldir lagttildún i hlýj-
ar sængur. Hann Kristján afa-
bróöir minn og Jóhanna kona
hans áttu eina slika, óviöjafnan-
lega, létta og hlýja. Enn siöar
vissi ég, aö um langt skeiö höföu
islenzkir námsmenn á erlendri
grund haft æöardún að heiman
sem farareyri og sem fram-
færslueyri. Þaö var gjaldeyrir
þeirra tima og svo mætti enn
vera og veröa, þjóö okkar til
framdráttar m.a. i viöskiptum
viö útlönd.
Sitthvað af þessum fyrri tiöar
fyrirbærum hefir vist veriö for-
senda þess, aö á árunum frá
1948, og siöan lék mér hugur á
aö kanna hvaö gera mætti til
þess aö efla stofn æðarfuglsins i
forsjá manna. Um hvatningu og
athafnir á þvi sviöi, frá minni
hálfu, má lesa I Frey áriö 1968,
þar sem gerö er grein fyrir viö-
leitni til aö unga út æöareggjum
og ala upp æöarunga I forsjá
manna til þess, ef veröa mætti,
aö hamla gegn þeim afföllum,
sem ráðandi voru vegna
ágengni vargfugla og meindýra
i varplöndum á vaxtarskeiöi
æöarunga. Misheppnuð viöleitni
á þessu sviöi var gerö á Reyk-
hólum vorin 1956 og aftur 1957,
en vel lukkuö framkvæmd aö
Hliöartúni I Mosfellssveit, undir
minni forsjá, áriö 1963. Um
þessi atriöi má lesa i nefndri
grein minni i Frey og annarri I
sama blaöi eftir Halldór Vigfús-
son, tilraunamann á Keldum.
(Sjá FREY bl. 295-309, LXIV
árg. 1968).
Æðarræktar-
félagið
stofnað
Svo bar viö i nóvember 1968,
aö til min hringdi leikbróöir og
ágætur félagi frá æskuárunum,
Sæmundur Stefánsson frá Völl-
um, og spuröi hvort hann og
HelgiÞórarinsson, bóndi i Æöey
i Isafjarðardjúpi, mættu sækja
mig heim til þess aö ræöa um
verndun og ræktun æðarfugls.
Auövitaö játaöi ég þeirri heim-
sókn. Erindið var aö grennslast
um hvort ég vildi gerast aöili
með þeim aö undirbúningi aö
stofnun æöarræktarfélags. Gæt-
um viö, i' félagi viö marga aöra
áhugamenn um verkefni þetta,
stutt að eflingu æöarstofnsins
við Islandsstrendur og nytja
hans til gagns fyrir þjóöina, og
þá varpbændur sérstaklega,
vildi ég vist fallast á aö prófa.
Næst var svo aö kynna sér at-
hafnir sams konar félagsskap-
ar, sem stofnaö var til viö
Breiöafjörö og starfræktur var
þar á árunum eftir 1880, en til
hans var stofnað af Pétri Egg-
erz, afa Sæmundar Stefánsson-
ar. í dagfari manna um þær
slóöir kvaö félag þaö hafa verið
nefnt „Vargafélagiö”, vafalaust
af þvi, aö þá eins og nú á tlmum
voru ýmsar verur I dýrariki
landsins ágengar og illvigar i
garö æöarstofnsins. Þar var þá
Arni G. Pétursson, ráöunautur
Æöarræktarfélags tslands.
ekki m inkur, en þa ö var ref ur og
svo svartbakurinn.
Svo leið áriö og kannaöar voru
forsendur félagsstofnunar.
Þann 29. nóvember 1969 komu
svo saman um 30 manns i
Bændahöllinni i Reykjavik, til
fundar I þeim tilgangi aö stofna
Æöarræktarfélag Islands.
Stjórn var kosin og störf hafin.
En spurningin var eins og hjá
Matthiasi foröum: „Hvar skal
byrja, hver skal standa?”.
Verkefnin lágu framundan.
Minkur, og einkum mávfugl,
herjaöi á æöarbyggöir, refur I
litlum mæli en hrafn sums staö-
ar illvigur. Þessu þurfti með
einhverjum ráöum aö afstýra.
Þegar æöarunginn hverfur i hit-
ir vargfugls og rándýra, gengur
stofnin til rýröar.
Hér var eitt þeirra atriöa,
sem I fyrstu röö kom á starfs-
skrána. I ööru lagi var þaö svo
markaösvaran, — æöardúnninn
— sem um ár og aldir hefur ver-
iö eftirsóttur. Hann var um
þetta leyti I öldudal, fyrst og
fremst vegna þess, aö mannafli
varnaumureöa litt fáanlegurtil
þess aö hiröa hann og verka á
viðeigandi hátt svo aö hann gæti
taliztágætmarkaðsvara. Vegna
ófullnægjandi verkunar dúnsins
hafði hann hrapað i áliti á er-
lendum markaöi og hér þurfti
vissulega úr aö bæta. Um sömu
mundir var aö visu viöleitni
sýnd til þess aö leysa af hólmi
grindina og hrælinn, meö þvi aö
móta vélrænar starfsaöferöir,
en uppfinning og betrun sliks
búnaöar tekur sinn tima, jafn-
vel þó aö verki sé snillingur til
slikra athafna sem hér hefur
verið en þaö efni allt er nægilegt
I sérstaka grein.
Nú, og svo hlaut aö veröa aö
koma á stefnuskrá aö leita leiöa
til þess aö skipa æöardúni til
vegs, og meta og stimpla hann
sem gæðavöru, en rammi um þá
starfsemi var enginn til. Einnig
þaö skyldi móta. Og svo var
ekki nema eölilegt, aö á þessu
sviöi væri leiöbeininga þörf til
þess aö lyfta öllu fyrirtækinu
upp úr öldudalnum. Markmiöiö
hlaut hér aö veröa aö fá ráöu-
nautaþjónustu.
Verkefni
félagsins
Auövitaö var ekki nóg aö
stofna félag. Félag er framtak
nokkurra eöa margra einstakl-
inga, er vilja vinna aö ákveön-
um störfum, aö ákveönum
markmiöum, og ég ætla aö
segja megi meö sanni, aö hér
hafi verið vel aö verki þau 8 ár,
sem liöin eru siöan Æöar-
ræktarfélagiö var stofnað. Og
framundan eru ærin verkefni.
En hvaö hefur þá náöst? Um
þaö má spyrja og nokkru má
svara.
Dúnninn
Brýnt er nú fyrir öllum, sem
taka dún úr hreiörum aö hiröa
um hann eftir beztu getu. Litiö
eitt er nú hreinsað hjá framleið-
endum. Meginhlutinn er sendur
á dúnhreinsunarstöö Sambands
Islenzkra samvinnufélaga. Þar
er hann þurrkaöur og hreinsaö-
ur i vélum, sem Baldvin Jóns-
son hefur fundiö upp og um
undanfarin 30 ár veriö aö bæta
og betrumbæta. Svo segir einn
fremsti æöardúnsframleiðandí
okkar nú, aö ef ekki væru
vélarnarhans Baldvins, til þess
aö hreinsa dúninn, þá mundi lit-
iö af æöardúni hirt og hreinsun
hans sem markaösvöru litil eöa
engin.
Eitt af fyrstu verkum félags-
ins var aö hlutast til um aö sett
yröu lög og fyrirmæli um dún-